Morgunblaðið - 23.10.1955, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 23.10.1955, Blaðsíða 9
Sunnudagur 23. okt. 1955 MORGVNBLAÐIÐ 9 ,Ef ég skrifa góða bók, er ekkerf anrsað eftir en skera sig á háls". BANDARÍSKA Nóbelsverð-1 launaskáldið William Faulkn- er vann hugi allra er hann átti tal við hér á landi, enda er hann hæglátur maður og óvenjuaðlað- andi. Faulkner kunni prýðilega við sig hér á landi og þótti gott að vera hér. Hann fór til Banda- ríkjanna á mánudag með flug- vél Loftleiða. Mbl. átti við hann samtal stuttu áðuren hann fór af landi brott og lagði fyrir hann nokkrar spurn- ingar. Fer samtalið hér á eftir. ÞJÁLFAÐ AUGA — Við höfum heyrt, að þér ætl- ið að koma aftur til íslands að vori. Er nokkuð til í því? — Maður getur aldrei sagt, hvað maður ætlar að gera. Hitt er rétt, að mig langar að koma 'hingað aftur á öðrum tíma, þeg- ar blómin anga og grösin gróa. í júní eða júlí. Ég hefi séð ísland í ýmsum búningum; það hefir breytt um ham, frost og rigning- ar hafa skipzt á. Ég er þeirrar skoðunar, að maður verði að dveljast hér alllengi til að sjá fegurð landsins og litbrigðin í náttúrunni. Það þarf þjálfað auga til að greina þau. Þið sem alizt upp með landinu eruð á grænni grein, við hin verðum að venjast íslenzkri náttúru til að kunna að meta hana. — Er eitthvað til í því, að þér ætlið að kaupa íslenzkan hest og fara með til Missisippí? — Nei. íslenzku hestarnir eru oflitlir. Þeir eru yfirleitt ekki nema 14 V2 þverhönd, en ég vil ekki hest sem er minni en 16 þverhendur á hæð (64 þumlung- ar). STOLT OG ÞJÓÐERNI — Hvað um fólkið í landinu? — íslendingar eru heldur þjóð- ernislegir í sér, ef ég mætti orða það svo. Þjóðernislegt stolt þeirra er á mjög háu stigi. — Ef ég ætti t. d. í rifrildi við íslending, væri engin hætta á ferðum, þótt ég segði honum að fara til fjandans vegna þess að við værum ósam- mála í einhverjum atriðum. Við gætum haldið áfram að þrátta jafnt fyrir það. En ef ég segði honum að fara til fjandans vegna þess að hann væri íslendingur, mætti búast við einhverjum rysk- ingum. íslendingar umgangast útlendinga, einsog útlendingar umgangast þá. Og þeir bera ekki . einungis mikla virðingu fyrir bók menntum heldur líka þeim sem . hafa gert þær. Ég gæti ímyndað mér, að íslendingar mundu fyr- írgefa góðum rithöfundi, hvað sem væri. ÍSLENZKA TÁIN — Þér töluðuð um þjóðernis- legan metnað okkar íslendinga. Haldið þér þá, að við höfum ekki öðlast nægilega reynslu sem írjáls og fullvalda þjóð? — Það er einmitt það. Þið þurf- ið lengri tíma til að átta ykkur á hlutunum. Meiri reynslu. Þið er- uð dálítið fljótir á ykkur stund- um, haldið, að aðrir sýni ykkur ekki þá virðingu sem ykkur ber. ’ Af þessum sökum er auðvelt að stíga ofaná tána á íslendingi án . þess að vita, að hún sé þar fyrir. Við Bandaríkjamenn erum ekki alltaf nógu varkárir og þess vegna hættir okkur stundum til að „stíga ofaná tána“, en auðvitað er það ekki af illvilja, heldur óvart. í samskiptum þjóða er nauðsynlegt, að menn misskilji ekki hver annan. — Svoað við snúum okkur aft- ur að hinum þjóðernislega metn- aði. Hvað segið þér um erlendan her í litlu landi? TVEIR KOSTIR — Erlendur her í litlu landi er auðvitað alltaf „erfitt vandamál“, eins og sagt er. En það er ekki sagði IVsEielsverðlaiinaskáEdiö lljiam Faulkner ljóðskáld, en kemur ekki fyrir í j hugsað u.n Nóbelsverðlaunin, áð- ljóðinu því sem hann vill segja. Þá skrifar hann smásögu, en sama sagan endurtekur sig, svoað hann 'erður að lokum að skrifa skáld- iögu. Þér spurðuð áðan, hvers vegna ithöfundur skrifar. Ég vildi oæta því við, að heilbrigður metn aður knýr hann til þess. Skáldið /ill láta menn muna eftir því, þegar það er horfið af sjónarsvið- inu — að það var þarna. Það uren þér hlutuð þau? — Já. Um það bil tíu árum áður en ég fékk þau, var mér sagt, að cg mundi fá þau næst, þegar þeu yrðu veitt Bandaríkja- manni. Ég vonaði samt, að þau færu framhjá mér, vegna þess að þau féllu lovorki í hlut Sherwoods Andersons né Dreisers sem ég dáðist að og mat mikils. Aftur á móti féllu þau í hlut Sinclairs Lewis og Pearl S. Buck sem ég krotaði nafn sitt á vegg sögunnar 1 hafði litlar mætur á. Ég lét mér William Faulkner. aðeins ykkar vandamál, að hér skuli vera bandarískur her, held- ur einnig okkar. — Ég skil vel, að þið íslendingar séuð varkárir í umgengni ykkar við hinn er- lenda her, að þið eruð ekki alltof hrifnir af að hafa hann. En það var hvorki okkar né ykkar sök, að bandarískt herlið varð að koma hingað. Ég get ekki séð, að við eigum sök á kalda stríðinu. Þar voru aðrir að verki. Þá verða menn einnig að minnast þess, að bandaríski herinn er hér ekki á vegum Bandaríkjanna, heldur Atlantshafsbandalagsins. Og all- ir vita, að hann er hér til öryggis. Þið megið ekki heldur gleyma því að bandarísku hermennirnir eru ungir menn, fjarri ættjörð sinni. Þeir hafa svosem engan sérstak- an áhuga á því að þurfa að vera hér, fjarri ættingjum sínum. Þetta er ekki einfalt mál. Það er slæmt fyrir ykkur að þurfa að hafa herinn, en sennilega væri ástandið verra, ef hann væri hér ekki. Hætturnar sem að steðja eru margar. Er ekki betra að hafa bandarískan her hér i nafni frels- isins, en rússneskan í nafni ein- ræðis og ofbeldis, einsog á sér t.d. stað í Eystrasaltsíöndunum? HVE LANGT FORU ÞEIR? — Álítið þér, að ástandið í al- þjóðamálum hafi skánað? — Auðvitað hefir það batnað, en ég er viss um, að lýðræðis- þjóðirnar slaka ekki á landvarna- kröfum sínum. Þær þora það ékki. Styrkleiki þeirra hefir ein- mitt breytt ástandinu í alþjóða- málum, bætt samskipti þeirra við kommúnistaríkin, og þær vita, hve mikil hætta er því samfara að slaka á. Það er mikið rætt um það um þessar mundir, að Rússar hafi farið frá Porkala — en hve langt fóru þeir? Og þeir eru enn í allri Austur-Evrópu, eða er það ekki? HVERS VEGNA? — Svoað við snúum okkur að öðru, Mr. Faulkner. Hvers vegna skrifar rithöfundur? — Ja, þetta er erfið spurning. Sennilega vegna þess að hann vill það. Það er hans daglega brauð að skrifa. Hann verður bók staflega að skrifa, sjálfs sín Ljósm. Mbl. Ól. K. M. vegna. Hann er knúinn til þess af innri þrá. NAFN ÁVEGG — Sumir segja, að dagar skáld- sögunnar séu taldir. Eru þér sömu skoðunar? — Nei. Upphaflega vill rithöf- undurinn sennilega verða ljóð- skáld, en finnur, að það á ekki við hann. Hver maður segir það sem hann vill segja í eins stuttu máli og hann getur. Þess vegna vill rithöfundur í fyrstu verða og i framtíðinni rekst kannski einhver á það. — Þér minntust á kvæði. Hafið þér ort kvæði? — Já. Ég hefi gefið út ljóða- bók. En ég sá, að ég var ekki mað- ur til þess að yrkja og hætti — að mestu. Nú yrki ég aðeins eitt og eitt kvæði. ÞÁ ER EKKERT ANNAÐ EFTIR EN........ — Sagt er, að sum skáld sjái eftir að hafa birt æskuverk sín. Hvað segið þér um það? — Ég sé ekki eftir að hafa birt neitt af æskuverkum mínum. Þau eru vafalaust mörg slæm, en ég hugsa ekki um þau. Ég hefi gleymt þeim. Það skiptir mig engu, þótt fólk lesi ekki bækur mínar — og æskuverk mín eru þar ekki undanskilin. — Þegar ég hefi lokið við bók, vil ég ekki hafa meira af henni að segja, vegna þess að hún er ekki eins góð og ég hefði óskað. — Segið mér eitt. Haldið þér, að þér skrifið nokkurn tima verk sem þér verðið ánægður með? — Það vona ég ekki vegna þess að þá er ekkert annað eftir en — skera sig á háls. — Hvenær skrifið þér helzt? — í frístundum mínum. Ég er ekki skáld og bóndi, heldur bóndi og skáld. VAR SAMA UM NOBELS- VERÐLAUNIN — Höfðuð þér nokkurn tíma því í léttu rúmi liggja, hvort ég fengi þau eða ekki. — Þér e uð að vinna að nýrri bók sem þír lásuð uppúr á kynn- ingu Stúde itafélags Reykjavíkur. Já. Hún á að heita „The Ameri- can Dreair — what has happenecl to it?“ Þetta verður ritgerðarsafn og hef ég lokið við 2—3 kafla, en veit ekki, hvenær ég lýk bókinni að fullu. Það er sumt í banda- rísku þjóðfélagi sem mér geðjast ekki að og óg álít að gagnrýni sé þörf. Því hefi ég ákveðið að kveða mér hljóðs. JÁ, TVÖ — Hafið bér gefið út fleiri rit- gerðasöfn? — Ég hefi skrifað fleiri ritgerð ir, en man ckki eftir, hvort þær hafa verið "efnar út í sérstakri bók. Ég hirði ekki um það. — Hvensor byrjuðuð þér að skrifa? — Ég hef i sk; ifað eitthvað frá því ég man octir mér. En ég ákvað samt ekki að verða skáld fyrr en ég hitti She. wood Anderson. — Hafið þúr aldrei skrifað leik- rit? — Nei. Ég hefi aðeins séð 5—6 leikrit. Bezt man ég eftir Ben Hur. Ég sá bað, þegar ég var 6 eða 7 ára. Annars eru leikrit of hávaðasöm fyrir mig. Ég vil held- ur lesa þau. — Segið mér þá að lokum, hafið þér trcktora á bóndabæn- um yðar? — Já. Tvo. M. RÓMANTÍK NEIKVÆÐISINS PÁLL KOLKA héraðslæknir flutti erindi um þetta efni á Gamla Garði á vegum Kristilegs stúdentafélags síðastliðið föstu- dagskvöld og fer hér á eftir stutt- ur útdráttur úr því: RÁNDÝRA-RÓMANTÍK Nú eru sálrænar orsakir líkam- legra meina ofarlega á baugi í læknisfræðinni, en svo var ekki á mínum háskólaárum. Sálin var þá ekki metin á marga fiska, enda sálarfræðin sjálf sálarlaus, mest samsuða úr líffærafræði og lífeðlisfræði heilans og skynfær- anna. Efnishyggjan var svo að segja einvöld um aldamótin, reist á kenningu Darwins um náttúruúrvalið, sem var túlkað svo af Huxley o. f 1., að sá sterki ætti að sigra og lifa, en sá veik- ari að verða undir og útrýmast. Sú kenning féll vel í geð fégráð- ugum iðjuhöldum iðnbyltinga- tímans og landvinningamönnum imperialismans. Náttúran, „blóð- ug um kjaft og klær“, átti að vera fyrirmyndin og því galt þessi stefna neikvæði við kenn- ingum kristindómsins um rétt- læti og mannkærleika. — Þessi rándýra-rómantík hefur átt þátt í margskonar óförum mannkyns- ins, enda var hún fölsk, einnig frá sjónarmiði nútirna líffræði, því að fleira kemur til greina við framþróun lífsins en nátt- úruúrvalið, svo sem stöðug fjölbreytni erfðaberanna í frumukjarnanum og stökkbreyt- ingar. Dýrin heyja yfirleitt ekki útrýmingarstyrjöld innbyrðis og „synbiosis“ eða friðsamleg sam- búð er algengt liffræðilegt fyrir- brigði. SÁLIN OG LÆKNARNIR Það féll í hlut læknanna að finna sálina á ný með uppgötvun djúpvitundarinnar. Freud hélt fram kynhvötinni sem orkugjafa sálaclífsins og Ödipusar-duldinni sem ríkasta þættinum í mann- legu eðli, en annar meginþáttur hennar er djúpvitað hatur eða hefnigirni til föðurins. Það getur brotist út í spellvirkjum á gelgju- skeiðsaldri eða uppreisn gegn þjóðfélaginu á fullorðinsárum, því að þjóðfélagið tekur á sig föðurímynd í djúpvitundinni. — Þetta skýrir ýmis fyrirbrigði sál- arlífsins og þjóðlífsins, en annars er nú af flestum talið, að Freud hafi verið of kreddufastur og sjónarmið hans of vélrænt. Kenn- ing hans um bælingu hvatanna sem orsök taugaveiklunar hefur haft mjög skaðleg áhrif á upp- eldisfræðina, svipt börnin þeim heilbrigða aga, sem þeim er nauðsynlegur til þess að geta að- hæfst þjóðfélaginu árekstralítið síðar meir. Án nauðsynlegs aga og ástúðar er hætt við að þau verði psychopathar með ofvöxt í hvatalífinu, en beinkröm í vilja og ábyrgðartilfinningu. Adler lagði aðaláherzluna á metnaðargirnina sem driffjöður. Margir ganga með minnimáttar- kennd, en flýja undan henni inn í ofmat á sjálfum sér, inn í róm- antík sjálfsblekkingar og lífs- lygi, sem getur náð hárnarki sínu í brjálsemi. NYMÆLI JUNGS Kenningar Jungs eru minnst þekktar, en þó að ýmsu leyti merkilegastar. Hann skiptir vit- und mannsins í þrjú lög, yfirvit- und eða dag' itund, persónulega djúpvitund, sem geymir liðna revnslu, og ,.kolIektiva“ dulvit- und. í henni eiga eðlishvatirnar upptök sín og ýmsir skapgerðar- þættir. Jung veitti þvi eftirtekt, að á öllum öidum og í ýmsum löndum koma fram samskonar „syrnból" eða táknmyndir í þjóð- trú, trúarbröj. úum og helgisiðum, lik þeim, sem homa fram í draum um nútímamcnna. Hann dró af því þá ályktun, að þessi tákrr- væri sameigi ílegur arfur alls mannkyns frá örófi alda. Rætur mannsins standa miklu dýpra en almennt er álitið og draga nær- ingu frá táknmyndum þessarar allsherjar dulvitundar. Annars verður hann rótarslitinn og án öryggis. Men 1 leita, visvitandi eða óafvitandi, öryggis og átta- festu í trúarbrögðunum, því að trúarþörfin er ein af elztu eðlis- hvötum manrsins. Kaþólskan er fullkomnari 1 rúarbrögð en pró- testantisminn því að bæði trúar- setningar hr ■ncr og helgisiðir tali betur má i dulvitundarinnar, segir Jung. GUÐFRÆÐI OG DULVITUNL j Gallinn á inni svokölluðu frjálslyndú r uðfræði er sá, að I hún einblínb' á bókstaf trúar- j játninganna og hafnar ýmsum ■ þeirra, af því að hún kemur Frh. á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.