Morgunblaðið - 05.10.1955, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.10.1955, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 5. okt. 1955 orgtmMaMti Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. í lausasölu 1 krónu eintakið. Arinbjörn gerði jafntefli við Pilnik Kaupsýsla og varahlufir rlNAÐARMÁLASTOFNUNIN hefur gengizt fyrir því að undanförnu í samráði við Fram- leiðniráð Evrópu og einnig með góðri samvinnu ýmissa íslenzkra íélagasamtaka, að hingað koma til lands ýmsir sérfræðingar í verzlun og viðskiptum. Er það vel, því að eftir langt árabil hafta og vöruskorts virtist orðið of al- gengt í kaupsýslustétt að hún vandaði ekki nægilega starf sitt og hvers konar þjónustu við við- skiptamennina. Víst hefur mikil bót orðið á þessu nú síðustu ár, en öllum mun þó vera ljóst, að það er mjög þýðingarmikið, að heyra nýjar raddir í þessum málum, sem sam- tímis gagnrýna og benda á nýjar leiðir. Kaupsýslumönnum er þetta Ijóst framar öllum öðrum, enda sýndu undirtektir þeirra við námskeið í smásöluverzl- un það á dögunum. Mun það hafa verið almennt mál manna að þeir fyrirlestrar, sem þar voru haldnir hafi verið mjög lærdómsríkir, full- ir af nýjum hugmyndum. Nú eru komnir hingað til lands sérfræðingar í heildverzl- un og vörugeymslu. Standa þeir fyrir tveimur námskeiðum og er það fyrra haldið nú í vikunni. Menn þessir eru bandarískir og eru áhrif og þýðing þeirra fyrir íslenzka kaupsýslu einkum fólg- in í því, að þeir geta sagt okkur blátt áfram og umbúðalaust, hvernig þessum málum er komið fyrir í Bandaríkjunum. Því að það er varla nokkur efi á því að í framkvæmd kaupsýslu og í hagkvæmri dreifingu nauðsynja- varnings standa Bandaríkjamenn öðrum þjóðum framar. Víst eru aðstæður að mörgu leyti frábrugðnar í slíku landi tugmilljóna íbúa en hjá okkur, en þó má ábyggilega margt á ráð- leggingum þessara fulltrúa græða. Það verður að teljast lík- legt að margt megi enn færa til betri vegar í verzlunarháttum okkar, sem leiði þá til bættrar þjónustu. Varahlutir og viðhald Eitt var það, sem hinir banda- risku sérfræðingar minntust sér- staklega á, er þeir höfðu fund með fréttamönnum og það var sú skylda, sem hvílir á herðum framleiðenda og innflytjenda að hafa jafnan á boðstólum vara- hluti og bjóða fram viðgerðar- þjónustu. Um þetta efni leituðu sérfræð- ingarnir enn samanburðar við heimaland sitt og komust m. a. þannig að orði: „ að í Bandaríkjunum myndi almenningur ekki líða það, að umhoðsmenn véla og tækja létu skorta þjónustu eða hluti til viðhalds. í hverjum bæ í Bandaríkjun- um hafa vélaverksmiðjur Banda- ríkjanna sína umboðsmenn, sem ráða yfir stórfelldum birgðum af varahlutum. Þetta þykir svo sjálfsagt, að ef eitthvert fyrir- tækið vanhirti um þetta, kæmi engum til hugar að kaupa þær véjar eða tæki, sem það hefði á boðstólum, hversu góðar, sem þær annars væru. Hér á landi hefur nú svo ár- um skiptir ríkt hið mesta ó- fremdarástand hvað viðhald véla viðvíkur. Það má segja að ekki sé gott við þessu að gera, þar sem með ekki stærri þjóð hafa verið keyptar yfirhöfuð allar þær ó- líkustu tegundir, sem til eru, og það frá öllum þeim þjóðlöndum sem hægt er. Þetta er á ýmsum j sviðum orðið svo áberandi hjá okkur, að frekar gæti litið út fyrir að þjóðin væri að kaupa tækin til þess að geta sýnt á safni allar þær mismunandi gerðir, sem framleiddar hafa verið í heiminum á 20. öld, fremur en að gagnsemi véla hefði ráðið kaup- unum. Of mikil vanræksla Það er alltof mikið um það í okkar þjóðfélagi að kaup- sýslumenn skeyti lítt um þá skyldu sína að sjá kaupend- um fyrir sjálfsagðri þjónustu og viðhaldi. Þeir kaupa eitt eða fleiri stykki af tæki og pranga þeim svo út, þótt þeir viti sjálfir, að viðhald allt á þeim verður mjög erfitt. | En ekki nóg með það, þessi vanræksla er einnig alltof tíð hjá innflytjendum sem flytja inn fjölda af sömu tegund. Einnig hjá þeim geta menn ekki fengið þá úrlausn, sem kaupandi ætti að eiga fulla kröfu á að fá taf- arlaust. | Afleiðingin af þessu hirðu- leysi er alþekkt hjá okkur. Vélbátur bilar á miðri vertíð Það verður að leggja honum, róðrardagar falla úr meðan verið er að panta varahlut frá útlöndum og fá hann heim í flugfragt. Bifreiðaeigandi verð ur að ganga eins og beininga- maður búð úr búð og spyrja hvort varahlutur sé til og að lokum vt>ður einnig að panta þann hlut með flugfragt frá útlöndum. Stykki í saumavél húsmóðurinnar brotnar fyrir jólin, þegar hún er að sauma föt á börnin. Ofan á jólaann- irnar bætist leit og sama loka- ráð, pöntun flugleiðis og löng bið í eftirvæntingu og bjarg- arleysi. Upphaf þessa meins er að á s-tyrjaldarárunum var fyrst ómögu|ldgt við hinar sérstæðu aðstæður að fá varahluti. En þótt úr hafi rætzt hafa kaupsýslu- menn okkar margir komizt upp á það að sýna kæruleysi í þessu máli. Mál að vakna Hitt er vist að þetta ófremd- arástand veldur þjóðinni stór- felldum erfiðleikum og tapi. Það væri því vel gert ef hinir erlendu sérfræðingar vildu vekja menn upp af svefni í þessu og brýna fyrir seljend- um þær skyldur sem þeir bera gagnvart kaupanda Og það er ekki nema eðlilegt að al- menningur fari að standa fastara á rétti sínum í þessu við aukið frjálsræði og fram- boð. Það kann að vera að kaup- sýslumenn telji þann þröskuld í vegi fyrir umbótum á þessu sviði að skipulag tollafgreiðslu og greiðslu innflutningsgjalda sé of stirt og það leyfi t. d. ekki um- boðsgeymslu á erlendum vara- hlutum. En hví reyna þeir þá ekki að fá liðkað um þau bönd á opinberum vettvangi og ryðja leiðina fyrir umbótum alþjóð til - hagsbóta. ÖNNUR umferð á haustmóti Taflfélags Reykjavíkur var tefld á mánudagskvöld. Úrslit urðu þessi: Þórir 1 Guðm. Ágústsson 0 Arinbjörn V2 Piliiik V2 Baldur V2 Jón Einarsson V2 J. Þorsteinss. V2 Guðm. Pálmas.t/2 Ingi R. Jóhannsson og Ásmund- ur biðskák. Þórir lék drottningarbragð og Guðmundur svaraði með Grun- fels afbrigðinu af kóngsind- verskri vörn, byrjun sem hann teflir mikið. Guðm. fékk lakari stöðu upp úr byrjuninni. Eyddi miklum tíma og fórnaði peði til að frelsa stöðuna, en átti þá að- eins nokkrar mínútur á marga leiki og gafst loks upp eftir 5 tíma viðureign. Skák Arinbjarnar og Pilniks vakti að ájálfsögðu mesta at- hygli áhorfenda, enda bezt teflda skák kvöldsins. Arinbjörn lék drottningarbragð og Pilnik svar- aði með kóngsindverskri vörn, uppáhaldsvöm sinni. Pilnik náði snemma frumkvæðinu og Arin- björn neyddist til að gefa hrók fyrir biskup, en fékk við það valdað frípeð á sjöttu reitarlínu. Ávinningur Pilniks reyndist minni en virtist í fyrstu. Arin- björn náði frumkvæðinu og Pil- nik varð að gefa skiftamuninn aftur til þess að forða máti. Eftir það var þráleikið nokkra leiki og samið jafntefli. Arinbirni var vorkunn. Hann hafði nauman tíma og hefði orðið að taka mik- ilsverða ákvörðun umhugsunar- lítið, ef hann hefði átt að koma skákinni í bið, en staðan mun hafa verið unnin hjá honum, þegar samið var. Jón Þorsteinsson hafði hvítt á móti Guðm. Pálmasyni, fékk heldur rýmra í byrjuninni. Stað- an þróaðist svo Guðmundi.í vil, en skyndilega opnaði Jón mið- borðið og allt skiptist upp. Ásmundur fékk þægilega stöðu í byrjun skákar, en Inga tókst að snúa á hann og á líklega unna biðskák. Þriðja umferð hófst í gær- kvöldi að Þórskaffi. Næsta umferð verður tefld annað kvöld á sama stað. — Þá teflir Pilnik við Guðm. Pálma- son. Afli Irillubáfa glæðist AKRANESI, 4. okt. — Vatnajök- ull lestar hér í kvöld 2200 pakka af hraðfrystum karfaflökum frá Haraldi Böðvarssyni & Co. Togarinn Bjarni Ólafsson er væntanlegur hingað á morgun með á þriðja hundrað lestir af karfa eftir 3—4 daga útivist. Afli trillubátanna er heldur að glæðast. í gær réru hér 10—12 trillur og var afli þeirra frá 400— 1700 kg. á bát. — Oddur. \Jeiualzt , - s /. f 'eluahandi áknfar: Síjórtrandi. HVERNIG stendur eiginlega á því, að heilbrigðisyfirvöldin hafa ekki bannað sölu á tyggi- gúmmí-óþverranum. Þegar ég var í Menntaskólanum hélt sá kennarinn sem einna helzt reyndi að hamla gegn þessum ósóma, Einar Magnússon, því fram, að betra væri að jórtra skósóla og annað þess háttar en tyggigúmmí. Ég skal ekkert um það segja, hvort betra sé að tyggja skósóla en tyggigúmmi, en með þessum orðum vildi sá góði og gamli kennari lýsa fyrirlitningu sinni á þeim sem gátu aldrei verið öðru vísi en síjórtrandi. Banna verður gúmmisölu. AFTUR á móti er vafalaust, að betra væri fyrir heilsufar fólksins, að „jórturdýrin“ tyggðu skósóla í stað tyggigúmmís. Það væri áreiðanlega ekki eins hættu legt heilsufari manna, því að börn mundu ekki hirða skósól- ana upp af götunni, þótt þau tíni tyggigúmmið upp, hvar sem þau finna það. Menn skilja ósómann eftir út um hvippinn og hvapp- inn, jafnvel undir borðum, svo að blessaðir óvitarnir standast ekki freistinguna og læða gúmmí- inu uppí sig án þess að pabbi og manna viti af. Og hvílíkir smit- berar. Hvílíkur óþverri. Við hljótum að krefjast þess, að heil- brigðisyfirvöldin banni sölu á tyggigúmmíi. Sanngjörn aðfinnsla. ÚSMÓÐIR hringdi til mín í gær og sagði: — Heilbrigðis- yfirvöldin segja, að rauðsynlegt H sé að þvo grænmeti og annað þess háttar vegna mænuveikinnar sem orðið hefir vart í bænum. — En, bætti hún við, hvað þá um brauð- in? Ekki er hægt að þvo þau, svo að þau hljóta þá að vera ekki litlir smitberar. Er nú ekki kom- inn tími til að pakka brauðunum inn, svo að afgreiðslustúlkurnar þurfi ekki að vera að handleika þau hve-r um aðra þvera. — Vel- vakanda finnst þetta sanngjörn aðfinnsla húsmóðurinnar og kem- ur henni hér með á framfæri. Loks hafa ýmsir beðið mig um að gera þá fyrirspurn til heil- brigðisyfirvaldanna, hvort ekki sé nauðsynlegt að loka öllum skemmtistöðum um tíma, ef hægt væri á þann hátt, að koma í veg fyrir að mænuveikifaraldur gjósi hér upp. Hafnarfjarðarvagnarnir GÓÐI Velvakandi! Viltu ekki koma þessum að- finnslum á framfæri fyrir mig, það virðist sem sé vera orðin hefð hér á landi að gera ekkert sem til batnaðar og framfara horfir, nema skrifað sé um það í dálkum þínum fyrst. Við sem búum syðst í Hafn- arfirði og þurfum að sækja vinnu í Reykjavík og ferðumst daglega með vögnunum, fáum ekki skilið að þeir ganga aðeins að biðskýl- inu núna, þó Strandgatan sé lok- uð. En ef hraðinn á framkvæmd- unum fer eftir því hve lengi var verið að gera við Reykjavíkur- veg í fyrra, má búast við að þetta ástand vari talsvert fram á næsta ár. En vel er hægt að fara Suð- urgötuna og snúa við hjá íshús- inu. í stað þess bíða vagnarnir hjá biðskýlinu í hverri ferð a. m. k. í 10 min., á meðan farþegarnir ösla aurbleytuna á Suðurgötunni og verða útataðir í aurslettum frá bílunum sem um götuna fara. Ég hefi kvartað um þetta við tvo bílstjóra, en þeir segjast engu ráða um þetta. Vildu nú ekki þeir, sem völdin hafa, kippa þessu í lag fyrir okkur. — Daglegur far- þegi. MerklH, sem klæðir Ianðlð. Kona fekyr c-próf í svifflugi 1 Það þykir nú vart lengur í frá- sögur færandi þótt stúlkur taki flugpróf hér á lanði, en fyrra sunnudag tók fyrsta íslenzka stúlkan, Hulda Filippusdóttir, c-próf í svifflugi, en það veitir henni réttindi til að fara „hvert á land sem vill“ í því farartæki. Yfirlfsing AÐ gefnu tilefni vil ég taka það fram að hljómsveitin að Hótel Borg er mér nú og framvegis algjörlega óviðkomandi. * 3. október 1955. Þorvaldur Steingrímsson. Blaðinu hefir borizt eftirfar- andi athugasemd frá dr. Jakob Magnússyni: f SAMBANDI við fund hinna nýju karfamiða vestur af Vest- fjörðum vil ég, að gefnu tilefni, t taka eftirfarandi fram. f Leitarleiðangur sá, er b/v Jón Þorláksson fór í júlí s.l. var ekki I farinn á vegum Fiskideildar At- vinnudeildar Háskólans, heldur var hann framkvæmdur af Bæj- arútgerð Reykjavíkur með styrk frá Fiskimálasjóði. Hinsvegar var ég fenginn til að fara í leiðang- urinn og hafa á hendi stjórn hans í samráði við skipstjórann, Ólaf Kristjánsson. Ekki hafði Fiski- deildin sem slík neina íhlutun um, hvar leitað skyldi né annað fyrirkomulag leiðangursins. En persónulega fór ég fram á það, að leitin hæfist út af Vestfjörðum og haldið skyldi þaðan vestur yfir og suliur með austurströnd Græn lands. Taldi ég að vísu tíma þann, er til leiðangursins var ætlaður, 111 daga, full nauman til svo víð- áttumikillar leitar um óþekkt svæði. i Var ekki fallist á slíkt fyrir- komulag leitarinnar og skyldi leitað á svæðinu undan austur- strönd Grænlands sunnan .Jóns- miða og féllst ég á það fyrir mitt leyti, enda voru þá frá hendi út- gerðarinnar eindregnar óskir um að leitað yrði einmitt á þessu svæði. Leyfi hafði ég þó til að leita norður fyrir Jónsmið, ef við teldum svæðið sunnan þeirra nægilega kannað, eða ynnist til þess tími á annan hátt, áður en leitartíminn væri útrunninn. Ég vil þó taka það fram, að ég tel það engan veginn víst, að á þess- um nýju miðum hafi verið mikið karfamagn þá, þótt það sé það nú. Á framkvæmd leiðangursins sjálfs innan áður nefndra tak- marka, sem honum voru sett í upphafi, ber ég, ásamt skipstjór- anum, að sjálfsögðu fulla ábyrgð. Um framkvæmd hans, árangur o. fl. leyfi ég mér að vísa til grein arkorns í 14. tölubiaði timarits- ins Ægis frá 1. sept. 1955. Lét ég þar m. a. í Ijós það álit, að ég teldi nauðsynlegt, að þetta svæði yrði einnig kannað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.