Morgunblaðið - 25.11.1955, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.11.1955, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 25. nóv. 1955 Seinni einvígis- skákin Konungs indversk vörn. HVÍTT: Ingi R. Jóhannsson. SVART: Hermann Pilnik. 1. C4, Rf6; 2. Rc3, g6; 3. e4, d6; 4. d4, Bg7; 5. f3, 0—0; 6. Be3, Rbd7; 7. Dd2, c5; 8. Rge2, He8; 9. Hdl, cxd; 10. Rdxp, a6; 11. Be2, Rc5; 12. 0—0, Hversvegna ekki b4 strax? Eftir hinn gerða leik kostar tvo óhagkvæma aukaleiki að koma peðinu til b4. Ef nú b4, þá 13. Dc2, 14. b4, 15. Rb3, 16. Dd2, Gefur hvítu kvæði. Bd7; Ra4; Hc8; Re6; b5; Dc7; þægilegt frum- 17. Rd5, RxR; Þvingað. Ef 17......, Db8 eða Db7; þá 18. RxRf, og svart kemst ekki hjá liðstapi. 18. exRI Rf8; 19. c5, dxc; 20. Rxp! Öruggara og betra en pxp, sem tnargir áhorfenda bjuggust við. 20 ............ Dd6; 21. f4; Vel leikið. Staða svarts er nú tnjög vandasöm og erfið. 21 ............. e5; Kostar skiftamun eða peð. 22. Re4, Db8; 23. Bc5, pxp; 24. Rd6, f3; Opnar f-línuna og býður þann- ig nýjum hættum heim, eins og síðar kemur í ljós. 25. Bxp, Be5; 26. Rxc8, Bxh2f; 27. Khl, HxR; Eg bjóst við 27....... Bf4; 28. d6, Be5; 29. Bd5, 29. Df2, með hótunum, Ba7, og Bd5, var líka alveg eyðileggj- andi fyrir svartan. 29.............. Re6; 30. De3, Bg7; Og nú fær Ingi tækifæri til að gera út um skákina í nokkr- um leikjum með fallegri fórn. 31. Hxf7l, KxH; 32. Hflf, Kg8; Ef 32.......Bf6; þá 33. De5, 33. BxR, BxB; 34. DxBf, Kh8; 35. d7, og Pilnik gafst upp, því ef t. d. 35. H ..... Hg8; þá 36. DxHf, og síðan Be7. - Úr daglsga iffins Framh af bla. 8 bjargað nær samstundis. Smith var illa útleikinn. Líkaminn var allur blár, andlitið skinnlaust, sár hafði hann fengið á augun og maginn og lifrin höfðu skadd- azt mikið. En Smith er nú að ná sér — og vonar að innan skamms geti hann tekið upp sinn fyrri starfa — og haldið áfram að þjóta um himingeiminn með hraða hljóðsins. GÆFA FVLGIR trúlofonarh rínganum fTá Sig- 1 wrþór, Hafnjtrrtrætf, —• í«radtr gegn póstkröfu Send-.& knemt Jttál. Pantið tíma i síma 4772. ðjénmyndastof an LOFTUR h.t. Ingólfstræti 6. Wfflf/if/lM 1//////////////A Byrjað á brúnni \ið orku r venð i Linum Sfeypfir hafa verið 10 sföpBar undir nýja brú á Lagarfljófi IHAUST og vetur hefur vegagerð ríkisins látið vinna við smíði tveggja nýrra brúa. Er önnur þeirra liður í virkjun Efra-Sogs í Þrengslunum, en hin er ný stórbrú á Lagarfljót í stað gömlu brúarinnar. Sem kunnugt er hefir verið ákveðið að þriðja orkuverið í Sogi verði reist undir Dráttar- hlíðinni, neðst í Þrengslunum of- an við Úlfljótsvatn. Byrjunarframkvæmdir við orkuver þetta eru lagning vegar og brúarsmíði yfir Þrengslin, af þjóðveginum. í haust og vetur hefir verið unnið að því að steypa stöplana undir hina 27 m löngu brú. Verður steypuvinnunni lok- ið innan fárra daga og verða frek ari framkvæmdir að bíða vors. Það er Sogsvirkjunin sem kostar þessa brúargerð. Geir G. Zoega vegamálastjóri, skýrði Mbl. frá þessu í gær og gat þess þá um leið, að byrjað væri á smíði stórbrúar við gömlu Lag- arfljótsbrúna. Nýja brúin verður lengsta brú á landinu um 300 m löng, tveggja brauta, svo hér verð ur um mikið mannvirki að ræða. Stöplar undir brúnni verða alls 31 og er nú búið að steypa 10 þeirra.— Verður nú hlé á frekari framkvæmdum, unz veitt verður viðbótar fjárveiting. Gamla Lagarfljótsbrúin er nú 50 ára, og skiljanlega farin að láta á sjá og ófullnægjandi, sagði vegamálastjóri, en það fer að sjálfsögðu eftir fjárveitingu A1 þingís, hvenær hægt verður að Ijúka við nýju brúna. Peniugaveski stolið í búð ÞEGAR nálgast tekur jólin og ösin í búðum bæjarins vex, er það reynsla undanfarinna ára að nokkuð er þá jafnan stolið af pen- ingaveskjum frá konum. Síðari hluta dags í gær kom kona til rannsóknarlögreglunnar og kærði yfir því, að veski hennar, sem í voru 450 krónur í peningum, hefði verið stoíið frá henni í Verzl. Feldinum í Bankastræti. Hafði konan verið að skoða þar álnavöru, lagt frá sér innkaupa- tösku sína og veski með pening- unum í, en þegar hún lítilli stundu síðar ætlar að taka vesk- ið, er það horfið. Þegar þetta gerðist, var allmargt fólk inni í búðinni, sagði konan, í skýrslu sinni til rannsóknarlögreglunnar. Hún mun hafa farið út úr verzl- uninni án þess að gera búðar- fólkinu nokkuð viðvart um þenn- an þjófnað. Galapagosmyndin sýnd í kvöld ■ GUÐRÚN Brunborg sýnir kvik- mynd þeirra félaganna Thor Heyerdahls og Per Höst frá Gala- pagos-eyjum í Stjörnubíói. í kvöld kl. 7. Er þetta eina og síðasta sýn- ingin á þessari stórmerku kvik- mynd, þar sem Guðrún heldur nú af landi brott til Noregs. Er ekki ósennilegt að færri komist að en vilja. Sérstaklega er skólafólki bent á sýninguna. Sroi Cud/ónsson hé/iaðsdóms Lö(jttuu)un ' Málflutningsskrifstofa Garðastræti 17 Síml 2831 Jóhann Sigfússon sjölugur JÓHANN SIGFÚSSON, útgerð- armaður í Vestmannaeyjum er fimmtugur í dag. Fluttist hann til Eyja rétt fyrir 1930 og hefur.* dvalizt þar síðan. Hefur hann j nú síðasta áratuginn rekið þar útgerð og verið í fylkingarbrjósti samtaka útgerðarmanna, Vinnslu stöðvarinnar, bæði sem stjómar- formaður og framkvæmdastjóri. Fljótlega eftir að Jóhann fór að fást við útgerð, komu í ljós ó- venjulegir forystuhæfileikar hans, og hafa hlaðist á hann ýmis trúnaðarstörf í sambandi við út- gerðina, fleiri en að framan eru nefnd, og hefur hann ávalt reynzt traustur málsvari hennar, enda orðinn þeim málum manna kunnugastur í Eyjum. Jóhann Sigfússon er Norðlend- ingur að ætt, en hefur unað hag sínum vel í Eyjum, enda einn af þeim mönnum, sem á undan- förnum áratugum hefur tekið æ ríkari þátt í uppbyggingu at- vinnulífsins þar. Er hverju byggðarlagi það mikill fengur þegar slíkir menn setjast þar að. í tilefni af þessum merku tímamótum í ævi hans, vil ég þakka honum samstarfið á und- anförnum árum og óska honum og fjölskyldu hans allra heilla í framtíðinni. Ársæll Sveinsson. Sæmkur styrkur !il vísindastaria STYRKUR að upphæð 10 þús. sænskai krónur verður veittur í byrjun næsta árs úr Elín Wágners-sjónum til vísinda- starfa. Markmið sjóðsins er að stuðla að vísindalegri rannsókn á stöðu. konunnar í þjóðfélaginu að fornu og nýju. Styrkur þessi er alþjóðlegur, þannig var honum á síðastliðnu ári skipt á milla tveggja vís- indamanna, sænskrar konu og japanskrar konu. Þeir, sem hafa hug á að sækja um styrk þennan þurfa að hafa gert það fyrir 20. des. n.k. Norræna félagið í Reykjavík (Box 912, simi 7032) gefur nán ari upplýsingar og veitir um- sóknum viðtöku. (Frétt frá Norræna félaginu) Nil er rétti tíminn Gott urvnl uf döhkum fötum ííSu EINLIT — TEINOTT SVORT BLA — GRA OG BRUN Látið ekki dragast að kaupa hátíðafötin ANDERSEINÍ & LAUTH H.F. Vesturgötu 17 — Laugavegi 37 HELMINGI LENGUR / Hagsýn húsmóðir veit af reynslunni, að stórfé getur sparast ó löngum tíma, með hagkvœmum vörukaupum. Það er hagsýni, að kaupa góða en ódýra vöru. Þvottaefnið Sparr sameinar þessa kosti bóða, enda sannar siaukin sala þetta bezt. Farið að dœmi þusunda húsmœðra og SPAR/Ð OG NOT/Ð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.