Morgunblaðið - 17.11.1955, Blaðsíða 12
12
MORGUTSBLAÐIÐ
Fimmtudagur 17. nóv. 1955
Dómar í Klakfcs-
víkurmólmu
þóttu þongir
KLAKKSVÍK og ÞÓRSHÖFN,
16. nóv. — Ðómarnir i Klakks
víkurmálinu komu mjög á
óvart i Klakksvík sjálfri og
er eins og menn séu ógn lostn-
ir af því hve þeir eru þungir.
Sérstaklega þykir mönnum
114 árs fangelsi fyrir Fischer-
Heinesen ægilegri refsing en
nokkurn óraði fyrir.
Þegar dómar vora kveðnir
upp var vopnað danskt lög-
reglulið látið ganga um götur
Klakksvikur. Bjuggust Danir
við uppþoti i bænum, en
minna var þó um mótmæla-
aðgerðir en búizt hafði verið
við. Allstór hópur fólks safn-
aðist saman fyrir utan heimili
Fischer Heinesens, vegatálm-
unum var komið upp á nokkr-
um götum og rafmagnsvírar
voru slitnir.
Þeir sem voru sýknaðir af
dómstólnum, voru iátnir laus-
ir um miðnætti. Gengu þeir
þá um götur Þórshafnar og
sungu háðkvæði um lögregl-
una og Kampmann ráðherra.
Blöðin i Kaupmannahöfn
ræða nokkuð um dómana.
Þau eru flest þeirrar skoðun-
ar, að dómarnir séu réttlátir
en strangir. Dönsku blöðin
segja mörg að Þjóðveldis-
flokkurinn í Færeyjum muni
leggja áherzlu á pislarvætti
hinna dæmdu og reyna að
hefja upp sterka baráttu fyr-
ir algeru sjálfstæði Færeyja.
— Minningarorð
Framh. af bls. 2
vegu, og þær skiluðu honum
ávallt heilum í höfn. Nú hefur
hann siglt yfir djúp dauðans og
öldur þess munu skila honum í
höfn, þar sem friður og eilífðar
sæla munu ríkja.
í dag er stund skilnaðar í bili.
Hann hefir kvatt ástríka konu
sína og börn, ættingja og vini, en
eftir látið góðar minningar, sem
lengi munu verða geymdar.
Vertu sæll, Óskar Ólafsson. —
Friður guðs fylgi þér.
Guðlaugur Gíslason.
Oryggisráðið
kvatt saman
NEW YORK, 16. nóv. — Banda-
ríkjastjórn hefur farið þess á leit
við Saineinuðu þjóðirnar, að
Öryggisráðið verið kvatt saman
til fundar innan skamms tíma,
til þess að ræða upptóku nýrra
meðlima í samtökin. Ekki verð-
ur ákveðið um stefnudag fyrr en
forseti ráðsins hefur átt viðræð-
ur við alla fulltrúa þeirra landa,
er aðild eiga að ráðinu. Vonast
er til að viðræðum þessum Ijúki
innan fárra daga.
Frh. af bls. 2.
áfrýjaða dóm og vísa málinu heim
í hérað til löglegrar rannsóknar
og dómsálagningar af nýju.
Allan áfrýjunarkostnað sakar-
innar ber að dæma á hendur rík-
issjóði.
Bílavörur
B'ilaviÓgerðir
Fyrirligg-jandi í ýmsar teg-
undir bíla:
FjaSrir
Púströr og barkar
Hljóðdeyfarar
Púströr í Ford
■Spindilbolta-sett
Slitboltasett
Vatnspumpu-sett
Blöndunga-sett
Stefnuljós með tilheyrandi
Hraðamælasnúrur
Ódýr handverkfæri
Bílaviðgerðír, alls konar. —
Réttingar, bilamálning, mó-
torviðgerðir. —
Óskum eftir að kaupa ó-
gangfæran Austin sendiferða
bíl og Ford vörubíl ’42.
Hílavörubúóin
FJÖÐRIN
Hverfisg. 108. Sími 1909.
opna nyja
skrifsfofu í Hamborg
AÐ undanförnu hefir það háð
mjög hinni vaxandi starfsemi
Loftleiða í Hamborg, að félagið
hefir einungis haft skrifstofur úti
á Fuhlsbúttel flugvelli. Forráða-
menn félagsins hafa fyrir löngu
viljað bæta úr þessu, en þar sem
miklir erfiðleikar hafa verið á
útvegun hentugs húsnæðis í mið-
bænum hefur orðið lengri drátt-
ur en skyldi á því að félagið gæti
leyst þennan vanda.
Fyrir nokkru tókust svo samn-
ingar um það að félagið fengi
leigt stórt og veglegt skrifstofu-
húsnæði við Rathausmarht 4, en
það er í hjarta borgarinnar,
skammt frá ráðhúsinu. Ljósa-
auglýsingar, ofan skrifstofunnar,
eru mjög áberandi og öll salar-
kynni hin vistlegustu.
Hin nýja skrifstofa Loftleiða
var opnuð föstudaginn 1. þ. m.
og hafði félagið í því tilefni boð
inni.
Athöfnin hófst með því kl. 10
að lúðrar voru þeyttir, og tóku
svo boðsgestir að streyma inn.
Setið var við góðar veitingar
þangað til kl. 3 e. h. Meðal gesta
voru yfirmenn flugmála og marg
ir aðrir kunnir fyrirmenn Ham-
borgar, auk fréttamanna. Loft-
leiðum bárust margar blóma-
körfur og aðrar vinarkveðjur,
auk heillaskeyta í þessu tilefni.
Meðal ræðumanna í hófi þessu
var hinn góðkunni íslandsvinur
Danmeyer prófessor, en auk
hans töluðu af hálfu Loftleiða
Sigurður Magnússon, fulltrúi
félagsins og Helmuth Ness, sem
veitir forstöðu Þýzkalandsdeild
Loftleiða.
Loftleiðir vænta þess, að með
opnun hinnar nýju skrifstofu
muni starfsemi félagsins eflast
mjög í Þýzkalandi, auk þess sem
hún verður almennt til aukinn-
ar landkynningar.
— Schweízer
Framh. af bls. 7
franskra mótmælenda — byrjar
lagknisstarfið í hænsnakofa. Síð-
an reisir hann — að miklu leyti
með eigin höndum’— sjúkrahús,
sem hann stækkar að mun og
flytur árið 1925. Árið 1950 hefst
Schweitzer enn handa um bygg-
ingu sjúkrahúss, holdsveikraspít-
ala og var hann í smíðum er
Schweitzer var úthlutað friðar-
verðlaunum Nobels fyrir 2 árum,
en verðlaunin lét hann ganga
óskipt til byggingar spítalans.
Próf. Sigurbjöm Einarsson
kvaðst hafa kostað kapps um að
gera bókina sem allra aðgengi-
legasta fyrir alla og skýra sem
nánast frá atburðum í lífi
Schweitzers. Þar er geysimikið
frásagnarefni, eins og maður sér
í hendi sinni, þegar tekið er tillit
til þess hve Schweitzer hefur lif-
að litauðugu og viðburðaríku lífi
í Mið-Afríku, kynnzt furðulegu
fólki og lent í hinum ótrúlegustu
ævintýrum. Þetta er merkileg og
mikil saga, og frá mínu sjónar-
miði skemmtilestur, sagði próf.
Sigurbjörn.
Þessi ævisaga er þó fyrst og
fremst mynd af manninum, hvers
líkar fæðast ekki nema örsjald-
an, tröll að gáfum og hæfileik-
um.
MIKILMENNI
Schweitzer er óvenjulegt marg
þætt mikilmenni. Það er þó ekki
höfuð hans, sem er merkilegast,
heldur hjartað. — Sir Winston
Churchill sagði eitt sinn um
Schweitzer, að hann væri „gení
mannkærleikans". Hann er allt
í senn listrænt mikilmenni og
vísindalegt mikilmenni, ágætur
læknir, gæddur fyrirtaks skipu-
lagsgáfum, sem svo berlega kem-
ur í ljós í starfi hans í Afríku.
Það er fyrst og fremst mann-
vinurinn, sem maður hlýtur að
dá og virða, við nánari kynni
af Schweitzer. Það merki mann-
úðar og mannkærleika, sem hann
hefur hafið á loft mun lengst
sjást og vonandi vísa mannkyn-
inu til vegar, sagði prófessor
Sigurbjörn Einarsson að lokum.
Krushchev
syngur!
GERHARDSEN, sem nú er í
Moskva, hafði um helgina boð
inni í sendiráðsbústað Norð-
manna fyrir ráðamenn í Kreml.
Meðal annarra voru þar Krush-
chev, Bulganin og Mikoyan.
Segir í fréttinni, að mikið hafi
verið drukkið og gestirnir orðn-
ir all kampakátir, þegar líða tók
á kvöldið.
Bað Krushchev sér hljóðs —
og óskaði þess, að hinn frægi
rússneski söngvari Kozlovsky,
sem einnig var meðal gestanna,
syngi fyrir sig „eitt uppáhalds-
lag“.
Er söngvarinn var rétt byrj-
aður, stóð Krushchev aftur upp
og hrópaði: „Þegar Kozlovsky
syngur — get ég líka sungið“.
Hóf hann þegar upp raust sína,
og skömmu síðar tók Mikoyan
einnig undir — en Bulganin sat
þögull og kímdi.
Ekki fylgdi fréttinni hvaða
dóma söngvararnir fengu, en víst
má telja, að þeir hafi verið lof-
samlegir.
X BEZT AÐ AUGLÝSA X
W t MORGUHBLAÐIM T
Þrjár aukafer?ir fil
New York í des. N
VEGNA mikilla eftirspurna á
flugförum héðan til New York
hafa Loftleiðir ákveðið að fara
þrjár aukaferðir til New York í
desembermánuði. Flugvélarnar
verða fullsetnar héðan vestur um
haf, en þaðan verður svo farið
til baka 3., 12 og 17. desember,
og má gera ráð fyrir að margir
kaupsýslumenn vilji nota þessi
tækifæri til að koma jólavörun-
um heim, en vöruflutningar eru
nú sívaxandi milli landa með
flugvélum.
Genf
Framh. af bl* T
Benti hann á að Vesturveldin
hefðu lagt fram tillögur, sem
miðuðu að sameiningu Þýzka-
lands, Molotov hefði hafnað þeim
og engar tillögur lagt fram þeirra
í stað.
Þegar Rússar hafna frjáls-
um kosningum í öllu Þýzka-
landi, já, virða tillöguna jafn-
vel ekki viðlits, þá lýsir það
sannarlega á táknrænan hátt
ástandinu í þessum löndum
Aðalfundur
Knattspyrnufélagsins Fram verður haldinn 24 nóvember
í féiagsheimilinu.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.
STJÓRNIN
Félag Suðurnesjamanna
Munið félagsvistina og dansinn í Tjarnareafé (uppi)
í kvöld kl. 8,30.
Pobeta' 55
Nú höfum við til sölu úrvals
góða Pobeta fólksbifreið,
model ’55. Til mála getur
komið að lána einhvern
hluta verðsins.
BÍLASALAN
Klapparstíg 37. Sími 82032.
Ævisaga Alberts Schweitzers
er 300 blaðsíðna bók. Hana
prýðir og fjöldi mynda. Prentun
bókarinnar og frágagnur allur er
hinn bezti. Hún er prentuð í
prenntsmiðjunni Odda, en útgef-
andi er bókaútgáfan Setberg.
Sv. Þ.
— Framsókn
Framh. af bls. 7
Það lýsir augljósri sektarmeð-
vitund Framsóknarmanna yfir
því að hafa truflað farsælt sam-
starf lýðræðisflokkanna í Kópa-
vogi, er Tíminn kallar það „sig-
ur“ að tapið skyldi þó ekki verða
meira en 1,18% í seinustu kosn-
ingum.
Framsóknarmenn finna andúð-
ina vegna þeirrar afstöðu þeirra
að standa í vegi fyrir farsælu
samstarfi umbótaflokkanna í
Kópavogi og þeir virðast vera
dálítið óstyrkir á taugunum þessa
daga, greinarnar sem birtist nú
annað veifið í Tímanum sanna
það bezt.
Félag matvörukaupmanna
Munið fundinn í félagsheimili V. R. í kvöld kl. 8,30.
Stjórnin.
Ingólfscafé
Ingólfscafé
Dans/eikur
í Ingólfscafé í kvöld klukkan 9
Aðgöngumiðar seldir frá ki. 8 — Sími 2826
MARKÚS Eftir Ed Dodd
JACK, I'M PBjO'JO 0“ THc
'A;AY YOU TOCK GAK£ OP
BOO W;i£N S 'YAS HUBT/ ,s
r HAD TO( MARK... SAY,
WHAT DO YOU SLJPPOSE
HAPPSNED TO HER GUN
m iísm?
íbis-r— .uisrm t
1) — Kobbi, ég er hreykinn af
þér, hve þú varst hugdjarfur og
sterkur þegar á reyndi í óveðr-
inu. —
— Ég mátti til með að reyna
að bjarga henni. Hvað helduiðu
að hafi valdið sprengingunni í
hlaupinu?
2) — Ég skrapp út á Gæsa-
tanga. Þá sá ég að hlaupið hafði
fyllzt af leir.
3) — Sennilega hefur bað verið
mér að kenna, þegar ég missti
byssuna niður.
— Jæja, Kobbi, það gerir ekk-
ert til. Nú ert þú hálfgddings
hetja í augum þeirra.