Morgunblaðið - 18.10.1955, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.10.1955, Blaðsíða 16
Veðurúfli! í ilaa: N-kaldi. Lettskýjað. 237. tbl. — Þriðjudagur 18. októbcr 1955 Alliane togarafélag 50 ára. — Sjá grein á blaðsíðu 6. | Verðbólguflóðið torveldar hina miklu framkvœmdir í húsnœðismálum og raforkumálum Mvarlegar afleiðingar af verkfallinu, sem kommúnistar stofnuðu til s. I. vetur Úr ræðu Magnúsar Jónssonar í gær VID 1. umræðu fjárlaga á Alþingi í gær talaði Magnús Jónsson fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins. í ræðu sinni benti hann á það alvarlega ástand, sem skapazt hefur í efnahagsmálum þjóðarinnar vegna dýrtíðarbylgjunnar sem æðir nú yfir og öll stafar af hinu skammsýna verkfalli s.l. vetur. Væri það mikil þjóðarógæfa, ef þessar afleiðingar verkfallsins torvelduðu rafvæðingu landsins, hinar miklu ræktunarframkvæmdir og húsbyggingar við sjó og í Nýlokið er viðgerð á innsiglingarvitanum við Reykjavíkurhöfn, sem brotnaði niður við ásiglingu bandarísks flutningaskips í fyrra. Hér státar hann aftur á sínum stað. Var viðgerð erfið og þurfti hjáip kafara við hana. — Ljósm. Mbl. Ól. K. M. Fjótir menn hnndtekn- ir vegnn órdsorinnar Hinn fólskulegi verknaður upplýstur FJÓRIR ungir menn sitja nú í gæzluvarðhaldi vegna hinnar fólskulegu árásar á Theodor Siemsen kaupmann 12. þ. m. Hafa þeir allir játað þátttöku sína í aðförinni. Menn þessir eru: Þorbjörn Ástvaldur Jónsson, Hringbraut 39, Jón Helgi Jónsson, Bragagötui 31, Ragnar Jósef Jónsson, Höfðaborg 52 og Ingólfur Kristófer Sig- urgeirsson, sem er heimilislaus. Þeir eru allir 18 og 19 ára að aldri. sveit. Magnús Jónsson sagði m.a.: — Fjárlögin bera þess glöggt vitni, að nýtt verðbólguflóð hef- ur skollið yfir þjóðina. Hefur þessi þróun mála vakið ugg og kvíða með þjóðinni og ekki að ástæðulausu, því að ekki mun suðvelt að finna nýja fótfestu til þess að spyrna gegn straumnum. ÁÐUR VAR DÝRTÍÐIN STÖÐVUÐ Áður en kommúnistar öttu verkalýðssamtökunum út í hið tilgangslausa verkfall s.l. vetur, hafði tekizt að koma á jafnvægi í efnahagsmálunum og lýsti Magnús því með þessum orðum: — Dýrtíðarskrúfan hafði stöðvazt, kaupgjald og verð- lag verið nokkurn veginn stöð ugt á þriíja ár. Þetta var farið að hafa augljós heillavænleg áhrif, fólk var á ný farið að öðlast trú á gildi peninganna. Afkoma útflutningsframleiðsl- unnar var að vísu erfið, en stöðvun verðbólgunnar var þó í- fyrsta skrefið til þess að auðið væri að rétta hennar hag. KEMUR ÞYNGST NIÐUR Á ALÞÝÐU MANNA — Því miður hafa á þessu ári gerzt atburðir, sem þegar hafa haft mjög óheillavænleg áhrif og þó ekki ölljkurl komin til grafar. Er ekki vafi á því, að verðbólga og rýrnandi verðgildi peninga kemur þyngst niður á alþýðu manna, enda hafa verkalýðssam- tök í flestum löndum verið fremst í fylkingu í baráttunni gegn vaxandi dýrtíð. ÁBYRGÐARLEYSI KOMMÚNISTA Hér á íslandi hefur reyndin því miður verið allt önnur, enda hefur áhrifamesti flokkurinn í verkalýðssamtökunum hér á landi fyrst og fremst lagt áherzlu á að beita þessum áhrifamiklu samtökum fyrir pólitískan stríðs- vagn sinn, án hliðsjónar af hags- jnunum verkamanna sjálfra. Hefur því verkalýðsbaráttan oftast verið háð sem einhliða lcauphækkunarbarátta, án þess að reynt væri að gera sér grein fyrir hverjar raunverulegar kjarabætur fylgdu kauphækkun- um. AI.VARLEGAR AELEIDINGAR Enn sagði Magnús Jónsson í ræðu sinni: Kauphækkanirnar hafa nú þegar leitt af sér stórfellda hækkun á öllum landbúnað- arvörum. Þær munu torvelda mjög hinar miklu framkvæmd ir í húsnæðismálum og fram- kvæmd á raforkuáætlun ríkis- stjórnarinnar og þær munu gera minni hlut verklegra framkvæmda í ríkisútgjöld- um og þó er það ef til vill verst af öllu, að verðbólgu- skriðan dregur stórkostlega úr söfnun sparifjár og skapar óeðlilega eftirspurn eftir vör- um. Leiðir þetta af sér óeðli- lega eyðslu, óheppilega fjár- festingu og ýmiskonar brask og torveldar jafnframt eðli- lega lánastarfsemi. Pilnik leikurlil jafntefiis PILNIK og Ingi R. Jóhanns- son sömdu um jafntefli í gær- kvöldi. Var þó álit manna, að Ingi hefði betri stöðu, en mun ekki hafa hætt á að fara út í flókin viðskipti um hana. — Baldur og Ásmundur sömdu og um jafntefli, en öðrum skákum var ekki lokið. í kvöld verður 8. umferðin, sú næstsíðasta, tefld í Sjálf- stæðishúsinu. Þar teflir Ingi R. við Guðmund Pálmason. ★ í síðustu viku voru miklar bollaleggingar um skák þeirra Pilniks og Guðmundar Pálma- sonar. Voru fáir menn eftir á borðinu og virtist mönnum við fyrstu sýn, að Pilnik vrði að fórna hrók fyrir peð, svo að Guðmundur gæti ekki náð upp drottningu. Góðir skákmenn þykjast nú hafa séð, að Pilnik geti hindr- að vinning Guðmundar, svo að jafntefli verði, þó að ekki hafi enn verið gefin út tilkynning um endalok taflsins. Hrifning MIKILL fögnuður var á hljóm- leikum Ásgeirs Beinteinssonar í Austurbæjarbíói í gærkvöldi — Húsið var þéttskipað þó að margir veigri sér nú við að fara að heiman. Var listamann- inum fært fangið fullt af blómum og klappi ætlaði aldrei að linna. Hljómleikai’nir eru endurteknir í kvöldí■ > ,i ; , , ■ Jeppinn fannst eftir tíu daga JEPPINN, sem stolið var fimmtu daginn 6. þ. m. fannst loks s. 1. sunnudag, og hefir aldrei fyrr gengið svo ei'iiðlega að finna bíl, sem stolið hefir verið. Bíllinn fannst við bragga skammt hjá Fífuhvammi í Kópa- vogi. Hafði báðum afturhjólun- um verið stolið undan honum, en að öðru leyti virðist hann óskemmdur. Merki sáust þess greinilega, að jeppanum hefir verið ekið á báða gafla braggans, en ekki hef- ir bíllinn samt verið geymdur þar inni þar sem bragginn er full- ur af timbri. Flugmenn, sem leituðu að bílnum úr lofti, fullyrða, að hann hafi ekki verið þarna, er þeir flugu þar yfir. Fjölda háhyrnlnga grandað með sprengjukasti í FRÉTT frá Fiskifélaginu hinn 13. þ. m. var frá því skýrt, að yfirstjórn varnarliðsins hefði fallist á að láta í té flugvélar í því skyni að gera tilraun til að vernda veiðarfæri reknetjabáta fyrir ágangi háhyrninga. Að morgni hins 14. þ. m. var farið í leiðangur með flugvél frá varnarliðinu og flogið yfir stórt svæði umhverfis Reykjanes- skaga, þar sem eru helztu mið reknetjabátanna og alllangt út fyrir þau. Varð þá ekki vart háhyrnings á svæðinu, enda veðurskilyrði ekki sem ákjósanlegust. Annar leiðangur var síðan farinn í morgun. Agnar Guðmundsson skip- stjó<ri, sem stjórnar þessum aðgerðum af hálfu Fiskifélags- ins, hefir skýrt svo frá, að þeir hafi þá séð allmargar háhyrn- ingavöður útaf Eldey og tekist að granda miklum fjölda hvala með sprengjukasti. Mun þessum aðgerðum vænt anlega verða haldið áfram. Einar ingimundarson kominn heim EINAR Ingimundarson, alþingis- maður, kom flugleiðis heim frá New York s.l. laugardag. Þar hefúr hann verið einn af full- trúum íslands á þingi Sam. þjóð- anna. Þeir félagar voru við skál á miðvikudagskvöldið, og voru orðnir peningalausir, en vín- þurfi, er líða tók að miðnætti. Þeir sjá þá, til ferða Theodors Siemsens og telur Þorbjörn rétt að þeir reyni að fá peninga hjá honum. Ragnar kveðst skuli sjá um það og gefur sig á tal við hann hjá Pósthúsinu. Segist hann skulda Siemsen og vilji nú borga reikning sinn. Snýr Siemsen við með honum og fara þeir inn í verzlun hans. Hinir héldu í hum- átt á eftir og bíða átekta í sundi hjá I. Brynjólfsson & Kvaran, nema Þorbjörn, sem tekur sér stöðu við búðardyrnar, þrátt fyr- ir mótmæli félaga sinna. j Svo virðist, sem þeim Siemsen og Ragnari hafi orðið sundurorða því að Siemsen rekur hann á undan sér út að dyrunum og opn- ar þær, en þá ryðst Þorbjörn inn og hröktu þeir Ragnar hann inn í skrifstöfu, sem er inn af verzluninni. Þar- greip Þorbjörn símaáhald og slær Siemsen tvisv- ar í höfuðið með því, en í því kom Jón Helgi þar að þreif símatækið af Þorbirni (en þeir eru bræður) og skipar honum að hætta. Þorbiörn fór nú fram i búðina og lætur greipar sópa um vind- lingabirgðir þar, en þeir Jón Helgi og Ragnar áttu í höggi við Siemsen á meðan og komu hon- um undir. Er Þorbjörn kom aftur inn í skrifstofuna hóf hann þar leit að áfengi, en Jón Helgi gekk frá vindlingunum í allstórri tösku og hvarf siðan á brott. Ragnar gætti Siemsens á meðan, en honurra tókst dð losna engu að siður. Þorbjörn sá það og þreif þá til leirbrúsa og sló Siemsen með honum í höfuðið og brotnaði brúsinn. Um það, sem næst gerðist, ertl þeir Ragnar og Þorbjörn einir tii frásagnar og gætir þar allmikila ósamræmis, þar sem hvor vill fegra sinn hlut. En hitt er ljóst, að þeir, annar eða báðir, hafa veitt Siemsen mörg og þung höfuðhögg með Coca-Cola-flöskU allt þar til hann lá hreyfingar- og meðvitundarlaus í blóði sínu á gólfinu. Hafa aðferðir þeirra verið hinar svívirðilegustu. Er svo var komið hófu þeip leit í peningaskáp og öðrurra hirzlum og fundu nokkuð a£ peningum. Einnig fylltu þeip skjalatösku með vindlingum. Þá tók Ragnar úr Siemsens en hvop um sig segir að hinn hafi tekið hringana af fingrum hans. Þeir félagar fundu fyrir hjart- slætti hjá Siemsen, og ræddu um að öruggt væri að hann lifði það af. Er Jón Helgi kom út úr verzl- uninni, hitti hann Ingólf, sem aldrei hafði farið inn, fyrir utan. Þeir fóru heim til Jóns Helga, földu vindlingana þar, en héldu síðan niður í bæ í leit að félög- um sínum. Þorbjörn og Ragnar fóru aftur á móti heim til Þorbjörns, þar sem þeir skiptu um yfirhafnir. Frakki Þorbjörns og jakki Ragn- ars voru ataðir blóði. Fóru þeir í fiíkur, er Þorbjörn hafði áðup stolið. Þá skiptu þeir og fénu og hlutu hvor 900 krónur. Félaga sína hittu þeir siðan og fóru þeip allir heim til Jóns Helga. Þeir vissu ekkert um afdrif Siemsens fyrr en þeir lásu um það í Vísi daginn eftir. — Um kvöldið þann dag var hinn fvrsti þeirra félaga handtekinn og hin- ir síðar. Neituðu þeir fyrst ein- dregið, en hafa nú allir játað þátttöku sína. Theodór Siemsen liggur cnn i sjúkrahúsi en er á batavegi. —. Þótt undarlegt megi virðast hefip hann ekki höfuðkúpubrotnað. Yfiriýsing formanns Alþýðuflokksins í gær: Samvinna við kommúnisía hvorki æskileg né möiuleg EKKI virtist blása byrlega fyrir „vinstri stjórnar" hugsjón komm- únista í útvarpsumræðunum í gær. Formaður Alþýðuflokksins Haraldur Guðmundsson lýsti því yfir í sinni ræðu, að hann fengi ekki skilið, hvernig Alþýðusamband íslands gæti haft forgöngu um myndun vinstri stjórnar, þar sem í því væru menn úr öllum pólitiskum flokkum. Hann komst einnig þannig að orði, að sam- vinna við kommúnista væri hvorki æskileg né möguleg. Kommúnistar sátu mjög gneypir undir þessum yfirlýsingum formanns Alþýðuflokksins, sem bersýnilega taldi forgöngu Alþýðu- sambandsins um stjórnarmyndun eitt af frumhlaupum og gönu- skeiðum Hannibals Valdemarssonar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.