Morgunblaðið - 18.10.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.10.1955, Blaðsíða 14
14 T MORGUNBLAÐIÐ ÞriSjudagur 18. okt. 1955 1 rxz vopnum v EFTIR SIMENON Hsc Framhaldssagan 18 Maigret þekkti, að þetta var sonur Gautiers, sem hann hafði séð kvöldið áður. Maigret beindi nú aftur orðum sínum til greifans: „Gat Gautier útvegað þessi fjörutíu þúsund franka?" „Nei .. já .. það er að segja..“ Umsjónarmaðurinn horfði á hann forvitinn og skildi ekkert í þessum vandræðum hans og und- anbrögðum. „Gat hann það, eða gat hann það ekki? í gær virtist mér hann bæði skorta vilja og löngun til að reyna það, hvað þá meira. Hins- vegar veit ég að eignir greifa- dæmisins eru miklu meiri en það, þrátt fyrir veðsetningar og skuld ir sem á því hvíla.“ En Maurice vildi ekkert út á þetta gefa. Hann sagði um stund, eins og annars hugar og næstu orð hans stóðu ekki í neinu sam- bandi við það, sem þeir höfðu verið að ræða um fram að þessu: „Segið mér nú hreinskilnislega, umsjónarmaður .. Grunið þér rnig?“ „Um hvað?“ „Þér skiljið hvað gg á við .. ég verð að fá að vita hið sanna í ....“ „Ég hef ekki meiri ástæðu til að gruna yður en hvern annan .. “ svaraði Maigret óákveðinn. Greifinn virtist hinn ánægð- asti með þessa yfirlýsingu um- sjónarmannsins, þótt hún virtist ekki segja mikið. „Ég þakka yður fyrir .. En þetta er það sem þarf að segja fólkinu — skiljið þér það ekki? Að öðrum kosti er aðstaða mín hér óbærileg með öllu.... “ „í hvaða banka verður ávísun- in yðar lögð fram?“ „Comptoir d’Escompte". Kona gekk til almennings- þvottahússins og ýtti á undan sér börum með tveimur körfum full- um af þvotti. Inni í stofu sinni gekk prestur- inn fram og aftur um gólfið og las í tíðabók sinni, en umsjónar- jnaðurinn sá ekki betur, en að hann renndi til þeirra augunum, í gegnum gluggann, öðru hvoru, áhyggjufullur á svipinn. „Ég hitti yður þá aftur í höll- inni“. „Núna?“ „Já, eftir örfáar mínútur". Auðséð var að einhverjar þjak- andi áhyggjur hvíldu á Maurice de Saint-Fiacre. Hann flýtti sér eins og hann frekast gat inn í vagninn sinn, en innan við glugga rúður prestssetursins stóð prest- urinn og fylgdist nákvæmlega með ferðum hans. Maigret gekk heim að gistihús- inu til þess að setja á sig flibba. Þegar hann var rétt kominn að dyrum þess, mætti hann Jean Métayer, sem kom út úr nýlendu vöruverzluninni, hinum megin við götuna. Hann leit til Maigrets, sigri hrósandi á svipinn. „Voruð þér kallaður í símann?" „Málafærslumaðurinn minn kemur hingað um klukkan hálf níu“, svaraði ungi maðurinn drembilega. Hann var hinn drjúgasti og virtist engu kvíða um málalokin, sendi soðnu eggin, sem hann hafði pantað, frá sér aftur, vegna þess að þau voru ekki nægilega soðin og litaðist um í stofunni með yfir lætisfullu glotti. Maigret sá úr þakherbergis- glugga sínum, út í hallargarðinn. : Þar stóð guli kappakstursvagninn óg studdist Maurice de Saint- Fiacre upp við hann, að því er virtist algerlega ráðþrota og áhyggjufullur. Maigret eyddi engu andartaki til ónýtis og að örfáum mínútum liðnum var hann á leiðinni til hallarinnar. Þeir mættust mjög skammt frá kirkjunni, umsjónarmaðurinn og greifinn. „Hvert eruð þér að fara?“, spurði Maigret. „Ekkert sérstakt. Ég veit ekki tt „Þér hafið e.t.v. ætlað að biðj- ast fyrir í kirkjunni?“ Við þessi orð náfölnaði greif- inn, eins og þau hefðu einhverja leyndardómsfulla og hræðilega merkingu. Fljótt á litið virtist Maurice de Saint-Fiacre sterkbyggður og þrekmikill, íþróttamaður með hraustlega líkamsbyggingu. En þegar betur var að gáð, kom íljót lega í ljós, að hann var við- kvæmur og ístöðulaus. Það sem virtust vöðvar reyndist aðallega fita og þrek hans, andlegt og líkamlegt, var af mjög skornum skammti. Bersýnilega hafði hann mjög lítið sofið undanfarnar nætur og virtist örmagna og af sér geng- inn. „Hafið þér látið prenta nlkynn ingarnar?" „Nei“. „En . . skyldfólk yðar . . óðals- bændurnir í nágrenninu?“ Ungi maðurinn rauk upp: „Þeir myndu hvort sem er ekki koma. Það megið þér alveg reiða yður á .. Þeir hefðu gert það í gamla daga, á meðan faðir minn lifði, en ekki nú. Þegar veiðitím- inn stóð yfir, þá dvaldi hér venju- lega þrjátíu manna hópur vikum saman, þangað til Maigret vissi þetta manna bezt sjálfur. Hann mundi enn þá, hversu mjög hann hafði þá alltaf langað til að slást í för með veiði mönnunum, er þeir riðu af stað frá greifasetrinu. „En síðan ... Maurice lauk ekki við setning- una, en hreyfingar hans gáfu í skyn og túlkuðu hrun og óham- ingju. Maigret skildi vel hugrenning- ar unga mannsins. Auðvitað hafði ekki verið talað um annað meira, í öllu héraðinu, en þessa undar- legu gömlu konu, sem kom óorði á síðustu æfidaga sína, með hin- um svokölluðu skrifurum og sam bandi sínu við þá, jarðirnar sem seldar höfðu verið ein eftir aðra og soninn sem var eins og hver annar iðjulaus slæpingi í París. „Haldið þér að jarðarförin gæti farið fram á morgun? .. þér ( vitið hvað fyrir mér vakir .. Það I væri bezt fyrir alla, að þessu yrði komið í kring eins fljótt og mögu legt er....“ Stór flutningavagn með þungu mykjuhlassi ók framhjá, hægt og þunglamalega, svo að hin breiðu hjól hans sýndust mylja sundur mölina á veginum. Dagur var nú runninn, grárri og hversdagslegri en gærdagur- inn, en ekki eins hvass. Maigret sá í fjarska hvar Gautier gekk þvert yfir hallar- garðinn og stefndi í áttina til þeirra. Þá kom fyrir undarlegt atvik. „Viljið þér afsaka mig eitt and- artak“, sagði umsjónarmaðurinn og lagði af stað í áttina til hall- arinnar. Hann hafði tæpast gengið meira en sem svaraði hundrað föðmum, þegar hann nam staðar og leit við. Maurice de Saint-Fiacre stóð uppi á tröppum prestshússins og hafði sýnilega nýlokið við að hringja dyrabjöllunni. En þegar hann sá, að Maigret fylgdist með ferðum hans, snéri hann sér við og hraðaði sér nið- ur tröppurnar án þess að biða eft- ir því, að hringingu sinni yrði1 svarað. | Hann vissi ekki, hvert hann átti að horfa og allt úrlit hans og fas sýndi ljóslega, að hann var í stökustu óvissu með það hvað gera skyldi. Umsjónarmaðurinn gekk til móts við ráðsmanninn, sem hafði séð hann koma og beið nú með barnanna1 Litla stúlkan IMyane 4. ! Fyrir framan konuna situr lítil stúlka og reynir að mata hana með molum af steiktum fiski, banönum og brauði, úr pakkanum, sem Nze hafði gefið henni. Trúboðinn gat varla tára bundizt, er hann sá þessa sjón. | Besile, segir hann, viltu ekki koma með mér til trúboðs- stöðvarinnar ásamt litlu dóttur þinni. Við skulum sjúkra þér. — Æ. ég get ekki gengið. Þjáningatími minn er brátt á enda. Það er bezt að skilja mig eftir hér til að deyja. En ef þér viljið annast litlu stúlkuna mína, þá er ég mjög þakk- lát. Hún deyr ella úr hungri á undan mér. | — Nei, Besile. Við ætlum að taka þig með okkur og hjúkra þér. Við höfum lyf, til að lækna þig með, og Guð hefir máttinn til að frelsa bæði sál og líkama. Þú þarft ekki að skilja við dóttur þína. Trúboðinn fór svo til þorpsins og beint til manns konunnar. Hann skammaði hann ekki, vegna þess að hann hefði skilið konuna eftir á þennan hátt. Það heíði ekki haft neina þýðingu. Hann bað aðeins um leyfi til þess að taka þær mæðgurnar með sér. Maðurinn leyíði það. Síðan fór trúboðinn og talaði við skóladrengina og skýrði þeim frá eymdarástandi konunnar og stúlkunnar og bætti svo við: ( „Jesús Kristur fór einnig til hinna holdsveiku til að hjálpa þeim. Ég held ekki, að þeir hafi verið ver á sig komnir en hinir holdsveiku hér. Ef Jesús væri hér nú, þá mundi hann hafa farið til konunnar og hjálpað henni“. — Já, sögðu drengirnir, við höfum lært af Jesú að vera meðaumkvunarsamir. Vegna Jesú viljum við sækja hana, ir rWf HRÆRIVELÁR með hakkavél, grænmctis- og kaffikvörn, þcytara, hrær- 'i ara og hnoðara, berjapressu o. fl. — Kr. 2.600,00. Fást með hagkvæmum greiðsluskilmálum. HEKLA H.F. Austurstræti 14 Fullkomin strauvél. Lengri vals. Verð kr. 1.885,00 HEKLA H.F. Austurstræti 14 Sími: 1687 kæliskáparnir komnir Verð kr. 6.975.00 HEKLA H.F. Austurstræti 14 Sími: 1687 Sendisveinn Sendisveinn óskast nú þegar, hálfan eða allan daginn. Ólafur Gislason & Co. h.f. Hafnarstræti 10—12 — Sími 81370 0 Van Heusen .. beztu skyrtur og flibbar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.