Morgunblaðið - 02.09.1955, Qupperneq 14
14
MORGVNBLABIB
Föstudagur 2. sept 1955
i
m
TJ
Læknirinn og ástin hans
EFTIR JAMES HILTON
Framhaldssagan 17
leit aldrei niður á æskuna og
lét aldrei eins og hærri aldur
veitti sér nokkra yfirburði yfir
hana.
,,Þér megið ekki segja neinum
írá þessu, þó að einhver spyrji
yður að því Ekki einu sinni lög-
reglunni, þó hún kæmi og spyrði
eftir mér.“
Hann strauk yfir rauða hárið
hennar og fannst nú sem þetta
væri raunverulega höfuð á barni.
„í yðar sporum myndi ég ekki
hafa neinar áhyggjur út af því.“
„Nei, ég hef heldui engar
áhyggjur út af því, fyrst þér
hafið það ekki. Þér hafið aldrei
spurt mig að neinu og þ°ss vegna
hef ég líka sagt yður allt.“
f lífi flestra íbúa Calder-
burys voru fáir þeir atburðir,
eem maður taldi dagana til, ann-
að hvort með ótta eða eftirvænt
ingu. Mánuðurnir liðu hjá í
etraumi algers atburðaleysis með
einstaka undantekningum, sem
höfðu örlitla breytingu í för með
sér á hið daglega líf, svo sem
jólin, páskarnir, hVítasunnan, há-
tíðisdagar sumarsins, markaðs-
dagarnir, sunnudagar o. fl.
Þannig liðu árin í tilbreytingar
lausri rósemi.
Á kvöldin, þegar Davíð hafði
kvatt síðasta sjúklinginn, sem til
hans leitaði þann dag og ekk-
ert var eftir nema að setjast
niður og kveikja sér í pípunni,
þá naut hann þeirrar einveru-
stundar með ánægju. En nú, þeg
ar hann hitti Leni öðru hvoru,
þennan hálfa mánuð, sem hún
átti eftir að vera í húsi hans, þá
var þessi rósemi rofin og rekin
að nokkru leyti á flótta.
Hann sá hana stundum á
kvöldin, þegar hún var að leika
á slaghörpuna í setustofunni og
einu sinni sótti hann fiðluna
sína og byrjaði að leika með
henni, en í miðju laginu heyrði
hann allt í einu að Jessica kom
inn og talaði eitthvað við Sús-
önnu, svo að hann afsakaði sig
og lagði frá sér hljóðfærið.
Hann vissi að Jessicu leiddist
öll tónlist og hann hafði aldrei
haft ánægju af að leika á hljóð-
færi, þegar hún var heima.
Hann sagði, um leið og hann
setti fiðluna niður í kassann:
„Við verðum að ljúka við
þetta einhvern tíma seinna og ég
verð að reyna að útvega þér
góða kennslu".
í skapi, gekk hann sér til hugar-
hægðar eftir stígnum sem lá
meðfram fljótinu.
Hann reikaði áfram í þungum
þönkum og þegar hann var kom-
inn í nánd við litla timburhúsið,
sem stóð uppi á hæðinni og stað
næmdist þar um stund til þess
að kveikja í pípunni sinni, þá
heyrði hann að einhver kom
upp á hæðina til hans og heils-
aði.
Hann sneri sér snöggt við.
„Leni“, hrópaði hann, en stóð
því næst alveg orðlaus af undr-
un.
„Já, ég geng oft á kvöldin hing
að upp á hæðina“, sagði hún eins
og svar við spyrjandi undruninni
í augnaráði og svip Davíðs.
„Hafið þér fengið nokkrar
fréttir af Gerald?“
Davíð horfði um stund þegj-
andi á ungu stúlkuna, svaraði
svo spurningu hennar:
„Já, ég fer að vitja um hann
á hverjum einasta degi, þegar
mér vinnst tími til“.
„Hvernig líður honum?“
„Eg er hræddur um að honum
líði ekki alls kostar vel. Hann
saknar yðar mjög rnikið".
„Það er leiðinlegt að ég skuli
ekki fá að annast hann, eins og
ég gerði fyrst“.
Þau gengu þögul áfram og eitt
sinn þegar fölur geilsli frá
tunglsbirtunni smaug á milli
trjánna og féll á hmar tvær ein-
manalegu manneskjur, sem
gengu þögular og hljóðlega eftir
eyðilegum skógarstígnum, þá
stalst hann til þess að virða
fyrir sér andlit hennar, langt og
beint nefið og ennið hátt og
hvelft.
Honum varð þá Ijóst að svip-
ur hennar og allt útlit stóð óaf-
máanlega mótað í huga hans og
að hann gat fullkomlega virt
hana fyrir sér þótt hann hefði
lokuð augun.
Hún leit allt í einu á hann,
stórum, spyrjandi augum.
„Um hvað eruð þér að hugsa?“
„Um yður og framtíð yðar. —
Hvað verður eiginlega um yður,
þegar þér farið héðan?“
„Eg fæ áreiðanlega eitthvað
að gera“.
„Já og þá ættuð þér ekki að
ráða yður í þjónustu lélegra leik
flokka eins og þess, sem þér vor-
uð hjá, þegar fundum okkar bar
fyrst saman. Þér ættuð að reyna
að fá starf hjá einhverju góðu
og mikilsvirtu leikhúsi, t. d. í
London“.
Hún brosti og vissi, hversu
mikil fjarstæða þetta var allt
saman. Heimar þeirra voru ólík
ir, aldur þeirra var ólíkur, líf
þeirra var ólíkt.
Hún snart handlegg hans án
þess að nema staðar.
„Ah .. du kleine doktor.. ég
er ekki eins góð og þér haldið.
Þér hafið aldrei séð mig dansa“.
Hann hristi höfuðið.
„Hvernig dansar voru það,
sem þér dönsuðuð?“
„Einhvern tima hefði ég gam-
an af að sýna þér það. En ég
var ekkert sérstaklega leikin í
að dansa. En e. t.v. hefði ég
orðið það með tímanum, ef ég
hefði verið lengur í Petersburg
og gengið þar á skólann..".
„Já, ég er hræddur um að það
sé enginn góður dansskóli hérna
í Calderbury11, sagði hann alvar-
lega. „Það var slæmt að lífsstarf
yðar skyldi hindrast á þennan
hátt“.
Landakotsskólinn
verður settur þriðjudaginn 6. sept. kl. 10.
Börn í 7 ára deild mæti klukkan 1.
Skólastjórinn.
■
■
i Einbýlishús til sölu
■
■
Stórt og vandað einbýlishús 4 hitaveitusvæði í Aust-
Þetta var hann að segja við
hana öðru hverju, þótt hann
gerði svo enga tilraun til að
framkvæma það áform sitt.
Hann vissi vel, enda þótt hún
nefndi það aldrei við hann, að
hún kveið mjög mikið fyrir því
að fara og hann vissi líka, að
henni veittist jafn erfitt að vera
þar, því Jessica hafði lag á því j
að minna hana á það með orðum
■og athöfnum, að hún hefði ekkert:
að gera lengur þar í húsinu og
að henni væri réttast að taka
saman pjönkur sínar og fara.
Dagarnir liðu hægt og silalega
og Davíð sem var önnum kafinn
í starfi sínu, sá hvorki Jessicu
r.é Leni tímunum saman, en þeg
ar hann sat undir borðum og
virti fyrir sér kalda og háttvísa
kurteisi Jessicu, þá hvarflaði það
að honum, að e. t. v. hafði það
Verið vitleysa að krefjast þessa ;
hálfa mánaðar.
Hins vegar kom það líka fyrir, J
þegar hann mætti Leni í andyr-
inu eða úti í garðinum og sá hið
fallega bros hennar, að hann lof- j
aði hamingjuna fyrir þennan
hálfa mánuð, sem hann fékk að
njóta nærveru hennar enn.
Hann hafði líka áhyggjur út
af Gerald og eitt sinn, þegar
honum var venju fremur þungt
urbænum, er til sölu. — Lítil íbúð í kjallara. — Bílskúr.
Stór og fallegur garður. — Uppl. gefur
SVAVAR PÁLSSON
löggiltur endurskoðandi — Hatnarstr. 5
Rösk unglingsstúlka
sem ekki sækir dagskóla, óskast til snúninga og byrj-
un^rstarfa á skrifstofu. — Upplýsingíir í skrifstofu
KRON, Skólavörðustíg 12.
Iðnrekendur — Verzlun
Vegna flutnings er til leigu lítið verzlunar- og verk-
stæðispláss á góðum stað í bænum. Ný hraðsaumavél og
vinnuborð til sölu. — Tilboð merkt: „748“, seridist afgr.
Mbl. fyrir 9. september.
NYKOMIM
Okkur vinsælu
HOLLENZKU GANGADHEGLAB
í fjölda litum og mörgum breiddum.
Einnig nýkomið
mjög fallegt úrval af ullar-gólfteppum
í mörgum stærðum.
Cocosteppum í mörgum stærðum
Amerísk straubrctti
sem má hækka og lækka eftir vild.
GEYSIR H.F.
Teppa og dreglagerðin
nú Vesturgötu 1
Ný sending
Amerískir kjólar
GULLFOSS
AÐALSTRÆTI 9
RENNIBEKKIR
Fyrirliggjandi.
emUSlllHSSIHiJfllHSIHI i
«-------- ■ ....- ' - :
GRJÓTAGÖTU 7 — SÍMAR 3573 — 5296.
. ...........................................
................................
■ ■
■ ■
i Vélskólinn í Reykjavik j
m m'
m ■]
, • verður settur 1. október 1955. Allir þeir, eldri sem yngri j
; nemendur, sem ætla að stunda nám við skólann, sendi !
j skriflega umsókn, ekki síðar en 15. sept. þ. á. Um inn- •]
■ tökuskilyrði, sjá „Lög um kennslu í vélfræði, nr. 71, 23. ;i
; júní 1936“, og Reglugerð fyrir Vélskólann í Reykjavík í
! nr. 103, 29. sept. 1936. Þeir utanbæjarnemendur, sem ætla ■
; að sækja um heimavist, sendi umsókn til húsvarðar Sjó- -j
■ mannaskólans fyrir 15. sept. þ. á. Nemendur, sem búsettir ;]
: eru i Reykjavík eða Hafnarfirði koma ekki til greina. Z
m ■
■ ■
■ # # ■
; Skólastjórinn. Z
m m
í: 5