Morgunblaðið - 03.11.1955, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 03.11.1955, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 3. nóv. 1955 MORGUNBLAÐIÐ Nokkur orð um tollgæzlu AALÞINGI gerðist það fyrir nokkru að tveir háttvirtir þingmenn réðust að tollgæzlu landsins og báru henni á brýn Stórkostlega vanrækslu í starfi. Fullyrtu þeir að óleyfilega inn- flutt vara væri til í stórum stíl í sumum verzlunum bæjarins. Nú hafði ég búizt við að þess- ari árás yrði fljótlega svarað af öðrum en mér og þessir ágætu alþingismenn beðnir að sanna sitt mál, því það ætti þeim að vera ljúft. En þar sem það hefur nú dregizt um skör fram og toll- verðir liggja undir ámælinu, meðal annars vegna ókunnug- leika almennings yfirleitt á toll- gæzlu, vil ég leitast við að skýra okkar aðstöðu og sjónarmið. Okkur tollvörðum er það á viss an hátt fagnaðarefni að hið háa Alþingi hefur nú öðlazt nýjan og vaxandi áhuga á störfum okkar. Við höfum ekki átt því láni að fagna fyrr, heldur hið gagnstæða þegar um hefur verið að ræða lífvænleg kjör til handa opinber- um starfsmönnum. En nú er það viðurkennt á fundum löggjafar- samkundunnar að störf tollvarða séu svo mikilvæg fyrir afkomu ríkissjóðs að til þeirra verði vel að vanda á allan hátt og þá nátt- úrlega meta gildi þeirra eftir því. Kemur það háa mat væntanlega í Ijós við setningu nýrra launa- laga. Hitt er svo annað mál að hin hvatvísu ummæli alþingismann- anna Björns Ólafssonar og Gylfa Þ. Gíslasonar eru þeim lítt til sóma. Hefði þeim verið í lófa lagið að leita upplýsinga um starfsskilyrði og alla aðstöðu toll gæzlunnar og beita svo áhrifum sínum til úrbóta á annan hátt. Annars má geta þess að það er ekki ýkjalangt síðan Björn Ólafs son var fjármálaráðherra og æðsti maður tollgæzlunnar í land inu. Minnist ég ekki þess að hann hafi þá sýnt sérstakan áhuga fyr- ir henni og erfiðlega gekk hon- um að skilja að þeir sem höfðu á hendi daglega framkvæmd hennar þ.yrftu laun sem þeir gætu lifað af. En nú hefur þessi ágæti þingmaður séð að sér og finnur nú köllun hjá sér til mikilla átaka í þessum efnum, og ber sízt að lasta það. Vissulega er þörf á bættri toll- gæzlu og vil ég í því sambandi leyfa mér að benda á nokkur atriði sem ég álít miklu varða. í fyrsta lagi ætti að vera einn tollstjóri yfir öllu landinu.. Með því móti ætti að fást fullt sam- ræmi í starfið, sem er alveg nauð synlegt þar sem mörg skip sigla nú frá útlöndum beint til hinna ýmsu hafna við strendur landsins. Og eðlilega er leitað mest á með óleyfilegan varning þar sem eftir- litið er minnst. En venjulega hægur vandinn þegar varan er komin í land að dreifa henni á útscilustaðina í Reykjavik eða annars staðar. í öðru lagi er það húsnæði toil- gæzlunnar í Reykjavík sen er gjörsamlega ófullnægjandi, það þarf að stóraukast og batna. Eft- iriit með farmi í lestum skipa er lítt framkvæmanlegt nema toll- gæzlan hafi yfir að ráða stóru vörugeymsluhúsi. Það sem hefur verið reynt til þessa í því sam- bandi er að skrifa merki og númer á vörunum um leið og þeim er skipað í land. En það er mjög erfitt verk og vandasamt því átta menn vinna af kappi við að leggja í stroffurnar, en iðu- lega mörg merki og númer á sama kassanum eða ballanum, svo það liggur í augum uppi hvei’su ábyggileg slík uppskrií't er. Væri hins vegar vörunum úr því skipi sem í það og það skipt- ið ætti að taka til athugunar, komið fyrir í húsi tollgæzlunnar, yrði uppskriftin óþörf en eftir- litið öruggt. Nú er það svo með /örur sem tollgæzlan óskar eftir til skoðunar, að þær verður hún að sækja í geymsluhús skipafé- eftir Karl Halldórsson tollvörð laganna sem eru dreifð út um allan bæ. Á Reykjavíkurflugvelli er að- staða tollgæzlunnar mjög erfið vegna húsnæðisleysis þar. Mikill vöruflutningur kemur með flug- vélum og bera tollverðir hann saman við farmskrárnar um leið og hann er tekinn úr flugvólun- um, síðan er hann fluttur niður í Hafnarhús í hin alltof litlu húsa- kynni tollgæzlunnar og þar ligg- ur sumt af honum mánuðum sam- an. í þriðja lagi hefur skortur á farartækjum háð tollgæzlunni. en nú á þessu ári hefur til muna úr ræzt, enda þótt betur megi ef duga skal. Eftirlitið við Revkja- vikurhöfn verður ekki fram- kvæmt svo nokkuð gagn sé í nema hafa yfir bifreiðum að ráða, enda hefur það hvað eftir annað sýnt sig. Þá verður ekki hjá því komizt að benda á Keflavikurflugvöll sem hættulegan stað, enda býst ég við að fáir treysti sér til í alvöru að mótmæla því, hvar svo sem þeir leyniþræðir liggja sem gera fólki mögulegt að hafa með höndum óleyfilegan varning það- an. En það vil ég taka fram í þessu sambandi, að á engan hátt væni ég tollverðina á Keflavíkur- flugvelli né ís*lenzku lögregluna þar um vanrækslu. Ég hefi nú leitazt við að sýna í stórum dráttum ýmsa þá örðug- leika sem tollgæzlan á við að stríða og að stór orð um van- rækslu er ekki það sem leysir ýandann, heldur bætt vinnuskil- yrði og aðstaða öll. En slíkt kost- ar mikið fé sem Alþingi væntan- lega lætur fúslega í té. Okkur tollvörðum getur vissu- lega yfirsézt eins og öðrum og árangur stundum lítill af starfi okkar, enda. er varla með réttu mikils að vænta fyrr en þeir sem framkvæmdunum ráða veita fullt brautargengi. Karl Halldórsson. lafur Þ. Hnlldórsson — Minningarorð — Ólcsfur SignrSsssai liellulemdi sföíagsT FRÁ þjóðveginum út Skagafjörð, þegar út fyrir Reynistað er kom- ið, blasir við, austan Vatna, mót vestri, utarlega í Hegranesi stór- býli mikið og fagurt. Þar eru mikil og slétt tún, fagrar og reisulegar byggingar, smekklega settar, ofarlega í túni. Þetta er Helluland, en þar hafa nú, um langt skeið búið feðgar tveir, fyrst Sigurður Ólafsson, alþingis- manns Sigurðssonar í Ási og nú Ólafur sonur hans, fyrst í sam- býli við föður sinn og eftir dauða hans, einn, ásamt konu sinni frú Ragnheiði Konráðsdóttur frá Brekkum. Sigurður Ólafsson, hreppstjóri, var alkunnur sæmdarmaður, smiður ágætur og gáfumaður. Kona hans var Agnes Jónsdóttir prests Þorvarðssonar. Eins og aðrir synir Ólafs i Ási fór Sig- ufður ungur, til menntunar og frama til útlanda og dvaldi þar um hríð. Eftir heimkomuna fór hann að búa í Vatnskoti (sú jörð hefur nú hlotið annað nafn) og þar fæddist Ólafur bóndi, hinn 1. nóvember 1885. Fljótt flutti þó Sigurður að Hellulandi, eignar- jörð sinni, var hann þekktur fyr- ir smíðar sínar, einkum járnsmíð- ar, hagleik og hugkvæmni. Ólafur fór í Hólaskóia ungur og eftir það dvaldi hann heima, kvongaðist ungur hinni glæsilegu og duglegu konu sinni, sem áður er nefnd. Síðar gekk hann í þjón- ustu Búnaðarfélags íslands sem leiðbeinandi við lax- og silungs- veiðar, sem honum var mjög sýnt um og stundaði þau ráðgefandi störf lengi. Má með vissu telja að hann hafi þar unnið mikið og þarft verk, því hann er áhuga- maður um allt, sem hann tekur sér fyrir hendur, alvörumaður í starfi, þótt glaðlyndur sé hann í viðmóti. Nú hefur Ólafur, um skeið, leiðbeint mönnum, um æðarvarp, enda kunnur æðar- varpi frá bernsku, mjög athugull um allt er við kemur búskap, svo og dýravinur mikill, skilur lif- andi skepnur flestum betur en það er undirstaða alls sem við kemur dýrum, svo og jarðrækt að skilja líf dýranna og gróðursins. Skólalærdómur er lítils virði ef hitt vantar. Fáir munu þeir menn nú uppi, er meira kunna af lausavísum og öðrum kveðskap en Ólafur á Helluíandi. Hann er bráðnæmur á slíkt, og finnur vel hvað feitt er í stykkinu er um kveðskap er að ræða. Sjálfur mun hann vel hagmæltur þótt lítt hafi látið á því bera. Á Hellulandi er gestrisni mikil og gestagangur. Fjöldi þjóð- kunnra manna koma þangað, gista þar og njóta hinnar frábæru risnu húsbændanna, Ragnheiðar og Ólafs. Þegar ég hef komið þangað hefur jafnan verið mikið um gesti, svo- að mér hefur of- boðið. Hefur það þó verið á mesta annatíma ársins. Ekki hef- ur þó borið á öðru en húsbænd- urnir hafi af alhuga viljað sinna gestum sínum og ekki ber á öðru en þau hafi haldið vel í horfinu hvað efnahag snertir, ræktað jörðina í stórum stíl, byggt fagr- ar og varanlegar byggingar, hafið skógrækt kringum bæinn og lif- að höfðingjalífi af mestu rausn. Það er ekkert meðalfólk, sem sliku kemur í verk, enda eru þau, Hellulandshjónin, að minu áliti, langt fyrir ofan meðallag að dugn aði, hagsýni og mörgum öðrum mannkostum. Heill sé þeim og verðugur heiður, þau hafa með sæmd. prýtt óðal sitt og verið héraði sínu og ættjörð til sóma. Þorsteinn Tónsson ‘r mga w ara HAFNARFIRÐI: — Einhvern næstu daga verður opnuð verzlun hér í bæ, sem verður með all- nýstárlegu sniði. Er það í húsa- kynnum Kaupfélags Hafnfirðinga að Strandgötu 28, en það hefir að undanförnu látið gera gagnger- ar breytingar á verzlun sinni með það fyrir augum að taka upp svo kallað sjálfsafgi'eiðslu fvrirkomu lag. Er lítil reynsla enn fengin fyrir sliku, en hefir gefizt vel í nágrannalöndunum og er sérstak- lega vinsælt þar af viðskiptavin- um. í Kaupfélaginu verður mat- vöru- og búsáhaldadeild. Kaupfélag Hafnfirðinga á um þessar mundir 10 ára afmæli, en það var stofnað 11. okt. 1945, en rekstur þess hófst 1. nóv. sama ár. Byrjaði félagið starfsemi sína með 3 verzlunum, en nú eru þær orðnar 5. Fyrsti vísir að félaginu var Pöntunarfélag verkamanna- félagsins Hlifar, sem stofnað var 1934, en árið 1937 varð deild úr Kron í Reykjavík og var það til ársins 1945. Fyrsti kaupfélagsstjóri félags- ins var Guðmundur Sveinsson, en hann lézt á miðju ári 1947. Síðan hefir Ragnar Pétursson verið kaupfélagsstjóri. ÓLAFUR Þ. Halldórsson var fæddur að Þinghóli í Mjóafirði 22. maí 1891. Foreldrar hans voru síra Þorsteinn Halldórsson, prest ur þar, og kona hans Lára Svein- bjarnardóttir. Stóðu að Ólafi þjóðkunnir menn í báðar ættir. Föðurafi hans var hinn ágæti þrestahöfðingi Halldór Jónssón prófastur að Hofi í Vopnafirði, en hann var sonur sira Jóns Péturs- sonar i Steinnesi og konu hans Elísabetar Björnsdóttur prests í Bólstaðarhlíð, .Jónssonar. Foreldrar Láru, móður Ólafs, voru Sveinbjörn Ólafsson, tré- smiður á Akureyri, og kona hans Margrét Hannesdóttir prests í Glaumbæ, Jónsscnar. Þau hjón voru náskyld. Langafi þeirr-a var Jón prófastur Sveinsson á Stað í Steingrirnsfiiði, sem margt merkra og þjóðkunnra manna er frá kemio. ÓlafUr bar nafn föðurbróður sins Ólafs Halldórssonar konfer- ensráðs i Kaupmannahöfn, og eftir að hann kom til Hafnar tók hann, að ráði frænda sins, að kalla sig HalTdórsson. Móður sina missti Ólafur með- an hann var enn í æsku, en faðir hans ól hann upp í vitund um rausn og höfðingsbrag feðra sinna. Bar Ólafur þess merki alla ævi. Ég kynntist Ólaíi fyrst árið 1909. Við komum báðir úr af- skekktum sveitum og settumst í 4. bekk Menntaskólans í Revkja- vík. Tókst þegar með okkur goð vinátta. Hann var þá nokkuð hlé- drægur i fvrstu, en náði brátt vinsældum i bekknum. Hann var góður námsmaður, en sérstaklega var honum auðvelt að læra tungumál. Ólafur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1912 og fór utan til Danmerkur sama ár. Las hann nokkur ár læknisfræði við háskólann í Kaup mannahöfn, en hvarf frá námi þar og stundaði nám í verzlunar- fræði i Hamborg um 1 árs skeið. Næstu 2 ár dvaldi hann við verzl- unarstörf á Spáni, en fluttist heim til íslands árið 1922. Upp frá því átti hann heima hér i Revkjavík. Fyrstu árin vann hann við bókhald hjá ýmsum fyrirtækjum hér í bæ, en siðustu 20 árin var hann bókari hjá OIíu- verzlun íslands h.f. Um 5 ára skeið var hann jaínframt stunda- kennari í spænsku við Verzlun- arskóla íslands, en auk þess kenndi hann spænsku í einka- timum. Ennfremur þýddi hann í frístundum sínum nokkrar skáld- sögur, sem hér voru gefnar út, meðal annars tvær sögur eftir hina frægu höfunda Bernhard Shaw og Jonathan Swift. Ólafur Halldórsson var þrí- kvæntur. Fyrsta kona hans var Rannveig Þorvarðsdóttir, prent- smiðjustjóra í Reykjavík, Þor- varðssonar. Þau slitu samvistir. Miðkona Ólafs var Lindís Eiríks- dóttir, járnsmiðs í Reykjavík, Bjarnasonar. Hún andaðist 1935. Þriðja kona Ólafs var Sesselja Ingibjörg, kjördóttir Guðmundar Loftssonar, fyrrverandi banka- stjóra og konu hans, Hildar Guð- mundsdóttur. Síðustu konu sína missti Ólaf- ur 1953 og var það honum þungt áfall. Þau eignuðust einn son, Halldór, efnilegan dreng, sem er vlð nám hér í Reykjavík. Ólafur Halldórsson verður minnisstæður þeim, sem kynnt- ust honum. Hann var hlýr í við- móti, glaðlyndur og skemmtileg- b ur félagi, sem bjó yfir græsku- " lausri gamansemi, víðtækri þekk- ingu og víðsýni, enda var hann mjög vel greindur. Hlýtt hugarþel, bjartsýni og glaðværð, sem margir fá í vöggu- gjöf, endist flestum skammt á lífsleiðinni, ekki sízt þegar gefur á bátinn. Sumir munu íelja barná skap að halda í allt þetta vega- nesti fram á fullorðinsárin, en: ánægjulegt er að hitta menn trreð þessa skapgerð. Þetta munu flest- ir hafa fundið, sem kynntust ÓI- afi. Hann var mjög vinsæll og menn sóttust eftir að vera með' honum. í hópi sambekkinganna: var hann sem hlý minnihg frál sk-ólaárunum og stúdentsárunum' í Höfn. Hann var framar öðrunv fulltrúi Hafnarstúdenta frá náms- árum okkar og bar fram á full- orðinsárin gerð og geð hins sí- unga stúdents. Sambekkingar og aðrir vinir Ólafs-Halldórssonar kveðja hann. með söknuði. Finnbogi R. Þorvalclsson. Spánskur blaian ur á v UNGUR spænskur blaðamaður, Rair.on Franquesa-ídoveras, hef- ur dvalizt hér á landi um rúmlega tveggja mánaða skeið. Kom hann hingað á norsku sEdveiðiskipi, en dvölinni á þvi lýsti hann í tveim greinum. Lengst af hefur hann verið á bænum Kljáströnd í Eyja firði, hjá Ólafi Gunnarssyni bónda þar. Vann hann þar hin algengu sveitastörf og k\m»tist íslehzku sveitalífi. ★ Ramon Franquesa lætur vel yfir dvöl sinni á bæ Ólafs og kynnum sínum af Evfirðingum. Hann kveðst hafa mikinn hug á -því að geta komið hingað til iand* til vetrardvalar. Hann hefuf á ■þessum skamma tima náð nokk- urri kunnáttu í málinu, nært i því undraverðri á ekki len’gri tima. ★ Iíann segist hafa mildar mætur á íslendingum og undrast mjög hinar miklu framfarir sem hér hafa orðið. En eitt þykir mér í fari ungra íslendinga sem ég hefi hitt, að þeir hirða ekki um að rækta hin ísl. persónueinkenni, heldur virðast tileinka sér hversw konar erlend áhrif. Þetta er ákaf- lega einkennilegt því persónueitl Frh. a hls. 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.