Morgunblaðið - 24.09.1955, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.09.1955, Blaðsíða 1
armwM&M 16 síður 12. árgangar 217. tbl. — Laugardagur 24. september 1955 Prentsmíðja MorgunWaðsini Molotov lætur ósvarað Genf artillögu Eisenhowers Rússar telja hvorki Petsamó né Kyrjálaeiði finnskt land NEW YORK, 23. sept. IRÆÐU sinni á fundi allsherjarþings Sþ i dag gaf Molotov enn ekki lokasvar við Genfartillögu Eisenhowers um gagnkvæm skipti á hernaðarlegum upplýsingum og loftmyndum af hernaðar- mannvirkjum. Hinsvegar fullyrti Molotov, að Ráðstjórnin væri enn að íhuga tillögu Eisenhowers í einstökum atriðum, þar sem tillagan væri í samræmi við sáttfúsan anda Genfarráðstefnunnar. • • • • Ráðstjórnin álítur tillögu Eis- enhowers bera vott um einlægan vilja til að leysa afvopnunarmál- in, en „við viljum gera okkur fyllilega ljóst að hvaða gagni hún kemur við að koma í f ramkvæmd alþjóða afvopnunar og banni við kjarnorkuvopnum", sagði Molo- tov. Molotov ræddi nokkuð afvopn- unartillögu Ráðstjórnarinnar frá 10. maí í vor. Kvaðst hann álíta þá tillögu vænlegasta til að ryðja brautina fyrir eftirlitskerfi með afvopnun og banni gegn kjarn- orkuvopnum. Minnti Molotov á, að í tillögu Rússa er gert ráð fyr- ir, að komið sé á eftirlitsstöðvum við endastöðvar járnbrauta og þjóðvega, við flugvelli og hafnir í þeim löndum, sem undirrita af- vopnunar sáttmálann. • • • Einn liður í viðleitninni til að draga úr viðsjám þjóða í milli, er að öll ríki yfirgefi herstöðvar sínar á erlendri grund, hélt Molo- tov áfram. Rússar hafa nú yfir- gefið herstöðvar sínar í Port Arthur í Mansjúríu og munu flyíja allt herlið sitt brott frá Porkkala Udd fyrir 1. jan. 1956. Hafa þeir þá yfirgefið allar sínar herstöðvar á erlendri grund. Af þessu er augljóst, að Rússar telja nú orðið Kyrjála- j eiði og Petsamóhérað rúss- < neskt land, þó að þessi héruð , tilheyri Finnlandi með réttu. • • • Sagði rússneski utanríkisráð- herrann, að Ráðsljórnin væri fús til að ræða og íhuga allar tillög- ur, er fram kæmu, um stofnsetn- ingu öryggiskerfis fyrir Evrópu, en sagði jafnframt, að Genfar- tillögur Rússa væru vænlegastar. Frh. á bls. 12. Burgess og MacLean yfirgáfu England á eleftu stundu Lundúnum, 23. sept. Reuter-NTB. BREZKU njósnararnir Guy Burgess og Donald MacLean yfirgáfu land sitt á elleftu stundu, er þeir hurfu þaðan vorið 1951. í hvítri bók, sem brezka stjórnin gaf út í dag um mál þetta í ein- stökum atriðum, segir að brezka rannsóknarlögreglan hafi þegar í maí 1951 vitað, að njósnir í ut- anríkisráðuneytinu ættu rætur sínar að rekja til Burgess. Þeir félagar höfðu þá þegar njósnað fyrir Ráðstjórnarríkin um langt skeið. ir Þegar tveim árum áður hafði rannsóknarlögreglunni orð- ið ljóst, að njósnarar höfðu að- setur í utanríkisráðuneytinu. — Eftir langvinnar rannsóknir féll grunurinn á Burgess, sem var yfirmaður deildar þeirrar, er fjallaði um bandarísk málefni. ¦+C Engar sannanir voru fyrir hendi til að sanna sekt hans og gripu yfirvöldin því til þess ráðs að láta engin mikilvæg skjöl kom ast í hans vörzlu. it Þáverandi utanríkisráð- herra gaf heimild til að hann yrði yfirheyrður, en af ýmsum ástæðum var yfirheyrslu hans frestað fram í miðjan júní — og var Burgess þá floginn úr hreiðr- inu. Mun hann hafa grunað, hvað til stóð, m .a. af því að engin mikilvæg skjöl voru fengin hon- um í hendur. — Sennilega hefir hann einnig verið aðvaraður. V-Þýzka sljornin samþykkir stjótnmáksamband við Rússa Sendiherraskipti fara ekki fram, fyrr en þýzkir stríðsfangar hafa verið látnir lausir BONN, 23. sept. — Reuter-NTB VESTUR-ÞÝZKA stjórnin hefir nú endanlega úrskurðað, að ekkert standi í vegi fyrir því, að Vestur-Þjóðverjar taki upp stjórnmálasamband við Rússa. í dag samþykkti vestur-þýzka sambandsþingið einróma að taka upp eðlilegt stjórnmálasamband við Ráðstjórnarríkin, en líklegt er, að nokkrir mánuðir líði, áður en löndin tvö skiptast formlega á sendiherrum. Porkkala-sarnningurinn Kekkonen forsætisráðherra (situr til vinstri) bíður eftir að undirrita samninginn um afhending Porkkala Udd í hendur Finna. Bulganin marskálkur (sitjandi til hægri) er að undirrita samninginn, Hægra megin við Bulganin stendur Nikita Krúsjeff, aðalritari kommúnistaflokksins. Hinn nýi forseti Argentínu lofar prentfrelsi og fundafrelsi CU«í»JtO<iJAlíA / •feSErtjíS:-' f PUtR 'ILÍ. BELCftA ARGENTINA ,£»* J J£i ffcovvx ffce... /] Circle i of Revolt Talsmaður vestur-þýzka utan- ríkisráðuneytisins sagði í dag, að umræður um sendiherraskipti yrðu ekki hafin fyrr en Rússar hefðu látið þýzka stríðsfanga í Rússlandi lausa. • • • Sambandsþingið gaf út tvær yfirlýsingar, er það gerði sam- þykktina. Segir þar, að þingið vænti þess, að Bulganin mar- skálkur standi við munnlegt lof- orð, er hann gaf dr. Adenauer þess efnis, aS þýzkir stríðsfang- ar yrðu látnir lausir svo fljótt sem unnt væri. Aðeins vestur- þýzka stjórnin geti haft orðið fyrir hönd allra Þjóðverja, þar sem austur-þýzka þingið sé ekki kosið í frjálsum kosningum. > Kortið sýnir, hvernig uppreisn- armenn í Argentínu skipulögðu byltinguna. Uppreisnin hófst í Cordoba, og var tilgangurinn sá að draga liðstyrk fylgismanna Peróns frá Buenos Aires. Ræddu ekki loffferða- samninginn FUNDUM norrænu samgöngu- málanefndarinnax lauk í gær- kvöldi. Magnús Jónsson gerði grein fyrir afstöðu íslendinga til loftferðasamnings Svía og fslend- inga. Samkvæmt meðferð máls- ins í Norðurlandaráði taidi nefnd in sér þó ekki heimilt að taka málið til umræðu nú, þar eð bíða yrði árangurs af samningaumleit- unum ríkisstjórna beggja landa. Frekar verður sagt frá ályktun- um í blaðinu á morgun. BONN — Þingflokkur Kristilegra demókrata í vestur-þýzka sam- bandsþinginu hefir farið þess á leit við meðlimi sína, að þeir neiti heimboðum, er kunni að berast frá Moskvu. * Gífurlegur mannfjöidi hyilti Lonardi, er hann hélt innreið sína í Buenos Aires BUENOS AIRES, 23. sept. — Reuter-NTB IDAG söfnuðust allir, sem vettlingi gátu valdið, saman á gót- uín og torgum Buenos Aires til að sjá uppreisnarherforingjana Eduardo Lonardi halda innreið sína í höfuðborgina sem sigur* vegari. Hann sór embættiseið sinn sem hinn nýi forseti Argentínn í dag. Hann er 59 ára að aldri. Fólkið á götunum lét misjafn- lega í ljósi gleði sína og fögnuð, hló og grét, söng og kastaði blómum fyrir vagn Lonardis. Er hann steig út úr flugvélinni, sem flutti hann frá Cordoba, var hon- um fagnað með fallbyssuskotum. ? ? ? í Cordoba og grennd við hana geisuðu hörðustu bardagarnir milli uppreisnarmanna og fylg- ismanna Peróns fyrir nokkrum dögum. Fréttamenn í Buenos Aires segja, að aldrei hafi Perón — jafnvel ekki á hátindi frægðar sinnar — litið annan eins mann- fjölda og safnazt hafði saman fyrir framan forsetahöllina, eft- ir að Lonardi hafði unnið em- bættiseið sinn. • • • Manngrúinn braut niður allar hindranir og hyllti Lonardi með miklum fagnaðarlátum og lófa- taki, er hann kom fram á svalií forsetahallarinnar. Átti hann erfitt með að fá hljóð, þar sem gleðihróp hrif inna áheyrenda yfirgnæfðu rödd hans. Er hann í ræðu sinni notaði orðalagið „fyrirrennari minn i forsetahöllinni". æpti mannfjöld- inn í mótmælaskyni, og menn vísuðu þumalfingrinum niður að sið hinna fornu Rómverja. • • • I Lofaði hinn nýi forseti því, að prentfrelsi, fundafrelsi og öðrum lýðræðislegum rétt'* indum skyldi þegar í staS komið á. Hann lofaði því einnig að reyna að „semja frið" við kaþólsku kirkjuna, en hún hefir verið einn harð- skeyttasti andstæðingur Per« óns. Talið er víst, að Perón sé enri Frh. á bls. 12. , „Humaita" — fallbyssubáturinn, sem Perón flúði um borð í. Bát- urinn tilheyrir fljótaflota Paraguy og er 633 lestir að stærð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.