Morgunblaðið - 25.11.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.11.1955, Blaðsíða 14
14 MORGUN BLAÐIB Föstudagur 25. nóv. 1955 ANNA KRISTÍN EFTIR LALLI KNUTSEN Framhaldssagan 9 hún kastaði sér á kné við rúm- stokkinn. Mér fannst ég vara hamingjusöm á ný. Hún gróf and litið niður í sængina og ég ,-,á að sterklegar herðar hennar hrist- ust. — Ég gerði það ekki af ásettu ráði, hvíslaði ég. — Það veit ég, þú mundir aldrei svíkja mig. En þetta var vonlaust frá byrjun, nins og Lárus sagði. Katja stóð bak við hana og kom nú aðeins aðvarandi við öxl henn ar. — Fimm mínútur í viðbót, sagði Anna Kristín áköf. — Ef hún frú móðir yðar.... Rödd Kötju var hrjúf og þungbúin. — Hún kemur ekki. Þú veizt hvar hún er. Og ég varð að sjá þig. Hún sneri sér að mér. — Enginn vildi segja mér neitt fyrr en eftir að ég undirritaði hjúskaparsáttmálann. Ég var lok- uð inni og fékk ekki að tala við neinn. Ég vissi ekki hvort þú varst lifandi eða dáin. Og í heilan mánuð þjáðist ég af ótta við að þú dæir, og þá var það mín sök. — Lárus? hvíslaði ég. Augu Önnu Kristínar lýstu eins og stjörnur á dökkum fleti. — Hann komst undan, og það var þér að þakka. Þegar hesturinn datt með þig, og Jokum hrópaði á hjálp, varð pabba svo illt við að hann reið til baka til ykkar. Þá slapp Lárus inn í skóginn. — En þú, því gerðir þú ekki hið sama? Það komu hrukkur í lágt, fallegt enni hennar. — Heldurðu að mér hafi ekki dottið það í hug? En ég vissi að ef ég færi líka mundi pabbi og Ivar Mogensson elta okkur á heimsenda. En af því að ég náðist heil á húfi, vár Lárus látinn sleppa. Hún hló. — Kannske skiftir pabbi um skoðun þegar brúðkaupið er af- staðið. En þá er það of seint. Ég þorði ekki að líta á hana. — Hvar-er-hann-núna? stamaði ég. — Jokum bar mér kveðju frá honum. Hann komst til útlanda og er genginn þar í herinn. Hann spjarar sig. Og þegar hann er orðinn mikill maður kemur hann og hefur mig á brott með sér. Hún hló glatt. — Svo drepur hann Ivar Mogensson og verður sjálfur húsbóndi á Mæri. — Ef hann gleymir þér þá ekki. Hún þrýsti mér að sér. — Nei, elsku systir, það gerir hann ekki Katja hefur spáð fyrir mér, og það var hún, sem kom skilaboðunum til Jokum. — Hvað sagði ég ekki, hún er göldrótt. — Það þarf engan galdur til að lesa í lófa. Seinna skal ég segja þér allt, sem Katja hefur séð í lófanum, Ef það er allt satt, verður æfiferill minn merkilegur. — Ég skil ekki í að það sé neitt merkilegt -að vera bundin drykkjuslarkara eins og Ivar Mogensson, sagði ég og gretti mig. — Ég neyðist til að giftast honum, þú þekkir pabba. Hann lokar mig inni, hann barði mig. Hvað stoðar fyr- ir mig að neita? — Nei, sagði ég hugsandi, — það þýðir víst ekk- ert. En þetta verður víti fyrir Þig- Nú heyrðum við rödd Kötju: — Munið hverju ég spáði yður, jómfrú. Það er betra að vera bundin elskandi eiginmanni en ströngum foreldrum. Karlmönn- um má vefja um fingur sinn, sér- staklega manni eins og höfuðs- manninn, sem elskar bæði brúði sína og brennivínsstaupið. — Má vera að þú hafir rétt fyrir þér, sagði Anna Kristín hægt. — Ég hef ekki hugsað svo langt fram í tímann. — Þess utan vinnst stærri sigur við að semja frið en að tapa orustu. Ein getið þér ekki barizt við alla ættingja yðar t og brúðgumann. — En hef ég ! sjálf þá engin réttindi? — Sem ! kona eða hvað? Engin kona hef- ur nein réttindi, þau hefur karl- maðurinn. Þér ráðið hvorki yfir líkama yðar, sál yðar eða eign- , um yðar. Meðan þér eruð ógift I ráða foreldrar yðar yfir yður. Síðan eiginmaðurinn. Þess vegna er um að gera fyrir hverja ein- ustu konu að leika á manninn og það svo laglega að hann uppgötvi ' aldrei að leikið sé. Er um nokkuð annað að ræða fyrir yður? — Þú ert vitur og hættuleg, sagði Anna Kristín. — En þú ert mér hollráð. — En Sesselja? spurði , ég. — Ég hata hana, hrópaði | svstur mín reiðilega. Það var henni að kenna að pabbi náði í okkur. Ef við hefðum haft ögn meiri tíma. Ég var að verða þreytt. Mér sýndust rósirnar á veggfóðrinu dansa fyrir uagum mér. Ég taut- aði í hálfum hljóðum: — Þú fórst heimskulega að ráði þínu. Þú átt- ir að taka Faxa, þá hefðu þeir aldrei náð þér. Hún faðmaði mig að sér. — Þú hefur rétt fyrir þér. Samt hata ég Sesselju. Þegar ég var innilokuð var hún fangavörð- urinn. Hún sagði mér ekkert um líðan þína, þó að ég grátbændi hana. Enginn fékk að koma inn til mín, enginn að tala við mig, hún sá um það. Ef Katja hefði ekki notað tækifærið þegar hún kom með matinn. Nú sagði Katja skipandi — Nú verðið þér að fara inn í herberg- ið aftur, ég verð að læsa því. — Ertu enn í stofufangelsi? spurði ég undrandi. — Já, alveg fram að brúðkaupinu. Katja lof- aði mér aðeins að skreppa til þín af því að þau fóru öll i burtu. — Hvert fóru þau? — Pabbi og Mogensson höfuðsmaður eru farn ir til Levanger. Og mamma og Sesselja og tvær af vinnukonun- um fóru heim til höfuðsmanns- ins til þess að búa undir komu brúðhjónanna. Hún reyndi að vera harðneskjúleg og kúldaleg í máli, eða kannske var henni orðið það eðlilegt. En það liðu mörg ár þar til ég komst að því að það var ekki einungis hugrekki og vilji Önnu Kristínar, sem foreldrar mínir höfðu kúgað á þessum hörmunga tímum. Þau höfðu einnig rænt hana þeim eiginleika að greina milli góðs og ills. 7. kafli Eftir heimsókn Önnu Kristínar versnaði mér aftur. Ennþá fannst mér ég fljúga með systur minni gegnum kolsvart myrkur, en nú var Katja einnig í förinni. í hvert skifti sem ég fékk meðvit- und sá ég annað hvort hana eða magisterinn hjá mér. Fyrst þegar ég sá hana revndi ég að spyrja, en gat ekki fundið orð til þess. En þá lagði hann bókina frá sér og sagði: — Ég er hjá þér vegna þess að Katja hef- ur annað að gera. — Hún er galdranorn, muldraði ég og reyndi af veikum mætti að grípa um hönd hans. — Á ég að þurfa að skammast mín fyrir nemanda minn? sagði hann alvarlega. Ég hélt að ég hefði kennt þér það mikið í eðlis- og efnafræði að þú vissir að galdrar eru ekki til. Allt hefur sína eðlilegu skýringu. Hann lyfti höfði mínu frá kodd- anum og studdi mig meðan ég drakk heitt jurtateið. Svo sofn- aði ég aftur. Það var ekki fvrr en tveim dög- um fyrir brúðkaupið, sem ég var alveg laus við óráðið og þraut- irnar. Á brúðkaupsdaginn lá ég mögur og máttvana i rúminu minu í jómfrúarherberginu, og hlustaði á hávaða og umgang hvarvetna í húsinu. Ég vissi að allir gestirnir voru komnir og eftir hálftíma myndi brúðfvlgdin leggja af stað til kirkjunnar. Og ég hafði ekki séð systur mína nema einu sinni í allri legunni. Ég spurði magisterinn, sem nú var hjá mér vegna anna allra hinna: — Kemur systir mín ekki til mín, áður en hún fer? Hann stóð strax upp: — Jú, jómfrú, það skal ég sjá um. Þegar hann var farinn lá ég og Laun heimsins eru vanþakkðæfi Sænsk þjóðsaga. Komumaður varð mjög hræddur þegar hann sá langan og digran höggorm koma hlykkjandi til sín. j „Hvernig á að launa góðverk?" spurði ormurinn. „Það er nú ekki alveg sama hvert góðverkið er, karl minn,“ sagði komumaður. Bóndinn sagði satt og rétt frá því sem gerzt hafði með svo miklum hræðslusvip, að komu- maður skildi, að alvarleg hætta var á ferðum. „Ég get ekki dæmt í þessu máli nema ég fái að sjá hvernig allt gerðist“, sagði hann. „Þú verður þá að koma með mér,“ sagði ormurinn, við skulum fara að klettaskorunni aftur og ég skal sýna þér hvernig allt þetta gerðist." I Þegar þeir komu á staðinn, sýndi ormurinn komumanni hvar hann lá, þegar bóndinn fann hann. „Ég verð að sjá hvernig þú lást,“ sagði komumaður. Ormurinn skreið niður í klettaskoruna og lagðist eins og hann hafði legið þar áður. Þá greip komumaður staur og velti steininum ofan á orminn svo að hann sat fastur á ný. Ormurinn fór að kveina og biðja um líf, en þá svöruðu báðir mennirnir: „Nei, karl minn. Nú geturðu legið þarna rólegur og fengið að kenna á því, hvernig góðverk eru launuð.“ ENDIR. SENDISVEINN óskast allan daginn, eða eftir hádegi. VERZLUN O. ELLINGSEN H.F. ROSKUR MAÐUR getur fengið fasta atvinnu nú þegar, sem aðstoðarmaður á vörubíl, við vörudreifingu. — Fyrirspurnum ekki svarað í sima. I. BRYNJÓLFSSON & KVARAN VANDLÁTIR TE-NEYTENDUR VILJA MELROSES OG FA ÞAÐ í NÆSTU BÚÐ HEILDSÖLUBIRGÐIR Trésmíðav élar - Morgunblaðið með morgunkaffinu — Leitið upplýsinga þar, sem úrvalið er mest. DiisnmssnitionNtiii! Grjótagötu 7 — sími 3573 og 5296.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.