Morgunblaðið - 02.09.1955, Side 1
16 síður
42. árgangur
198. tbl. — Föstudagur 2. september 1955
Prentsmiðja Morgunblaðsin*
Þessi mynd var tekin af menntamálaráðherrum Norðurlanda og forsætisráðherra íslands er fundur þeirra hófst í Alþingishúsinu
í gærmorgun. Á henni sjást talið frá vinstri: Birger Bergerson menntamálaráðherra Norðmanna, Terttu Saalasti menntamálaráð-
herra Finna, Ólafur Thors forsætisráðherra Islands, Julius Bomholt menntamálaráðherra Dana og ívar Persson menntamálaráðherra
Svía. _ (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.)
Forsætisrábherra setti fundinn f
Um 50 manns sitja 6. fund mennta
málaráðherra Norðurlanda
Harðnandi
átök við
Gaza
Horfur
ískyggilegar
London í gærkvöldi.
1' SKYGGILEGT ástand hefur
skapazt á landamærum ísra-
els og Egyptalands, eftir að her-
sveit frá ísrael réðist í gærkvöldi
7 km leið inn á landssvæði
Egyptalands og sprengdi í loft
upp egypzku lögreglustöðina í
Khanyunis. Engar áreiðanlegar
tölur um manntjón Egypta eru
fyrir hendi.
Edward Lawson sendiherra
Bandaríkjanna í ísrael, gekk í
dag á fund utanríkisráðherrans
í ísrael, Moshe Sharett. Fundinn
bar svo brátt að að jafnvel nán-
ustu samstarfsmenn ráðherrans
vissu ekki hvað til stóð og gátu
því ekki verið viðstaddir á fund-
inum.
Stjórnin í ísrael lýsti yfir því
í kvöld, að hún ætli að verða við
tilmælum Burns ofursta, fulltrúa
S.Þ. um að hætta hernaðarað-
gerðum á Gazasvæðinu, ef Egypt-
ar fallast einnig á tilmælin. —
Burns bíður nú eftir svari
Egypta.
FYRIR ÖRYGGISRÁÐIÐ
Meðal stjórnmálamanna í Lon-
don er litið svo á að horfurnar
á Gaza svæðinu séu svo ískyggi-
legar, að ekki geti dregizt leng-
ur að leggja máiið fyrir öryggis-
ráð Sameinuðu þjóðanna.
/ gær i forföllum Bjarna Bene-
diktssonar menntamálaráðherra
l^EGAR 6. menntamálaráðherrafundur Norðurlanda var settur í .
Alþingishúsinu í gær mátti heita, að salur Neðri deildar og í
sameinaðs Alþingis væri fullsetinn fulltrúum hinna fimm norrænu
þjóða, sem fundinn sækja. Þar hljómuðu tungumál allra Norður- |
landaþjóðanna og fyrir utan húsið blöktu krossfánar þeirra við hún.
í forföllum Bjarna Benediktssonar menntamálaráðherra, sem hefur
undanfarna daga verið veikur af lungnabólgu, setti Ólafur Thors
forsætisráðherra fundinn og bauð fulltrúa velkomna. Hann kvað
Islendingum það hið mesta fagnaðarefni að fá heimsókn svo margra
égætra fulltrúa frændþjóða sinna, sem hér væru samankomnir.
Lét hann þá ósk í ljós, að árangur af fundinum mætti verða sem
beztur. Fól hann síðan dr. Sigurði Nordal sendiherra íslands í
Kaupmannahöfn, stjórn fundarins af íslands hálfu í forföllum
menntamálaráðherra, sem nú er á batavegi. j
DAGSKRÁ FUNDARINS
Á dagskrá menntamálaráðherra
fundarins eru 9 mál, þar á meðal
Skýrslur um menningarmál frá
menntamáiaráðherrum allra
landanna. Er þar um að ræða
yfirlit yfir þróunina á sviði skóla-
mála og menningarmála í hinum
einstöku löndum síðan að seinasti
menntamáiaráðherrafundur var
haldinn. Las dr. Sigurður Nor-
dal ræðu Bjarna Benediktssonar
í þessu máli. Þá hefur dr. Broddi
Jóhannesson framsögu sérfræð-
inganefndar menningarmála-
nefndarinnar um ýmis uppeldis-
og fræðslumál á Norðurlöndum.
Júlíus Bomholt ráðherra hefur
framsögu um skólakerfið. Vil-
hjálmur Þ. Gíslason útvarpsstjóri
Og dr. Þórður Eyjólfsson hafa
framsögu um lestrarefni ung-
linga. Magnús Gíslason náms-
Stjóri er framsögumaður fyrir
norrænu upplýsingariti um menn
ingarmál og rætt verður um mál
frá menningarmálanefndinni.
Frh. á bls. 2.
Edward Lawson áður sendiherra
U.S.A. á íslandi, nú í ísrael.
Dr. Sigurður Nordal sendiherra
íslands í Kaupmannahöfn í for-
setastól á menntamálaráðherra-
fundinum.
. er
kosninn“
JERUSALEM 1. sept.: — Frá því
var skýrt í útvarp frá stöð einni
i Sýrlandi að tíminn væri nú kom
inn og að Arabaríkin myndu senn
hefja sameiginlcgan hernað gegn
Israel.
„Verið er að draga saman her-
lið Araha á landamærunum og
brátt mun það leggja að velli
ríki Zionista“ sagði útvarpið.
Arabar vilja
Israelsriki feigt
ÁRÁSIN á Khanyunis er hin al-
varlegasta sem gerð hefir verið á
Gazasvæðinu frá því að vopna-
hlé var samið í Palestínustríðinu
árið 1949.
Vandræðin á Gazasvæðinu und-
anfarið stafa af því, að mörg
mál voru látin standa óleyst er
vopnahléið var samið 1949. Israels-
menn gerðu þá kröfu til þess að fá
Gazasvæðið, sem er 200 ferkíló-
metrar að flatarmáli, en Egyptar
fengu þetta svæði með vopna-
hléssamningunum. Á svæðinu eru
um 900 þús. arabiskir flóttamenn
frá Palestínu. Er vopnahléssamn-
ingurinn var gerður lofuðu Israels-
menn að greiða þessum flótta
mönnum, sem flosnað höfðu upp
frá jörðum sínum í Palestínu,
skaðabætur, en þetta hefir ekki
verið efnt.
Þriðja ágreiningsmálið er milli
Jordanbúa og Israelsmanna, en
Jordanbúar krefjast þess að fá
hina helgu borg Jerúsalem alla
í sinn hlut, en ísraelsmenn hafa
hana hálfa.
Vandinn á því að ná sáttum
milli Israelsmanna og Araba er
mikill og stafar af því, að Arabar
óttast, að Israelsriki verði voldugt
og geti ráðið kosti þeirra. Israels-
menn teija fyrir sitt leyti að þeim
sé nauðsyn á að hræða Arabarík-
in svo að þau láti þá í friði, en
ísraelsmenn þurfa fyrst og fremst
frið til þess að geta byggt upp
hið nýja ríki sitt. En í stað þess
að rækta jörðina efla þeir nú her
sinn.
Dulles reyndi fyrir nokkrum
dögum að skakka leikinn í erjum
Israelsmanna og Araba með því
1) að bjóðast til að taka þátt í
alþjóðaláni, sem veitt yrði Israels-
mönnum, svo að þeir geti greitt
flóttamönnunum skaðabætur og
2) að bjóðast til að ábyrgjast meö
öðrum þjóðum landamæri Israels
og nærliggjandi Arabaríkja. Bret-
ar og Frakkar styðja þessa til-
lögu, en bæði Egyptar og ísraels-
menn hafa lýst yfir því að þeir
verði að athuga málið.
31 Egypti og 30 ísraelsmenn
hafa fallið í átökunum við Gaza
undanfarna 9 daga.
Veldi Peróns „aldrei
meira"
BUENOS AIRES 1. sept.: Veldi
Peróns er talið vera meira nú,
eftir skollaleikinn í gær, heldur
en nokkru sinni áður. Kunnugir
telja, að leikurinn í gær, hafi
verið lengi og vandlega undir-
búinn.
I hinni miklu þrumuræðu, sem
Perón flutti af svöium bleiku
hallarinnar, er hann skýrði frá
því, að hann ætlaði að vera for-
seti áfram, hafði hann í hót-
unum við alla, sem reyna kynnu
síðar að steypa honum af stóli.