Morgunblaðið - 18.10.1955, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 18.10.1955, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 18. okt. 1955 MORGUNBLAÐIÐ 9 Stefán Stefáitsson fyrrv, IDAG þann 18. október verður jarðsunginn á Möðruvöllum í Hörgárdal Stefán Stefánsson bóndi í Fagraskógi, hreppstjóri Arnarneshrepps og fyrrv. al- þingismaður Eyfirðínga. Hann andaðist á sjúkrahúsi í Reykjavík 8. þ.m. eftir margra ára sjúkdómsþrautir. Stefán var fæddur í Fagra- skógi í Eyjafirði 1. ágúst 1896, sonur hjónanna Stefáns Stefáns- sonnr alþingismanns og Ragn- heiðar Davíðsdóttur-. Ólst hann upp hjá foreldrum sínum við landbúnaðarstörf, en gekk síðan meintaveginn. Tók stúdentspróf í Fevkjavíkurskóla 1918 og lög- fræðipróf 1923. Síðan var hann fulitrúi hjá bæjarfógeta Reykja- víknr í 2 ár og eftir það um skeið ful’trúi hjá bæjarfógetanum á Akureyri. Árið 1925 byrjaði hann svo búskap á föðurleifð sinni, Fagraskógi, og hefur stundað þar búskapinn síðan. Árið 1931 kvæntist hann eftir- lifandi konu sinni Þóru Magneu Magnúsdóttur. Þau hjón eignuð- ust 4 börn, tvær stúlkur og tvo drengi. Eru þau uppkomin og hin efnilegustu. Heimili þeirra hjóna var mjög ánægjulegt og traust. Gestrisni, glaðværð og reglusemi var þar ríkjandi. — Voru hjónin. samhent í því efni enda var hjónabandið ástríkt og gott svo sem efni standa til, því húsfi'eyjan er ágæt kona og mvndarleg í sjón og raun, Þegar Bændaflokkurinn var stofnaður um áramótin 1933 og ’34 gekk Stefán Stefánsson í hann og gerðist einn af hans for- ystumönnum. Var í framboði fyr- ir hann 1934 og aftur 1937. Náði hann þá kosningu sem landkjör- inn þingmaður og sat á Alþingi sem Bændaflokksmaður tíl 1942. Þá gekk hann í Sjálfstæðisflokk- inn og varð frambjóðandi hans og varamaður Garðars Þorsteins- sonar á Alþingi, þar til Garðar féll frá vorið 1947. Tók Stefán þá við sæti hans sem þingmaður Eyfirðinga til 1949, en í kosningunum þá náði hann kosningu og var á Alþingi til 1952, að hann varð að hætta þingmennsku vegna veíkinda. Af öðrum trúnaðarstörfum má nefna, að Stefán var hreppstjóri í sveit sinni frá 1926 og síðan. í Búnaðarráði og verðlagsnefnd landbúnaðarafurða 1945—’47 og í Sauðfjársjúkdómanefnd frá 1943 til dauðadags. Stefán í Fagraskógi var greind- ur maður og þróttmikill. Hann gekk með festu og áhuga að hverju því er hann tók sér fvrir hendur. Það mun af flestum sveitamönnum okkar lands og mörgum öðrum hafa verið og vera talið sæmdarbragð, og ó- venjulegt nú á tímum, þegar hann að loknu háskólanámi hafn- aði vísum embættisframa og gerðist bóndi á sínu feðra óðali. Átthagatryggðin dró hann heim í sveitina sína þar sem vaggan stóð og æskuárin liðu við sólaryl og bjartar framtiðarvonir. Hann vildi öðru frémur gera feðragarð- inn frægann og verða forystu- maður í sveit sinni og héraði, því hinu bjarta og ánægiulega. — Hvorttveggja heppnaðist, bó frá- leitt hafi allar vonir ræzt. Bú- skapinn stundaði lögfræðingur- inn í Fagraskógi af miklum áþuga, dugnaði og ósérhlífni. Hann var víkingur til vinnu og hlífði sér hvergi. Bjartsýnin og framkvæmdahugurinn var í hæstu tröppu. Húsin risu hvert sf öðru, túnið stækkaði óðfluga. Nýtízku tækni af fullkomnustu gerð tók bóndinn í Fagraskógi í s:na þjónustu. í það var ekki horft. að taka lánsfé þó dýrt væri. Fn allar þær skuldir sem fram- kvæmdirnar útheimtu voru preiddar áður en heilsan bilaði. Saga þessa bónda er frægðar- saga og miklu meira vírði fvrir Eyfirðinga og aðra víni, heldur en þó að hann hefði gerzt virðu- legur embættismaður í höfuðborg Minningarorð inni, eins og námsframi, gáfur j og allar aðstæður gáfu ótvírætt tækifæri til. Það var; ekki að ófyrirsynju, að Eyfirzkir bændur og aðrir í j þeirri stétt leiddu hugann að því,: að þarna væri maður, sem I verða mundi æskilegur foringi í | framfaramálum bændastéttarinn- | ar á víðara sviði og helzt á sjálfu ! Alþingi. Stefán hafði hugsað mikið um búnaðarmál og einkum búnaðar- , framfarir. Hann var bóndi og sveitamaður af lífi og sál. Þegar Bændaflokkurinn hóf göngu sína fannst honum þar æskilegt tæki- færi til að sameina bændastétt- t ina til átaka. Hann gekk í flokk- ■ inn og varð einn af hans forystu- í mönnum. Komst inn á Alþingi á hans vegum 1937 og tók til ; starfa, að vinna fyrir sín áhuga- mál. Þau var hann manna ólík- ■ legastur til að svíkja. En hann j sá brátt, að vonir hans um póli- , tiska sameining bændastéttarinn- j ar voru allt of mikil bjartsýni. IAð hafa samvinnu við aðrar stéttir fann hann að var ómiss- andi. Því gekk hann bráðlega til 1 einlægrar samvinnu við Sjálf- j stæðisflokkinn. Hann barðist af einlægni, á- , huga og drengskap fyrir hags- munamálum héraðs síns og stétt- ; ar í félagi við marga aðra og 1 ekki sízt við sína góðu samþingis I menn úr Eyjafirði. Alls vegna var Stefán Stefáns- son vinsæll og vel metinn alþing- ismaður. Gáfur hans, drengskap- ur og hugsjónir kölluðu á virð- ingu og traust, ekki einasta í eig- in flokki, heldur einnig hjá mörg- um öðrum. Maðurinn var hraustmenni líkamlega og andlega og allt benti til, að hann yrði langlífur og þýðingarmikill baráttumaður á þjóðmálasviðinu, eins og hann hafði verið á heimili sínu og í héraðinu. En eins og veðrabrygð- in eru stundum óvænt og óheilla- vænleg í okkar kalda iandi, eins gerast þau í lífi mannanna alltof oft á óvæntan og undarlegan hátt. j Þessi hrausti og kappsami áhuga- | maður varð á bezta aldri heilsu- bilaður á undarlegan hátt. Ein- hverskonar taugalömun í öðrum ^ handleggnum til að byrja með og ! svo áfram. Honum fannst eins og j jörðin væri að rifna úndir fótum sér. Að þurfa að hlífa sér, eða hætta vinnu var svo fjarlægt eðli hans og hugsunarhætti. Þannig fer og flestum áhugamönnum • þegar ógæfan steðjar að með ó- væntu heilsuleysi. En hér sem oft verður, er líkt stendur á, lýstu bjartir geislar inn í dimmu sorg- j arinnar. Hin ágæta og hugljúfa , kona Stefáns sýndi frábæra fórn- arlund, ástúð og þolinmæði við að annast hann í raununum. — Ágætir bræður aðstoðuðu við að gera allar hugsanlegar tilraunir til lækninga, innanlands og utan, og sjálfur sýndi sjúklingurinn ina mestu þolinmæði og hug- rekki. En allt kom fyrir ekki. — Árin liðu hvert af öðru. Batinn kom ekki. Sjúkdómúrinn ágerð- ist. Varð þá sýnilegt, að fyrr eða síðar drægi að einum enda. Þeim er nú er fram kominn. Vinir og kunningjar, fjær og nær, á Alþingi og utan þess, senda konu og börnum, systkin- um og öllum aðstandendum hins iiðna sæmdarmanns, einlægar samúðarkveðjur. Ekki út af því, að hin langa þraut er liðin. Held- ur hinu sorglega áfalli, að þessi ágæti maður skyldi verða fyrir þeirri þungu raun, að missa heils- una svo fljótt og geta ekki fengið neinn bata. Honum fylgja þakkir og virð- ing inn í hina æðri veröld. Hans er minnzt sem athafnamikils framfaramanns og hugsjóna- manns. Allir kunnugir harma þau örlög, að missa slíkan mann frá margþættu og þýðingarmiklu lifsstarfi á miðjum aldri. Og við blessum allir minning- arnar um hann. Jón Pálmason. ® g ? KYNNI okkar Stefáns í Fagra- skógi hófust ekki fyrr en árið 1949, en þá réðist það svo, að leið- ir okkar lágu saman á stjórnmála sviðinu. Var Stefán þá í kjöri í Eyjafirði sem aðalframbjóðandi Sjálfstæðisflokksins, en ég í öðru sæti á framboðslistanum. Leiddi þessi samvinna okkar til náinna kynna og vináttu. Því miður kynntist ég Stefáni ekki meðan hann var í fullu fjöri, en þrátt fyrir alvarleg veikindi, átti hann brennandi áhuga á að starfa og vinna að framgangi góðra mála til hags héraði sínu og ættjörð. Stefán í Fagraskógi var sann- ur sonur síns héraðs og vann svo lengi sem kraftar leyfðu að vel- ferðarmálum ættbyggðar sinnar. Hann helgaði ættleifð sinni og landbúnaðarmálum alla krafta sína og lagði oft svo hart að sér, að ekki er ósennilegt að of mikil vinna háfi átt sinn þátt í sjúk- dómi hans. Með Stefáni í Fagraskógi er fallinn í valinn einn af glæsi- legustu fulltrúum íslenzkrar bændastéttar. Enda þótt hann gengi langskólaveginn og yrði kandidat í lögum, kaus hann fremur að yrkja jörð feðra sinna og gerast bóndi í Fagraskógi en embættisframa. Hygg ég það eins dæmi í landi voru, að maður með háskólaprófi helgi sig algerlega búskap, en þetta sýnir ljósast hversu sterkum böndum Stefán var tengdur Fagraskógi og Eyja- firði. Hin ágæta menntun Stef- áns, mælska hans, gáfur og glæsi- mennska hlutu að leiða til þess, að hann yrði eigi aðeins héraðs- höfðingi heldur einnig í foringja- sveit stéttar sinnar og framámað- ur i opinberu lífi. Þegar hinn ágæti þingfulltrúi Eyfirðinga, Garðar Þorsteinsson, féll frá, varð Stefán í Fagraskógi sjálfkjörinn eftirmaður hans. Því miður leyfði heilsan honum ekki langa þingsetu, en þótt það félli í minn hlut að sitja á þingi, lagði Stefán fram alla sína krafta til þess að efla hag flokksins í hér- aðinu og styrkja mig í starfi mínu, sem ég tók við með litlum fyrirvara, lítt kunnugur eyfirzk- um málum og mönnum. Veitti hann mér margar leiðbeiningar og margvíslegan stuðning, sem mér er bæði ljúft og skylt að þakka. Var Stefán formaður hér- aðsstjórnar Sjálfstæðisflokksins í Eyjafirði allt þar til á þessu ári. Það er mikið tjón fyrir Eyfirð- inga, að Stefán í Fagraskógi skyldi missa heilsu sína og vera kvaddur á brott á bezta aldri, er hann ella hefði farið með umboð þeirra á löggjafarþingi þjóðar- innar, og það er einnig tjón fyrir íslenzka bændastétt að mis§a þenna ágæta talsmann og for- ingja. En mestur er þó missir ágætrar eiginkonu, sem verið hefir honum frábærlega traustur lífsförunautur, og barna hans, sem eiga nú á bak að sjá góðum föður. Þó er sú gleði í sorginni, Ævisaga Tryggva Gunnarssonar eftir dr. Þorkel Jóhannesson Merk bók frá Bókaútgáfu Menn- ingarsjóðs og Þjóðvinafélagsins FYRSTA aukafélagsbók Bókaútgáfu Menningarsjóðs og Þjóðvina- félagsins kemur á markaðinn í dag. Er það fyrsta bindi hinnar gagnmerku ævisögu Tryggva Gunnarssonar, sem dr. Þorkell Jó- hannesson prófessor hefur ritað. Alls verður ævisagan þrjú bindi. Ber þetta fyrsta bindi undirtitilinn: Bóndi og timburmaður. Tryggvi Gunnarsson var einn mesti athafna- og áhugamaður, sem þjóðin hefur alið. Hann var um 50 ára skeið einna nafn- kenndastur allra íslendinga. Má segja að á þessu tímabili hafi hann látið til sín taka flest fram- fara- og menningarmál og stóð jafnan í broddi fylkingar. Réðu þar hæfileikar, dugnaður og glæsimennska Tryggva, að hann þótti jafnan sjálfkjörinn til for- ustu. Það er vel til fundið að Bóka- útgáfa Menningarsjóðs og Þjóð- vinafélagsins skuli gefa út ævi- sögu þessa merkismanns, því Tryggvi var einn fremsti stofn- andi Þjóðvinafélagsins og for- seti þess um 35 ára skeið og rit- stjóri Almanaksins og Dýravin- arins. Má því með sanni segja, að Þjóðvinafélagið eigi honum meira upp að unna en nokkrum öðrum manni. Verður nú sú skuld að nokkru goldin með út- gáfu þessarar miklu og vönduðu ævisögu. ÖNDVEGISRIT Saga Tryggva Gunnarssonar mun verða talin meðal fremstu öndvegisrita í ævisagnagerð og ber margt til. Efniviðurinn er mikill og góður og úr honum unnið af einum mesta hagleiks- manni íslenzkrar sagnritunar síð- ari ára. Sagan gerist á einu merki legasta tímabili íslanássögunnar, þegar þjóðin er að sækja fram til stjórnarfarslegs sjálfstæðis og almennra framfara undir forustu Jóns Sigurðssonar, Tryggva Gunnarssonar og fleiri afbragðs- manna, og skýrir frá viðburðar- ríkri ævi eins stórbrotnasta Is- lendings, sem uppi hefur verið. UPPVAXTARÁR í þessu bindi ævisögu Tryggva Gunnarssonar er sagt frá ætt hans og uppvexti, störfum hans við búskap og smíðar, fyrstu af- skiptum hans af verzlunarmál- Fundur um úívsgs- mál á Snæfellsnesi GRUNDARFIRÐI, 17. okt. — Síðastliðinn sunnudag komu út- gerðarmenn á Snæfellsnesi sam- an til fundar að Vegamótum, en þar voru fyrir mættir ffam- kvæmdastjóri LÍÚ og erindreki og ennfremur formaður verð- lagsráðs sjávarútvegsins og þing- maður kjördæmisins. Rætt var um hinar ýmsu greinar útvegsins svo sem fisk- verkun, afurðaverð, kjarasamn- inga og veiðarfæri. Á fundinum voru mættir allflestir útvegs- menn frá öllum sjávarþorpunum á Snæfellsnesi. Það var einróma álit þessarra manna, er fundinn sátu, að hann hefði verið þeim öllum til hins mesta gagns og hyggja þeir gott til slíkra funda í framtíðinni. að dauðinn var í þetta sinn lausn frá stríði, sem eigi gat lyktað nema á einn veg. Stefán i Fagraskógi er nú í dag til hvíldar lagður í eyfirzkri mold, sem hann hefir elskað svo mjög. Á þessari hinztu kveðju- stundu færi ég honum hugheilar þakkir fyrir ánægjulegt samstárf, vináttu og holl ráð. Eiginkonu hans, börnum ög öðrum ástvin- um bið ég blessunar Guðs. Magnús Jónsson. um, hákarlaútgerð og félagsmál- um í héraði og upphafinu að þjóðmálabaráttu hans við hlið Jóns Sigurðssonar, auk þess sem í því er geysimikill fróðleikur um atvinnuhætti, menn og mál- efni. Bókin er 482 bls. að stærð í Skírnisbroti, prýdd mörgum myndum, og skreytt teikningum, sem Stefán Jónsson teiknari gerði eftir tréskurði eftir langafa Tryggva Gunnarssonar. Alþýðu- prentsmiðjan hefur annast prent- un, Prentsmiðja Hafnarfjarðar bókband, en myndamót gerð í Prentmyndir h.f. Þess skal loks getið, að verk þetta er samið að tilhlutan Lands banka íslands, en sem kunnugt er var Tryggvi Gunnarsson banka- stjóri Landsbankans um alllangt skeið. Gamla bíó: „LÆKNASTÚDENTAR“ GAMLA BÍÓ sýnir um þessar mundir enska gamanmynd er nefnist „Læknastúdentar“. Rank- kvikmyndafélagið hefur „fram leitt“ myndina en hún er gerð undir stjórn Betty E. Box og leik- stjórinn er Ralph Thomas. — Efni myndarinnar er byggt á gamansögu enska rithöfundarins Riehards Gordons. — Við kynn- umst þarna ungum stúdentum, konum og körlum, sem allir stunda læknanám og „ganga á spítala“, sem er sjálfsagður og nauðsynlegur ' þáttur í námi læknastúdenta i hvaða landi sem er. — Stúdentalífið er fyrir flest- um, sem þess hafa notið, einn skemmtilegasti þáttur æviskeiðs- ins og af því stafar oftast bjarma er fylgir menntamanninum fram á elliár. I þessari mynd kynn- umst við glaðværu lífi enskra læknastúdenta. Margir þeirra láta hverjum degi nægja sín þjáning og líta á lokaprófið sem fjarlægt markmið, sem ekkert liggi á að sinna, og þegar loksins að því kemur, eru þeir öldungis úti á þekju og prófessorinn segir við þá með kuldalegu hæðnis- brosi: „Sjáumst aftur næsta haust“. — Þannig hefur það gengið fyrir vini okkar Grims- dyke, sem Kenneth More leikur bráðskemmtilega og af mikilli snilld. — En hann hefur þá af- sökun að gömul frænka hans hefur heitið honum þúsund sterlingspunda styrki á ári með- an hann stundar læknanámið, svo að hann hugsar sem svo: því leng ur því betra. — Þessa afsökun hafa hinsvegar ekki vinir hans Benskin (Donald Sinden) og Taffy (Donald Houston). í hóp þessara skemmtilegu náunga bættist í byrjun myndarinnar Simon Sparrow (Dirk Bogarde). En hann er öðruvísi gerður þó góður félagi sé. Hann stundar námið' af kappi og tekur gott oróf á réttum tíma, en þó lendir hann í mörgum brösum og erfið- leikum og eiga ungar konur sinn þátt í því eins og gengur. En sú saga verður hér ekki sögð. Mynd þessi er afbragðsvel gerð og ágætlega leikin, full af kímni og kostulegum atvikum, •— ósvik- inn enskur „humor" eins og hann gerist beztur. — Mæli ég eindreg- ið með þessari prýðilegu mynd. Ego.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.