Morgunblaðið - 18.10.1955, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.10.1955, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 18. okt. 1955 Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá VigUX. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. í lausasölu 1 krónu eintakið. Enn róa þeir til vinstri íslenzk blöð nú skrifuð af meiri fimi, kunnáftu og víðsýni en éður y jwn ■ irTIBlff Sr. Sigurður Einarsson gerði grein íyrir skoðunum sínum á blaðamennsku á fundi í Stúdenfafélaginu ENN RÓA þeir til vinstri. Enn sendir gistivinur kommún- ista í stjórnarforsæti Alþýðusam- bands íslands út boðskort til mikils gestaboðs. Þeir, sem boðn- ir eru, eru Kommúnistaflokkur- inn, Þjóðvarnarflokkurinn, Fram sóknarflokkurinn og vesalings pínulitli flokkurinn. Alþýðu-1 flokkurinn. í þessu gestaboði á að mynda vinstri stjórn. Þeir, sem boðnir eru hafa þegar tilnefnt fulltrúa til þess að taka þátt í stjórnar- samningunum, að því er blað kommúnista segir. Þetta er svo sem ekkert nýtt. Skömmu eftir síðustu kosningar byrjuðu orðræður um nauðsyn svokallaðrar „vinstri stjórnar". Þær hafa haldið áfram síðan. Á s.l. vetri, í þann mun sem komm- únistar og bandamenn þeirra voru að hefja stórverkfall, bauðsí stjórn Alþýðusambandsins til þess að taka að sér forystu um myndun slíkrar stjórnar. En ekk- ert varð af því í það skiptið. Hins vegar varð öllum ljóst af þessu frumhlaupi Alþýðusam- bandsstjórnarinnar að verkföllin ' voru fyrst og fremst pólitísks eðlis en ekki liður í kjarabaráttu almennings. Nokkru áður en Alþingi lauk á s.l. vori lýsti formaður Alþýðu- flokksins því yfir að flokkur hans hefði haft forgöngu um samninga umleitanir milli „lýðræðissinn- aðra íhaldsandstæðinga" um möguleika á myndun vinstri stjórnar. Stæðu þær samninga- umleitanir þá yfir. Á fundi í Alþýðuflokksfélagi Reykjavíkur nú á þessu hausti lýsti formaður Alþýðuflokksins því enn yfir, að flokkur hans væri á tali við „íhaldsandstæð- inga“ um vinstra samstarf. í þetta skipti gaf formaðurinn þær upplýsingar um skoðanir sínar á möguleikum slíks samstarfs, að hann teldi ólíklegt að það kæm- ist á á yfirstandandi kjörtíma- bili. Pólitísk misnotkun Alþýðusambandsins ÞRÁTT fvrir allt þetta hefur stjórn Alþýðusambandsins freist- að þess enn einu sinni að koma á stjórnarsamstarfi milli vinstri flokkanna. Engum getur dulizt að í þessu brölti kommúnista og banda- manna þeirra felst frekleg mis- notkun á Alþýðusambandinu, sem eru heildarsamtök launþega í landinu. Innan sambandsins eru þúsundir manna úr Sjálfstæðis- flokknum. Engu að síður hikar stjórn þess ekki við að beita sér fyrir myndun r’kisstjórnar, sem fyrst og frerrr* er beint gegn flokki þessa fólks. Alþýðu^mbandið er með öðrum orðum gert að póli- tísku baráttutæki fyrir komm- únista, sem fyrst og fremst hafa beitt sér fyrir hugmynd- inni um vinstri stjórn. í þessu sambandi er ómaksins vert að athuga lauslega hvernig afstaðan sé til stjórnarsamstarfs við kommúnista meðal hinna svo kölluðu „lýðræðissinnuðu íhalds- andstæðinga“. Tökum þá fyrst Alþýðuflokk- inn. Það er öllum vitað að mikill meirihluti fólksins innan flokks- ins og í sjálfri miðstjórn og þing- flokki hans er eindregið á móti samstarfi við kommúnista. Enginn vill vinna með kommúnistum INNAN Framsóknarflokksins er afstaðan svipuð. — Formaður flokksins hefur að vísu talað og skrifað um að hægt sé að vinna með „hálfum sósíalistaflokkn- um“. En varla nokkur kjósandi Framsóknarflokksins í sveitum landsins tekur samvinnu við kommúnista í mál, hvað þá held- ur meira. Þátttaka Framsóknar- flokksins í vinstri stjórn með kommúnistum er þess vegna vægast sagt mjög ólíkleg. Um Þjóðvarnarmenn er það eitt vitað, að þeir gera sér það ljóst að fyrir þá sem nýjan flokk er það langsamlega skynsamleg- ast að halda sig utan við ríkis- stjórn fyrst um sinn, sérstaklega myndu Þjóðvarnarmenn ófúsir til þess að taka þátt í stjórnar- samstarfi með Framsóknarflokkn um. Sjá þeir það réttilega að slíkt myndi veikja aðstöðu Þjóð- varnarflokksins mjög og draga úr möguleikum hans til þess að vinna sér aukið fylgi við næstu kosningar. Þegar þetta hefur verið at- hugað verður það ljóst að í raun og veru eru það að- eins kommúnistar sem vilja „vinstri stjórn“. Aliir hinir svo kölluðu vinstri flokkar óttast að vísu vaxandi fylgi Sjálfstæðisflokksins og telja sig þess vegna þurfa á sam- fylkingu sín í milli að halda. En andstæðingar kommúnista meðal þeirra gera sér ljóst, að við hinn fjarstýrða flokk er ekki hægt að semja, og því síður hægt að ganga með honum í ríkisstjórn. Samninga viðræður þeirra við kommún- ista um vinstri stjórn eru þess vegna hreinn skrípaleikur, sem almenningur í landinu hlýtur að sjá í gegnum. Því fer víðs fjarri að Sjálfstæð- ismenn þurfi nokkuð að kvarta undan samningaumleitunum andstæðinga sinna um vinstri stjórn. Þær eru aðeins viður- kenning á þeirri staðreynd að fylgi hans fer sífellt vaxandi og möguleikar hans til að vinna þingmeirihluta verða meiri með hverju árinu sem líður. Sorglegur atburður ALLIR íslendingar munu hafa fagnað því að vélskipið Einar Ólafsson, sem leki var kominn að úti í hafi, skyldi komast með skipshöfn sína heila á húfi að landi. Aðeins einn skugga bar á þessa gleði. Brezk flugvél með níu mönnum fórst er hún var að björgunarstörfum í þágu hins ís- lenzka skips. Stór hópur ungra flugmanna hefur látið lífið. íslendingar þakka starf þessara manna og senda aðstandendum þeirra og brezku þjóðinni inni- legar samúðarkveðjur við frá- fall þeirra. Bretar brugðust vel og drengilega við er fregnin barst um að hið íslenzka skip væri i nauðum statt. Allt var gert til þess að koma því til bjarg- ar. Það er einkar hörmulegt og sorglegt að þannig skyldi til takast að brezk flugvél með mörgum mönnum skyldi týn- ast við þetta björgunarstarf. Það er íslendingum vissulega hið mesta harmsefni. í upphafi ræðu sinnar lagði sr. Sigurður áherzlu á það, að það eru blöðin, sem eru aflið er mótar hversdagsskoðanir manna. Rifjaði hann upp í því sambandi, að um það leyti, sem útvarps- starfsemi var að byrja hér á landi, þá hafi menn talið, að þar með væri öld blaðanna liðin, út- varpið myndi taka við. En nú höfum við séð svo ekki verður um villzt að útvarpið er ekki líkt því eins mikill mótandi skoðana sem blöðin. Blaðamenn- irnir eru því eins konar andlegir tízkusmiðir þjóðfélagsins. Af þessu skapast einmitt ábyrgð blaðamannsins. HVAÐ ÞARF BLAÐ AÐ VERA? Það þarf að vera verzlunar- vara, hlutur, sem fólk sækist eft- ir og getur ekki án verið. Og það þarf að fúllnægja' ákveðinni þörf — þeirri að fylgj- 1 ast með, vita deili á högum sam- tíðar sinnar. Enda er sannleik- urinn sá, að hver sá maður, sem ekki les blöðin verður einangr- aður í þjóðfélaginu. Hann kemur alltaf eins og af fjöllum. HVERNIG ÞARF BLAÐAMAÐURINN AÐ VERA? Hinn fullkomni blaðamaður þarf að vera árvakur, þefvís, glöggur, fljótur að átta sig og snúa snældu sinni, en hann þarf líka að vera fullkomlega mennsk- ur, hafa fingur á slagæð timans og finna hræringar hans í sínu eigin hjarta. Ef hann vantar það fyrra, þá er hann ónýtur blaðinu, ef hann vantar það síðara, er hann ónýtur lesendum sínum. » SAMANBURÐUR Þá tók sr. Sigurður að ræða um íslenzk blöð eins og þau erui nú í dag. Hann sagði m. a.: i — Ef við tökum íslenzk blöð og leggjum í bunka, t. d. eina viku af þeim og svo við hliðina Séra Sigurður í ræðustól. vikubunka af erlendu stórblaði og flettum þeim, þá er enginn vandi að gera þann samanburð, að efnismagn hins erlenda blaðs er meira. Okkar íslenzku blöð eru einnig smá, fátæk og liðfá í samanburði við erlendu. FIRRA KVEÐIN NIÐUR En ég vil líka gera annan sam- anburð og sérstaklega þar sem með þvi gefst nokkuð tækifæri til að kveða niður mjög algenga firru. Maður heyrir svo ákaflega oft kveða við þann tón, að blöðin í dag séu ekki nema svipur hjá sjón miðað við í gamla daga. Það var svipur á blöðunum íslenzku, uu andi slrijar: Sendiherra yfir „heila klabbið" GÍSLI Sveinsson fyrrv. sendi- herra tekur til máls um ís- lenzkt heiti fyrir nafnbótina ambassador. „Ég sé að blaðið er í hálfgerð- um vandræðum með hina er- lendu nafnbreytingu á sendiherr- j unum, „ambasador“ í stað I „minister", og hefur því gefið þeim nýtt heiti á íslenzku „sendi- ráðherrar". Er það mitt álit, að það orð geti ekki átt hér við. Þetta titlatog getur engan mun gert frá því sem verið hef- ur. Sendiherra er gott og gilt um bæði „ambassador" og „mini- ster“, enda er hér um nákvæm- lega sama starf að ræða, þótt sumir af þessum flokki beri nú annan titil á erlendu máli. Hlutur utanríkis- ráðuneytisins HÉR kemur og til, að brátt verða trúlega allir sendiherr ar látnir bera umræddan titil, „ambassador", og er þá hvorki um neina upphefð né ósamræmi að ræða. Svo kalla líka sumir þetta bara hégómaskap, sem jafnvel S.Þ. hafa látið til sín taka. íslenzk tunga getur ekki elt ólar við allar erlendar nafna- giftir, ef hún á þegar úrvals- heiti á starfi manna og stöðu. Annars virðist mér að utan- ríkisráðuneytið sjálft ætti að koma í veg fyrir tilviljunar- kerínd heiti á „ambassadorum", og ætti það fyrirfram að tilkynna hvað það vilji láta kalla þetta starf. Gísli Sveinsson". Hvað úr hverju VELVAKANÐI þakkar Gísla Sveiríssyni bréf hans, en vill benda honum á, að Morgunblað- ið er ekki í neinum „vandræðum með hina erlendu nafnbreytingu á sendiherrum“. Blaðið hefir not- að orðið sendiráðherra til aðgrein ingar frá sendiherra og mun sennilega gera það, þangaðtil nýtt orð verður tekið upp. Vel- vakandi getur ekki séð, að það sé lausn á málinu að kalla ís- lenzka „mínístera" og „ambassa- dora“ sendiherra. Ef það væri rök rétt, er ómögulegt að sjá, til hvers verið er að gera sendiherra að sendiráðherrum. Aftur á móti má vera, að orðið sendiherra verði aftur tekið upp, þegar ,,mínísterar“ eru úr sögunni. — Loks vill Velvakandi taka undir þá tillögu Gísla Sveinssonar, að utanríkisráðuneytið fari að átta sig á málinu — svona hvað ur hverju. MerklS, sem klæðlt tand« þegar þeir voru og hétu þeir ! Björn Jónsson, Jón Ólafsson o. fl. Það er ekki ætlan mín að varpa neinum skugga á þessa ágætu brautryðjendur í blaða- mennsku. En ég hefði gaman af að vita, hve margir hafa gert sér það ómak að gera svolítinn sam- anburð á því hvernig blöðin voru á þeirra dögum og nú í dag. Sannleikurinn er sá, að íslenzk blöð eru nú skrifuð af meiri fimi og kunnáttu og meiri víðsýni, heldur en nokkurn tíma áður. Þetta er ekki eingöngu végna þess að það séu meiri hæfileika- menn við blaðamennsku í dag, heldur einnig vegna fullkomnari tækni og betri frágangs. Og það er víst að það skortir ekki í dag, að blaðamenn fari rökfimlega með mál sín. OF MIKIL PÓLITÍK Næst gagnrýndi ræðumaður það, að hin íslenzku blöð væru of pólitísk. — Það er í sjálfu sér vandamál hjá okkur, að varla er nokkru blaði líft, nema það styðji ákveðna stefnu. Þetta stafar e.t.v. bæði af því hvað pólitík er ungt sport hér á landi og einnig af fámenninu. Það leiðinlega er raunar ekki, að blöðin eru póli- tísk, heldur hve þau eru „mikið“ pólitísk. Það er tilhneiging hjá þeim að segja allar fréttir með pólitískum blæ. T. d. er eitt blað sem fyllir síður sínar með frá- sögnum af atburðum, sem eru engar fréttir, en því aðeins birt, að þetta gerðist í hinum aust- ræna heimi. Ef einhver sker sig í putta í hinum austræna heimi, þá er það allt í einu orðin frétt, að maður nú ekki tali um, ef heftiplástur er settur á skurðinn og sárið grær. ORÐHÁKSHÁTTURINN Þá má gagnrýna það, að hin íslenzku blöð skorti fágun og hófsemi í orðalagi. Það er t. d. fyrir neðan allar hellur, að mað- ur sem einhverju blaðinu líkar ekki allskostar við sé kallaður föðurlandssvikarí, landráðamað- ur. Almenningur er orðinn leiður á þessum orðhákshætti. í blöðum okkar, hélt sr. Sig- urður áfram, skortir faglegt „objektivitet“. Þau þurfa að fá menn sem hafa fullkomna þekk- ingu á málunum til að rita um þau og upplýsa fólkið um helztu nýjungar. Dæmi um ágætt fag- legt „objektivitet“ er að einn maður ritar að staðaldri í eitt íslenzku blaðanna um nýjungar í landbúnaðarvélum og aðferð- VANTAR GAMAN OG GLETTNI Næst kvaðst ræðumaður koma að því sem væri verra en allt hitt. — Versti draugprinrí í blöð- unum er að vera leiðinlegur. Blað sem skortir ofurlítið af hlátri og glettni er að vanrækja sitt hlut- verk sem nytjatæki í sálrænu uppeldi þjóðarinnar. Erlendis er það á hlutverki smálestursdálk- anna að halda uppi þessari góð- látu kímni, sem oft bítur betur en umvöndunartónninn. — Ég tók rríig einu sinni til og safnaði saman öllum smálet- ursdálkum íslenzku blaðanna í einn mánuð, — og það var nú meiri eyðimerkurlesturinn. Þetta var allt um strætisvagna og um útvarpið. Og ég fór að hugsa, það er mikið að nokkur maður skuli sleppa lifandi út úr þessum endemis strætisvögnum í Reykja- vík. Og það var ekki betur að sjá en að útvarpið hefði verið miklu betra fyrir tuttugu árum, þegar við Jónas Þorbergsson vor- um þar allt í öllu. sameiginleg BARÁTTUMÁL Þá kom ræðumaður með til- Frh. á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.