Morgunblaðið - 30.10.1955, Page 16

Morgunblaðið - 30.10.1955, Page 16
Veðurúilif í dag: Allhvass austan og suðaustan. — Rigning öðru hvoru. 248. tbl. — Sunnudagur 30. október 1955 Reykjavíkurbréf á bls. I, Langt komlh stofnim fyrirtækis er veitir öryrkjum í bænum vinnu kíki og bær styrkja stofnun þessa ÞAÐ ER ekki langt undan landi nú, að til starfa taki fyrirtæki hér í Reykjavík, sem veita mun atvinnu öryrkjum og öðru fólki með skerta vinnugetu. Hefur ríkissjóður og bæjarsjóður veitt fyrirtækinu mikla fjárhagslega aðstoð. HÚSNÆÐI VH) BERGÞÓRU- ^ GÖTU Þeir, sem eru aðilar að stofnun fyrirtækisins eru þau frú Vikt- oria Bjarnadóttir og Geir Stef- énsson heildsali. Hafa þau tryggt sér húsnæði fyrir væntanlegar vinnustofur sínar í verksmiðju- húsnæði Sunnu h.f., Bergþóru- götu 3. ÞÁTTUR RÍKIS OG BÆJAR Á fundi bæjarráð, er hald- inn var á föstudaginn, kom mál þetta fyrir. Félagsmála- ráðuneytið, sem hefur stjórn Erfðafjársjóðs með höndum, hefur veitt þessu fyrirtæki rúmlega 400.000 króna stofn- lán. En af ráðuneytisins hálfu var það skilyrði sett, að bæj- arsjóður gengi í ábyrgð til greiðslu á helmingi stofnláns- ins, sem er kr. 202.000.00. Þetta samþykkti bæjarráð, og mun bærinn veita aðra fyrir- greiðslu til stofnunarinnar, sem verður því skilyrði bundin, að ör- yrkjar í Reykjavík, gangi fyrir um vinnu. LÉTTUR IÐNAÐUR Sem fyrr segir, mun þess vænt anlega ekki langt að bíða, að fyrirtækið, sem mun hafa með liöndum létta iðnframleiðslu, geti tekið til starfa. Ðæmdur í 74 þús. kr. sekt. PATREKSFIRÐI, 29. okt.: — Sýslumaðurinn hér, Jóhann Skaftason, dæmdi í dag skipstjór ann á brezka togaranum Pataudi frá Grimsby, í 74,000 króna sekt. til landhelgissjóðs, gerði afla og veiðarfæri upptæk til sama sjóðs, fyrir að hafa verið að veiðum innan fiskveiðitakmarkanna. Við réttarhöldin lögðu varð- skipsmenn fram staðarákvarðan- ir. Hafði togarinn verið að veið- um 0,9 sjóm. fyrir innan takmörk- in og stefndi hann frá landi, er liann nam staðar. Skjóta varð að skipinu aðvörunarskoti, lausu skoti, áður en skipstjórinn stöðv- aði skip sitt. Skipstjóri áfrýjaði dómi þess- um til Hæstaréttar. Sett var trygg ing til greiðslu dómsektar, en síð- an hélt togarinn út aftur á miðin. 4 — Karl. Barnaheimili Sumar gjafar opnuð aflur BARNAVINAFÉLAGIÐ Sumar- gjöf mun opna barnaheimili sín aftur á morgun. Foreldrar, sem ekki geta látið börn sín mæta þá, «;ttu að hafa tal af forstöðukonu viðkomandi barnaheimilis. 764 tunnur AKRANESI, 29. okt. — 10 bátar koomu í dag með 764 tunnur síld- ar. Aflahæstir voru Böðvar með 156, Ásbjörn 141 og Sigurfari 121. Síldin var söltuð. — Fjórar trill- ur voru á sjó og höfðu 500—600 kg. —O ★★ í GÆRDAG kynnti hinn norski skipaeigandi Braathen, sér nokkuð skógræktarmálin hér á landi. Ræddi hann um þau góða stund við Hákon Bjarnason skóg- ræktarstjóra, sem bauð Braathen að skoða hina miklu skógræktar- stöð í Fossvogi. ★★ Áður en Braathen kvaddi Hákon, sagðist hann mundu gefa 10,000 norskar krónur, um 22800 ísl. kr. til eflingar skógræktinni í landinu. Hákon Bjarnason þakkaði Braathen þessa stórhöfðinglegu gjöf og þann hlýhug, sem hún sýnir í garð íslands. ★★ Þegar Braathen kemur heim til Osló mun hann afhenda Bjarna Ásgeirssyni ambassador þar, þessa álitlegu fjárhæð. iki! fiskframleiðsla á Pafreksfirði PATREKSFIRÐI, 29. okt.: — Fiskframleiðslan hér hefur verið svo gífurleg í ár, en hún er nær einvörðungu fiskur úr togurunum Gylfa og Ólafi Jóhannssyni, að frystihúsið er orðið yfirfullt. í fyrra nam ársframleiðslan 40,000 kössum af flökum, en nú er framleiðslan orðin 70.000. Má þakka það hinum nýju aflasælu Dhornmiðum, þar sem togararnir hafa stundað karfaveiðar. f gær var lokið við að losa rúmlega 400 tonna afla togarans Gylfa, er var á Dhornmiðum og fékk fullfermi eftir vikuúthald. í dag er Reykjavíkurtogarinn Askur hér. Landar hann 30 tonn- um af fiski en siglir síðan til Þýzkalands. — Þá kom Hafnar- fjarðartogarinn Röðull hingað í dag, með lítilsháttar af fiski. Hann hafði áður landað á Þing- eyri og Bíldudal. — Karl. Mœnusóttin er í rénun FI M M vikur eru liðnar frá því mænusóttar- faraldurinn gaus upp hér í Reykjavík. — Hefur farald- urinn nú náð hámarki og að því er borgarlæknir tel- ur í rénun. í þeirri viku sem nú var að líða veiktust 14 af veikinni og af þeim lamaðist einn. Alls eru sjúklingarnir í Reykjavík 120, þar af 38, sem lamazt hafa. Skýrsla skrifstofu borgar- læknis er blaðinu barst í gær um heilsufarið í bænum vikuna 16. •22. okt. er svohljóðandi. — Talan innan sviga er fyrri vika: Kverkabólga .... .... 99 (119) Kvefsótt .... 103 (116) Iðrakvef .... 32 (38) Hvotsótt ... . 1 (0) Kveflungnabólga .... 8 (11) Mænusótt . .. . 48 (39) Skarlatssótt . . . . 1 (0) Hlaupabóla 1 (4) Ristill 1 (0) Nokkrir íslendingar skoða framleiðslu í Steinman verksmiðjunni, sem framleiðir efni í brýr og bryggjur. ! hetmboði í Bandaríkjumun. Mb. Reynir kominn AKRANESI, 29. okt.: — Fyrir nokkru kom hingað vélbáturinn Reynir, en hingað kemur hann frá Svíþjóð, þar sem gagngerð viðgerð fór fram á honum. Hann er 74 lestir að stærð og er sem nýr eftir viðgerðina. Er hann með nýtt stefni, nýja yfirbyggingu og nýja June-Munktel vél, 270 hest- afla. Helgi Ibsen sigldi bátnum heim og verður hann skipstjóri á hon- um í vetur. — Oddur. 9 Islendingar verksmiðjur og verzlanir NÝLEGA eru komnir heim úr ferð til Bandaríkjanna níu ís- lendingar, sem voru þar í kynningarferð í boði bandarísku stjór.narinnar. í förinni voru Ingólfur Jónsson ráðherra og ýmsir fulltrúar iðnaðar og verzlunar hér á landi. Heimsóttu þeir mik- inn fjölda af verksmiðjum og verzlunum, einnig vegagerðir, hafn- argerðir og fjölda verklegra framkvæmda. ÞATTTAKENDUR I FORINNI Þeir sem voru í ferðinni voru: Ingólfur Jónsson iðnaðar- og við- skiptamálaráðherra, Björgvin Frederiksen form. Landssam- bands iðnaðarmanna, Eggert Kristjánsson formaður Verzlunar ráðs, Eniil Jónsson alþingismað- ur, Erlendur Einarsson forstjóri I SÍS, Halldór Ásgrímsson alþing- 1 ismaður, Kjartan Thors formað- ur Vinnuveitendasambandsins, Pétur Ottesen alþingismaður og Sveinn Valfells varaformaður Félags íslenzkra iðnrekenda IIEIMSÓTTU ÝMSA STAÐI Þeir dvöldust aðallega í austurhluta landsins í New York, Boston, Filadelfíu og höfuð borginni Washington. Þá fóru Verður nýtt Verzlunarskólahús byggt á gömlu lóðinni eða leigulóð austan Stakkahlíðar ÞAÐ er nú orðið mjög aðkallandi fyrir Verzlunarskólann að bæta húsakost sinn og auka. Nú eru liðin 24 ár síðan skólinn fluttist í húsið við Grundarstíg. Þegar skólinn fluttist þangað voru nem- endur um 120, en eru nú um 330 og verða margir nemendur auk þess frá að hverfa. Skýrir Hjörtur Jónsson formaður skólanefndar nokkuð frá byggingamálum skólans í Nýjum tíðindum í sambandi við 50 ára afmæli hans. STARF NEFNDARINNAR Fyrir nokkrum árum var skip- uð nefnd til þess að athuga hent- ugan stað fyrir nýtt skólahús. Til greina komu lóð við Melatorg, lóð í Klambratúni og svo núver- andi lóð skólans við Grundar- stíg. Niðurstöður nefndarinnar urðu þó ekki aðrar og þannig óráðið hvar skólahúsið ætti að rísa af grunni. Tillögu uppdrætt- ir hafa verið gerðir að nýbygg- ingu á lóð skólans við Grundar- stíg, þannig að jafnframt væri hægt að nota gamla skólahúsið um stundarsakir. LÓÐIN VIÐ GRUNDARSTÍG S.l. sumar keypti skólinn lóð- ina nr. 18 við Grundarstíg, segir Hjörtur Jónsson. En lega þessara j lóða er slík, að mjög orkar tví- mælis. hvernig skipuleggja skuli byggingu skólahúss á þeim. Það er tvennt sem nú kemur til greina í húsbyggingamálum skól- ans. Að ætla skólanum stað þar j sem hann er nú eða að fá rúm- góða lóð fyrir hann innan Stakka I hlíðar. I Við Grundarstíg er skólinn í hjarta bæjarins. En til þess að skólinn fengi nóg athafnasvæði þyrfti hann að eignast tvær lóðir, sem að skólalóðinni liggja, Hellu- sund 3 og Þingholtsstræti 35. Skal látið ósagt hvort þær fengj- ust keyptar, en sjálfsagt að vera á verði um það. Auðvitað yrði þetta allkostnaðarsamt fyrir hann. AUÐVELDARA AÐ BYGGJA Á LEIGULÓÐ Hin leiðin er að fá lóð undir skólahús hjá Reykjavíkurbæ. —• Fylgja ýmsir kostir því að geta byggt skólann á lóð, sem sér- staklega er valinn í því skyni. Yrði það einnig fjárhagslega miklu auðveldara að geta byggt skólann á leigulóð, því að þá gæti skólinn selt núverandi eign- arlóð sína og fengið þannig upp í byggingarkostnað. Að lokum segir Hjörtur, að það megi ekki draga lengur að taka ákvörðun um þetta. Nú þegar sé jafnvel orðin þörf að minnsta kosti á bráðabirgðahúsnæði. flestir þeirra til Tennessee að skoða hinar frægu virkjanir þar. í Washington gengu þeir á fund viðskiptamálaráðherrans Sinclair Weeks og ræddu við hann. Þeir ræddu einnig við leið- toga í viðskiptamálum og fram- leiðslu, verkalýðsleiðtoga, verk- fræðinga og starfsmenn ríkisins og kynntu sér hugmyndir þeirra um framleiðslu, framleiðni og skipan allra slíkra mála. Virðist áherzlan, sem lögð er á afköstin vera ríkjandi skoðun, ekki aðeins atvinnurekenda, heldur einnig verkalýðsins. Meðal heimsókna til ein- stakra staða, sem vöktu sér- staka athygli nefndarmanna má nefna D. B. Steinman verk fræðifyrirtækið, sem er heims frægt fyrir brúar- og bryggju smíði, Walker Gordon búgarð- inn, þar sem eru 2500 kýr og aðbúnaður allur mjög full- kominn, rannsóknarstofur RCA, Harvard-háskóli, Fair- less stálverksmiðjan, sem reist var 1950—53, þar sem 6000 manns vinna og framleiða 6000 tonn af stáli á ári. ÁNÆGBIR MEÐ FÖRINA íslendingamir, sem með í för- inni voru láta mjög vel af mót- tökum öllum og skipulagningu ferðarinnar. M. a. nutu þeir gest- risni og fyrirgreiðslu Thor Thors ambassadörs og Hannesar Kjart- anssonar aðalræðismanns í New York. Almennor fundur Sjálhiæðisfólks 1 í HafnarfirSi HAFNARFIRÐI: — Annað kvöld (mánudag 31. okt.) efna Sjálfstæðisfélögin til almenns fundar um landsmálin og stjórnmálaviðhorfið. Fundur- inn verður í Sjálfstæðishúsinu og hefst kl. 8,30. Meðal ræðumanna verða Bjaml Benediktsson mennta- málaráðherra og Ingólfur Flygenring alþingismaður. Þetta er fyrsti almenni fund urinn, sem Sjálfstæðisfélögin boða ti! á þessum vetri. Er allt Sjálfstæðisfólk velkomið á fundinn á meðan húsrúm leyf- ir. — G JS.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.