Morgunblaðið - 28.08.1955, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.08.1955, Blaðsíða 6
f I MO RGH <V BLAÐIÐ Sunnudagur 28. ágúst 1955 Dr. phil. Hakon Stangerup: Astin, syndin og ná MÖRG okkar bíða nýrrar bók- ar eftir Aldous Huxley með óþreyju og eftirvæntingu, við flýtum okkur að lesa hana og eegja álit okkar á henni. Því ætla ég hér að gera nokkra gréin fyr- ir síðustu bók þessa höfundar, Bkáldsögunni The Genius and the Goddess, sem nýlega er komin út í danskri þýðingu. Bókin er lítil, en andagift hennar og innihald þeim mun meira. Söguefnið er í huxleyskum dúr, gamalkunnugt af fyrri bókum hans, en þó farið með það á nokkuð nýstárlegan hátt: fyndni og alvara vega salt, og eins og í síðustu bókum skálds jns minnir andrúmsloftið í þess- Bri bók bæði á rannsóknarstofu og kirkju. The Genius and the Goddess er bænabók, skrifuð af presti — sem jafnframt er vís- jndamaður. * ÞÁ VEIT ÉG HVER ÉG ER Þessi nýja saga Huxleys á Bér rætur í fortíð skáldsins og persónulegri reynslu hans. Fyrst í stað heldur maður — og á að halda, — að bókin fjalli jöfnum höndum um „viktoríska“ feimni, — og frjálslyndi nútímans. — í einu æskukvæða sinna, sem Hux- ley hefir sett á bannlista af þeirri ástæðu, að það segir of- mikið um hann sjálfan, rekumst við í fyrsta skipti á þetta gamal- kunna yrkisefni skáldsins, þar sem um það er fjallað með harm- þrungnum viðkvæmnishuga æsk- unnar. Hið unga óþroskaða, en þó víðlesna skáld líkir sjálfum sér við félaga sína, sem fara í stríð og „kyssa fagrar konur“ — á meðan Aldous Huxley ára. f augum Huxleys hefir hin heilsteypta manneskja taumhald bæði á tilfinninga- — og skyn- semislífi sínu. Allt frá því hann skrifaði Kontrapunkt hefir boð- skapur hans verið: Heilbrigð sál í hraustum líkamá. vel fagnað. Hann athugar gaum- gæfilega yfirmann sinn, sem raunar er jafneigingjörn, æst og örvinluð mannvera og hann er mikill vísindamaður Huxley fer heldur hraklega með hann og reisir honum níðstöng. Hann er eigingjarn og hefir lag á að láta „. . . ég, sem hugsa um bækur og þvílíkt verð að magnþrota ryki fyrir styrjöldina og konur lama sál mína og gera mig óttasleginn. En andspænis bókum veit ég hver ég er. ★ ÁSTIN HUGTAK Skáldið unga lærði þó snemma að fela viðkvæmni sína undir hrjúfu yfirborði háðsins og gera sorgarhlið lífsins skoplega. En við getum séð, með því að at- huga bækur hans, hversu tíð- hugsað honum verður um þetta efni, — og hversu mikils virði það er honum. í Kontrapunkti er vísindamaðurinn mikli, Edward lávarður eins cg „steinrunnið barn“ í öllu öðru en heimspekileg um efnum. Majore, unga stúlkan, sem er eins og klippt út úr vikt- órískum kvennablöðum, stendur óttaslegin andspænis einhverju ólýsanlegu. Veslings Walter reyn ir að ná ástum hennar, en hún er síður en svo áfjáð í atlot hans, því að í hennar augum er ástin — aðeins hugtak. ★ RAUÐHÆRÐAR NORNIR Söguefnið kemur aftur og aftur, og háðinu er stefnt gegn hinum ráðvilltu persónum, sem bæla niður kynhvötina. í bókum Huxleys er fjöldi af steinrunnum börnum; dr. Poole í Dýrin og manninum er ein hin síðasta þeirra. Hann er skírlífur vísinda- maður, alinn upp af viktorískri móður í Ástralíu. Hann tekur þátt I leiðangri til Kaliforníu og er klófestur þar af kynflokki nokkrum, sem bannar allt samlíf karla og kvenna nema 3 daga á ári hverju. En þá eru líka engar hindranir í vegi. Og það er skáld- inu sérstök ánægja, að láta þenna skírlífa vin okkar lenda í greip- unum á rauðhærðum kynósa nornum. — Nú væri þetta allt saman aðeins venjulegt blaður um frjálst ástalíf í anda áranna eftir 1920, ef ekki kæmi til ahd- úð á ómenningarstarfsemi síðustu ★ FJÓRIR HÖFUÐ ÞÆTTIR Smám saman hefir Huxley samt orðið það ljóst, að heilbrigð sál er ekki það sama og heilbrigð skynsemi. Það þarf meira til. Og er skáldið sannfærist um sið- ferðilega og trúarlega þörf mannsins — hefst annað tímabil á skáldferli hans: hin heilsteypta manneskja spannar rúmið milli himins og jarðar. Siðferði og guð- dómur bætast við kynlíf og skyn- semi. Um alla þessa höfuðþætti er rætt í nýju bókinni, The Genius and the Goddess. ★ IÐ skulum byrja með að at- huga skynsemina. Ungur, enskur vísindamaður er alinn upp af viktorískri móður, sem heldur honum að lærdóminum en frá öllum öðrum hlutum. Hann er fagur sem grískur guð og gróf- lega vel gefinn. Með visindaiðk- unum sínum veitir hann móður sinni dýrmætasta gleði, og hún gengst enn þá meira upp í því fyrir þá sök, að hann er orðinn 23 ára, saklaus, sprenglærður eins og öldungur og hefir aldrei komizt í tæri við ástina. í hans augum er konan bióm, stjarna, sem maður girnist ekki. Hann hefir lesið um Dante og Beatrice og Petrarca og Lauru og tekur boðskap þeirra um himneska ást bókstaflega. ★ VÍSINDAMAÐUR — OG MUNAÐARSEGGUR Nú skulum við snúa okkur að ástinni og kynlífinu. Enski vinur okkar dr. Rivers verður aðstoðarmaður heimsþekkts bandarísks vísindamanns, dr. Maartens og sækir hann heim, einn góðan veðurdag. Huxley hefir ætíð haft ánægju af að skop ast að bandarísku hversdagslífi, í hálfkæringi þó. Hann lætur ekki heldur hjá líða að gera það | í þessari sögu. T.d. er lýsingin á j því, þegar Rivers fer inn til hins ^heimskunna vísindamanns bráð- i skemmtileg. Að lokum er hann leiddur fyrir dr. Maartens og er aðra dansa eftir sínu höfði. En hann er samt ekki „steinrunnið barn“, eins og fyrirrennari hans Edward lávarður í Kontrapunkti. Bæði skynsemi hans og kynhvöt eru í fullu lagi. En síðan ekki söguna meir! Hann er hamingju- samur og nær háum aldri, og í honum glymur fram eftir öllu eins og í slitinni plötu. ★ ÁST VIÐ FYRSTU SVN Kona hans, Katy, er yndæl á allan hátt; aðeins þrítug að aldri, þegar vinur okkar kemur í heim- sóknina. Hún er lífsglöð og fög- ur eins o^ myndastytta, og er í senn ástméy hins erfiða snillings og móðir tbarna hans. Það þarf víst ekki |að bæta því við, að Rivers verður gagntekinn af ást til hennaí eftir aðeins tveggja daga kynningu. Hún verður hans Beatrice og hann tilbiður hana af lotningu og snýst eins og snælda í kringum hana. Dóttirin Ruth, 15 ára gömul, breytist úr barni í blómstrandi yngismey, og þegar lokið er ástarævintýri hennar og knattspyrríuleikara nokkurs í skólanum, fær hún þá flugu í höfuðið, að Rivers eigi að vera elskhugi hennar og draumahetja. Lýsing Huxleys á því, hvernig þetta stúlkubarn vaknar til lífs- ins, er einkarvel gerð. Hún yrkir kvæði og líkir eftir hetjunum í bókunum, sem hún les. Og það er ekki svo gott að eiga við það, þegar hún tekur Poe eða Oscar Wilde og vill vera hrösug og töfr- andi, notar varalit og ódýrt ilm- vatn — og er loks húðskömmuð af skynsamri móður sinni. Auð- vitað endar þetta með því, að stúlkan verður afbrýðissöm út í móður sína og nartar í þau Riv- ers; fyrst í stað er það ástæðu- laust, en síðar verður það ekki eins mikil fjarstæða og hún held- ur sjálf. ★ HJÁ ELSKHUGA Móðir Katys deyr, maður hennar liggur banaleguna, og það er eins og eitthvað farg legg- i ist á hjarta hennar, svo að hún missir móðinn, — og gefst upp. Hún getur því ekki veitt manni sínum styrk í banalegunni, — og hvert á hún að leita hjálpar í nauðum sínum? Henni stendur engin kirkja opin, bæn er árang- urslaus. Og þess vegna verður hún að leita þangað, sem eðlið segir til um: í frumborinni létt- úð finnur hún aðeins traust — hjá karlmanni, elskhuga. ★ EINS OG EVA Katy tekur að sér þetta viktoríska barn og nýr heimur breiðir faðm sinn á móti hon- um. Hann er hrærður og ham- ingjusamur og ástfanginn. En þó er hann angraður: samvizkan kvelur hann og fylgir ást hans, eins og skuggi. Ást hennar er samt skær og á hana fellur eng- inn skuggi. Hún er ekki sam- vizkulaus, — samvizkulítil mætti kalla það. En það er ekki hennar sök. Það er sök tíðarandans. Hún er eins og Eva fyrir syndafallið, það er búið að svipta hana synd- inni. ★ ÁVÖXTUR SYNDARINNAR ER DAUÐINN Nú 'erum við komin að sið- ferðinu, höfum þrætt okkur eftir braut skynseminnar og kynlífs- ins, — og guðdómurinn blasir við augum. Huxley varar „skynsemis“-les- endur sína við þegar í fyrstu línu bókarinnar: „Gallinn við skáldsöguna er sá, að það er allt of mikið vit í henni. Það er ekk- ert vit í veruleikanum". — Sögu Huxleys lýkur með rifrildi mæðganna um Rivers. Þær aka saman í bifreið, framundan er stór vöruf lutningavagn og ....: ávöxtur syndarinnar er dauðinn. Er þá nokkurt vit í þessu öllu saman? Rivers, sem er látinn segja söguna, gamall maður, svar ar já. — Og enn fremur: „Það getur verið gaman að lesa sál- fræði-rómana, og maður getur jafnvel lært eitthvað af þeim. En hvað skýra þeii? Allt nema það sem skiptir máli; allt nema það sem ræður lífi okkar, — örlögin og náðina". Með þessum orðum líkur Huxley sögu sinni. Læknisráð vikunnar: Sýruvöntun í maga EINN af þeim magakvillum, sem almenningur heyrir tíðum nefndan, og sem venjulega er tal- inn tiltölulega meinlaus, er sýru- vöntun í maga. Þótt nafnið gefi til kynna hverskonar kvilli þetta er, er fjarri því að hér sé ætíð um einfalda sjúkdómsbreytingu að ræða, sem ástæða sé að líta á með kæruleysi. Margir sjúkling- ar koma til læknis kvíðandi því að um alvarlegan magasjúkdóm sé að ræða, og þegar fundizt hefir að um sýruvöntun er að ræða kæra þeir sig kollótta og hirða lítt um þær reglur sem þeim eru settar, nema helzt þegar kvillinn ágerist og veldur meiri háttar ó- þægindum. Slík vanræksla getur síðan leitt til annarra alvarlegra meltingartrulfana og sjúkdóma, sem hægt væri að komast hjá ef ráðum læknisins væri fylgt í upp hafi. Þótt sumar orsakir sýru- vöntunar verði ekki brott numd- ar eru aðrar sem beinlínis stafa af lifnaðarháttum sjúklingsins, og sem hæglega má kippa í lag ef skynsemin er með í taflinu. Sýruvöntun í maga kemur jafnt fyrir hjá konum sem körl- um og fyrirfinnst hjá ca. fjórum einstaklingum af hundraði á aldr inum frá sextán til þrjátíu ára en hjá um tíu af hundraði hjá þeim, sem komnir eru um fertugt. Qft og tíðum fylgja þessu lítil ó- þægindi. Ef saltsýruframleiðsla magans er ófullnægjandi verður sá þáttur meltingarstarfseminnar sem venjulega fer fram í magan- um ófullkominn, því einn af helztu meltingarvökvunum, sem þar er til staðar, pepsínið, er ó- starfhæft án hjálpar saltsýrunn- ar. Þennan þátt meltingarinnar verður líkaminn því að fram- kvæma neðar í meltingarvegin- um, og það gerist með hjálp efna sambands, sem briskirtillinn framleiðir. Saltsýruvöntunin hefir því í för með sér tilfærslu á ákveðinni meltingarstarfsemi frá einu líffæri til annars og þó tilfærsla geti gengið slysalaust, má einnig búast við að önnur vandamál skapist vegna þessarar breyttu starfsemi. Orsakir sýruvöntunar eru marg ar og vafasamt að allar séu kunn- ar. Erfðir virðast ráða miklu, hneigð til sýruvöntunar hefir fundizt á ákveðnum fjölskyldum sem að líkíndum má rekja til beinna vefrænna eiginleika, sem teknir hafa verið að erfðum. Þar með er vitanlega ekki sagt að sér- hver einstaklingur viðkomandi fjölskyldu komi til með að þjást af sýruleysi í maga, því langoftast má vinna á móti slíkri hneigð með skynsamlegum lifnaðarhátt- um. Á hinn bóginn má búast við því að ef einhver önnur orsök kemur til skjalanna, svo sem skemmdar tennur, ávani að að tyggja illa og borða í flýti, neyzla sterkt-kryddaðrar fæðu eða ofneyzla sterkra drykkja, þá láti kvillahneigðin þegar á sér bæra. Allar ofangreindar orsakir virðast einar saman geta valdið sýruvöntun í maga, þótt sá mögu leiki verði vitanlega ekki útilok- aður, að jaínan kunni vefræn hneigð að hafa verið til staðar. Segja má að sérhver lifnaðar- eða neyzluháttur, sem hefir í för með sér langvarandi ertingu á magaslímhúðinni geti orsakað sýruvöntun. Sálrænar orsakir eru oft undirrót langvarandi ert- ingarástands magaslímhúðarinn- ar, ýmist sem bein ofverkun ó- sjálfráða taugakerfisins, eða sem grundvallarorsök ýmissa þeirra lifnaðarhátta, sem hafa í för með sér ofneyzlu eða rangneyzlu mat- ar og drykkjar. Loks getur sýruvöntun fylgt aðgerðum á maganum, þar sem orðið hefir að nema brottu mik- inn hluta magans. Hér verður ekki rakið hvaða sjúkdómseinkenni koma helzt i ljós, þegar um sýruvöntun 1 maga er að ræða, því enginn ólæknisfróður maður skyldi fást við að gera sjúkdómsgreiningar á sjálfum sér, sérhver magakvilli er meðfæri læknis eingöngu. Á hinn bóginn er hverjum manni nauðsynlegt að hafa hugmynd um eðli og þýðingu sjúkdóma að svo miklu leyti sem dagleg hegðun hans er þýðingarmikið atriði í meðferð þeirra. Magakvillar eru meðal þeirra sjúkdóma, þar sem vanþekking og kæruleysi sjúkl- ingsins geta eyðilagt starf lækn- isins, hversu snjall sem hann ann Framh. á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.