Morgunblaðið - 17.11.1955, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 17. nóv. 1955
1
1
H úsnce&ismáiin
; Frnmh. hla. 1
enda ráðgert, að þau verði að nokkru leyti framleidd á vcrk-
stæði.
100 íbúðir verði byggðar á árinu 1956 og 100 íbúðir á árinu
1957.
íbúðunum verði ráðstafað fuligerðum.
Áætlaður kostnaður 105 þúsund kr. á íbúð.
13. Byggðar verði 230 íbúðir í fjögurra hæða fjölbýlishúsum í
Hálogalandshverfi, 72 tveggja herbergja íbúðir 61,5 ferm. og
158 þriggja herbergja íbúðir 72,5 ferm., ásamt eldhúsi, baði
og geymslu. Bæjarráð ákveði nánar um skipulag, staðsctningu
og gerð íbúðanna.
Stefnt sé að því að hefja byggingarframkvæmdir þannig:
í apríl 1956: 48 íbúðir í tveim húsum, 24 tvcggja og 24
þriggja herbergja.
í apríl 1957: 48 íbúðir þriggja herbergja í tveim húsum.
i ágúst!957: 24 íbúðir þriggja herbergja í einu húsi.
í apríl 1958: 110 íbúðir, 62 þriggja herbergja og 48 tveggja
í herbergja í þrem húsum.
ibúðirnar verði seldar fullgerðar.
Áætlaður kostnaður 171 þús. kr. á 2 herbergja íbúð og 205
þúsund kr. á 3 herbergja íbúð.
4. Aflað verði fjár til þessara byggingarframkvæmda með lán-
veitingum og framlögum úr bæjarsjóði og ríkissjóði, lánveit-
ingum úr hinu almenna veðlánakerfi til íbúðabygginga, sbr.
lög nr. 55/1955 um húsnæðismálastjórn, veðlán til íbúðabygg-
inga og útrýmingu heilsuspillandi íbúða, og eigin framlagi
; þeirra einstaklinga, sem verða eigendur íbúðanna.
Heildarkostnaður er áætlaður ca. 112 millj. kr. (þar í inni-
falið ca. 17.0 millj. kr. áætlaður kostnaður við að fullgera
raðhúsin, sbr. lið 1.).
Ráðgert, að bæjarsjóður leggi fram í lánum og framlögum
25 millj. kr., en að úr ríkissjóði fáist á sama hátt ca. 12,5
miilj. kr., sbr. II. kafla 1. nr. 55/1955 um útrýmingu heilsu-
spiilandi ibúða.
I. Bæjarstjórn felur borgarstjóra og bæjarráði framkvæmd þess-
arar áætlunar. Jafnframt er ákveðið að ráða Gísla Halldórsson,
húsameistara, framkvæmdastjóra þessara byggingarfram-
kvæmda, og að fela honum alit nauðsynlegt eftirlit og umsjón,
sem nánar verður ákveðið af bæjarráði.
Tvfir áhugaljósmyndarar
sýknaðir í Hæstarétti
Ljósmyndagerð jteirra ekki iðnrekstur.
TVEIR áhugaljósmyndarar hér
í Reykjavík, voru um daginn
fiýknaðir í Hæstar^tti, en þeim
hafði verið gefið að sök, að hafa
.-tundað Ijósmyndagerð í atvinnu-
fikyni. f undirrétti voru menn
J>essir sakfelldir. Einn dómenda
Hæstaréttar skilaði sératkvæði.
*Faldi hann að ógilda ætti und-
irréttardóminn og vísa málinu
heim í hérað til rannsóknar og
■dómsálagningar aftur.
Menn þeir, sem hér eiga hlut
að máli eru Guðni Þórðarson,
toiaðamaður, Barmahlíð 17, og
Hjálmar R. Bárðarson skipaskoð-
unarstjóri ríkisins.
í forsendum dóms Hæstaréttar
-eru málsatvik rakin og forsendur
toeggja dómanna mjög samhljóða.
iÞykir því nægja að birta kafia
úr forsendum annars dómsins, en
þar segir m. a.:
í ákæruskjali, dags. 3. júní
1954, er ákærða gefið að sök, að
hann hafi stundað ljósmynda-
gerð í atvinnuskyni nokkur und-
anfarin ár án þess að hafa at-
vinnuréttindi sem ljósmyndari.
f málinu hefur verið leitt í Ijós,
að ákærði tók að sér árið 1952
eftir beiðni framkvæmdastjóra
Iðnsýningarinnar, sem haldin var
í Reykjavík nefnt ár, að stækka
nokkrar ljósmyndir, sem hafa
átti á veggjum sýningarhússins.
Vann hann verk þetta að nokkru
leyti einn og að nokkru leyti
ásamt öðrum nafngreindum
manni. Fyrir starf þetta tók
ákærði greiðslu. Ennfremur
kveðst ákærði hafa tekið Ijós-
myndir fyrir allmarga fleiri aðila
gegn gjaldi, en þar sem ekkert
hefir verið frekar grennslazt eftir
því í prófun málsins, hvenær
þetta hafi átt sér stað né um
nánari atvik að því, kemur ekki
til álita að meta ákærða það til
sakar.
Með ákvæðum 2. málsgr. 2. gr.
ög 1. töluliðs 3. málsgr. 15. gr.
laga nr. 105/1936 um breytingu á
lögum nr. 18/1927 er lögð refsing
við því að reka iðnað án þess að
fullnægja skilyrðum laganna um
iðnréttindi. Verk það, sem ákærði
vann fyrir Iðnsýninguna, þykir
út af fyrir sig ekki nægja íil að
telja hanri hafa rekið iðnað í
merkingu nefndra lagagreina. Og
þar sem ekki er leitt í Ijós, að
ákærði hafi lagt stund á Ijós-
myndagerð með þeim hætti, að
talið verði til iðnrekstrar, ber að
sýkna hann af kröfum ákæru-
valdsins í máli þessu.
Eftir þessum úrslitum ber að
leggja á ríkissjóð greiðslu alls
sakarkostnaðar, bæði í héraði og
fyrir Hæstarétti.
Einn dómenda, Jón Ásbjörns-
son, skilaði sératkvæði í máli
þessu, varðandi báða dómana, og
er það í aðalatriðum samhljóða
í báðum tilfellum, en þar segir
dómarinn m. a. á þessa leið:
Mál þetta er mjög vanreifað í
héraði. Eigi sést, að reikningar
þeir, sem lagðir hafa verið fram
í málinu, hafi verið bornir undir
ákærða né hann spurður að því,
hvernig fjárhæð þeirra var skipt
milli hans og Hjálmars Bárðar-
sonar. Þá hafa forstöðumenn Iðn-
sýningarinnar 1952 eigi verið
kvaddir vættis í málinu, til að
spyrja þá uni skipti þeirra, við
ákærða. Loks hefur ákærði ekki
verið spurður rækilega um til-
kostnað hans við ljósmyndagerð
fyrir Iðnsýningu þessa, sem þó
var ástæða til.
Ákærði hefur kannast við að
hafa tekið ljósmyndir fyrir all-
marga aðila og að hafa haft
nokkrar tekjur af því, en eigi
hefur þetta verið rannsakað
nánar.
Loks hefði þurft að afla gagna
um, hversu miklu tekjur ákærða
af ljósmyndarastafi hans hafi
numið eftir 13. maí 1951, að því
er næst verður komizt.
Vegna þessara megingalla á
rannsókn máls þessa í héraði
þvkir verða að ómerkja hinn
Frh. á bls. 12.
,,ÉG fer ekki á sjóinn meira“,
sagði Óskar Ólafsson við mig,
þegar ég heimsótti hann á spít-
alann í fyrstu vikunni sem hann
lá þar. „Mig dreymdi um það í
nótt. Ég komst ekki í stakkinn
minn og gat ekki fvlgt félögum
mínum. Nei, ég fer ekki á sjóinn
meira“. Þessi draumur hans rætt-
ist. Hann andaðist í Landakots-
spítalanum þriðjudagiíin 8. þ. m.
eftir langa og stranga legu. |
lítför hans fer fram kl. 2 í dag
fró Dómkirkjunni í Reykjavík. |
Óskar Ólafsson var fæddur 22. ’
okt. 1897 í Ólafsvík. Foreldrar
hans voru hin góðkunnu hjón þar
vestra, Katrín Hjálmarsdóttir og
Ólafur Bjarnason. Systkinahóp-
ur Óskars var stór. Þau hjón
eignuðust ellefu börn, og var
Óskar 5 þar í röðinni. Eftir lifa
hann nú sjö þeirra. Foreldrar
Óskars bjuggu þvi við erfið kjör,
eing og altítt var hjá mörgum
í þá -daga. Fátæktin og þörfin
fyfir öflun í bú, kallaði því börn
þeirra fljótt til starfa. Óskar
kynntist því snemma sjósóknar-
störfum Innan við fermingar-
aldur var hann farinn að stunda
sjórbðra á opnum bátum og
vinna önnur störf, sem til féllu
í þágu þeirrar atvinnu. Strax
eftir fermingu fór hann svo til
sjós, eins og það var orðað í þá
daga. Það voru þeir sem fóru
til handfæraveiða á þilskipin. Þá
atvinnu stundaði hann í mörg
sumur á Vestfjörðum en útræði
á vetrum
Vorið 1928 fluttist Óskar frá
Ólafsvík hingað til Reykjavíkur.
Réðist hann þá strax til starfa á
togara og stundaði þá atvinnu
samfleytt í 27 ár. Hann \'ar um
margra ára skeið á sama togar-
anum, bs. Belgurn, cg lengst af
sem matsveinn.
Að vinna og starfa virtist mér
Óskari vera í b!óð borið. Síðast
liðin 14 ár má heita að við höfum
verið sambýlingar. En ég minnist
þess ekki, að á því tímabili hafi
Óskar nokkurn tíma tekið sér frí.
Honum féll aldrei verk úr hendi,
og kæmi það fyrir að skip hans
stöðvaðist hér í höfn, var hann
strax kominn til starfa, annað
hvort heima eða heiman. Óskar
var trúr og dyggur þjónn hús-
bænda sinna. Öll verk, sem hon-
um var trúað fyrir, leysti hann
samvizkusamlega og vel af
hendi. Hann var trygglyndur og
vkifastur maður, gestrisinn og
skemmtinn heim að sækja. Hann
var örlyndur að skapgerð og til-
finningaríkur, en sáttfús og vildi
engum órétt gjöra, því að hann
var drengur góður.
Árið 1920, 22. nóv. giftist Ósk-
ar eftirlifandi konu sinni, Jó-
hönnu Jóhannesdóttur frá Brim-
ilsvöllum í Fróðárhreppi. Eign-
uðust þau 5 börn, 3 sonu og 2
dætur, sem öll eru uppkomin og
hinir mannvænlegustu borgarar.
Hjónaband þeirra var samstillt
og hamingjusamt. Það var upp
byggt af dugnaði og myndar-
skap. Konan var þá allt í fjarvist-
um hans. Um 40 ára skeið má
segja að annað heimili" Óskars
, hafi verið á hafinu. Öldur þess
' fluttu hann oft um óra langa
i Frh, á bls. 12.
Þrír Islendingar heimsóítu nýlega hina frægu kjarnorkustöð Banda-
ríkjanna í Oak Ridge í Tennessee-fylki. Sjást þeir hér á myndinni
talið frá vinstri: Þórður Runólfsson öryggismálastjóri, Bjarni Jóns-
son frá Iðnaðarmannafélaginu og Benedikt Jónsson frá Sjómanna-
félagirm í Keflavík. Þeir eru þarna í hinu fræga kjarnorkusafni í
Oak Kidge. — Eftir heimsóknina í kjarnorkustöðina skoðuðu þeir
mannvirki Tennessee Valley Authority.
!a!a péiskra fléfSamanna í Vesfyrlöndum
4NT)ERS hershöfðingi, for-
ustumaður útlægra Pól-
verja, kom fyrir nokkru í
heimsókn r.il Kaupmannahafn-
ar og áttu blöðin þar samtal
við hann.
HEFIR ÞOLAB MARGT
MIS.TAFN'T
Andars er nú sextugur. Hann
var riddaraliðsforingi í pólska
hernum og -barðist gegn Rússum
1939, þegar þeir réðust inn í Pól-
land að austanverðu um líkt leyti
og Þjóðverjar réðust á Pólland
að vestanverðu. Hann særðist
Anders hershöfðingi,
foringi frjálsra Pólverja.
alvarlega, var síðan fluttur í
rússneskar fangabúðir. En eftir
árás Þjóðverja á Rússland var
honum gefið frelsi og hann starf-
aði í her frjálsra Pólverja m. a. í
Norður Afríku, Ítalíu, Frakk-
landi og að lokum í Þýzkalandi.
POLSKIR HERMENN
1 RÚSSNESKUM F.ANG.A-
BÚBUM
Hann gaf ýmsar upplýsingar
um hlutskipti Pólverja á vorum
dögum.
— Þúsnndir af gömlum her-
mönnum mínum sitja í dag í
rússneskum fangabúðum. Það
er sárt að sjá þýzka hennenn
snúa heim úr rússneskum
fangabúðum, meðan pólskir
hermenn, sem jafnvel börðust
við hlið Rússa, eygja hins veg-
ar liíla von. Margir þeirra era
líka dánir.
FI.ÓTTAMÖNNUM FJÖLGAR
Frjálsir Pólverjar eru nú
dreifðir út um víða veröld. Munu
þeir vera í 43 löndum. Mestur
fjöldi þeirra er á Bretlandseyjum
þar sem þeir skipta tugum þús-
unda. Þeir voru, sem útlagaher-
menn á stríðsárunum og fæstir
þeirra hafa kosið að snúa heim
undir stjórn kommúnista. Auk
þess hafa bætzt við í hópinn þús-
undir manna, sem flúið hafa
Pólland, síðan ógnarstjórn komm
únista byrjaði þar. í London er
starfandi eins konar útlagastjórn
— Pólska ráðið.
Anders hershöfðingi sagði, að
Pólland væri í dag algert ieppríki
Rússa. Kjör fólks eru verri en
þau voru áður og mikil nauðung
lögregluvalds, svo að það er engu
betra en undir hernámsstjórn
Þjóðverja, Það er ljóst af öllum
fregnum heiman að, að hlutfalls-
tala trúrra kommúnista er mjög
lág.
PÓLLAND SKAL VERÐA
FRJÁLST
— Við trúum því stöðugt, hélt
Anders hershöfðingi áfram, að
Pólland verði cmhverntíma
frjálst. Hvenær það verður? Því
get ég ekki svarað, eftir fimm ár,
eða eftir 10 ár eða enn lengrí
tíma. En sagan mun endurtaka
sig, Pólverjar munu losa sig und-
an ánauðarokinu.
Að lokum sagði Anders hers-
höfðingi:
— Við Pólverjar, sem dvelj-i
umst nú í hinum lýðfrjálsa
heimi berjumst enn sem fyrr
fyrir sömu markmiðunum og
áður, þegar nazistarnir réðust
á okkur. Við berjumst fyrir
því að valdið sigri ekki
réttlætið, hvorki í okkar föð-
urlandi né annars staðar i
heiminum. Við höfum orðið
fyrir mörgu mótlætinu, en við
trúum því stöðugt, að ein-
hvern tíma muni rísa upp
frjálst og óháð Pólland.
PATREKSFIRÐI, 16. nóv. —,
Bygging hins nýja símstöðvar-i
húss á Patreksfirði, er nú vel á'
veg komin. Er búizt við að öll
síma- og póststarfsemi geti hafizt
þar upp úr áramótunum.
í gærdag var skiptiborð gömlu
símstöðvarinnar flutt í nýja hús-
ið og einnig var talstöðinni kom-
ið fyrir í því í gær. í dag hófs*
þar öll afgreiðsla síma. —Karl,,