Morgunblaðið - 24.09.1955, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.09.1955, Blaðsíða 2
MORGVNBLADIB Laugardagur 24. sept. 1953 "] Sigurjóti lénssöii íyrr\. ö HANN var Húnvetningur, fædd ur 22. des. 1872 að Hæli á Ásum. Foreldrar hans voru: Jón Eiríksson (d. 1886), síðar bóndi að Gauksmýri og síðari kona hans Elín Jónsdóttir (d. 1899) bónda að Gafli í Víðidal. Árið 1886 fór Sigurjón að Klömbrum til Júlíusar læknis Halldórsson- ar, er reyndist honum prýðilega «11 námsárin. Við Sigurjón settumst báðir í fyrsta bekk latínuskólans haust- j ið 1891 og sátum undantekning- arlítið á sama bekk til stúdents- prófs vorið 1897. Hann var næst- alztur vor nýsveinanna, BöSvar Bjarnason, síðar prófastur á Rafnseyri, var eldri, f. 18. apríl 1872. — Aldursforseti bekkjar- ins, Ásgeir Torfason frá Ólafs- dal, síðar efnafræðingur, f. 8. maí 1871, kom ekki í vorn hóp fyrr en í 2. bekk skólans. Sigurjón tók þegar i stað for- ustu bekkjarins, og þótt Jón Þorláksson frá Vesturhópshólum, f. 3. marz 1877, síðar ráðherra, tæki forustuna seinna, var þaðj í augum vor bekkjarbræðra | þeirra ekki önnur breyting en' að nú áttum vér 2 „dúxa“, þótt flestir aðrir bekkir ættu ekki nema einn. Þeir sveitungarnir Jón og Sigurjón fylgdust svo vel að með stöðugar ágætisein- kunnir að ekki tókst oss hinum að skilja þá að við „efsta borðið“ nema einn eða 2 mánuði öll skólaárin, og voru þó margir góðir námsmenn í hópnum. Á þeim árum var fullnaðarpróf í stærðfræði tekið eftir 4 skóla- vetur. Stærðfræðin var „fer- föld“ við prófið, 2 einkunnir í skriflegri og 2 í munnlegri stærð- fræði. Þótti mörgum það erfið- asta próf skólans. En þegar vor bekkur tók það próf, urðu 2 aðr- ir jafnir „dúxunum" og fengu fjögur 6 eða hreina ágætisein- kunn í allri stærðfræðinni, og auk þess fengu 4 aðrir eitthvað af „sexum“, ef ég man rétt. Þótti það nýmæli í sögu skólans. Vér sem bezt þekktum Sigur- jón á skólaárunum, vorum sam- mála um að hann ætti að verða vísindamaður eða rithöfundur, honmu var svo létt um að skrifa í skólablöðin. Því skildum vér vel er það fréttist að einn kenn- ara hans á læknaskólanum teldi það mjög miður farið, ef hann gæti ekki haldið áfram vísinda- iiámi erlendis og orðið síðar há- skólakennari hérlendis. Sigurjón Jónsson var eini maðurinn, sem hlaut ágætisein- kunn við burtfararpróf frá lækna skólanum í Rvík öll þau ár, 1878—1911, sem skólinn starfaði. Vafalaust hefði hann skarað fram úr flestum alla æfi, ef hann hefði haft efni á að halda námi áfram erlendis. — í stað þess lá leiðin til sjúkrahúslausra sveitahéraða. — í Mýrahéraði var hann héraðslæknir 1902— 1904. Þá 4 ár í Höfðahverfishér- aði, og lokum 30 ár í Svarfdæla- héraði. Um störf hans þar skrif- ar nákunnugur Svarfdælingur hér samhliða, svo að um þau þarf ég ekki að tala. Árið 1938 fékk Sigurjón lausn frá læknisstörfum og bjó í Rvík upp frá því, fékk hann þá loks tíma til ritstarfa. Af bókum hans má nefna: Heilsufræði, námsbók fyrir barnaskóla. — Um sóttar- far og sjúkdóma á íslandi 1400 j •—1800, Alþingi og heilbrigðis- málin, sá um útgáfu á bók Guð- mundar Hannessonar: íslenzk læknisfræðiheiti, og auk þess skrifaði hann fjölmargar grein- ar í ýms tímarit. Hann kvongaðist haustið 1902 j Sigriði Ólafsdóttur söðlasmiðs í Rvík, ágætri konu, eins og allir! kunnugir vita. Hún andaðist far-: in að heilsu 4. jan. 1952. — Þau áttu 4 börn og eina fósturdóttur. ‘ Börnin eru: Elín, kona Þórarins Sveinssonar læknis, Oddný, kenn ari við Miðbæjarbarnaskólann í Rvík, Júlíus læknir og háskóla-1 liu... _______ Við gefum eignasf óperu sem íslendingar! — seoja Portúgalar IÁGÚST birtist grein um íslenzkt óperulíf í einu útbreiddasta vikutímaritinu í Portúgal. Fiama. Er hún rituð af ungri blaða- konu, Maria Simas að nafni og mjög prýdd myndum. Greinin sem tekur yfir heila síðu í tímaritinu, nefnist: — Hvers vegna er engin ópera í Portúgal? 75 ára \ dag kennari, giftur Bergljótu, dóttur Jóhannesar Patursons og Ingi- björg, kona Sverris Magnússonar lyfsala í Hafnarfirði. Fósturdótt- ir þeirra er Lovísa, kona Gunn- ars Björnssonar efnaverkfræð- ins í Rvík. Sigurjón var að eðlisfari dul- ur og seintekinn og nokkuð þótti hann aðfinningasamur við alla grunnfærni þegar á skólaárun- um. Hinsvegar var hann trúfast- ur vinur og átti hjartahlýindi, sem ég sá bezt er raunjadagar komu. — SKORTIR HLJOMSVEIT Rekur höfundur nokkuð á- standið í tónlistarmálum lands síns, nefnir hið ágæta leikhús, sem starfar í Lissabon og gott leiklistarlíf landsins. Því hörmu- legra sé, að ekki skuli enn hafa tekizt að koma óperu á stofn. Skorti þar einkum hæfa hljóm- sveit fremur en söngvarana. Hví skyldum við Portúgalar, sem teljum sjö milljónir manna, ekki geta komið upp óperu hjá okkur, þegar hið fjarlæga ísland með aðeins 160 þús. íbúa, sýnir hverja öndvegis óperuna á fæt- ur annarri með innlendum söngvurum og hljómsveit? Vér vorum 20 stúdentarnir vorið 1897. Fyrsti kvenstúdent latínuskólans var í þeim hóp, Elinborg Jakobsen hét hún, og voru foreldrar hennar frá Fær- eyjum en búsett í Rvík. Hún fékk „náðarsamlegast" að sitja í 6. bekk, þótt sumum kennaranna væri það óljúft. Nú eru ekki eftir nema 4 af þessum hóp, við dr. Ólafur Daníelsson í Rvík, og vestan hafs Jóhannes Jóhannesson og Sig. Júl. Jóhannesson. Það er þegar farið að fenna í spor þeirra, er fyrstir fóru. En ég er að vona að hugsað verði hlýlega til vor — minnsta kosti meðan barnabörn vor eru ofar foldu. Sigurbjörn Á. Gíslason. ® — ® — ® FJÖLMENNUR mundi sá hópur, er fylgt hefði Sigurjóni Jónssyni, lækni, iná hinztu för hans, þriðjudaginn þ. 5. þ. m., ef Svarf- dælingar, sem hann dvaldi með og starfaði fyrir um 30 ára skeið, hefðu verið í hæfilegri nálægð. Svo margt höfðu þeir honum að þakka, að fylgd síðasta spölinn hefði verið sjálfsögð, en hér með skal því þakklæti tjáð. Ég var barn og man ekki þann dag er Sigurjón læknir kom í Svarfdælahérað, en áður hafði hann verið læknir um 6 ára skeið í Mýrasýslu og í Greni- vík. Svarfdæla læknishérað var í þá daga vítt og torvelt, því að sækja þurfti sjóveg til Hríseyjar, um mjög erfiðan fjallveg eða sjó- leiðis til Ólafsfjarðar, til Ár- skógsstrandar og innstu draga Svarfaðardals á skíðum, í ófærð og stórhríðum þegar svo bar við. Veður né færð hamlaði "annars ekki för héraðslæknisins ef fylgd armenn treystu sér að ná áfanga- stað, en djarft var stundum farið þegar um mannslíf var að tefla. Ekki veit ég — og líklega eng- inn annar — tölu þeirra, er hrifs- aðir voru úr hendi dauðans með aðstoð læknisins okkar, þann fjölda mannslífa, sem lengdust mjög með hans tilstyrk, né fjölda þeirra meina er hann bætti. Sigurjón læknir vanrækti ekki skyldur þó að við tvísýni væri að teíla og virtist sem þrek hans efldist með vaxandi andbyri og erfiði. Líkamsþrek hans sýndist lítt til stórræða en þeir komusf að raun um annað, er voru í hans fylgd á ferðalögum. Einbeittni og viljafesta voru mjög sterkir Framh. á bls. 7 ISLENZKUR ÓPERUFLUTNINGUR Rekur höfundur síðan sögu óperuflutnings á íslandi. Nefnir hann allar óperurnar, sem flutt- ar hafa verið og birtast myndir með greininni úr La Bohéme og Cavaleria Rusticana. Er þeirra Guðrúnar Símonar, Þuríðar Pálsdóttur, Guðmundar Jónssonar, Kristins Hallssonar, Jóns Sigurbjörnssonar og Magn- úsar Jónssonar sérstaklega get- ið og birtar myndir af þeim í hlutverkum. Er greinin hin vinsamlegasta, og Portúgalar mjög hvattir til þess að feta menningarlega í fót- spor íslendinga. íslendingi boðið á al- þjóðlegt kynningarmót œskufólks í New York Að undangenginni ritgerðarsamkeppni 75 ÁRA er í dag Fr. de Fontenay fyrrum sendiherra Dana hér S Reykjavík. Hann var hér vinsæU , maður og fór víða um landið og var mjög vel að sér í íslenzkuni bókmenntum og sögu og skrifaðl merkar ritgerðir svo sem uns Jónas Hallgrímsson og um ís« lendinga og Araba. Ennfremuj skrifaði hann bók um Múhameðs-< trú. Þegar hann fór héðan var3 hann sendiherra í Ankara, eni hefur nú seinustu árin eftir a3 hann lét af embæti búið í Kaup- mannahöfn á Hjalmar Brantings Plads 4 og fæst hann enn viðl fræðistörf sín. i 15 myndir seidar í t Lisiamannaskál- anum GÓÐ aðsókn hefur verið að mál« verkasýningu Nínu Tryggvadótt- ur í Listamannaskálanum. Alla höfðu um 200 manns skoðað sýn- inguna í gærdag. Hafa selzt 18 málverk. Sýningin verður aðeins opin til þriðjudagskvölds. Hún. er opin daglega frá kl. 1—11 e.h, DAGBLAÐIÐ New York Her-< ald Tribune hefur ritað menntamálaráðuneytinu og tjáð því, að á vegum þess verði efnt til alþjóðlegs kynningarmóts skólafólks í New York frá 26. des. n.k. til 1. apríl 1956. Gert er ráð fyrir, að þátttakendur verði frá 34 löndum. Tilgangur með móti þessu er sá að gefa ung- mennum frá mörgum löndum tækifæri til þess að kynnast. — Ennfremur að kynna erlendu námsfólki skólakerfi einstakra skólahverfa í Ameríku, efla þekk ingu þess á amerísku menningar- lífi og síðast en ekki sízt að gefa þátttakendum tækifæri til þess að kynna lönd sín í Bandaríkj- unum. Er svo ráð fyrir gert, að þátt- takendur verði valdir með rit- gerðarsamkeppni. Ritgerðarefnið er: „Veröldin eins og við viljum að hún sé“. Lengd ritgerðarinnar á að vera um 1500 orð. Frá Islandi verður valinn einn nemandi úr hópi þátttakenda í rit gerðarsamkeppninni. Er það sér- stök nefnd, sem dæmir um rit- gerðirnar. Höfundur þeirrar ritgerðar, sem dæmd verður bezt fær síðan ókeypis ferð til Bandaríkjanna og þriggja mánaða dvöl þar, sér að kostnaðarlausu. Öllum framhaldsskólanem- endum, sem fæddir eru hér á landi, eru íslenzkir ríkisborgarar, hafa sæmilega þekkingu á enskri tungu og orðnir eru fullra 16 ára fyrir 1. janúar 1956 og eigi eldri en 19 ára þann 30. júní 1956, er frjálst að taka þátt í ritgerðar- samkeppninni. Ritgerðirnar, sem eiga, eins og fyrr segir, að vera á ensku, skulu hafa borizt menntamálaráðuneyt- inu fyrir 20. október n.k. (Frá menntamálaráðuneytinu) Treg síldveiði í Sandgerði SANDGERÐI, 23. sept. — Síld- veiðin hefir verið treg undan- farna daga. Þó hefir verið sæmi- leg veiði síðustu tvo dagana. í dag komu hingað inn il bátar með 1000 tunnur samtals. Hæstan afla hafði Sæmundur 150 tunnur, næstur var Ófeigur III. með 127, og þriðji var Mummi með 124 tunnur. —Fréttaritari. Kennaror teljn gogníræSoskóIa- menntun af skornum skammti f ÁLYKTUN sinni gegn hálfs mánaðar frestun gagnfræðaskól- anna í Reykjavík sem kennarar tveggja þeirra hafa gert kveða þeir upp harðan dóm um þá fræðslu sem í skólunum er veitt og telja hana harla litla. i ályktuninni segir orðrétt: „Alþýðufræðslan er undirstaða bættra lífskjara. Aðsókn að fram haldsskólum sýnir að þorri manna skilur þörf menntunar. Menntun sú sem unglingarnir fá í unglinga- og gagnfræðaskólum okkar er mjög af skornum skammti, og væri fremur þörf á að lengja námstimann en stytta hann“. ★ ★ ★ Hér tala þeir sem gerzt þekkja. Er nú von, að almenningur spyrji, hverjum sé um að kenna, þeim sem unglingana uppfræða, eða hvort námsefnið sjálft er o| lítið. ( Er tillagan um lengingu skóla- tímans einnig mjög athyglisverð, íslandsenófið I róðri háð f dag i ÍSLANDSMÓTIÐ í róðri feS fram á Skerjafirði í dag og hefsl kl. 3 e. h. Fer þar fram meistara- keppni í 2000 m. róðri og keppnf í 1000 m. róðri á landsmóti unglt inga. Tvær sveitir taka þátt í 2000 m. meistarakeppninni og eru þæS báðar frá Ármanni. Einnig verða tvær sveitir í unglingakeppninni, Er önnur frá Ármanni, en hiní frá Róðrarfélagi Reykjavíkur. f Verzlunarskólinn 50 ára! Mikil háiíðahðld fyrirhuguð 1 17'IMMTÍU ára afmælis Verzlunarskóla íslands verður minnzí með sérstökum hátíðahöldum laugardaginn 15. október n. k, Hátíðahöldin hefjast með skólasetningu kl. 10 að morgni í Þjóð- leikhúsinu. — Formenn félagasamtaka verzlunarstéttarinnar og nemenda flytja þar ávörp og skólastjóri Verzlunarskólans, dr. Jón Gíslason, setur skólann. — Á milli ávarpa verður hljóðfæra* leikur, einsöngur og tvísöngur. j kirkjugarðinn við Suðurgötu og lagðir blómsveigar á leiði látinna skólastjóra, þeirra Ólafs G. Eyjólfssonar og Jóns Sívertsens. Hópgöngunni lýkur svo upp við skólahúsið á Grundarstíg. Um kvöldið verða hátíðasam* komur að Hótel Borg og Sjálf- stæðishúsinu. Hefjast þær með borðhaldi kl. 18,30. Dagskrá Ríkisútvarpsins að kvöldi laugardagsins 15. okt. verður að nokkru helguð 50 ára afmæli Verzlunarskólans. Þess er vænzt, að eldri og yngri nemendur Verzlunarskólans sýni honum þá ræktarsemi, að takai virkan þátt í hátíðahöldununa. J Ef veður leyfir, verður farin hópganga eldri og yngri nem- enda skólans. Verður lagt upp frá Verzlunarskólanum kl. 14,00 með skólafánann i farabroddi. — Staðnæmst verður í Hafnarstræti, gegnt húsi Helga Magnússonar & Co., en á þeim stað var skól- inn fyrst til húsa. Verður þar flutt stutt ávarp og hylling stað- arins. Þaðan verður svo gengið að húsinu nr. 10 við Vesturgötu, en þar var skólinn til húsa í mörg ár og staðurinn hylttur. — Eiga margir eldri nemenda góð- ar endurminningar frá skólaár- unum við Vesturgötu. — Frá Vesturgötunni verður haldið í i I 9 i í '

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.