Morgunblaðið - 07.09.1955, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 07.09.1955, Blaðsíða 9
MiSvikudagur 7. sept. 1955 MORGVNBLAÐIÐ 9 1 * „Svo /iví/í’sí hver sern hann heflr um sig búið TyrÝLEGA hitti ég að máli ung- an íslending, sem búsettur er í Stokkhólmi. Jón Karisson, eettaður frá Veisu í Fnjóskadal, hefir undanfarin rúm átta ár dval izt í Svíþjóð við störf og nám. Síðustu tvö árin hefir Jón gegnt því umsvifamikla starfi að vera aðalinnanhússarkitekt við Skandi naviska Eanken, sem er stærsti banki Svíþjóðar. Er Jón fyrsti innanhúss arkitektinn, sem bank ínn ræður til sín. Það er oft nokkrum vand- kvæðum bundið að ná tali af þessum unga íslendingi, sem er mjög önnum kafinn, enda er Skandinaviska Banken viðamik- ið fyrirtæki — er hefir 31 útibú í Stokkhólmi auk aðalbankans og alls 212 útibú í Svíþjóð. Sífellt er unnið að byggir.gu nýrra úti- búa á vegum bankans og að lag- færingu á þeim, sem verið hafa lengi í notkun. ★ ★ ★ Jón sat við skrifborð sitt, hlað ið uppdráttum, líkönum af hús- gögnum og sýnishornum af ýmiss konar efnum og framleiðsluvör- um, er ég náði tali af honum. — „Við, verðum að fylgjast með öll um nýjungum í hvers konar fram leiðslu til að geta notfært okkur þær sem bezt“, segir Jón. ★ SKIPULEGGJA Á HÚS- NÆÐIÐ FYRST AÐ INNAN Mesta nýjung, sem heflr kom- ið fram á sviði húsbygginga á undanförnum árum, er samt ekki fólgin í því a® notfæra sér framfarir í efnaiðnaðinum, heldur í því að skipuleggja húsnæðið fyrst a.ð innan í stað þess að hef jast handa með því að gera uppdrátt að bygg- ingunum að utan. Hér í Stokkhólmi — og vafa- íaust einnig annars staðar — skiptast skoðanir manna, er fjalla um byggingu húsa í tvö horn. Sumir leggja aðaláherzlu á ytra útlit húsanna og gera uppdrátt að því frá því sjónarmiði, en aðrir — og þá einkum innanhúss arkitektarnir — gera sér fyrst og fremst í hugarlund, hvernig næsta umhverfi íbúanna á að BpiaBEað við Jón 8. Karlsson, innanhú'ssarkitekt í StokkhóBmi Jón Karlsson — húsin eru byggS fyrir íbúana ekki vegfarendur — vera og miða uppdráttinn við það, en láta þá ytra útlit sitja á hakanum, ef því er að skipta. Æskilegast er í.uðvitað, að hvort tveggja fari saman, vönd- uð innri gerð og fagurt ytra út- lit. Innanhússskreyting er svo ung að árum, að þeir, er lagt hafa stund á hana, eiga nokk uð undir högg að sækja gagnvart starfsbræðrum sínum, sem eru eldri í hettunni. ★IÍÚSIÐ ER RYGGT FYRIR ÍEÚANA — EKKI VEGFARENDUR En aðalrök innanhúss arki- tektanna eru þau, að húsið sé reist fyrir íbúa þess en ekki vegfarendur. Þess vegna eigi að hugsa verkið innan frá. — Telja þeir einnig — og með réttu — að vel heppnuð inn- rétting hafi frá sálfræðilegu sjónarmiði séð, góð og bæt- andi áhrif á íbúana. Húsið er ætlað til þess að búa í því — ekki virða það fyrir sér utan frá. Segja má, að verulegur skrið- Hér sést nokkur hluti innréttingar í einu útibúi Skandinaviska Bankens í Stokkhólmi. Hefir Jón einnig séð um alla innanhúss- skreytingu hér. Veggskreytingin yfir afgreiðsluborðinu er gerð úr svokölluðu sarim, sem er ítölsk glermósaík. Ingemar Callenberg gerði veggskreytinguna. ur hafi fyrst komizt á þennan hugsunarhátt síðustu 3—4 árin, og hafa á þeim stutta tíma orðið geysimiklar framfarar. Svíar eru taldir standa fremstir á sviði innanhúss skreytinga, en Finnar og Danir eru einnig mjög fram- arlega. ★ ★ ★ Starf þitt? Starf mitt er í stuttu máli fólg ið í því að nota efni, form og liti til að skapa þægilegt umhverfi fyrir þá, sem vinna í og eiga skipti við bankann. Gera alla upp drætti, ákvarða efnisval og sjá um alla framkvæmd á frágangi innanhúss í nýjum útibúum — auk lagfæringa á gömlu húsnæði Hér er ekki eingöngu um að ræða innréttingu afgreiðslusala, heldur einnig allt fyrirkomulag í matsölum, setustofum, sérstök um skólum í sambandi við bank- ann o. fl. Jón útskýrir starf sitt af sinni venjulegu hæversku. — Starf þetta er samt mjög vandasamt, og þarf ekki síður til þess hand- tök listamanns en nákvæms inn- anhúss arkitekts. Á svo stuttum starfsferli hefir Jón sýnt, að hann er ekki aðeins afkastamikill held- ur einnig hugmyndaríkur — en á þessu sviði þarf ekki síður hug- myndaflug en menntun og reynslu, ef árangurinn á að verða góður. ★ ★ ★ Og hvernig fellur þér starfið? Það er fjölbreytt og skemmti- legt starf — en geysi erfitt. Nauð synlegt er að þekkja öll efni, sem notuð eru í byggingariðnaðinum, og framleiðsluaðferðir á efnun- um til að geta gert sér grein fyr ir, hvort þau séu hentug. Stöð- ugt þarf að hafa á takteinum nýj ar hugmyndir að innréttingu og geta áttað sig skjótlega á því efn isvali, formi og litavali, er hæf- ir viðfangsefninu í hvert skifti. ★ SAMRÆMING SMÁATRIÐA — ÞÆGILEG HEILDARÁIIRIF Fjölmörg smáatriði verður að samræma, svo að heildaráhrifin verði þægileg. Koma verður íyrir á hentugum stöðum margskonar tækjum, vélum, símum o. fl. Birta efni, litir, skreyting verða i senn að þjóna sínum tilgangi og skapa skemmtilegt og þægílegt um- hverfi. Þegar um er að ræða innrétt- ingu hvers konar vinnustaða, verður að sjálfsögðu fyrst og fremst að taka tillit til þess, hvað er hentugast. Hver hlutur þarf að þjóna tilgangi sinum, fegurðin er að vísu ómissandi þáttur, en er skipað hér í annað sæti. Innrétt- inguna verður að miða við lögun húsnæðisins og þau not, sem hafa á af því, síðan er tekið til við ef?i- isval, litaval, húsgögn, áklæði og annað, er prýða á húsnæðið. ★ ★ ★ Raunverulega er ekki hægt að segja, að eitt sé mikilvægara en annað, öll þau smáatriði, er mynda innréttinguna, þurfa að vera í fullkomnu jafnvægi, og skreytingin þarf að vera í fullu samræmi við lögun húsnæðisins. ★ GERA VF.RÐUR RÁÐ FYRIR ÞANVÍDI) ÞRÓUNARINNAR Eitt er það höfuðatriði, sem innanhússarkitektinn verður að hafa í huga, en er mjög erfitt að festa hendur á, og er það þanvidd þróunarinnar. Sem dæmi upp á það, sem ég á við, er gert ráð fyrir því að koma verði fyrir sjónvarps- tækjum í þeim bönkum, sem nú eru í byggingu — enda þótt ekkert sjónvarp sé ennþá til í Svíþjóð. Mynd þessi sýnir innréttingu útibús Skandinaviska Banken í Vállingby, sem er úthverfi í Stokkhólmi. Jón Karlsson gerði upp • drátt og sá um allan frágang innanhúss. Innréttingin er mjög falleg og stílhrein. Gólfið er úr svartri og hvítri mósaík. Nokkur skiki af gólfinu vinstra megin við afgreiðsluborðið er notaður sera sýningarsvæði fyrir ýmiskonar vörur. Sænski listmálarinn, Inge- mar Callenberg, gerði „nonfigurativu“ veggmálninguna fyrir of- an afgreiðsluborðið. Geta má þess, að Vállingby er einskonar „fyr- irmyndarbær“. Hefir þetta úthverfi verið byggt upp að mestu á s. 1. ári, og er þar allt með nýtízku sniði. Mjög mikilvægt er að geta fyr- irfram gert sér grein fyrir, hvern- ig húsnæðið verður bezt innrétt- að, enda eru gerðir ótal uppdrætt ir, „perspektivteikningar og iita- skissur", áður en hafizt er handa. ★ ★ ★ Litaval er mjög vandasamt, bezt er að nota einn aðallit. Ef um banka eða aðrar slíkar bygg- ingar er að ræða, er óhætt að nota dálítið djarfa liti, afgreiðslu salir og annað slíkt eru alltaf að nokkru leyti auglýsing fyrir fyr- irtækin. Öðru máli gegnir um heimili þar, sem menn vilja hvíla sig eftir dagsins annir, þá er sjálfsagt að nota milda iiti, sem hafa notaleg áhrif, svo að hýbýl- in verði þægileg og heimilisleg. Auk síns ábyrgðarmikla starfs hefir Jón unnið að ýmsu í hjá- verkum, hefir hann m. a. gert uppdrætti að innréttingu íbúðar- húsa. Hann vinnur nú að inn- réttingu viðbyggingar Útvegs- bankans á Akureyri, sem gert er ráð fyrir, að verði fullgerð í haust. Ef dæma má af þeim verk- um, sem nú þegar iiggja eftir Jón, verður allur frágangur þar hinn vandaðasti og smekklegasti. ★ ★ ★ Jón hefir einnig unnið ýmislegt fyrir íslenzkan markað. Á sín- um tíma sá hann um deild SÍS á Iðnsýningunni árið 1952. Jón fór utan í júní 1947. Stundaði hann fyrst nám í Iðnskólanum í Karls- krona og vann svo um skeið á teiknistofu húsgagnaverksmiðju t Bodafors á Smálandi. Nam hann síðar í fjögur ár við Kunstfak- skoian, áður en hann tók við starfi sínu við Skandinaviska Banken. Skóli þessi er einskonar samræmdur iðn- og listaskóli'. Er honum skipt í tvær aðaldeildir — og nema menn þar fjögur ár til lokaprófs. ★ SAMVINNA INNANHÚSS ARKITEKTA OG LISTA- MANNA Það færist nú æ meir í vöxt, að fyrirtæki ráði til sín listamenn til að vinna með innanhúss arki- tektum að innanhússskreytingu. Hefir þetta mæizt misjafnlega fyrir meðai listamanna, og mörg- um þótt óviðurkvæmilegt að selja iist sína fremur þannig en á eigin spýtur af málverka- eða öðrum listsýningum. Kveðst Jón samt álíta, að sam- vinna iistamanna og innanhúss arkitekta geti verið mjög góð, ef þeim tekst að samræma áhuga- mál sín. G. St. Togaraflotinn veiðir nú mest á heimamiðum Karfaveiðin vlð Grænlsnd var mmm í sumar en undanfarin sumur ísafirði 31. ágúst. ISIJMAR hefur allur togaraflotinn stundað karfaveiðar við Græn- land, nema eitt skip, sem hefur verið á saltfiskveiðum hér við land, togarinn Harðbakur frá Akureyri. TREG VEEÐI < VIÐ GRÆNLAND Karfaveiðin hefur verið miklu tregari við Grænland í sumar, heldur en undanfarin sumur og hafa skipin þurft að fara mikiu lengra norður með vesturströnd Grænlands en áður. TOGARAFLOTINN KOMINN HEIM Nú er stór hluti togaraflotans farinn að stunda veiðar hér á heimamiðum og aðeins lítill hluti flotans, sem nú stundar veiðar við Grænland. í sumar hafa skipin aðallega lagt upp aíla sinn í Reykjavík og á ísafirði,' en nú er karfavinnsla einnig haf- in á Siglufirði og í Vestmanna- eyjum. Englandsdrottning til Svíþjóðar ELÍZABET Englandsdrottning og hertoginn af Edinborg fara í op- inbera heimsókn til Svíþjóðar í júní á næsta ári. Úr daaiega lífiiiu Framh. af bls. 8 Fyrir nokkrum dögum birti Elsa Maxwell, sem talin er mesta kjaftakerlingin í Hollywood og skrifar í blöð, rosafregn sem hljóðaði á þessa leið: „Grace Kelly og Jean Pierre Aumont gengu leynilega í heilagt hjóna- band fyrir mörgum mánuðum í litlu þorpi á Rivieraströnd- inni....“. Grace Keily hefir hvorki vilj- að staðfesta þessa frétt, né bera hana til baka. Leikkonan þykir nokkuð dularfull. BELGRAD, 6. sept. — Grískn konungshjónin komu í dag f opinbera heimsókn til Belgrad. Munu þau dveljast þar í átta daga. — Mikill mannfjöldi hafði safnazt saman á götunum til að bjóða þau velkomin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.