Morgunblaðið - 24.09.1955, Side 1

Morgunblaðið - 24.09.1955, Side 1
16 síður 42. árgangov 217. tbl. — Laugardagur 24. september 1955 PrentsmiSja Morgunbiaðsin* NEW YORK, 23. sept. IRÆÐU sinni á fundi allsherjarþings Sþ i dag gaf Molotov enn ekki Iokasvar við Genfartillögu Eisenhowers um gagnkvæm skipti á hernaðarlegum upplýsingum og loftmyndum af hernaðar- mannvirkjum. Hinsvegar fuiiyrti Molotov, að Ráðstjómin væri enn að íhuga tillögu Eisenhowers í einstökum atriðum, þar sem tillagan væri í samræmi við sáttfúsan anda Genfarráðstefnunnar. Molotov lætur ósvarað Genfartillögu Eisenhowers Rússar telja hvorki Petsamó né Kyrjálaeiði finnskt land Porkkala-samningurinn ★ ★ ★ * Ráðstjórnin álítur tillögu Eis- enhovvers bera vott um einlægan vilja til að leysa afvopnunarmál- in, en „við viljum gera okkur fyllilega ijóst að hvaða gagni hún kemur við að koma í framkvæmd alþjóða afvopnunar og banni við kjarnorkuvopnum“, sagði Molo- tov. f Molotov ræddi nokkuð afvopn- unartillögu Ráðstjórnarinnar frá 10. maí í vor. Kvaðst hann álíta þá tillögu vænlegasta til að ryðja brautina fyrir eftirlitskerfi með afvopnun og banni gegn kjarn- orkuvopnum. Minnti Molotov á, að í tillögu Rússa er gert ráð fyr- ir, að komið sé á eftirlitsstöðvum við endastöðvar járnbrauta og þjóðvega, við flugvelli og hafnir í þeim löndum, sem undirrita af- vopnunar sáttmálann. ★ ★ ★ Einn liður í viðleitninni til að draga úr viðsjám þjóða í milli, er að öll ríki yfirgefi herstöðvar sínar á erlendri grund, hélt Molo- tov áfram. Rússar hafa nú yfir- gefið herstöðvar sínar í Port Arthur í Mansjúríu og munu ílytja allt herlið sitt brott frá Porkkala Udd fyrir 1. jan. 1956. Hafa þeir þá yfirgefið allar sínar herstöðvar á erlendri grund. Af þessu er augljóst, að Rússar telja nú orðið Kyrjála- ( eiði og Petsamóhérað rúss- , neskt land, þó að þessi héruð , tilheyri Finnlandi með réttu. ★ ★ ★ Sagði rússneski utanríkisráð- herrann, að Eáðstjórnin væri fús til að ræða og íhuga allar tillög- ur, er fram kæmu, um stofnsetn- ingu öryggiskerfis fyrir Evrópu, en sagði jafnframt, að Genfar- tillögur Rússa væru vænlegastar. Frh. á bls. 12. Burgess og Madeao yfirgáfu England á elleftu stundu Lundúnum, 23. sept. Reuter-NTB. BREZKU njósnararnir Guy Burgess og Donald MacLean yfirgáfu land sitt á elleftu stundu, er þeir hurfu þaðan vorið 1951. í hvítri bók, sem brezka stjórnin gaf út í dag um mál þetta í ein- stökum atriðum, segir að brezka rannsóknarlögreglan hafi þegar í maí 1951 vitað, að njósnir í ut- anríkisráðuneytinu ættu rætur sínar að rekja til Burgess. Þeir félagar höfðu þá þegar njósnað fyrir Ráðstjórnarríkin um langt skeið. ★ Þegar tveim árum áður hafði rannsóknarlögreglunni orð- ið ljóst, að njósnarar höfðu að- setur í utanríkisráðuneytinu. — Eftir langvinnar rannsóknir féll grunurinn á Burgess, sem var yfirmaður deildar þeirrar, er fjallaði um bandarísk málefni. ir Engar sannanir voru fyrir hendi til að sanna sekt hans og gripu yfirvöldin því til þess ráðs að láta engin mikilvæg skjöl kom ast í hans vörzlu. ★ Þáverandi utanríkisráð- herra gaf heimild til að hann yrði yfirheyrður, en af ýmsum ástæðum var yfirheyrslu hans frestað fram í miðjan júní — og var Burgess þá floginn úr hreiðr- inu. Mun hann hafa grunað, hvað til stóð, m .a. af því að engin mikilvæg skjöl voru fengin hon- um í hendur. — Sennilega hefir hann einnig verið aðvaraður. V-Þýzha stjórnin snmþykhii stjórnmálasamband við Rússa Sendiherraskipti fara ekki fram, fyrr en þýzkir stríðsfangar hafa verið látnir lausir BONN, 23. sept. — Reuter-NTB VESTUR-ÞÝZKA stjórnin hefir nú endanlega úrskurðað, að ekkert standi í vegi fyrir því, að Vestur-Þjóðverjar taki upp Stjórnmálasamband við Rússa. í dag samþykkti vestur-þýzka sambandsþingið einróma að taka upp eðlilegt stjórnmálasamband við Ráðstjórnarríkin, en líklegt er, að nokkrir mánuðir líði, áður en löndin tvö skiptast formlega á sendiherrum. Talsmaður vestur-þýzka utan- fíkisráðuneytisins sagði í dag, að umræður um sendiherraskipti yrðu ekki hafin fyrr en Rússar hefðu látið þýzka stríðsfanga í Rússlandi lausa. ★ ★ ★ Sambandsþingið gaf út tvær yfirlýsingar, er það gerði sam- þykktina. Segir þar, að þingið vænti þess, að Bulganin mar- skálkur standi við munnlegt lof- orð, er hann gaf dr. Adenauer þess efnis, að þýzkir stríðsfang- ar yrðu látnir lausir svo fljótt sem unnt væri. Aðeins vestur- þýzka stjómin geti haft orðið fyrir hönd allra Þjóðverja, þar sem austur-þýzka þingið sé ekki kosið í frjálsum kosningum. Kekkonen forsætisráðherra (situr til vinstri) bíður eftir að undirrita samninginn um afhending Porkkala Udd í hendur Finna. Bulganin marskálkur (sitjandi til hægri) er að undirrita samninginn. Hægra megin við Bulganin stendur Nikita Krúsjeff, aðalritari kommúnistaflokksins. BONN — Þingflokkur Kristilegra demókrata í vestur-þýzka sam- bandsþinginu hefir farið þess á leit við meðlimi sína, að þeir neiti heimboðum, er kunni að berast frá Moskvu. ‘ „Humaita“ — fallbyssubáturinn, sem Perón flúði um borð í. Bát- urinn tilheyrir fljótaflota Paraguy og er 633 lestir að stærð. Hinn nýi forseti Argentínu lofar prentfrelsi og fundafrelsi Gífurlegur mannfjöidi hyllti Lonardi, er hann hélt innreið sina i Buenos Aires BUENOS AIRES, 23. sept. — Reuter-NTB ID A G söfnuðust allir, sem vettlingi gátu valdið, saman á göt* um og torgum Buenos Aires til að sjá uppreisnarherforingjann Eduardo Lonardi halda innreið sína í höfuðborgina sem sigur* vegari. Hann sór embættiseið sinn sem hinn nýi forseti Argentinu í dag. Hann er 59 ára að aldri. taki, er hann kom fram á svalip forsetahallarinnar. Átti hann erfitt með að fá hljóð, þar sem gleðihróp hrifinna áheyrenda yfirgnæfðu rödd hans. Er hann í ræðu sinni notaði orðalagið „fyrirrennari minn J forsetahöllinni“. æpti mannfjöld* inn í mótmælaskyni, og menn vísuðu þumalfingrinum niður að sið hinna fornu Rómverja. , ★ ★ ★ * Lofaði hinn nýi forseti því, að prentfrelsi, fundafrelsi og öðrum lýðræðislegum rétt* indum skyldi þegar í staS komið á. Hann lofaði þvi einnig að reyna að „semja frið“ við kaþólsku kirkjuna, en hún hefir verið einn harð- skeyttasti andstæðingur Per* óns. Talið er víst, að Perón sé enn Frh. á bls. 12. , Kortið sýnir, hvernig uppreisn- armenn í Argentínu skipulögðu byltinguna. Uppreisnin hófst í Cordoba, og var tilgangurinn sá að draga liðstyrk fylgismanna Peróns frá Buenos Aires. Ræddu ekki loftferða- samninginn FUNDUM norrænu samgöngu- málanefndarinnar lauk í gær- kvöldi. Magnús Jónsson gerði grein fyrir afstöðu íslendinga til loftferðasamnings Svía og íslend- inga. Samkvæmt meðferð máls- ins i Norðurlandaráði taldi nefnd in sér þó ekki heimilt að taka málið til umræðu nú, þar eð bíða yrði árangurs af samningaumleit- unum ríkisstjórna beggja landa. Frekar verður sagt frá ályktun- um í blaöinu á morgun. Fólkið á götunum lét misjafn- lega í ljósi gleði sína og fögnuð, hló og grét, söng og kastaði blómum fyrir vagn Lonardis. Er hann steig út úr flugvélinni, sem flutti hann frá Cordoba, var hon- um fagnað með fallbyssuskotum. ❖ ❖ ❖ í Cordoba og grennd við hana geisuðu hörðustu bardagarnir milli uppreisnarmanna og fylg- ismanna Peróns fyrir nokkrum dögum. Fréttamenn í Buenos Aires segja, að aldrei hafi Perón — jafnvel ekki á hátindi frægðar sinnar — litið annan eins mann- fjölda og safnazt hafði saman fyrir framan forsetahöllina, eft- ir að Lonardi hafði unnið em- bættiseið sinn. ★ ★ ★ Manngrúinn braut niður allar hindranir og hyllti Lonardi með miklum fagnaðarlátum og lófa-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.