Morgunblaðið - 19.11.1955, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 19.11.1955, Blaðsíða 9
Laugardagur 19. nóv. 1955 MORGUNBLAÐIÐ FRA SAMBANDi UNGRA SJALFSTÆÐISMANNA RITSTJORI: ÞOR VILHJALMSSON Asgeit Pétursson formaður: AVARP IDAG birtist fyrsta síða Sambands ungra Sjálfstæðis- manna, sem hin nýkjörna stjórn þess annast. Er ætiunin sú, að síðan komi út vikulega eða hálfsmánaðarlega, eftir því, sem efni standa til. Ritstjóri verður JÞór Vilhjálmsson, en ritnefnd skipa þeir Pétur Sæmundsen, Þórir Einarsson, Sverrir Hermannsson og Sigurður Lindal. Fyrst og fremst verður í þessu málgagni ungra Sjálf- stæðismanna rætt um viðhorf æskufólks til stjórnmáíanna eins og þau eru á hverjum tíma. En auk þess verða hér birtir fréttaþættir um störf sambandsstjórnarinnar og um starfsemi og félagslif einstakra sambandsfélaga, hvaðanæva af landinu. Er í því sambandi einkum heitið á stjórnir sambands- félaganna að láta ekki bregðast að senda okkur í stjórn S.U.S. sem allra gleggstar fréttir um starfsemi þeirra, svo sem t. d. fundi, útgáfustarfsemi eða annað, sem fréttnæmt má teljast. Eins og sagt var, verður fyrst og fremst fjallað hér um stjórnmál. En við viljum ennfremur láta til okkar taka önnur þau málefni sem horfa til þroska og menningar fyrir ungt fólk í landinu. Við viljum m. ö. o. gera síðu sambandsins að vettvangi skoðana hinnar frjálslyndu Sjálfstæðisæsku, þar sem fjallað verði um áhugamál hennar, líf og starf. Því er lögð á það áherzla, að ungir Sjálfstæðismenn, hvort heldur í sveit eða við sjó — hvar í stétt sem þeir standa, — sendi sambands- síðunni sem oftast greinar um áhugamál sín. Um Ieið og ég flyt ungu Sjálfstæðisfólki um land allt kveðju sambandsstjómarinnar, skora ég á hvern og einn að efla eftir mætti gengi Sjálfstæðisstefnunnar með því að leggja fram krafta sína í hennar þágu. >Ieð því tryggjum við sigur frjálslyndrar og víðsýnnar stjórnmálastefnu, sem ein er fær um að leiða þjóðina mót bjartari framtíð. 73. þing SUS í Hafnarfirði ÞING Sambands ungra Sjálfstæðismanna, hið 13. í röðinni, var haldið í Hafnarfirði 4.—-6. þ. m. Þingið sóttu fulltrúar úr öllum landshlutum, en nú eru starfandi 22 félög ungra Sjálf- Stæðismanna. Mál þau, er þingið tók til meðferðar, skiptast í 2 aðalflokka. í fyrsta lagi var rætt um þau landsmál, sem efst eru á baugi. Voru gerðar um þau 18 ályktanir, sem sumar hafa þegar verið birtar í fréttum þessa blaðs. Allar þessar ályktanir þings- ins verða birtar á síðu ungra Sjálfstæðismanna nú á næstunni. í öðru lagi fjalaði þingið um félagsmál ungra Sjálfstæðismanna, hlýddi á skýrslur og ræddi um þær. í þinglok var kosin ný sam- bandsstjórn. Þing þetta stóð sem fyrr segir í Hafnarfirði, og hefir samband- íð ekki áður haldið þing sitt þar. Félagið Stefnir annaðist undir- búning og vann stjórn þess og fyrrverandi formaður, Matthias Á Mathiesen, gott starf. Sam- komuhús góðtemplara var tekið á leigu til fundahalda, en í húsi Sjálfstæðisfélaganna í bænum sátu nefndir á rökstólum, og þár var matstofa þingfulltrúa. ★ ★ ★ Þingið var sett kl. 10 f.h. föstu daginn 4. nóvember. Var þá kos- ið í nefndir, 11 að tölu, og hlýtt á skýrslu formanns sambandsins, Magnúsar Jónssonar. Að fund- inum loknum tóku nefndir til starfa. Kl. 5 var enn settur fund- ur og tekið að ræða um fram komnar ályktunartillögur. Um kvöldið buðu heimamenn til kaffidrykkju. Þar fluttu fulltrú- ar sambandsfélaganna skýrslur um starfið í héruðum sínum og 2 forystumenn Sjálfstæðismanna, Ingólfur Flygenring, þingmaður Hafnfirðinga, og Stefán Jónsson, bæjarfulltrúi, ávörpuðu þing- heim. Á fundinum var og góð- kunnur söngmaður og Stefnis- féíági, Siguíður Björnsson, og söng hann riokkuf lög I.augfirdagínn 5. núvember vár enn tekið áð ráéðá tillögur nefnda til ályktana þingsins, o(g voru 2 íundir þénnan dag, kl. 10 og kl. 2. Um kvöldið bauð sambandsstjórn til fagnaðar í Sjálfstæðishúsinu í Reykjavík. Þar talaði forsætisráðherra og Kristinn Hallsson söng. ★ ★ ★ Sunnudaginn 6. nóvember hófst fundur kl. 2. Var þá lokið umræðum og afgreiðslu þings- ál.vktana, kosin var stjórn sam- bandsins og loks fóru fram þing- slit. Tók þá til máls Ásgeir Pét- ursson, sem í lok ræðu sinnar færði fráfarandi stjórnarmönn- um sambandsins þakkir fyrir vel unnin störf. Ásgeir ávarpaði sér- staklega Magnús Jónsson, minnt- ist margvíslegra og árangurs- ríkra verka hans í þágu ungra Sjálfstæðismanna og þakkaði hon um i nafni allra þeirra, sem for- ystu hans hara notið á undan- förnum árum. Þá töluðu þeir Magnús Jónsson, Matthías Á. Mathiesen og Jónas Rafnar. Er Jónas hafði þakkað fráfarandi formanni störf hans, beindi hann orðum sínum til Ásgeirs Péturs- sonar og kvað alla unga Sjálf- stæðismenn þess fullvissa, að hann væri manna hæfastur til að leiða áfram sókn þeirra. Að lokum hvlltu þingfulltrúar Sjálf- stæðisflokkinn og fósturjörðinai Stjórn SambandS ungra Sjálf- stæðisrnanna er nú þannig skiþ- uðtÁsgeir Pétuvsson, Reykjavík, Framh. á bla. li Magnús Jónsson: Hlutverk ungrn Sjúlfstæðis- munnu FRJÁLS hugsun og heilbrigð dómgreind þjóðfélagsborgaranna eru undirstöðuatriði lýðræðis- skipulagsins. Þroskun þessara eig inleika er því traustasta vernd lýðræðisins og öruggasta vopnið í baráttunni gegn einræðis- og öfgastefnum. Nútíminn er tímabil félagshyggju og samtaka á öllum sviðum, Fé- lagshyggja er nauðsynleg og sam- tök oft óhjákvæmileg til þess að koma fram góðum málum og vernda sameiginlega hagstnuni. Engu að síður fela samtök manna oft í sér hættu fyrir frjálsa hugs- un. Menn neyðast þannig oft til þess að taka skoðun meiri hlut- ans fram yfir persónulega skoð- un. Hinn gullni meðalvegur er tor- fær í stjórnmálunum eigi síður en á öðrum sviðum mannlegs lífs, en þenna veg verður þó að feta, ef auðið á að vera í senn að vernda frjálsa hugsun og skapa það umburðarlyndi fyrir sjónar- miðum annarra, sem er frum- skilyrði þess, að eínstaklingar og stéttir í þjóðfélaginu geti lifað saman í sátt og samlyndi. Sá er kjarni Sjálfstæðisstefnunn ar að reyna að samræma sem bezt og glæða þessa tvo mikilvægu þætti í eðli manna. Frelsið er eina forskrift Sjálfstæðisstefn- unnar. En um leið er það boðað, að því aðeins geti menn átt rétt til að njóta frelsisins, að þeir geri sér grein fyrir þeim margvíslegu skvldum, er frjáls maður hlýtur að hafa við meðbræður sína. Aukið frelsi hefir ætíð í för með sér auknar skyldur. Óttist menn ábyrgð og skyldur, geta þeir ekki verið borgarar lýðræðis- þjóðfélags. ★ ★ ★ Ungir Sjálfstæðismenn hafa til- einkað sér lífsskoðun, sem krefst mikils af hverjum einstaklingi. Það er óneitanlega þægilegra að lifa eftir þeirri kenningu. að þjóð félagið eigi að sjá hverjum ein- um fyrir öllum þörfum, held'.ir en leggja út í lífið með þá hugsun að reyna að bjarga sér sjálfur. En getur nokkur verið í vafa um það, hvor lífsskoðunin sé líklegri til að efla með þjóðinni framtak og dáð? Það er þjóðfélagsins skylda að veita æskumanninum tækifæri til þess að þroska hæfileika sína, og það er eigi síður skylda æsku- mannsins að nota tækifærin til þess að þroska manngildi sitt og reyna að vinna þjóð sinni það gagn, er hann megnar. ★ ★ ★ Er ég nú, á aldarfjórðungs- afmæli Sambands ungra Sjálf- stæðismanna, læt af störfum sem formaður Sambandsins, legg ég ríka áherzlu á þá miklu ábyrgð, sem hvílir á þessum langfjöl- mennustu stjórnmálasamtökum íslenzkrar æsku. Ungir Sjálfstæðismenn eru boðberar hugsjóna, sem lífsnauð- syn er fyrir íslenzku þjóðina að lifa eftir, eigi hún að stefna fram til aukins þroska og manndóms. Það fer vel á því, að æskan haldi merki frelsis og framfara hæst á loft, því að hún á mest í húfi, ef það merki er undir fótum troðið. Sjálfstæðisk^nndín er rík í eð1i ungs fólks. og það vill ógjatnT ■an iáta.fscgja sér-fyrirlum það, hvaða skoðanir það eigi áð hafa. ty't y,:.Framh. á bls. 12. Magnús Jónsson Ásgeir Pétursson Sfjórnmálaályktun sambykkt á 13. bingi S.U.S. UN GIR Sjálfstæðismenn leggja áherzlu á nauðsyn þess, að þjóðin sameinist um að styrkja íslenzka lýðveldið stjórnar-, mennnigar- og efnahagslega með því að leggja alla krafta sína fram í þess þágu. Það er skoðun þeirra, að undirstaða velfarnaðar þjóðarinnar sé sú, að hver einstaklingur þroski hjá sér heilbrigða dómgreind og sýni fulla ábyrgðartilfinningu gagnvart meðborgurum sínum, Ungir Sjálfstæðismenn minna sérstaklega á nauðsyn þess, að þjóðin standi tryggan vörð um menningu sína, tungu og kristið sið- gæði og benda á þá staðreynd, að það voru þessi þjóðlegu verð- mæti, sem framar öllu öðru skópu íslenzka þjóð og leiddu hana síðar til frelsis eftir magra alda erlenda áþján. Sjálfstæðisæskan hefur nú á þingi sínu markað stefnu sína til helztu þjóðmála. Hafa samþykktir þingsins mótazt af þjóðlegri og víðsýnni framfarastefnu, sem byggð er á grundvelli frelsis og sjálfstæðis þjóðar og einstaklinga, séreignarskipulagi og jafnrétti allra þjóðfélagsþegna. En eftirfarandi atriði vilja ungir Sjálfstæðismenn minna sér- staklega. á: 1. Að íslendingar eiga að hafa vinsamleg samskipti við allar þjóðir, en þó nánasta samvinnu við þær þjóðir, sem okkur eru skyldastar að mennningu, lífsskoðun og stjórnháttum og að afstaða íslands til mála á erlendum vettvangi sé jafnan sú að styðja þann málstað, er stefnir að auknu frelsi og hagsæld i heiminum. 2. Að sérstök áherzla sé lögð á að auka menntun og andlegan þroska þjóðfélagsborgaranna og stuðlað sé að því, að hver maður fái notið menntunar við sitt hæfi og þroska. 3. Að gerðar verði raunhæfar ráðstafanir til að skapa heilbrigða efnahagsþróun í landinu með það fyrir augum, að atvinnu- vegirnir geti borið sig án styrkja frá opinberum aðilum. 4. Að stuðlað verði að því að auka fjölbreytni í framleiðslu þjóð- arinnar og sérstök áherzla lögð á að nýta auðæfi landsins og erlent fjármagn fengið til þeirra framkvæmda, sé þess talin þörf. 5. Að opinberir aðilar styðji sjálfsbjargarviðleitni einstakling- anna með því að tryggja þeim nauðsynlegt athafnafrelsi og að þeim verði ekki íþyngt með óhóflegri skattabyrði. 6. Að settar verði hömlur á myndun auðhringa í þjóðfélaginu og það tryggt, að allur þjóðnýtur atvinnurekstur njóti jafnrar aðstöðu. 7. Að þannig sé búið að atvinnuvegunum, að sérhver vinnufær maður geti haft atvinnu við nytsöm störf. 8. Að fólki séu auðveldaðir möguleikar til heimilisstofnunar, m. a. með hagkvæmum lánum til íbúðabygginga. 9. Að enginn þurfi að líða skort vegna sjúkdóma, örorku eða elli. Ungir Sjálfstæðismenn harma, að til skuli vera meðal þjóðar- innar menn, er setja erlenda hagsmuni ofar íslenzkum hagsmun- um og stefna að því að brjóta niður það þjóðskipulag, sem við lú’im við og byggt er á frelsi og sjálfsákvörðunarrétti einstakling- rnna. Heita ungir Sjálfstæðismenn á alla þjóðholla menn að sam- eir ast um að eyða áhrifum þessara niðurrifsafla í þjóðfélaginu. Ungir Sjálfstæðismenn þakka ráðherrum Sjálfstæðisflokksins fyrir vel unnin störf í þágu lands og þjóðar, en benda hins vegar á þá miklu erfiðleika, sem jafnan eru samfara samstarfi stjórn- málaflokka með ólík sjónarmið. I Jafnframt harma þeir ábyrgðarleysi það og óheilindi, sem komið hafa fram í skrifum l'Iokksblaða núverandi samstarfsflokks Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn. | Ungir Sjálfstæðismenn benda á, að reynslan hafi sannað, að iSjálfstáeðisktefnáh er ein þess megnug að beina þeim framfara- Öflum, er rríéð þjóðinni búa, inn á réttar braútir, "sem trygjjja henni glæsilega framtið. Þess végna skóra þeir á æsku landsins að sameinast úndir merki Sjálfstæðisstefnunnar til baráttu fyrir frelsi og sjálfstæji þjóðar- innar, bættum lífskjörum og jafnrétti allra þjóðfélagsborgara,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.