Morgunblaðið - 07.09.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.09.1955, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Miðv.kudagur 7. sepí. 1955. Læknirinn og ástin hans EFTIR JAMES HILTON Framhaldssagaii 21 Eitt sinn sem oftar var hann að fara sínar venjulegu eftirlitsferð- ir um sjúkrastofurnar og vildi þá svo til, að Rogers erkidjákni var þar líka á ferðinni með þvætting sinn — þér munið efiaust eftir því hve óskaplega raupsamur ná- ungi hann var? Er þeir höfðu báðir lokið þess- um mikilsverðu rannsóknarferð- um sínum, þá hittust þeir frammi í anddyrinu og tóku tal saman. Djákninn lét móðan mása og án þess að hirða nokkuð um það þótt hann tefði mikið fyrir okkur Newcome með masi sínu. Meðal margs annars sagði hann eitthvað á þá leið, að skurðlækn- ir hlyti, þegar hann væri að sinna störfum sínum, að fyllast ósjáif- rátt lotningu og aðdáun á hinum mikla guði, sem hefði skapað jafn dásamlegan hlut og hinn mann- lega líkama. Þegar prestar tala um slíka hluti, þá er maður vitanlega van- astur að segja ekki eitt einasta orð, bara steinþegja og látast hlusta, eins og þér eflaust vitið. En Newcome svaraði aftur á móti gáleysislega og í fullri ein- lægni. Svar han& kom eins og reiðar- slag yfir erkidjúknann og ég býst við, að það hafi mikið verið þess- um atburði að kenna, hvað hann barðist síðar heiftarlega gegn því, að Davið yrði boðin yfirlæknis- staðan við lyflækningadeild. sjúkrahússins“. Davíð hafði byrjað uppskurð- inn á Charlie klukkan átta um morguninn, en honum var ekki lokið fyrr en um kl. tíu. Þetta hafði verið mjög var- hugavert tilfelli, ákaflega erfitt til uppskurðar og veiklað hjarta sjúklingsins bætti þar ekki úr skák. Tvívegis hafði maðurinn nærri verið skilinn við meðan á aðgerðinni stóð, en loks var hann fiuttur út úr stofunni og inn í sjúkrastofu, þar sem biðu hans tímar meðvitundarleysis, þján- inga, nokkurra mánaða kveljandi líf og loks dauðinn. Davið tók af sér hina ötuðu hanzka og þvoði sér í handlaug- jnni, sem var í klefa við hliðina á skurðstofunni. Eins og alltaf eftir afstaðinn uppskurð, kenndi hann einhvers magnvana mátt- ieysis eins og ávallt, þegar menn hafa lagt að sér til hins ýtrasta. Hann herti sig því upp og vitj- aði nokkurra sjúklinga á sjúkra- stofunum, en hélt svo af stað í hin ar venjulegu morgunvitjanir sín- ar út í bæinn. Einn af sjúklingunum, sem hann kom til, var drengurinn litli með lungnabólguna og sér til undrunar og mikillar gleði komst Davíð að raun um það, að hann var heldur á batavegi, að því er virtist. Hann kom seint heim til sín í hádegisverðinn og varð þess vegna ekkert hissa, þegar Sús- anna tók á móti honum með þess- um orðum: „Frú Newcome vildi ekki bíða, hr. Newcome". „Það gerir ekkert til. Mig lang- ar aðeins í einn kaffiboila". „Hún bað mig um að spyrja yður, hvort þér vilduð gera svo vel og koma snöggvast inn til hennar“. „Hvar? Hversvegna? .. Hvað er það, sem hún vill mér?“ „Ég veit það ekki. Hún er inni í borðstofunni". „Það er gott, Súsanna. Ég skal strax fara inn til hennar". Hann fór inn í borðstofuna, vegna þess, að hann var vanur við að hlýða í slíkum tilfellum. Jessica hafði lokið við að snæða hádegisverðinn og sat og nartaði í tvíbökur með osti. „Mér var ómögulegt að bíða lengur eftir þér, Davíð. Mér finnst nú annars, að þú ættir að reyna að vera stundvís, þó ekki væri nema einu sinni á dag.“ „Það gerir ekkert til. Mér þyk- ir vænt um, að þú skyldir ekki fara að bíða lengur eftir mér“. „Ég býst við, að afsökunin verði sú sama og alltaf endranær, að þú hafir verið svo önnum kaf- inn í rnorgun". „Já, svo sannarlega. Ég hefi verið óvenjulega önnum kafinn í allan morgun“. | „Mér þótti leiðinlegt, að þú skyldir heldur vilja halda þig inni í biðstofunni í gærkvöldi, en að vera hjá gestum okkar, eins og þér bar þó að gera.“ | Hann þagði. „Bauðstu kannske stúlkunni inn í biðstofuna til þín, eða elti hún þig þangað?" Hann þagði sem fyrr. I „Hvað hafði hún eiginlega þangað að gera?“ Hann þagði enn. 1 „Það er þó sannarlega gott, að maður skuli losna við hana af heimilinu, eftir örfáa daga“. Hann þagði. ' „Ertu kannske ekki farinn að nenna að svara mér, eða hvað á eiginlega þetta málleysi að þýða?“ Allt í einu steig svo sterk reiði- og óánægjualda upp í huga hans, að hann gat naumlega stillt sig um að gefa tilfinningum sín- um lausan tauminn: „Já, ég er orðinn þreyttur á þessu öllu sam- an og ég kenni sárt í brjósti um drenginn, sem missir svo mikið, þegar Leni fer“. „Hvað ertu eiginlega að tala um, maður?“ „Ég get ekki séð neina fram- bærilega ástæðu tíl þess að reka hana úr vistinni, eða að senda drenginn burt af heimilinu." f „Ég skil þig ekki. Um hvað ertu að tala maður?“ „Ég er aðeins að tala um Leni og Gerald“. „Jæja, svo þú ert að tala um það? Vitanlega skil ég það. Það liggur í augum uppi, hversvegna þú villt endilega hafa þessa drós á heimili okkar“. „Hvað ertu eiginlega að gefa í skyn, manneskja? Reyndu að vera dálítið skýrari í orðum“. Davið yppti öxlum, gremjuleg- ur á svipinn og gekk þögull út úr stofunni, án þess að bíða eftir svari við spurningu sinni. Það var sannleikur. Vissulega skildu þau ekki hvort annað. Ekkert sam- band virtist vera á milli þeirra lengur, ef það hafði þá nokkru sinni verið, þegar betur var að gáð? Hann drakk kaffið sitt inni í biðstofunni og á eftir, þegar hann gekk út til þess að ljúka við nokkrar sjúkravitjanir og mætti Leni í forstofunni, þá var eins og hin drungalegu ský efa og örvæntingar hyrfu samstundis, eins og dögg fyrir sólu. í brosi hennar var eitthvað það sýnilegt, sem fékk hann til að hrópa, ákaft og glaðlega: „Leni, munið þér eftir litla drengnum, sem ég sagði yður frá í gærkvöldi, drengnum sem ég taldi alveg von laust með?“ „Já, hvernig líður honum núna?“ „Það er alls ekki vonlaust leng- úr“. „Ekkert er vonlaust, eða haldið þér það?“ Hann varð þungt hugsandi nokkra stund. Var það í raun og veru sannleikur, að ekkert væri vonlaust? En svo svaraði hann loks þessari spurningu, sem hann hafði lagt fyrir sjálfan sig: „Kannske eru einstaka hlutir vonlausir. En við vitum bara ekki hvaða hlutir það eru, svo er hamingjunni fyrir að þakka“. —★— Davið hafði fengið orð fyrir að vera mjög annars hugar og viðutan. Kannske var það vegna einhvers í augnaráði hans? Og e. t. v. var það vegna þess. hvernig hann átti stundum til að byrja eða enda samræður við MIIMKOE 1. MINKOE var reglulega indæll drengur, 13—14 ára. Hann var af „Fang“-ætt en gekk í skóla trúboðsstöðvarinnar í Lambarena á bökkum Ógóovéfljótsins, og hafði stundað þar nám í 1—2 ár. Heimili hans var langt í burtu, hinum megin við fljótið, og var um tveggja daga ferð á bát þang- að. Þessi drengur var reglulega ákveðinn og einlægur. Hann hafði pardusdýrstönn bundna um hálsinn með ananassnæri ^og var það töfragripur hans, sem átti að vernda hann frá illum öndum, öllum sjúkdómum og slysum. Á víð og dreif kringum trúboðsstöðina uxu um 20 appelsínutré, sem hvert ■ um sig gaf af sér um 500 appelsínur á ári. Trúboðinn út- býtti daglega af þessum þúsundum meðal barnanna í skól- (anum, svo að hver fékk sinn hluta af uppskerunni. En hann hafði bannað þeim að taka af ávöxtunum, fyrr en þeir væru : fullþroska. Hann sagði, að sá sem gerði það yrði sekur um þjófnað. Einn morgun er appelsínurnar voru varla farnar að gulna, tók hann eftir nokkru, sem hryggði hann mikið, hringinn í kringum trén voru spor og hér og þar lágu appel- sínuberkir. Það bar þegjandi vott um, að einhverjir hefði hnuplað ávöxtum. Ávextirnir héldu nú áfram að þroskast og daglega voru drengir sendir til að safna í körfur handa börnunum, þeim til mikillar gleði. Það var komið að uppskeru. En þar á , eftir kemur sá tími, sem börnin hlakka mest til, og það er frítími þeirra frá skólanum. Þurrkatíminn, þegar vatnið í fljótinu lækkar og vötnin verða grunn, þá fara börnin heim til sín, sum á bátum en önnur gangandi gegnum skóg- inn. , . Ijúffengt og nærandi Beztí drylíkur barna og unglinga Hcildsölubirgðir: OJ. 0(afóó on (0 Uemhöpt Sími 82790 — þrjár línur Ný ferðabók skrifuð í fjarlægum löndum, af Vigfúsi Guðmundssyni, kemur út í haust. — Stærð tæpar 400 bls. í fremur stóru broti með 60—70 myndum úr öllum heimsálfum. En ódýr, sbr. við leturmagn og almennt bókaverð. — Vegna takmarkaðs upplags og hve áskrifendur þyrpast nú ört á áskriftalista, sem liggja frammi í Hreðavatnsskála og víðar, er fólki, sem vill eignast bókina ráðlagt að tryggja sér hana í tæka tíð. — Óvíst hvort hægt verður að senda bókina í bókaverzlanir. Útgefandi. ÞER SEM EIGIÐ Model 10 IMÝTT! Grænmetiskvörn, sem tengja má við vélina, er nýkomin og fæst í eftirtöldum verzlunum: Véla- og raftækjaverzlunin Bankastræti Júlíus Björnsson Austurstræti Hekla h. f. Austurstræti Raforka Vesturgötu I— .- . . . - __^.Ipurtilí-töSnc' ......................... ..............................................

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.