Morgunblaðið - 03.11.1955, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIB
Fimmtudagur 3. nóv. 1955
— Eriingur Pálsson
Framh. af bls. 6
þjóni, á götu, erfitt með að átta
sig á, að þar fari sextugur maður
og því síður, að það hvarfli að
mönnum, sem líta hann í hópi
ungra íþróttamanna, sem hann
gefur heilræði og miðlar af
reynslu sinni. Og við starfsfélag-
ar Erlings lítum í manntalið til
að sjá, svo að eigi verði um villzt,
að hann hefur lagt sextíu vetur
að baki. Ég segi félagi, því að
þótt engum dyljist, hver er for-
ingi lögreglunnar, veldur samt
hver á heldur, og til Erlings meg-
um við allir leita, jafnt sem yfir-
manns og félaga og bera undir
hann vandkvæði okkar, jafnt
þau, sem snerta starfið og einka-
mál. Ekki mun hann dæma, held-
ur leiðbeina og leysa sem föng
eru á. Og þrátt fyrir miklar ann-
ir, sem ekki er meðalmanns færi
að leysa, skal Erlingur ætið finna
tíma til að sinna hverjum, sem
til hans leitar, hversu smátt, sem
erindið kann að vera, og fer þá
ekki í manngreiningsálit.
Erlingur Pálsson flutti ungur
til Reykjavíkur ásamt foreldrum
sínum, en hann er sonur hins
þjóðkunna sundkennara, Páls
Erlingssonar og konu hans, Ólaf-
ar Steingrímsdóttur. í foreldra-
húsum verður hann fyrir sterk-
um áhrifum drengskapar og
bjartsýni, sem einkenna allt hans
starf. 13 ára fer Erlingur að að-
stoða föður sinn við sundkennsl-
una og þrátt fyrir lítinn skilning
almennings á þessu nauðsynja-
máli og frumstæð skilyrði, því
að þeir feðgar urðu framan af að
notast við litla, upphlaðna torf-
laug, hefur þjóðin. lönguín skilið,
hversu geysimikið brautryðj-
endastarf þeir feðgar unnu og
þeim verði seint þakkað það
Grettistak, sem þurfti til að lyfta
sundkunnáttu þjóðarinnar á það
stig, sem hún er nú. Ekki kastar
það rýrð á, að sjálfur gerðist
Erlingur afreksmaður sundlistar-
innar og sundafrek hans löngu
víðkunn og víst er það gleðilegt
fyrir afmælisbarnið að líta um
Öxl og sjá, að þjóðin, sem var nær
ósynd, er hann hóf sundkennsl-
úna með föður sínum, er nú hlut-
fállslega mesta sundþjóð heims
og skammt virðist undan, að
hver heilbrigður íslendingur
verði syndur, þar sem sundið er
orðið lögboðin námsgrein.
Maður skyldi ætla, að Erlingur
hefði látið sér nægja að helga
sig sundkennslunni, en þó að
sundið ætti stórt rúm í hjarta
hans, varð hann samt víðar að
leggja hönd á plóginn. Árið 1919
sigldi Erlingur til Danmerkur til
að kynna sér lögreglumál og ári
síðar tekur hann við starfi sem
yfirlögregluþjónn í Reykjavík.
Á hann því 35 ára starfsafmæli
um þessar mundir. Er Erlingur
hóf starf sitt í lögreglunni, voru
fyrir 11 starfandi lögregluþjónar
í Reykjavík og ibúatala bæjarins
röskur fjórðungur þess, sem nú
er. Bifreiðaumferð var þá lítil,
en hestar og hestvagnar aðal-
samgöngutækin. Starf lögreglunn
ar var þá ekki greint í deildir
eins og nú er, t.d. sá lögreglan
þá um tollgæzlu að mestu leyti
og störf þau, sem rannsóknarlög-
reglan vinnur nú, vann Erlingur
í fullan áratug. Eins og sjá má af
stækkun bæjarins og fjölgun lög-
reglunnar, féll það í hlut Erlings
að skipuleggja starf lögreglunn-
ar nálega frá grunni og yfirstíga
þá örðugleika, sem hin geysiöra
sfækkun bæj arins og brevttar að-
stæður hlutu að hafa í för með
s?r. Við þetta bættist svo óeðli-
legt ástand, sem ríkti á árunum
1940 til 1945, þegar tvö stórveldi
höfðu fjölmenna heri í landinu,
og oft bar meira á hermönnum
en borgurum á götum bæjarins.
Við, sem þá störfuðum í lögregl-
únni, munum seint glevma lipurð
yfirlögreglubiónsins við að yfir-
stíga þá erfiðleika, sem seta fjöl-
mennra herja hafði í för með sér.
En þá komu í Ijós eiginleikar
Erlings sem oftar, að hann vex
með vanda hverjum.
Erlingur hefur ekki setið lang-
tímum á skólabekkjum, en not-
fært sér því betur skóla reynsl-
unnar, og er óhætt að setja hann
á fremsta bekk sjálfmenntaðra
manna. Minni hans er frábært og
þekking á norrænum fræðum
með ágætum, svo vart munu aðr-
ir finnast fremri, sem ekki hafa
gert norrænu að sérgrein. Erling-
ur er ágætlega hagmæltur, þó
hann hafi lítið flíkað því og á þá
ekki erfitt með að grípa til gam-
alla hátta og fornra kenninga.
Tungumál hefur hann lært í frí-
stundum sínum og er vel fær í
ensku, þýzku og Norðurlanda-
málum.'
Erlingur er kominn af gömlum
bændaættum, eins og flestir ís-
lendingar, og búskapur var hon-
um í blóð borinn. Rak hann um
langt skeið myndarlegt bú að
Bjargi við Sundlaugaveg, en varð
að leggja búskapinn á hilluna
fyrir nokkrum árum vegna út-
þenslu byggðarinnar.
Félagsmál hefur Erlingur mik-
ið látið til sín taka og átt lengst
af sæti í stjórn Í.S.Í. og formaður
Sundsambands íslands frá stofn-
un þess.
Lögreglufélag Reykjavíkur er
20 ára á þessu ári og hefur Erling-
ur verið formaður þess lengst af
og sem viðurkenningu fyrir störf
hans í félaginu, var hann kosinn
heiðursfélagi fyrir nokkrum ár-
um.
í>ó að hér sé stiklað á stóru í
þessari grein og fátt eitt talið,
eru störf Erlings löngu þjóðkunn
og viðurkennd. Var hann fyrir
þau sæmdur Fálkaorðunni 1938.
Nú þegar við félagarnir tökum
í hönd Erlings og þökkum honum
fyrir gæfuríkt starf á liðnum ár-
um og óskum honum til ham-
ingju í tilefni sextugsafmælisins,
mun okkur efst í huga, að við
fáurrt að njóta starfskrafta hans
og handleiðslu sem lengst.
Lögreglumaður.
Bílaveitingastaðir
við Elliðaárósa
oj» í Fossvoííí
SKÝRT hefúr verið frá hví, að í
undirbúningi sé að koma upp hér
í bænum svonefndum bifreiða-
veitingastöðum. Þar geta menn
fengið snarl fært út í bíl til sín
frá veitingastofu. Nú hefur um-
ferðanefnd fyrir nokkru ákveðið
að leyfa slíkar veitingastöðvar
við Hafnarfjarðarveg vestan Foss
vogslækjar og norðan Suður-
landsbrautar, vestan Elliðaárósa.
— Togaragjald af
bHreiðum
Framh. af hl*. 1
Furðaði hann sig á því að Gylfi
skyldi leyfa sér að sleppa ekki
lægri upphæð en það úr reikn-
ingum sínum um gjaldeyrisstöð-
una. — Þessar útflutningsvörur
væru allar seljanlegar.
ness seitur
Akranesi, 2. nóv.
í KVÖLD var Tóniistarskólinn
hér settur. Var Tónlistarfélagið
stofnað hér snemma á þessu ári.
Hafa hér verið haldnir tvennir
tónleikar á vegum þess, sem tók-
ust mjög vel. Verða þriðju tón-
leikarnir í þessum mánuði.
Fyrir nokkru var ákveðið að
stofna skóla og var skólinn sett-
ur kl. 6 í kvöld og fór athöfnin
fram í barnaskólanum, af skóla-
stjóranum frú Önnu Magnús-
dóttur píanóleikara og veijður
frú Ingibjörg Ólafsdóttir með-
kennari hennar við skólann
Voru ræður fluttar að lokinni
skólasetningu og skólanum flutt-
ar árnaðaróskir.
Skólinn er til húsa að Melteigi
7 og verða námsgreinar píanó-
leikur, tónfræði og tónlistarsaga,
fyrir nemendur eldri en 10 ára.
Hafa 32 nemendur innritazt í
skólann.
í stjórn Tónlistarfélagsins eru
Jón Sigmundsson förmaður,
Geirlaugur Árnason og Valgarð-
ur Kristjánsson. —Oddur.
- Nébelsverðlaunln
Framh ai Dla. x
einangrunar“ í þjóðsögnum og
alþýðuskáldskap þar, sem innan
um eru hinar skærustu ljóða-
perlur.
En Laxness hefir engu að síð-
ur lagt drjúgan skerf til hinnar
auðugu en gömlu og grónu ísl.
tungu og tekizt samt sem áður
að fella inn í stíl sinn erlend
áhrif .... en stíll hans á fyrst
og fremst uppruna sinn í tign-
arlegum einfaldleik íslendinga-
sagnanna.
Laxness á fullan rétt á því að
kallast skáld, þó að hann hafi
ekki ort mikið. Hann er sagna-
skáld eins og höfundar íslend-
ingasagnanna voru sagnaskáld.
Laxness er Evrópumaður eins og
höfundar sagnanna voru Evrópu-
menn — víðförlir og fróðleiks-
fúsir. — Höfundar sagnanna
rituðu um ísland, og það gerir
Halldór Kiljan Laxness iika.
Laxness og aðrir ungir höfund-
ar á íslandi hafa ekki aðeins
reynt að endurnýja frásagnar-
list sagnanna heldur einnig anda
þeirra — hetjurnar, sem ekki
seldu ráðvendni sína, hvað sem
í boði var, — sem glottu með
gamanyrði á vör, þegar á móti
blés.
ímyndunarafl Laxness er ó-
svikið og mótað af samtímanum
í landi, þar sem meiri breyting-
ar hafa orðið á síðustu árum en
nokkurs staðar í Vestur-Evrópu.
25, starfsár Tén-
listarskólans
TÓNLISTAR SKÓLINN var sett-
ur s.l. laugardag í Trípólíbíó. Páll
ísólfsson setti skólann með stuttri
ræðu. Gat hann þess m. a., að
nú byrjaði reglubundin söng-
kennsla við skólann. Væru þeir
Þorsteinn Hannesson óperusöngv
ari og Kristinn Hallsson óperu-
söngvari, ráðnir söngkennarar
við skólann. Verður Þorsteinn
forstöðumaður söngdeildarinnar.
Þá gat Páll þess einnig, að Þor-
valdur Steingrímsson hefði bætzt
við sem fiðlukennari við skól-
ann, en Árni Kristjánsson yrði
skólastjóri skólans í vetur.
Nemendur skólans eru um 150,
og er píanódeildin fjölmennust.
Hefst nú 26. starfsár skólans.
Mun skólinn minnast 25 ára af-
mælis síns með hátíðahöldum 27.
jan. n.k., en þann dag eru 200
ár liðin frá fæðingu Mozarts.
Verður í þessu tilefni flutt verk
eftir Mozart á vegum Tónlistar-
félagsins og skólans.
— Spánskur blaðamaður
Framh. af bls. 7
kenni fulltíða íslendinga eru
mjög sterk, sagði Franquesa.
Ramon Franquesa er frá bæ
einum í Pyreneafjöllum. Hann er
mikill áhugamaður um hvers-
konar vetrariþróttir, er mikið á
skíðum og skautum. Um þessar
vetraríþróttir skrifar hann í viku
blaðið Destino í Barcelona. Héð-
an fer hann heim með viðkomu
í Noregi.
Laxness er einn af mörgum
ágætum rithöfundum, sem uppi
eru á íslandi, og það er ánægju-
legt, að ein elzta bókmenntaþjóð
heimsins skuli hljóta þessi heið-
ursverðlaun.
I þættinum voru lesnir upp
kaflar úr þeim tveim bókum, er
þýddar hafa verið á ensku: Sölku
Völku og Sjálfstæðu fólki.
Æskulýðstónleikar
verða haldnir á veguni MIR
f Austurbæjarbíói fimmtu-
dag 3. nóv. kl. 21,00.
Edvard Gratsj
fiðluleikari
með undirlcik
Sofju Vakman
Lfnisskrá:
I.
Vivaldi: Konsert í g-moll.
Rrahms: Sónata no. 3.
II.
Tsjækovski: Serenade
melancholique.
Prókofíeff: Tvö lög úr bal-
lettinum Rómeó og Julia
Izai: Sónata no. 3
(án undirleiks)
Debussy: Htegur vals.
Saint Saens: Rondó kaprisi-
ósó. —
Öllum heimill aðgangur.
Aðgöngumiðar á kr. 15,00,
verða seldir í Austurbæjar-
bíói í dag frá kl. 4.
▲ BEZT 4Ð AVGLtSA
W t Monr.iiNM. Jfívw
KEMISK HRE1NSUN
CUFUPRESSUN
HAFNARSJRÆTI 5
LAUFÁSVECI 19
Frá Golfskálanum
Golfskálinn verður starfræktur í vetur og leígður
út fyrir fundi og veizlur.
Sendum út í bæ köld borð, smurt braut og snittur.
Ingibjörg Karlsdóttir — Steingrímur Karlsson.
Sími 4981 og 1066.
Félag SuÖurnesjamanna
Suðurnesjamenn
Munið spilakvöld félagsins í Oddfélagshúsinu, uppi
í kvöld kl. 8,30. — Mætið vel og stundvíslega.
Félag Suðurnesjamanna.
MARKÚS Eftir Ed Dodd
Jack works with all
HIS STRENGTH, ÐI..IT
THE LITTLE BOAT HARDLV
SEEMS TO MOVE
1) — Ég verð að komast yfir sundið. í'z verð. Birna getur dá-
______ j ið, ef hún ekki kemst til læknis.
2) Það kostar Kobba ólýsan-
legar kvalir að róa.
3) Hann gerir þó það sem hanrt
getur en báturinn hreyfist varla.