Morgunblaðið - 28.08.1955, Blaðsíða 1
16 síður og Lesbók
ttjwittMtów
42. árgangur
194. tbl. — Sunnudagur 28. ágúst 1955
Prentsmiðja Morgunblaðsins
„Yamarsigur ‘ Mas^iúsar!
V*/ r<-'
'.Maðurinn, sem bar úl ekkjuna" relddi
fram lausnargjaldið
MAGNÚS KJARTANSSON, ritstjóri „Þjóðviljans“ hætti í
fyrrakvöld við að vera píslarvottur. Hann lét nokkra
flokksmenn sína bcrga fyrir sig meiðyrðasektina, sem hann
einn allra íslenzkra ritstjóra hafði neitað að borga. Síðan
spásseraði hann burt af „hótelinu ‘ á Skólavörðustíg!
„Þjóðviljinn“ segir í gær, að þetta sé mikill „sigur“ fyrir
Magnús. Venjulegu fólki mun þó finnast að það sé í mesta lagi
„varnarsigur“!
Er nú hlegið að kommúnistum um allt ísland fyrir bjálfa-
skap þeirra og yfirborðshátt.
Þess má að lokum geta að aðal „verkamaðurinn“, sem greiddi
fram lausnargjald ritstjórans, var Þorvaldur lögfræðingur Þór-
arinsson, „maðurinn, sem bar út ekkjuna“ á sínum tíma.
Gyldendal gefur úl 100 nýjar bækur íhaust
M.a. nýja bók eftir Martin A. Hansen
og danska þýðingu á Gerplu
DANSKA bókaútgáfufélagið Gyldendal hyggzt senda frá sér
100 bækur fyrir næstu jól. Verður upplag þeirra allra 700
þúsund bindi.
NÝTT SMÁMYNDASAFN
Meðal þeirra bóka, sem fé-
lagið gefur út í haust er nýlt
Martin A. Hansen
verk eftir hinn snjalla danska
höfund Martin A. Hansen. Er
það Konkylje smásagnasafn. —
Samdi skáldið sumt af því
skömrnu fyrir andlát sitt í sum-
ar. Einnig verður gefið út minn
ingarit um þenna ágæta höfund
Þar verða áður óprentaðar
greinar eftir Hansen og fjöl-
mörg norræn skáld munu minn
ast hans.
9 SMÁSÖGUR
1 Konkylje verða 9 smásögur og
hafa 4 þeirra aldrei birzt á prenti
áður. — Eins og kunnugt er reit
Hansen einhverja beztu bók sem
til er um Island, Rejse pá Island.
| GERPLA KILJANS
Af öðrum bókum Gyldendals
í haust má nefna „Kæmpeliv i
Nord“ eftir Halldór Kiljan Lax-
ness, — og er þar um að ræða
Gerplu, sem nú kemur í fyrsta
sinn „á dönskum búningi".
Snurða hefir hlaupið á
vináttu „Ikes“ og Trumans
íj
„AtvinnupólUíkus” og „genrimaður"
WASHINGTON — Snurða hefir
hlaupið á vináttu þeirra Eisen-
howers forseta Bandaríkjanna og
Trumans fyrrv. forseta. Þeir hafa
verið góðkunningjar allt til
þessa, en nú hefir skyndilega
komið upp óvinátta þeirra í
milli, að því er bandaríska viku-
blaðið Look skýrir nýlega frá.
HEIMSÓTTI EKKI , IKE“
Look bendir á, að Truman hafi
fjórum sinnum verið á ferð í
Washington nú undan farið án
þess að sækja Eisenhower heim.
Þegar forsetinn kom við í
Kansas City 1953, hringdi Tru-
man á hótelið, þar sem hann
bjó, og kvaðst vilja votta „Ike“
virðingu sína og hitta hann að
máli. Honum var aldrei svarað.
HARÐUR í HORN AÐ TAKA
Ekki fyrir ýkjalöngu á forset-
inn að hafa kallað Truman „at-
vinnupólitíkus“ og Truman á að
hafa sagt, að Eisenhower sé
„gervimaður“! Og Truman getur
alls ekki fyrirgefið Eisenhower,
að hann skyldi ekki verja sinn
gamla vin, Marshall hershöfð-
ingja, þegar MvCarthy réðst á
hann I fyrra sumar og kallaði
hann föðurlandssvikara.
Fréttir
stuttu máii
• LUNDUNUM, 27. ágúst —
Dulles sagði í dag, að Bandaríkja
nienn vildu tryggja landamæri
ísraels og Arabalandanna. Ráð-
herrann sagði og, að Bandaríkja-
menn mundu leggja fram drjúg-
an fjárstyrk til styrktar þeim
arabísku flóttamönnum sem eru
í Gyðingalandi. — Hammar-
skjöld kveður tilboð þetta hið
göfugmannlegasta og þungt á
metaskálum friðarins.
® Róstur voru á landamærum
ísraels og Egyptalands í gær.
12 menn voru drepnir.
Merkur fornleifafundur:
119 herskip á botni
Sýrakásflóa
SYRAKUS — Kafarar hafa
fundið minjar af grískum her-
skipaflota, sem sökkt var fyrir
2368 árum í einni mestu sjó-
orustu fornaldar.
FUNDU STEFNI
Kafarar hafa leitað að þessum
skipum undanfarinn mánuð í
Sýrakusflóa og bar leitin ekki
Unnu kommúnistar kosn-
in^arnar í Putalandi með
t
atkv, látinna kiósenda?
Kusu sumir stuðningsmenn þeirra tvisvar?
ANDKOMMÚNISTAR beggja vegna Atlantshafsins eru reiðir
mjög út af kosningunum í putalandinu San Marinó og segja,
að kommúnistar hafi unnið kosningarnar þar „með atkvæðum
látinna kjósenda“,
VORU VISSIR UM SIGUR I istar hafi látið látna kjósend-
Einkum eru kristilegir demó- ' ur sína taka þátt í kosningun-
kratar í Evrópu óánægðir með j um með því að falsa kjörskrá.
úrslitin, enda töldu þeir fullvíst,, Þá beittu kommúnistar ýmsa
að þeir mundu bera sigurorð af andstæðinga sína brögðum á
kommúnistum. En raunin varð ^ kjörstað, svo að sumir þeirra
önnur, eins og kunnugt er.
KUSU TVISVAR?
Nú halda kristilegir demó-
kratar því fram, að kommún-
Breyta nótt í dag
FENEYJUM, 27. ágúst — ítalskir
vísindamenn hafa tilkynnt, að
þeir hafi fundið aðferð til þess
að breyta nótt í bjartan dag. —
Segjast þeir munu geta gert
þetta eftir tvö ár eða svo.
Auðvitað er hér um marg-
brotna og flókna aðferð að ræða,
sem sennilega mundi fara fyrir
ofan garð og neðan hjá leikmönn-
um. Þó má geta þess, að það eru
samþjappaðar radíóbylgjur í loft-
inu, sem breyta myfkrinu í birtu.
sneru frá án þess
kvæðaseðlunum.
að skila at-
árangur fyrr en í vikunni sera
leið. M. a. hafa kafararnir fund-
ið stefni af galeiðu.
FRÁ ÞVÍ 430 F. KR.
— Það getur ekki verið nein-
um vafa undir orpið, að þessar
skipaleifar séu af gríska flotan-
um sem sigraði Syrakus, segir
forstjóri fornminjasafnsins i
Syrakus, Luigi Barnard Brea.
Álitið er, að þarna liggi 119
herskip á sjávarbotni og var þeira
sökkt 413 f. Kr.
Verður grænlenzka
lögreglan aukin?
• GÓÐRI VON, 27. ágúst —
Grænlenzka landsráðið varð i
gær ásátt um, að nauðsynlegt
væri að auka lögreglulið lands
ins, þar eð það væri of fá-
mennt og gæti alls ekki hald-
ið uppi lögum og reglu.
Landsráðið bendir á, að senda
beri fleiri lögregluþjóna frá Dan-
mörku til stærstu byggðanna, auk
þess sem bæta þyrfti við græn-
lenzkum lögregluþjónum. — En
Grænlendingar eru ekkert gin-
keyptir fyrir að gerast lögreglu-
menn, þar eð kaupið er lágt og
starfið oft og tíðum erilssamt.
• Verkfall er nú í Chile og þyk-
ir hætta á, að til óeirða komi l
landinu. —Reuter.
Vor liflækair 5 kéuga
Lýsti banameini sínu fyrir lœknum
LUNDÚNUM, 27. ágúst.
LÍFLÆKNIS Bretadrottningar, Thomasar Jeeves Horder, verður
áreiðanlega minnzt í læknasögu Bretlands, enaa er nann einn
hæfasti læknir þar í landi. Áður en hann lézt fyrir skömmu, tæp-
lega hálfníræður, lýsti hann nákvæmlega sjúkdómi þeim, sem
leiddi hann til dauða.
RÉTT GREINING
Rólegur og íhugull lýsti Horder
lávarður, fyrir nokkrum læknum
sem voru umhverfis dánarbeð
Hrói höttur Indlands drepinn:
Ákærður fyrir 403 morð, —
var trúaður og gjaimildar
H
NÝJU DELÍ, 27. ágúst.
RÓI HÖTTUR Indlands, sem um árabil hefir verið
á flótta undan fjölda vopnaðra lögreglumanna, var
drepinn í gær.
í MIÐ-INDLANDI
Maðurinn heitir Man Singh og
var 61 árs, þegar hann var drep-
inn. Hann átti ríki sitt í skógum
Mið-Indlands, þar sem hann var
leiðtogi 5000 útlaga, er þangað
höfðu leitað.
REYNT AÐ NÁ MAN
Undanfarin 4 ár hefir ind-
verska lögreglan átt í skærum
við útlagana, en einkum var leit-
azt við að ná foringjanum, því
hans, hjartasjúkdómi sínum. Min-
útu eftir mínútu skýrði hann frá
einkennum sjúkdómsins og greindi
hann nákvæmlega, og síðar þegar
að var gáð, reyndist sjúkdóms-
greining hans hárrctt,
l(
LÆKNIR GEORGS V.
Horder lávarður var fyrst kall-
aður í lækniserindum til brezku
hirðarinnar í tíð Edwards konungs
7., og var síðan líflæknir fimm
Bretakonunga, Var hann síðast að
embættiserindum, þegar Georg 5.
lá banaleguna. — Þá má og geta
þess, að hann var læknir fjöl-
margra þekktra stjórnmálamanna.
að hann var ákærður fyrir 403 j
morð og yfir 2000 rán. Rændi
hann hina ríku og gaf hinurn fá- i
tæku.
TRÚAÐUR
Sagt er, að Man Singh hafi
verið mjög trúaður maður og á
ránsferðum sínum bar hann allt-
af á sér Ramayana og Hanuman
Chalisa — bænabók hindústan-
manna.
Lokuðu skipstórann
mm
KAUPMANNAHÖFN, 27. ágúst:
— Neyðarskeyti hefir borizt frá
sænska skipinu Doróthea, sem
satt er sunnarlega á Atlantshafi.
Skipshöfnin á skipi þessu, sem
er 1800 smálestir að stærð, hefir
gert uppreisn og lokað skipstjór-
ann inni. Skipið er á leiðinni til
Suður-Ameríku. — Reuter.