Morgunblaðið - 22.10.1955, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.10.1955, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 22. okt. 1955 HELGI MAGNÚSSON & CO. Hafnarstræti 19 — Sími 3184 iðstöðvartæki Katlar Ofnar Oliukyndingartæki sjálfvirk á kr. 4.400.00 Pípur Fittings Kranar H austmarkaður Seljum daglega á haustmarkabi vorum: Folaldakjöt af nýslátruðu: Heilir og hálfir kroppar kr. 11.00 pr. kg. Frampartar — 10.00 pr. kg. Læri — 14.00 pr. itg. Tryppakjöt af nýslátruðu: Heilir og hálfir kroppar kr. 10.00 pr. kg. Frampartar — 9.00 pr. kg. Læri — 13.00 pr. kg. Hrossakjöt af nýslátruðu: Heilir og hálfir kroppar kr. 9.00 pr. kg. Frainpartar — 8.00 pr. kg. Læri — 12.00 pr. kg. Sögum og söltum fyrir þá, sem þess óska. Þaulvanir menn annast söltunina. Seljum kjöttunnur. Sendum heim. Tökum á móti pöntunum í símum 7080 og 2678. KJÖTIVIARKAÐIIR SÍS við Laugarnesveg. *( s NÝ SENDING franskt vóal, drapplitað Gardínubúðin Laugavegi 18 ■ h Skriisteiur voror verða lokaðar í dag. a Sjóvátryggingafélag íslands h.f. Pósthússtræti 2 — Borgartúni 7 * tiw> Dívcn til sölu. — Ennfremur Yetrarkápa (Lágt verð). Mánagötu 14, (uppi). — — Togaraútgerðin Fi-amh. af bls. 7 maður eða iðnaðarmaður, sem seldi vöru sína fyrir 100.00 kr. árið 1952 selur hana nú fyrir 130.00 kr. Á sama hátt þyrfti togari, sem seldi afla sinn í Þýzkalandi 1952 fyrir 100.000 mörk, með sæmilegum árangri að selja nú fyrir 130.000 mörk til þess að standast hinn aukna kostnað hér innanlands. REKSTUR TOGARA Til þess að reyna að gefa ein- hverja mynd af því, hvernig rekstursaðstaða togaraútgerðar- innar er nú, skal hér að lokum gerð tilraun til þess að áætla afkomuna á þessu ári, svo nærri lagi, sem hægt er. Og til þess að gera dæmið einfaldara, er árskostnaðinum miðað yið 306 úthaldsdaga, deilt niður svo að fram komi meðaltalskostnaður á sólarhring'. Þar sem ekki liggja fyrir ná- kvæmar tölur um meðaltals afla- magn á þessu ári, er byggt á sama aflamagni og verðmæti eins og í áætlunum togaranefndár- innar en kostnaðarliðirnir hækk- aðir til samræmis við þær hækk- anir sem hafa orðið á kaupgjaldi og öðrum nauðsynjum. Meðaltalskostnaður yfir rekst- ur togara á sólarhring skv. framangreindu: Kr. á sólarhring Mannalaun ............. 7.413.00 Olíur ................. 2.994.00 Veiðarfæri ............ 2.376.00 Viðhaldskostnaður ..... 2.000,00 Fæðiskostnaður ........ 1.050,00 Tryggingar .............. 827.00 Salt og ís ............ 1.196.00 Uppskipunarkostnaður 1.273.00 Ýmis vinna, akstur, vakt- ir, hafnargj., vatn o.fl. 653,00 Vextir af lánum ......... 915.00 Skriístofukostn. o.fl. .. . 490.00 Ýmislegur kostn.......... 193.00 Fyrningarafskrift ..... 1.055.00 Heildarkostn á sólarhr. 22.435.00 Þar sem hér er miðað við sama meðaltals aflamagn og aflaverð- mæti eins og togaranefndin gerði fyrir 1954, sem ekki mun vera fjarri lagi að verði svipað, verð- ur reksturskostnaðurinn samtals kr. 6.865.416.00. Rekstrarhagnaður: Seldur afli skv. sömu Kr. áætlun ............ 4.682.611.00 Ríkisstyrkur 2.000.00 x 306 = 612.000.00 Samtals kr. 5.294.611.00 Reksturstap 1.570.805.00 Það segir sig sjálft, að það er gjörsamlega óforsvaranlegt, að láta þennan mikilvæga atvinnu- veg búa við slíkan taprekstur lengur Ástand það sem ríkti hér í út- gerðarmálunum 1938 og 1939, er nú enn á uppsiglingu, ef ekkert er aðhafzt, en þá var svo komið fyrir togaraútgerðinni, að skipin voru að grotna niður af vanefn- um til þess að halda þeim við. Engin endurnýjun skipanna var hugsanleg, og enginn hafði vilja til þess að leggja fjármagn í tog- araútgerð, en skipunum var iagt í höfn hverju af öðru, og hreint neyðarástand að skapast í efna- hagsmálum þjóðarinnar. Sagan er nú að því komin að endurtaka sig. Fámenn bæjarfé- lög víðs vegar um land, sem verða að byggja atvinnuafkomu sína að miklu Ieyti á þessum stórvirku atvinnutækjum, eru að sligast undir sívaxandi skuldum ár eftir ár, en geta þó ekki án atvinnutækjanna verið. Alþingi það sem nú er saman komið, verður að láta það vera eitt af sínum fyrstu verkefnum, að skapa togaraútgerð á íslandi eðliiegan og öruggan rekstrar- grundvöll. LGGERT CLASSEN og Gí STAV A SVEINSSON hæstarcttarlögmenn. Þérshamri við Templarasund. Sími 1171. — ASþýðuskólinn Framh. af bls. 9 fullyrði eigi að síður að kennsl- an á Hvítárbakka var betri held- ur en í mörgum öðrum skólum á þeim tíma, en andinn, sem í skólanum ríkti og sú stefna, sem þar var ráðandi leiddi til þess, að nemendurnir urðu raunhæfir í hugsun, að þeir, þótt ungir væru, gerðu sér grein fyrir takmörk- unum sínum. Á Hvítárbakkaskóla var kennt hvað bæri að leggja mesta áherzlu á, hverjar skyldur borgararnir og þjóðfélagsþegn- arnir hafa við þjóðfélagið, að þjóðfélagið er ein heild, sem vegnar vel eða illa eftir því hvernig fólkið, sem þjóðfélagið myndar, reynist í starfinu, áður en nemendurnir frá Hvítárbakka, sem flestir voru innan við tví- tugt eða um tvítugsaldur, fóru þaðan alfarnir, þá fullyrði ég að fyrir þeim hafi verið brýnt, hvað þeim væri skylt að leggja áherzlu á þegar út í lífsbaráttuna kæmi. Það var að leggja ekki árar í bát, þótt mótblástur væri heldur vinna af karlmennsku og dugn- aði að framgangi góðra mála, sýna heiðarleik og tillitssemi í öllum viðskiptum og samskiptum við meðborgarana. Haga fram- | komunni ávallt þannig að sam- vizkan gæti verið góð. Eins og áður er sagt störfuðU góðir kenn- j arar á Hvítárbakkaskóla ásamt | Lúðvík Guðmundssyni. Kona hans, Sigríður Hallgrímsdóttir, kenndi söng og studdi skólastjór- ann í hans vandasama starfi. Þá vil ég einnig minnast hjónanna á Hvítárbakka, Guðmundar Jóns- sonar og Ragnheiðar Magnúsd., sem enn búa þar rausnarbúi. Við | nemendur umgengumst þau hjón ' eins og kennarana, og munum ávallt minnast þeirra. Ég mun ávallt minnast dvalar minnar á Hvítárbakka með þakk- látum huga. Þaðan á ég góðar minningar. Það var skemmtilegur tími að dveljast þar í hópi ágætra kennara og skólafélaga, sem margir hverjir eru enn í dag góð- vinir mínir og kunningjar. Ég vona, að Héraðsskóli Borgfirð- inga megi ávallt halda uppi merki frjálsrar hugsunar og þjóðlegri stefnu til viðhalds því bezta, sem þjóðin á. — Frá Álþingi Framh. af bls. 8 staðan snýst gegn, er að af- nema einokunina. FÁNÝTAR RÖKSEMDIR RÍKISREKSTRAR Ég hef engin rök heyrt, sagði Gunnar Thoroddsen, sem sýni nauðsyn á að viðhalda einokun- inni. Nágrannaþjóðir okkar telja alveg nauðsynlegt til að ná góð- um árangri í þessum málum, að hafa þau sem frjálsust. Eina röksemdin, ef rök skyldi kalla, er að ekki sé heppilegt að skipta starfseminni niður á marg ar ferðaskrifstofur. En þetta eru sömu ástæðurnar og talsmenn ríkisreksturs og ríkiseinokunar koma alltaf með. Við vitum nú hve haidgóð þau rök voru í sam- bandi við ríkisrekstur á áætlun- arbílum. ER HÚN SAMKEPPNISFÆR? Ef Ferðaskrifstofan vill ekki missa einokunina, af hræðslu við samkeppni, þá sýnir það aðeins að hún er ekki samkeppnisfær og sé það rétt, þá gefur auga leið, að það er nauðsynlegt að afnema einokunina. I.ANDKYNNING Björn Ólafsson tók einnig til máls og svaraði því geipi Emils að Ferðaskrifstofan hefði kynnt landið mes.t allra aðilja. Þetta er ekki af neinu öðru en því að hún ein hefur haft aðild að kynning- arstarfseminni. Með frumvarpinu er einmitt stefnt að því að aðrir sterkir aðilar geti einnig haft að- ild og samstarf um landkynning- una og er ekki að efa, að þeir munu þá annast það verk eins vel. —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.