Morgunblaðið - 07.09.1955, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.09.1955, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 7. sept. 1955 *¥0úitMðMfe H.f. Arvakur, Reykjavtfc. Framkv.stj.: Sigfúa Jónsson, Ritstjórl: Valtýr Stefánaaon (ábyrgSarao.) Stj órnm álaritatj óri: SigurBur Bjarnason tr* Lesbók: Arni Óla, aími 304S. Auglýaingar: Arni GarSar Kriatinssw*. Ritstjórn, auglýsingar og afgrriSala' Auaturstræti 8. — Sími 1600 Aakriftargjald kr. 20.00 ft mánuSi inaa*l*»Aí í lauaasölu 1 kréa« aintaJdP ÚR DAGLEGA LÍFINU Eru batamerkin örugg? ÞVÍ HEFUR verið ákaflega fagnað meðal vestrænna þjóða að utanríkisstefna Sovét- ríkjanna virðist hafa tekið veru- legum og næstum áþreifanlegum breytingum á ýmsum sviðum. — Eftirtektarverðasta breytingin hefur orðið í framkomu rúss- neskra fulltrúa á alþjóðaráð- stefnum. Hefur virzt sem horfin sé að miklu leyti hin gamla stífni og beiting einstrengingslegs neit- unarvalds og í staðinn virðist hafa komið meiri samkomulags- vilji og betra viðmót í alla staði. Samfara þessu hafa rússneskir forustumenn heitið raunhæfum úrbótum í mörgum þeim málum, sem tortryggni og ókyrrð hafa valdið. Það hefur ekki staðið á því á ýmsum sviðum að þessi nýja framkoma Sovétríkjanna hafi þegar opnað útgöngudyr í göml- um þrætumálum. Um sum hafa Sovétríkin og Vesturveldin þrætt og þrefað í fleiri ár, eins og frið- arsamninga við Austurríki. Voru menn orðnir úrkola vonar um, að nokkuð samkomulag ætlaði að nást, um mörg þessara deilu- mála. Athyglisvert er, að Vestur- veldin hafa lítið eða ekkert þurft að breyta um viðhorf sín í fjölda þessara mála. Þau hafa frá upphafi verið reiðu- búin að leysa deilurnar á þann ágengnislausa hátt, sem báð- um deiluaðiljum gat orðið til sæmdar. Þröskuldurinn í veg- inum hefur nær undantekning arlaust verið þrákelkni og á- sælni Rússa, sem ekkert hirtu um sanngirniskröfur og mót- mæltu eðlislögmálum. Þegar þeir breyta svo aðeins til um framkomu sína, þá er það ekk ert undur sem gerist, annað en það, að þröskuldi þeirra er rutt úr vegi og óðar skapast möguleikar fyrir samkomu- lagi. Læknisskoðun hnattarins Þegar læknir horfir á þungt haldinn sjúkling og fylgist með líðan hans, leitar hann stöðugt uppi ný og ný einkenni, sem segja til um batahorfur. Slag- æðin virðist ekki vera eins hröð, þrotinn er farinn úr hinum og þessum líkamshlutum. Eins hef- ur alheimur fylgzt með hinum uppörvandi einkennum í heims- stjórnmálunum. Hitinn á alþjóða ráðstefnum virðist nú hafa lækk- að niður í 37 stig. Við getum þegar bent á fjöl- mörg dæmi þess að utanríkis- stefna Sovétríkjanna hefur tekið breytingum og það er því ekki nema eðlilegt, að menn taki að velta því fyrir sér, hvort alls- herjarstefnubreyting sé að kom- ast á. Hvort Molotov utanríkis- ráðherra Rússa rétti nú fram útréttan faðminn móti útréttum faðmi John Foster Dulles, og þeir setjist niður saman alsáttir og glaðir. Slíkur atburður væri heimssögulegur og meir en það. Hann hefði gífurleg áhrif á allt líf okkar í dag og um alla fram- tíð. Nú þegar höfum við sem sagt séð nokkur einkenni um bata- von. Samt eru þau ekki nægileg til þess að við getum sagt að heiminum sé batnaður sjúkdóm- ur hins kalda stríðs. Við verð- um að athuga betur og er engin furða þótt við séum eftir strangan leik dálítið varkár og þorum ekki að fullyrða tafarlaust, að allt sé um garð gengið. Við nánari athugun, rekumst við líka illu heilli á þá undar- legu staðreynd, að stefnubreyt- ingin virðist ekki vera róttæk né á öllum sviðum. Undarleg s j úkdómseinkenni Það er t.d. undarlegt ein kenni, að rétt eftir hina marg- umtöluðu friðarsamninga við Austurríki, fáum við fregnir af því að hernám Rúmeníu.j Búlgaríu og Ungverjaland; muni haldast óbreytt. Þetta ei þó þvert ofan í gerða samn| inga 1947, þar sem ákveðh var að rússneskt herlið skyldi tafarlaust brott úr þessum löndum, þegar austurrískir friðarsamningar væru gerðir. Hernám þessara landa var að- eins til að tryggja aðflutninga- leiðir til Austurríkis. í nýjustu fréttum frá þessum landsvæðum, er þess getið, að rússneska hernámsliðið í Aust- urríki hafi ekki verið afvopnað, heldur aðeins fært um set. Býr það nú rammbyggilega um sig í Ungverjalandi rétt við austur- rísku landamærin. Þetta eru sannarlega undarleg einkenni og virðast ekki benda til mikils bata. Og undarlegt er það, að enn er viðhaldið sama lögregluríkinu í öllum ríkjum Sovétskipulagsir.s. Sömu kenningarnar um úlfúð og niðurrif á öllum siðferðislögmál- um kristinnar trúar og lýðræðis- hugsjónarinnar, eru prédikaðar æsku Sovétríkjanna. Smáríkin við jaðra hins rússneska stórveld- is eru enn beitt sömu kúguninni. Nú síðast fáum við fregnir af þvi að flóttamannastraumurinn úr Austur-Þýzkalandi hafi aldrei verið meiri en nú og er þá á- byggilega eitthvað sem að krepp- ir, því að fólk yfirgefur ekki gömul heimkynni sín fyrr en i fulla hnefana. Skortir einlægnina? Það er því sérkennilegt við þessi mál, að afturbatinn virð- ist því miður ekki vera á öll- um sviðum og vekur það enn upp grunsemdir um að það sé ekki næg einlægni sem stend- ur að baki þeim umbótum, sem þegar hafa orðið. Vest- rænar þjóðir hljóta því enn að doka við um sinn varkárar. Þær munu eftir sem áður reiðubúnar til að eiga vinsam- legt samstarf við hinar aust- rænu þjóðir. En vér Vestur- landamenn munum nú örugg- lega ekki varpa okkur and- varalausir á náðir austrænna fyrirheita, sem við höfum lifla tryggingu fyrir að efnd verði. Síðustu atburðir hafa vakið nokkrar vonir í brjóstum frið- samra þjóða. En þær vonir leiða ekki til þess að við lokum aug- unum, heldur þvert á móti til þess, að við fylgjumst með hverri breytingu af þeim mun meiri í- hygli, reiðubúnir til að ganga jafnt til móts við hina en aldrei án þess að athuga vandlega okk- ar gang. ÞANN 2. sept. voru liðin rétt tíu ár frá því að Japanar gáfust upp fyrir Bandaríkja- mönnum í seinni heimsstyrjöld- inni. Þenna dag fyrir tíu árum undirskrifaði Shigemitsu ráð- herra uppgjafaskilmála Douglas McArthurs, yfirhershöfðingja Bandaríkjamanna um borð i ameríska orustuskipinu „Miss- ouri“. Sama dag, tíu árum síðar, eða síðastliðinn föstudag, hittust þeir á nýjan leik, Shigemitsu og Mc Arthur. Shigemitsu, sem nú er orðinn utanríkismálaráðherra Japana, fór og heimsótti Mac Arthur í íbúð hans í hinu mikla t Ireutiót a arcji Þrey i tia a anun ANNARS er það athyglisvert um Shigemitsu, að hann taldist til svokallaðra friðarsinna í Japan á stríðsárunum. Hann vildi semja frið við Bandaríkjamenn strax árið 1943 og gerði aftur tilraun til þess að fá samlanda sína til þess að semja frið árið eftir. Þegar svo loks að því kom að Japanar gátu ekki varizt lengur og senda varð mann á fund Bandaríkjamanna til þess að bjóða uppgjöf, fékkst enginn hinna æðri manna til fararinn- ar. Ekki þótti ráðlegt að senda Konoye prins, þar sem hann er frændi keisarans. Ekki þótti held ur tiltækilegt að senda forsætis- ráðherrann, Tojo. Shigemitsu varð þessvegna fyrir valinu. 'k -k *k SEINNA var Shigemitsu dæmd- ur í 7 ára fangelsi fyrir stríðs- glæpi, en hann var náðaður ár- ið 1951. u Skömmu eftir að Shigemitsu kom úr fangelsinu fór hann að gefa sig að stjórnmálum á nýj- an leik og stofnaði með Hatoy- ama, núverandi forsætisráðherra Japana, hægri flokk, sem þó byggir tilveru sína mjög á því að segjast vilja vinna að auknu samstarfi Japana við Kína- kommúnista og Sovétstjórnina. Sýnilegt er að Shigemitsu er enginn aufúsugestur í Banda- ríkjunum. ~k -k ~k {JUNHVER nafnfrægasta leik- J kona í Hollywood um þess- ar mundir er Grace Kelly. Kelly hefir m. a. getið sér nafn fyrir það að vera öðruvísi en aðrar leikkonur vestanhafs, hún berst lítt á, hún er eðlileg í framgöngu og hún lætur ekki taka af sér myndir í sundfötum. Og hún kann að leika. Að sjálfsögðu er mikið um hana talað og m. a. er rúmt ár síðan að heimsblöðin birtu marg- ar myndir af henni og franska leikaranum Jean Pierre Aumont, þar sem þau héldust í hendur og virtust ástfangin. Framh. á bls. 9 XJeíuaLandi ólripar: Douglas MacArthur New York-gistihúsi, Waldorf- Astoria. MacArthur er nú ekki lengur yfirhershöfðingi Banda- ríkjamanna, heldur einn af for- stjórum Remington verksmiðj- anna, sem framleiða skrifstofu- vélar. Shigemitsu utanríkisráðherra er staddur í Bandaríkjunum um þessar mundir í erindum lands síns, m. a. til þess að fá Banda- ríkjamenn til þess að draga úr uppgjafarskilmálunum, sem sett- ir voru fyrir tíu árum. Þegar Shigemitsu kom inn á heimili MacArthurs í Waldorf Astoria á föstudaginn, tók yfirhershöfð- inginn fyrrverandi á móti hon- um með þessum orðum: „Langt er síðan við sáumst síðast.“ Síðan ræddust þeir við góða stund, ráðherrann og hershöfð- inginn. | ~k kc -k I í JAPAN var tíu ára dagsins frá því að uppgjafaskilmálarnir voru undirritaðir, minnst með þögn. Enginn fáni var dreginn , á stöng og engir fundir voru haldnir. í leikfangabúð nokkurri í Tókíó er sýnt trélíkan af amer- íska orustuskipinu „Missouri". Likanið er sönn eftirmynd or- ustuskipsins að því undanskildu, að eina dekkplötuna vantar, og DANSKA bókasýningin hefir mjög borið á góma, enda er hún hin merkasta. Á henni er úrval ágætra bóka og gott yfirlit yfir hið helzta sem gefið hefir verið út í Danmörku undanfarin ár. Eru sýningarbækur um 4000 talsins, svo að um auðugan garð er að gresja og geta gestir fengið allar þessar bækur keyptar, ef þeir vilja. Skylda bóksala. ÞAÐ er ánægjulegt að við skul- um aftur vera að komast í nána snertingu við menningarlíf frændþjóða okkar á Norðurlönd- um. Samskipti við hinar norrænu þjóðir hafa verið okkur til góðs og við skulum fyrir alla muni efla norræna samvinnu eftir "““Á t N 0 > lo Oy — - ' Shigemitzu utanríkisráðherra er það dekkplatan, sem Mac Arthur stóð á, er hann skipaði Shigemitsu að undirrita upp- gjöfina. beztu getu. Væri óskandi að hér yrði einnig komið á fót bókasýn- ingum annarra Norðurlandaþjóða og íslenzkir bóksalar kappkosti að hafa ávallt gott úrval nor- rænna bókmennta á boðstólum. Það er skylda þeirra og engin ástæða að ætla, að þeir bregðist henni. Norðurlandabækur útundan síðari árin. EN það er ekki þar með sagt, að þeir eigi ekki að velja úr bók- menntum annarra þjóða. Síður en svo. Hér hafa t. d. fengizt ágæt- ar enskar bækur sem mikill feng- ur er að og þýzkar bækur eru að færast í aukana. En einhvern veg inn hefi ég alltaf haft það á til- finningunni, að Norðurlandabæk- ur hafi orðið út undan hjá okkur. Við höfum að vísu haft aðgang að einstökum verkum, en úrvalið hefir verið heldur lítið. Er von- andi, að bókasýningin danska marki tímamót í þessum efnum og Norðurlandabókmenntir skipi aftur þann sess á bókamarkaði okkar sem þeim ber. Handhægar og gagnlegar bækur. EIN deildin á bókasýningunni dregur sérstaklega að sér at- hygli almennings: — fagbók- menntirnar, sem svo hafa verið nefndar. Þær hafa verið vanrækt- ar hjá okkur, en geta verið al- menningi til mikils gagns. Af þeim geta menn sjálfir lært ýmsa nauðsynlega hluti. — Tökum t. d. bílabókina. f henni eru upplýs- ingar um allt er viðkemur við- haldi áP bílum. Þetta er einföld bók, handhæg og gagnleg. Senni- lega vita flestir íslenzkir bílstjór ar lítið sem ekkert um bifreiðar sínar og því ekki vanþörf á að þeir- kynni sér lítillega gang vél- arinnar og viðhald, þótt ekki væri annað. Það gæti vafalaust sparað okkur drjúgan gjaldeyri, minnkað innflutning á varahlut- um. Þá eru þarna handhægar bækur um garðrækt, og varla hafa menn meiri áhuga á öðru, a. m. k. ekki hér í Reykjavík á sumrin. Þá eru bækur um heim- ilisstörf, bókband, uppeldi barna o. s. frv., allt gagnlegar bækur og lærdómsríkar og sumar jafn- vel nauðsynlegar almenningi. Biður gamla manninn afsökunar. AÐ lokum er svo eftirfarandi kafli úr bréfi frá móður: Viltu vera svo vænn, Velvak- andi góður, að birta eftirfarandi í tilefni af „kanínumálinu" sem verið hefir til umræðu í dálkum þinum. — Bréfið var skrifað fyr- ir tveimur mánuðum og mér var mjög þungt í skapi, þegar ég réit það. Ég gat þess, að gamli mað- urinn hefði sagt mér, að hundur hefði bitið kanínuungann til bana en eigandi hundsins dró það mjög í efa í viðtali við mig, þar sem engan áverka var hægt að merkja á unganum dauð.um. Ég bið gamla manninn afsök- unar með glöðu geði, ef ég hef haft hann fyrir rangri sök — og ég tek undir það sem hann segir sjálfur um ást hans á dýrum. Ef mér hefir skjátlazt, er skylt að hafa það sem sannara reynist. Móðir. Merkið, sem klæðir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.