Morgunblaðið - 02.09.1955, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 02.09.1955, Qupperneq 9
Föstudagur 2. sept. 1955 MORGVNBLABIB I Starf vorf beinist að því að þjóð haldi tungu sinni og hin isienzka sérkennum TJM síðustu aldamót voru íslend- ingar nær alger bændaþjóð, mjög einangraðir frá erlendum áhrif- um, en með forna bókmenningu, er allur almenningur var ótrú- lega vel að sér í. Síðan hefur mik- il breyting á orðið og má segja, að menningarvandamál íslendinga séu mest megnis þau, hvernig við eigi að bregðast, þegar þjóð, sem áður lifði í einangrun býr nú í alfaraleið, og mikill hluti henn- ar hefur flutt úr hinni dreifðu byggð í sveitum landsins í þétt- býli til sjávarsíðunnar og hefur tekið upp margþætta atvinnu- hætti nútímalífs í stað einhæfra atvinnuhátta áður, og öllu þessu fylgir minnkandi áhugi á hinum fornu menningarerfðum. Viðleitni okkar hlýtur að bein- ast að því annars vegar að reyna að standa á móti óeðlilegum flutn ingum úr sveitum landsins, þar sem þjóðin hefur lengst af lifað með því að gera þar sem lífvæn- legast og að kenna henni að lifa menningarlífi í þéttbýlinu sem fleiri og fleiri sækja í. ALMENN SKÓLASKYLÐA Eitt af fyrstu viðbröðum okkar var að taka upp almenna skóla- skyldu. Sú skylda er lengri í þéttbýlinu en sveitunum, enda er nokkur erfiðleiki á reglulegu skólahaldi þar sem byggðin er dreifðust og reynslan er sú, að börnum og unglingum nýtist bet- ur af kennslunni, þótt skemmri sé, ef þau njóta hennar fá saman en í stórum hóp. Nokkuð er deilt um það, hvort svo löng skóla- skylda sem hér er, þ.e. frá sjö til fimmtán ára aldurs eigi full- an rétt á sér. Hafa þó raddir um að stytta hana aftur ofan í fjórtán ár ekki fengið hljómgrunn. Við endurskipulagningu skóla- kerfisins 1946 voru héraðsskól- arnir (unglingaskólar) felldir inn í allsherjarskólakerfið og er nú ráðgert að próf frá þeim gefi rétt íil aðgangs í æðri skóla. Er nokk- uð kvartað undan því, að þetta íeiði til ofmikillar áherzlu á próf en siður á frjálst nám, svo sem einstaka skóli hafði áður tekið hér upp eftir lýðháskólunum dönsku. Ekki hefur þessu samt enn verið breytt í hið fyrra horf. SKORTUR Á SKÓLA- HÚSNÆÐI Fólksfjölgun, fólksflutningur og lenging skólaskyldualdurs hef- ur allt leitt til þess, að víða eru mikil vandræði með skólahús- næði. Áður voru í gildi lög um, að bygging skólahúsa væri á ábyrgð sveitarstjórnanna en þær áttu óljósan kröfurétt til ríkisins um styrk í vissum hlutföllum til byggingarinnar. Þessi styrkur fékkst þó ekki greiddur fyrr en seint og um síðir og urðu af þessu mikil vandræði. Þess vegna beitti kennslumálaráðuneytið sér fyrir því, að síðasta Alþingi setti ný lög um skólabyggingar, þar sem sveitarfélög og ríki eru hvort- tveggja aðilar. Á nú að vera sæmilega tryggt, að ekki sé haf- izt handa, nema öruggt sé um fjárútveganir. Verður þetta von- andi til þess, að greiðar gengur með skólabyggingar en áður og miklum áhyggjum verði létt af forustumönnum skólamálanna heima í héraði. NÁMSEFNIÐ SVIPAB HÉR Námsefnið geri ég ráð fyrir að sé svipað hér á landi og annars staðar á Norðurlöndum, þó auð- vitað með þeirri breytingu, að við leggjum höfuð áherzlu á okk- ar eigin gömlu bókmenntir og hin fornu norrænu fræði, sem ég er hræddur um, að séu fjarlæg- ari ykkur hinum. En einmitt vegna þess að við viljum forðast, að hin lifandi tengsl við söguna slitni við breytta lifshætti þjóðar- Rækfum það bezta í oss sjálfum, látum arf forfeðranna ekki glatast fremur en áður tekið á móti er- lendum leikflokkum og vonumst við sérstaklega eftir því, að sjá hér oft leikflokka frá hinum Norðurlöndunum og ' treystum fyrirgreiðslu stjórnarvalda þar i landi til þess að svo megi verða. Ræða Bjarna Benedikfssonar menntamálaráðherra, fiutf af dr. Sigurði Nordal sendiherra á menntamálaráðherrafundi Norðurlanda / gær AFUNDI menntamálaráðherra Norðurlanda í gær fluttu ráðherrar allra landanna skýrslur um þróunina í skóla- málum og menningarmálum almennt í löndum þeirra síðan siðasti menntamálaráðherrafundur var haldinn. Við það I tækifæri las dr. Sigurður Nordal sendiherra eftirfarandi ræðu, sem Bjarni Benediktsson menntamálaráðherra íslands hafði samið. En eins og kunnugt er, hefur menntamáiaráð- herrann legið veikur undaníarna daga og var því forfallaður frá að halda ræðu sína sjálfur á fundinum. Bjarni Benediktsson menntamálaráðherra innar er okkur höfuðnauðsyn að vekja vitundina um gildi hennar með öllum ráðum. Annars er nú verið að vinna að endurskoðun námsskrár fyrir barna- og unglingaskóla. Koma þar að sjálfsögðu mörg sjónarmið til greina. Fagmennirnir vilja hver um sig leggja höfuðáherzíu á þau efni, er þeir fjalla um. Okkur hinum, sumum að minnsta kosti, finnst aftur á móti, að meira sé vert um kvalitet þess sem lært er en kvanitet, og telj- um, að þó að menn verði vitan- lega að þekkja nú til margra hluta, sem þeir áður höfðu ekki þörf fyrir og enginn vissi neitt um, þá haldist samt nauðsyn þess, að unglingarnir verði vel að sér í höfuðþáttum íslenzkrar menn- ingar, þ. e. a. s. fornbókmenntum íslendinga og kristinnj trú. ÞÖRF FYRIR SÉRMENNTUN Þó að ég telji að þetta eigi að . vera höfuðstoðirnar, þá má auð- vitað ekki gleyma þörfum nútím-' ans fyrir ýmiss konar sérmennt- un. Áhugi löggj afarva-ldsins á þeim efnum kom meðal annars fram í því, að á síðasta Alþingi voru sett lög um iðnskóla, sem leiða til þess, að nú taki ríki og sveitarfélög að sér rekstur og byggingar fyrir þessa skóla, þar sem iðnaðarmannasamtökin sjálf stóðu að mestu að rekstri þeirra áður. Hið sama lýsir sér í stöð- ugri eflingu háskólans og fjölg- un kennarastóla þar. Þá er á það að líta, að íslend- ingar verða ætíð að sækja ýmiss konar sérkunnáttu til útlanda. Á það bæði við ýmiss konar hag- nýtan lærdóm og sumar greinir akademiskrar fræðslu. Þessvegna styrkir íslenzka ríkið ætíð marga námsmenn til lærdóms erlendis og vil ég sérstaklega færa hinum menntamálaráðherrunum þakkir okkar fyrir þá fyrirgreiðslu, sem þessir menn hafa fengið í lönd- um ykkar og vonast til þess, að hin góða samvinna 5 þeim efnum geti haldið áfram og eflzt. Auðvitað er það ætíð nokkuð vafamál fyrir okkur, hvort við eigum að beina þessum ungu námsmönnum fremur til Norður- landanna eða hinna stærri landa. Persónulega tel ég, að ekki sé rétt að takmarka slíkar námsfar- ir við nein sérstök lönd og hollt sé að fá lærdóm og fræðslu sem víðast að, en reynslan er sú, að langflestir kjósa að fara til Norð- urlandanna. Vona ég, að sú löng- un hverfi ekki úr hugum æsku- mannanna, því að norræn þjóð viljum við vissulega vera. SKORTUR GÓÐRA BÓKA Það eru ekki skólamálin ein, sem þýðingu hafa fyrir menntun almennings, heldur kemur þar margt annað til. Einn þátturinn er sá, að gefa mönnum kost á lestri góðra bóka. Þess vegna hefur ríkið all-lengi styrkt sveit- arfélögin og ýmsa aðra aðila, til að halda uppi bókasöfnum víðs vegar um landið. Fram til þessa hefur sú starfsemi þó verið í all- miklum molum og beitti mennta- málaráðuneytið sér þess vegna fyrir því, að á síðasta ári voru sett lög um almenningsbókasöfn. Er þar í senn gert ráð fyrir bæj- ar- og héraðsbókasöfnum í öllum héruðum landsins og verða þau samtals 30, en auk bess á sérstakt bókasafn að vera í hverju sveitar- félagi, nema samkomulag verði um að fleiri sameinist um eitt safn. Söfnin eiga að hafa sjálf- stjórn að mestu, en starfa þó eftir leiðbeiningu bókafulltrúa, er vera skal á skrifstofu fræðslu- málastjóra. Er það von okkar, að með þessari löggjöf séu mörk- uð tímamót í starfi bókasafnanna og þeim verði nú miklu hægara en áður að glæða lestraráhuga alls almennings víðs vegar um landið. Bókasöfnin eiga í senn að verka á móti hinum stöðuga straumi úr sveitunum til fjöl- býlisins og gefa mönnum í fjöl- býlinu hollari viðfangsefni en áður. 75 FÉLAGSHEIMILI STYRKT Svipuðu verkefni eiga stöðugt bætt skilyrði til íþróttaiðkana og ennfremur hin svokölluðu félags- heimili að gegna. Frá því 1. jan. 1948 hefur viss hundraðshluti af skemmtanaskatti runnið til fé- lagsheimilasjóðs og er honum varið til þess að styrkja byggingu félagsheimila með allt að 40% af byggingarkostnaði. 75 félags- heimili hafa notið styrks frá sjóðnum, 24 þessara húsa eru gömul samkomuhús, sem voru stækkuð eða fullgerð. Ný félags- heimili eru því 51 og eru þar af 26 enn í byggingu. Löggjöfin um félagsheimili var sett í beinu framhaldi af byggingu Þjóðleik- hússins í Reykjavík og er nokkru af því fé, sem áður var varið til byggingar þess nú varið til að koma upp þessum félagsheimil- um. Er enginn vafi á, að þau hafa þegar gert mikið gagn og eiga eftir að tengja fólkið nánari bönd- um við heimabyggðir sínar. ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Sjálft hefur Þjóðleikhúsið orð- ið til mikillar örvunnar fyrir leiklist í landinu, ekki aðeins hér í bænum, heldur og út um landið bæði með þeim hætti, að aðrir hafa verið hvattir til starfa og svo hafa einnig flokkar úr Þjóð- leikhúsinu farið víðs vegar um og haldið sýningar til mikillar ánægju fyrir þá, er séð hafa. Þjóðleikhúsið hefur einnig orðið til þess, að við getum nú miklu EFLING ÍSLENZKRA BÓKMENNTA OG LISTA Það hefur ætíð verið stolt okk- ar að reyna að styðja að eflingu íslenzkra bókmennta og lista eft- ir föngum, og' eru þess vegna veittir all ríflegir styrkir til lista- manna á fjárlögum hverju sinni og útbýtir sérstök þingkjöriiv nefnd síðan þeim styrkjum. EkkV kemur öllum saman um, hversu vel sú útbýting takist og eru ýms- ar tillögur uppi um annan hátt á þessu, þótt ekki sé samkomulag um, hvaða úrræði séu betri. Eitt vandamál, sem upp hefui* komið og segja má, að óleyst sá enn er það, hvernig haga eigi þátttöku íslendinga í listsýning- um erlendis. Áður var hér aðeins eitt félag íslenzkra listmálara og er það meðal annars meðlimur í bandaiagi norrænna listmálara. Því miður hefur listamönnunum ekki komið saman sem skyldi og eru því nú komin að minnsta kosti þrjú félög í stað eins áður. Hið elzta og stærsta vill hafa úr- slitaráðin um þátttöku í sýning- um erlendis og réði t. d. vali á hina sameiginlegu myndlistar- sýningu í Róm á s.l. vetri, vegna þess, að það er eitt aðili í nor- ræna listmálarabandalaginu. Flestir hinna elztu og viður- kenndustu málara eru aftur á móti utan þess félags og í öðru og neita að leggja sig undir dóm hinna, sem þeir segja, að séu yngri og tvísýnt sé um hverja viðurkenningu þeir hljóti sem listamenn, þótt þeir séu nú fleiri. í sjálfu sér má segja, að ríkinu þurfi ekki að koma slík deila Við, en vegna þess, að þátttaka í er- lendum sýningum getur naumast átt sér stað nema með einhverj- um stuðningi ríkisins sleppur það ekki við að blanda sér í málið, hvort sem það vill eða ekki. NÝ LAGAÁKVÆRI UM MANNANÖFN Þá má minnast á eitt atriði, sem er einstætt fyrir ísland. Við höf- um hér ekki máldeilu svipaða og í Noregi, en nokkur áreiningur ríkir um, hvort halda eigi hinum forna nafnasið íslendinga að kenna sig í eftirnafni við föður sinn og hafa ekkert ættarnafn. Segja má, að ættarnöfnin hafi verið bönnuð með lögum frá 1925 og var þá að því stefnt, að flest þeirra legðust niður með tíman- um. Lögin hafa ekki haft þau áhrif, sem ætlazt var til, því að síðan hefur nokkuð af nýjum ætt- arnöfnum verið tekið upp utan við lög og rétt, ef svo má segja. Þess vegna hefur nú verið efnt til endurskoðunar þessarra laga. Býzt ég við, að nýtt nafnafrum- varp verði lagt fyrir næsta Al- þingi. Persónulega er ég því and- vígur, að við hverfum frá okkar forna nafnasið, sem segja má, að sé skemmtilegt sérkenni íslenzku þjóðarinnar. Hins vegar er ég sem lögfræðingur andvígur því, að hafa í gildi lög, sem ekki er framfylgt og erfitt er að frarn- fylgja. Þess vegna hallast ég að því, að rétt sé að heimiia upptöku ættafnafna nýrra með mjög þröngum skorðum. Ekki veit ég, hverjar undirtektir þær tillögur fá. AÐ RÆKTA IIIÐ BEZTA í SJÁLFUM SÉR Með þessum fáu orðum hefi ég drepið á nokkur viðfangsefni okkar, sem við í stjórn mennta- málanna fáumst við á fslandi. Að Framh. á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.