Morgunblaðið - 03.11.1955, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 3. nóv. 1955
MORGUNBLAÐIB
9
Norskur prester safnar
staurum í 60 km girðingu
Stjórn Lonardis verður að súpa
seyðis af fjármálaskissum Peróns
Sannreynt að á 16—18 árum geta ísl. bændur
ræktað fullgilda staura bér
MEÐAL skógræktarmannanna norsku, er hingað'komu
vorið 1952, var prestur af Hörðalandi, er lagði áherzlu á
að hafa sem mest kynni af íslandi. Árangurinn af þessari
kyr.nisferð hans hingað var, að hann hefir á undanförnum
þremur árum safnað úr norskum skógum efnivið í girð- ;
ingastaura, er hann hefir látið höggva í einkaskógum sín-
um og safnað þeim meðal sóknarbarna sinna og annarra. |
Samtals eru þessir girðingastaurar um 6 þús. að tölu, sem
hingað eru komnir.
Stjórn Skógræktarfélags íslands útbýtir þeim til héraðs-
skógræktarfélaganna. Sr. Hope sá hve mikil þörf okkar er
að efla skógræktina í landinu og honum var ljóst að skóg-
ræktargirðingar eru eitt af því, sem okkur vanhagar mest
um, ef við eigum að koma skógræktinni á trýggan rekspöl.
Vorið 1952 komu hingað 60 hinum mörgu skógabændum Nor-
manns frá Noregi til skógrækt- egs innilegustu þakkir fyrir hina ;
ARGENTÍNSKA stjórnin til-
kynnti nýlega að fella verði
gengið — pesoinn. Hafði stjórn-
in látið fara fram rannsókn á
eínahagsmálum landsins —
verzlun þess, iðnaði og fjármál-
um í heild — til þess að gera
þjóðinni ljóst, hvert efnahags-
ástandið var, þegar Perón féll,
og gera henni grein fyrir þeim
efnahagsvandamálum, sem horf-
ast verður í augu við, þó að enn
sé of snemmt að leggja fram á-
kveðnar tillögur til úrbóta.
Bankamenn í landinu eru
heldur bölsýnir og álíta, að á-
standið sé jafnvel enn verra en
stjórnin rennir grun í. Árum
saman hefir hvers konar fjár-
málaspilling þróazt í landinu og
miklar Gróusögur ganga um þau
gífurlegu auðæfi, sem Perónist-
arstarfa, og þá fóru um leið jafn-
margir íslendingar til Noregs til
þess að vinna að skógrækt. Þrátt
fyrir kuldatíð og ýmsa erfiðleika
hér á landi heppnaðist ferðin
sæmilega og mun hafa verið þátt-
takendum hin ánægjulegasta.
Meðal Norðmannanna kom
sóknarprestur einn, Harald Hope
að nafni. Hann er óvenjulegur
maður á margan hátt, ágætur
prestur með hjartað á réttum
stað. Honum rann skógleysi ís-
lendinga mjög til rifja og skildi
vel hina miklu örðugleika, sem
skógrækt hér á landi á við
að stríða. En með því að séra
Hope taldi, að Norðmenn stæðu
í mikilli þakkarskuld við íslend-
inga frá fornu fari leit hann svo
á, að þeim bæri að gjalda hana
;á þann eina hátt, sem slík skuld
verður goldin með en það er að
styðja að því að skógur vaxi á
íslandi.
Þegar séra Hope kom til Nor-
'€gs flutti hann ýmis erindi um
Island og íslendinga, og eggjaði
hæði sóknarbörn sín og aðra,
sem hann náði til, til þess að
gefa íslenzkum skógræktarfélög-
um girðingarstaura sem þau
•gætu notað í skógargirðingar
sínar.
Árangurinn er sá, að á undan-
förnum 3 árum hafa norskir
skógabændur sent hingað nærri
því 6000 staura (5985) og sumt
þeirra ekki valið af verri end-
anum.
Með því staurabili, sem nú
tíðkast í skógargirðingum, eru
þessir staurar nógir í 60 km
langa girðingu, og víst er að
skógræktarfélög landsins munar
um það, sem minna er.
Mjög hefur verið hljótt um
þessa gjöf til þessa, ekki síst
sakir þess, að séra Harald Hope
vildi að sem minnst yrði á hana
minnst, á meðan hún er ekki
stærri, segir hann.
í bréfi, sem séra Hope skrifar
mér hinn 28. okt., segir hann
meðal annars:
„Nú virffist mér sem taugin
milli landa okkar hafi styrkzt
mjög, og viff erum komnir
miklu nær hvor öffrum eftir
aff flugsamband er komiff á
milli Flesland og Reykjavík-
ur. Nú hefffu landnámsmenn-
irnir átt aff sjá til okkar.“
Sannarlega má taka undir
meff Harald Hope og þakka
ILoftleiðum atorku þeirra og
dugnað í því aff koma þessu
sambandi á, en viff skulum
ekki gleyma þeim þætti taug-
arinnar, sem Harald Hope hef
ur styrkt ásamt meira en 100
norskum skógabændum í þeim
héruffum Noregs, sem flestir
landnámsmannanna komu frá.
Hlýhugur Norffmanna til ís-
Jands hefur svo oft komiff fram
í verki, einkum nú á seinni ár-
nm, aff viff komum til meff aff
standa í stórri þakkarskuld viff
þá óðar en líður, ef aff svo held-
ur áfram eins og fariff hefur
fram um hrið.
Stjorn Skógræktarfélags ís-
Jands kann séra Harald Hope og
mjög svo óvenjulegu en ágætu
vinargjöí.
Harald Hope.
BETRA HJÁ SJÁLFUM
SÉR AÐ TAKA
Þegar talað er um girðingar
er ekki úr vegi að minnast á
Lerkilundinn í sunnanverðum
Hallormsstaðaskógi, sem hefir
dafnað afburða vel á undanförn-
um árum, og vakið hefir hrifn-
ingu allra þeirra sem þar hafa
komið. Framan á kápu Skóg-
ræktarritsins, sem kom út í sum-
ar sem leið er mynd af lerki
stauraefni úr þessum lundi. Þess
ber að geta að lerkitrén þarna
eru orðin svona öflug og gild-
vaxin, eftir að hafa dafnað í ein
16—18 ár.
Með sömu skilyrðum og í Hall-
ormsstaðaskógi þurfa íslenzkir
bændur ekki að bíða lengur eft-
ir girðingastaurum sínum, hafi
þeir svipuð skilyrði og þar, er
þeir kjósa að rækta þann gagn-
við sjálfir.
Adenauer:
Engin rounhæf
tillugo hefir
komið frú
Rússum
BONN, 2. nóv. — Dr. Adenauer
komst svo að orði í dag, að Rúss-
ar hefðu til þessa ekki lagt fram
neina raunhæfa tillögu til úr-
bóta á Genfarfundinum. Aden-
auer kvað hafa sagt á fundi með
ráðgjöfum sínum í utanríkis-
málum, að hann væri mjög
ánægður yfir, að Vesturveldin
hefðu setið fast við sinn keip
í tillögum sínúm um öryggismál
Evrópu og Þýzkalandsmálin. Enn
mun ekki vera ákveðið, hvort
utanríkisráðherrann von Brent-
ano xer xii Geniar.
—Reuter-NTB.
ar söfnuffu aff sér, og sjálfur
höfuffpaurinn, Perón, er þóttist
hafa fært argentínsku þjóffinni
réttlæti og verklýffsstéttinni
jafnrétti, hefir þar sízt Iátiff sitt
eftir liggja.
Fyrsta skrefið, sem yfirvöldin
tóku til að sigrast á þessum
ófögnuði, var að skipa nefnd til
að rannsaka fjármál allra þeirra
fyrirtækja, er Perónistar áttu
ítök í. Stjórnin á vandaverk fyrir
höndum, því að lánstraust Arg-
entínu er nú þrotið hjá flestum
þjóðum.
•-♦—•
Þaff er nú ljóst, aff Argentína
skuldar flestum Evrópuríkjunum
miklar fjárupphæffir aff Ráff-
stjórnarríkjunum og Spáni und-
anteknum. Frakkar hafa fyrir-
skipaff bráffabirgffastöffvun á öll-
um útflutningi til Argentínu,
Svíar hafa lagt niður vöruflutn-
inga þangaff og Belgar eru orffnir
æði tregir á nokkur frekari viff-
skipti.
Bretar hafa keypt aðalfram-
leiðsluvöru Argentínu — kjötið
— í stórum stíl í skiptum fyrir
olíu og annað eldsneyti, og þann-
ig hefur Argentína haldið iðnaði
sínum og rafmagnsþörf á réttum
kili. En heldur lítið hefur orðið
afgangs til að kaupa vélar og
nauðsynleg hráefni.
•—♦-•
Ekki er gott að spá í, hvernig
Lonardi hershöfðingi og stjórn
hans hyggjast leysa þessi vanda-
mál til hlítar. Bankamenn álíta
almennt, að þörf sé á erlendu
láni, er nemur um 500 milljón-
um dollara — þetta ásamt vitur-
legri stjórn og nokkurri heppni
á heimsmarkaðinum kynni að
leiða til þess, að takast mætti
að lyfta Argentínu upp úr því
skuldafeni, sem Perón og fylgis-
menn hans hafa steýpt henni í.
Annaff höfuffatriffiff er aff láta
iffnaðinn ekki sitja algjörlega í
fyrirrúmi fyrir landbúnaðinum
— þar sem iðnaðurinn sé ekki
til mikils hagræffis fyrir þjóðar-
búskapinn í heild, þó aff iffju-
höldarnir hafi fengiff mikiff í
affra hönd. Enda er Argentína
fyrst og fremst landbúnaffar-
land.
Þriðja aðalatriðið er að gera
argentínska gjaldeyrinn sam-
keppnisfæran á erlendum mark-
aði, og hefur stjórnin nú reynt
að gera ráðstafanir í þá átt með
gengisfellingu.
•-♦-•
Argentínumenn hafa undan-
farin ár oft reynt að setja við-
skiptavinum sínum á erlendum
markaði kosti. Á sínum tima
keyptu Bandaríkjamenn mikið af
línfræi frá Argentínu. Miguel
Miranda var þá sannfærður um,
að þriðja heimsstyrjöldin væri í
aðsigi. Hann vildi fá sem mest
í aðra hönd og ákvað því að
vinna olíuna úr línfræinu og
selja hana dýru verði. Afleið-
ingin varð sú, að Bandaríkja-
menn tóku að rækta línfræ og
Argentína varð af góðum mark-
aði. Eftir að Miranda féll gætti
þessarar stefnu í efnahagsmál-
Argeritína skunldar miklar fjámpphæðir
1 flestum löndum Evrópu — iað Ráð-
Spáni unctanteknum
sijórnarríkjunum og
Lonardi — hvaff tekur hann til
bragffs?
unum áfram. Vonandi læra ráð-
gjafar Lonardis af mistökum
íyrirrennara sinna.
Þaff kom í ljós í byrjun októ-
bermánaffar, aff borgararnir
treysta nýju stjórninni. Lonardi
og menn hans óituffust, aff fólk-
iff myndi rasa tim ráð fram og
tæma sparisjóffsbækur sínar, er
bankarnir voru rpnaffir aff nýju.
En sú varff ekki raunin á.
•_<._•
Smásalar og minni háttar iðju-
höldar kvíða þvi, sem koma skal.
Kyrrstaða var í viðskiptalífinu
mánuðina áður en fall Peróns
bar að höndum. Hlutabréf vora
ekki endurnýjuð, og viðskipta-
veltan var lítil í heild.
En þrátt fyrir ofnahagsörðug-
leika, munu Argentínumenn vera
almennt bjartsýnir. Einræði Per-
ónistatimabilsins er lokið, og þó
að erfitt kunni að verða að koma
þjóðarbúskapnum aftur á réttan
kjöl, er sú skoðun ríkjandi meðal
landsbúa, að Argentína muni aft-
ur innan skamms skipa þann
sess, er hún áður átti í frjáls-
um viðskiptum á heimsmarkað-
inum. Argentína er mjög auðugt
land frá náttúrunnar hendi, og
ráðamönnum ætti ekki að verða
skotaskuld úr því að lagfæra
efnahaginn.
(Observer —
öll réttindi áskilin).
/ deiglunni eftir
Arthur Miller verlíur
frumsýnt á laugardag
Eiff sfórbrofnasfa leikrif síðari tíma
ARTHUR MILLER er eitt fremsta leikritaskáld Bandaríkjanna
og sennilega orðinn heimsfrægur maður fyrir lei'xrit sín, sem
vakið hafa mikla athygli alls staðar þar sem þau hafa verið sýnd.
Fyrir nokkrum árum sýndi Þjóðleikhúsið eftir hann leikritið
Sölumaður deyr og var því óvenjuvel tekið af gagn'ýnendum og
leikhúsgestum. Leikritið var einnig kvikmyndað og sýnt hér í
Stjörnubíói. Hlaut kvikmyndin almennar vinsældir.
VINSÆLT
Nú ætlar Þjóðleikhúsið að
hefja sýningar á öðru leikriti
eftir Miller, í deiglunni. Það hef-
ur farið sigurför um heiminn,
var lengi sýnt í New York og er
nú komið á annað ár frá því
sýningar á því hófust í París.
Er það óvenjulegt um „alvarlegt
leikrit."
SÖGULEGT
Leikritiff fjallar um galdra-
ofsóknir í Salem í Nýja Eng-
landi 1692 og er efniviffur
þess sögulegur. Þetta ár voru
19 menn teknir af lífi fyrir
kukl í Nýja Englandi og eru
málsskjöl öll til ennþá og
færffi Miller þau sér öll í nyt
viff samning leikritsins. En
auffvitaff er leikritiff fyrst og
fremst skáldverk um mikla
baráttu og hörmuleg örlög og
má eygja í því atburði okkar
eigin tíma, svo aff efni þess
og boðskapur á sannarlega
erindi til „stríffskynslóffa nú-
tímans“.
•-♦—•
Jakob Benediktsson cand. mag.
hefur snarað leikritinu á ís-
lenzku, en leikstjóri er Lárus
Pálsson. Hlutverkin eru 21 og
er eiginlegt ekkert aukahlutverk,
sem er mjög óvenjulegt. Rúrik
Haraldsson leikur Proctor, Reg-
ína Þórðardóttir konu hans,
Elisabet, Róbert Arnfinnsson
Hale, Valur Gíslason sr. Parris,
prest í Salem og Jón Aðils Dan-
forth varalandstjóra. Aðrir leik-
endur eru: Emilía Jónasdóttir,
Þóra Friðriksdóltir, Baldvih
Halldórsson, Inga Þórðardóttir,
Gestur Pálsson, Arndís Björns-
dóttir, Haraldur Björnsson, Ævar
Kvaran, Valdimar Helgason,
Hólmfríður Pálsdóítir, Guðrún
Benediktsdóttir, Brvndís Péturs-
dóttir og Katrín Thors.
Leiktjöld og búninga gerði
Lárus Pálsson. Loks má geta
þess, að leikritið er í 4 þáttum
og tekur rúmlega 3 klukkutíma
að sýna það.
Ráðstjórniti vill
halda 1-Þýikalandi
í járngreip sinni
GENF, 2. nóv. — Á Genfarfund-
inum í dag varð pað fyllilega
ljóst, af tillögum Molotovs, að
Ráðstjórnin vill ekl.i sleppa sín-
um pólitísku ítöku.n í Austur-
Þýzkalandi. Samei xing Þýzka-
lands virðist því eiga langt í
land. — Tillaga Molotovs er svo
að segja samhljóða- þeirri, er
rússpesku fulltrúarnir lögðu
fram í gær, og er það gert ráð
fyrir stofnun þýzkrar nefndar,
sem vestur- og oxstur-þýzkir
þingmenn munu eigx sæti í. Eiga
fulltrúarnir að bræða vanda-
málin með sér og I oma til leið-
ar sameiningu Þýzkalands. það
kemur greinilega :'ram í tillög-
unni, að Molotov vijl láta öryggis
mál Evrópu sitja algjörlega í
fyrirrúmi fyrir sameiningu
Þýzkalands.