Morgunblaðið - 03.11.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.11.1955, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 3. nóv. 1955 ' 14 r»ir Tr | kki í neð vopnum vec )ið EFTIR SIMENON ■Jg- -aJi Framhaldssagan 32 Hann studdi á bjölluhrspp og eftir drykklanga stund kom kjall arameistarinn inn, með munninn fullan af mat og borðþurrkuna í hendinni. Greifinn brifsaði hana af hon- um, þungur á brún. „Biðjið þér ráðsmanninn að koma hingað . . Náið svo síma- sambandi við prestsset ið og læknisbústaðinn, að því lcknu". Að svo mæltu snéri grei 'inn sér aftur að gestum sinum: „Viljið þið afsaka mig“. Síminn var frammi í anddyr- inu, sem var mjög illa lýst og rokkið, eins og víðast hvar ann- ars staðar í höllinni. Þar sem engin rafvirkjun var i Saint-Fiacre, þá hafði greifa- setrið sína sérstöku ljósalagningu og nú voru rafgeymarnir næstum tómir, svo að perurnar köstuðu ekki frá sér hvítu ljósi. Aðeins glitti í dauflýsandi, rauúleitan þráðinn innan í beim. „Halló .... Já, ég kreíst þess alveg skilyrðislaust .... Þökk fyrir, læknir . ...“ Métayer og málaflutningsmað- urinn voru áhyggjufullir. Fn þeir þprðu ekki að viðurkenna ]>að. ' Loks var það Métayer sem rauf þögnina um leið og hann snéri sér að umsjónarmanninum: „Hvað get ég svo boðið yður? jÉg býst ekki við, að neitt portvín sé til .... en hins vegar er eitt- hvað eftir af viskíi ennþá. ... “ Greifinn var enn að tala í sím- ann og öðru hvoru heyrðist eitt og eitt orð í gegnum opnar dyrn- ar: • „Hallo .. Já .. hvort ég krefj- ist þess? .... Já, svo sannarlega pg það alveg tafarlaust ... . “ í Maurice de Saint-Fiacra lagði ijímtólið frá sér, gekk inn eftir ganginum, framhjá bókar'fninu, upp stigann og fótatakið íiljóðn- aði loks inni í herbergi láti.u kon- unnar. p Annað fótatak, enn þyngra, fieyrðist frammi í anddyrinu, síð án var bankað á dyrnar og þeim fokið upp. Ráðsmaðurinn birtist 'I* þröskuldinum og renndi augun- um um herbergið: „Gerðuð þér boð eftir mér?“ I : En svo varð hann þess vísari, áð greifinn var alls ekki til stað- ' ær, virti mennina þrjá fyrir sér iírieð sýnilegri undrun, hörfaði aftur fram á ganginn og ráðg- cfeist við kjallarameistarann, sem rétt í sömu andránni bar þar að. 1 „Má bjóða ykkur sóda?“ spurði J|ean Métayer órór. Og málaflutningsmaðurinn, ftrllur góðvilja, ræskti sig hátt Óg borginmannlega, um leið og liann snéri sér brosandi rð Mai- gret: „Það eru sannarlega kynleg gtörf, sem við rækjum báðir, um- sjónarmaður. Hafið þér starfað lengi hjá lögreglunni? Það eru riú senn liðin fimmtán ár síðan ég vann mér þe’grrétt í mála- færslumannastéttinni. Og ég get hreinskilnislega sagt yður það, að ég hefi haft til móðferðar ’ flóknari og erfiðari mál, en nokk úr getur gert sér í hugarlr.nd, sem ekki þekkir það sjálfur .. Yðar skál .. og yðar líka, Monsieur Métayer. .. Yðar vegna gleður það mig stórkost'ega að sjá ] hvernig stefnu málin virðast ætla að taka....“ I Rödd greifans heyrðist úti á ] ganginum: f „Jæja, þér verðið einhvern veg inn að útvóga nokkrar. Hringið til sonar yðar, sem er einmitt t núna að leika knattleik í Café de Paris í Moulins. Hann myndi koma með þetta sem okkur van- hagar um....“ Dyrnar opnuðust og greifinn kom inn í bókasafnið: „Hafið þið fundið eitthvað til að drekka? .... Eru engir vindl- ar hérna?“ Hann leit spyrjandi á Métayer. t „Þarna eru vindlingar .. ég reyki bara ....“ Hann þagnaði og leit undan, í fátkenndum vandræðum. „Ég skal fara og sækja nokkur stykki." I „Herrar mínir, ég vona að þið gerið ykkur það að góðu, þótt maturinn verði ekki neitt sér- staklega fínn .... Hér erum við ekki nálægt borginni og..“ i „Blessaðir verið þér, hafið eng- ar áhyggjur“, sagði málaflutnings maðurinn, sem viskíið var þegar farið að hafa sýnileg áhrif á. „Ég er viss um að hann verður mjög góður .. Er þessi mynd af ein- hverjum ættingja yðar?“ Hann benti á stóra mynd, sem hékk á einum veggnum og var hún af manni í lafafrakka með háan og harðan flibba um háls- inn. „Þetta er mynd af föður mín- um“. „Já, mér datt það í hug. Þér líkizt honum mjög mikið sé ég, þegar ég virði myndina nánar fyrir mér“. Kjallarameistarinn opnaði nú dyrnar og vísaði Dr. Bouchardon inn í stofuna. í Læknirinn leit í kringum sig með tortryggni í svip, eins og hann sæi fyrir einhver verðandi vandræði, en Maurice Saint- Fiacre veitti honum hinar hjart- anlegustu móttökur: „Gerið svo vel að ganga inn, læknir .. Ég býst við að þér þekkið Jean Métayer . . Þetta er lögfræðingur hans .. hrífand.i maður, eins og þér munið komast að raun um .... Og ums.jónar- manninn þarf víst ekki að kynna fyrir yður“. Mennirnir tókust í hendur og þegar læknirinn sá sér færi hall- aði hann sér nær Maigret og hvísl aði: „Hvers konar samsæri er það eiginlega, sem hér er verið að undirbúa?" „Ekkert sem ég á neinn hlut í — hann einn veit, hvað þetta allt á að þýða“. Málaflutningsmaðurinn slangr aði að litla borðinu, þar sem glasið hans stóð, án þess að gera sér það ljóst, að hann var þegar búinn að drekka of mikið. „En hve þetta er dásamlegur staður og undursamleg gömul höll og hvílíkt umhverfi og um- gjörð fyrir glæsilega kvikmynd .. Það er eins og ég hefi alltaf sagt, ef þessir menn, sem alltaf eru að framleiða hinar hrylli- legustu og alveg hundleiðinlegar myndir, ef þeir hefðu vit á að velja þvílíka umgerð fyrir....“ Hann var orðinn mjög skraf- hreyfur og reyndi sífellt að fá hina til að hlusta á sig. Greifinn gekk til Jeans Métay- er og var hinn alúðlegasti í við- móti sínu við hann: „Eins og þér eflaust skiljið, þá er hér stundum dauft og drunga- legt á vetrarkvöldum .. í gamla daga var faðir minn vanur að bjóða lækninum og prestinum iieim, svona öðru hvoru. Það voru aðrir menn en þessir, sem gegna sömu embættum núna. — En einnig þá var læknirinn trúleys- ingi og allar samræður þeirra snérust um heimspekileg efni og það er einmitt þetta, sem ....“ Greifinn þagnaði í miðjum setningarhluta, því að nú opnuð- ust dyrnar ofur hljóðlega og presturinn stóð á þröskuldinum og leit hvössum, rannsakandi aug um til mannanna, sem í stofunni sátu: „Ég biðst afsökunar á því að koma of seint“. Greifinn snéri sér að Métayer: REYNIÐ I DAG Notið HONIG makka- rónur í súpur yðar, eða berið þær fram sem að- alrétt með kjötbit- um eða pylsum, lít- ið eitt af smjöri og tómatsósu. Heildsölubirgðir: merkir fyrsta fiokks vöru á sanngjörnu . verði ) •"i H. BENEDIKTSSON & Cð. H.F. Hafnarhvoll — cími 1228 Dugleg stúlka óskast til starfa við kjötvinnslu. Upplýsingar í síma 5750. >r s Uppþvottavé! 1 (G.E.C.) með áföstum vaski og beinakvörn (Disposer) j til sölu. Vélin er lítið notuð og í fullkomnu lagi. Tækifærisverð. 3 Edwin Arnason, Lindargötu 25, sími 3743. STiiLKlR óskast strax Upplýsingar ekki gefnar í síma. Þvottahúsið Eimir, Bröttugötu 3 A Indíánarnir koma nálgast sjóræningjaskipið, því að þá væri ekki hægt fyrir það að nota fallbyssurnar. Hins vegar voru þeir óhræddir á forystuskipinu að berjast í návígi við sjóræningjana, því að skipið var fullt af her- mönnum, sem voru vanir að berjast og kölluðu ekki allt ömmu sína. Skipin skullu saman; krókstjakarnir voru þrifnir á loft og krækt í skipshliðarnar; skotið var af handahófi og sverð- um sveiflað af æpandi sjóræningjum, en hermennirnir hlýddu hverri skipun Sesilíusar ofursta af festu og einurð. Og svo hófst bardaginn. Sjóræningjarnir sóttu fast á og voru auðsjáanlega vanir að bera sigur úr býtum. Þeir hjuggu á báða bóga, og féllu hermennirnir hver á fætur öðrum fyrir sverðum þeirra og byssum. Hermennirnir gengu líka rösklega fram og felldu marga sjóræningja. Sesilíus foringi hjó hvern manninn af öðrum niður í dekkið og hrukku mennirnir undan honum. Orðið var allskuggsýnt og því erfitt fyrir hermennina, sem voru miklu fleiri, að vinna á hinum trilltu sjóræningj- um, sem unnu stöðugt á. Um stund leit einna líkast út fyrir, að þeir myndu vinna fullan sigur, en þá varð það hermönn- unum til happs, að tunglið brauzt allt í einu fram úr skýj- unum og lýsti upp þilfarið. Gengu hermennirnir þá fram af miklum vígamóði og felldu nær alla þá sjóræningja. sem enn voru uppi stand- andi og þeir, sem lifandi voru, teknir höndum og bundnir. Um helmingur hermannanna var fallinn í valinn. Eftir voru um 100, sem höfðu nú nóg að starfa við að laga til það, sem farið hafði úr lagi á skipinu í bardaganum. Allt verð- mæti var hirt úr sjóræningjaskipinu og því síðan sökkt. Þegar segl voru hífuð upp var kominn sæmilegur byr, og var skipinu snúið í rétta stefnu og siglt af stað. Vatteraðir greiðslusloppar fjölbreytt úrval | Ullarkjólaefni ] m. a. tweed í einn til tvo kjóla af hvcrju efni og ullarkrep í mörgum Jitum. j MARKAÐURINN I r aj Hafnarstræti 11 3 3 - ■ ■ ■ Ulltuefni í pils ■* mjög mikið úrval :| MARKAÐURINN Bankasíræti 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.