Morgunblaðið - 26.11.1955, Page 10

Morgunblaðið - 26.11.1955, Page 10
10 tnxrRGUNBLAÐlB Laugardagur 26. nóv. 1955 Krisfmann Gubmundsson: Lék ég mér í túni. Eftir Gest Guðfinnsson. FYRIR þremur árum kom út fyrsta bók Gests Guðfinnssonar, „Þenkingar“. Hún þótti kftin vænlegasti vorgróður og vakti athygli, enda mjög svo athyglis- verð. Nú er komin út önnur bók höfundarins: „Lék ég mér í túni“, snoturt kver, sem enn gefur fög- ur fyrirheit, þótt ekki sé um mikinn vöxt að ræða frá fyrri bókinrú. Skáldið hefur þó lært vandaðri vinnubrögð og náð meiri leikni í meðferð ríms og máls, — er sem sé á öruggum framfaravegi, og má það teljast gott, því vel var byrjað. Gestur er nú þegar mjög snoturt skáld, en hann mun enn vaxa og gera miklu betur, — ef ekki skortir þrek og vilja og þann sjálfsaga sem nauðsynlegur er. „Lék ég mér að blómum“, er fyrsta kvæðið, en prýði þess er ferskur einfaldleiki og vandað, óþvingað form en alla bá kosti er ríkulega að finna í bókinni. — Næst er „Grasa-Torfi“, góð kviða, óða til íslenzkrar náttúru, vel gerð. Þá er lítil perla, sem nefnist: „Skipið siglir sinn sjó“. „Skipið siglir sinn sjó. Fuglinn kveður og fer. Og margt hverfur mér um mikinn sjó. Gín við ómælið eitt, þrýtur spurningu og spá. Og allt, sem ég á er ekki neitt“. „í Kerlingarfjöllum" er einnig Ijómandi laglega gert. „Landvörn vor“, — tvö síðustu erindin ágæt, en það fyrsta sleifarlega unnið. — „í ókunnu þorpi“ er brugðið upp mjög vel gerðri mynd, og vinnan vönduð: „Framundan liggur ládautt glampandi hafið, lognsléttur sjórinn, djúpið sólslikju vafið, blíðlátt og kyrlátt, fagurt fiskimanni. Fjallið rís voldugt að baki, hinn trausti granni. Þorpið ber keim af seltu, eim af angan akurmoldar og jarðar við víkina og tangann“. „í vörn“ er eitt af þessum kvæðum, sem allmörg ung skáld telja sér skylt að skemma bækur sínar með, til þess að koma sér í mjúkinn hjá vissum aðilum, og þarf ekki að fjölyrða um það. „Verkfail" er af sama tofa. Bæði léleg. „Guðsdýrkun“ er lítið ljóð, en gott, — seinna erindið perla: „Mörg bæn í barnstrú hefst frá brjósti dauðlegs manns og hjóðskraf hjartans ber til Hans, sem enginn veit hver er“. Stórvel gert er kvæðið „Sjó- vellingur“, eitt hið bezta i bók- inni «g eitt af þeim, sem vekur stórar vonir um framtíð skálds- ins. — Hressandi og vel kveðið er: „Sjö daga átti ég sæla“. Skáldið hefur gengið á fjöll og KMENNTI haft gott af því. ætti að gera það lem oftast! „Gekk ég á marga gnýpu í góðviðri og lofaði drottinn, heilL og hjartasæll. Sár var að sönnu hæll. Gerðist grön sprottm". „Undrið" er enn ein smáperla, gerð af mikilli list. — „Bóka- ormur" gott, en nokituð kald- hamrað. — „Sælt er pað blóm“ er eitt af beztu kvæðunum, ljúft af ómi lýrunnar, listræn tök. — „Heimferð" ber voti þeirrar ágætu hófsemi, sem höf. er í blóð borin. j— „Heiður íslands", — ágætt! Svona á að gera þetta, ef verið er að því á annað borð! Ferskt og áhrifamikið er: „Að Eyvindarkofa“; þó hefði mið- erindið mátt vera betur orkt; í rauninni hefði mátt sleppa því alveg, kvæðið hefði þá verið heilsteyptara. Mörg fleiri snotur kvæði eru í bókinni, t. d.: „Ég bið yður for- láts“, „Lát drjúpa regn“ og „Ég er óskin“. — En það af ljóðun- um, sem lesandinn man lengst verður kannske „Stúlkan við lindina“. Það er ekki gallalaust, önnur kvæði bókarinnar eru bet- ur kveðin, en það á sér einhvern þann galdur, sem gleymist ekki að sinm. Með þessari bók og „Þenking- um“ — hefur Gestur Guðfinns- son áunnið sér allveglegan sess á skáldaþingi, og nú þarf engan spámann til að segja fyrir um glæsilegan skáldferil honum til handa! Helga Bárðardóttir. Eftir Sigurjón Jónsson. Útgáfa höfundarins. SIGURJÓN JÓNSSON hefur náð mikilli leikni í því frásagn- arformi sem hann hefur valið síðari skáldsögum sínum. En það form er afar vandmeðfarið, því svo stutt er þar frá mundangs- hófinu út í hreina vitleysu, að naumast er fært öðrum en Snill- ingum að rata þá götu rétt — og jafnvel þeir hafa skriplað! — Er því ekki svo mjög um það að sakast, þótt höf. hafi í þessari bók mistekist á köflum, en það heíur honum, þótt margt sé ann- ars vel um söguna. Verkið fjallar um Helgu dótt- ur Bárðar Snæfellsáss. — En því miður fara þau mæðgin bæði, aðalpersónurnar, mjög úr reip- unum hjá höfundi. Lesandinn trúir ekki á þau, og — það sem verra er — hann verður blátt áfram leiður á þeim. Bárður gamli á til dæmis að vera fyrir- mynd að drengskap og hetju- hætti, en saga hans hefst þó á því, að hann myrðir tvo saklausa pilta, bróðursyni sína. Lesandinn fær andstyggð á þessum karli frá byrjun, og loks skilur höf. við hann sem htilmótlegan ágirndarsegg, sem lætur þagga niður í sér með litlum gullmola. Ósamkvæmnin í þessari persónu- lýsingu er furðuleg hjá svo þjálf- uðu skáldi sem Sigurjóni. Betur gerð persóna er Ármann í Ármannsfelli, en þó nokkuð dauf. Einna bezt hefur höf. tekizt með Skeggja Skinna-Bjarnason — og þó hvergi nærri vel! — Sennilegri svipmynd er brugðið upp af Hjalta Skeggjasyni. En hafi höf. mistekist flestar persónulýsingar, þá eru atburða- lýsingar margar því betri. Þær sætta lesandann við galla bók- arinnar, svo og málsmeðferðin, sem er skemmtileg og hressandi. Frásagnargáfa Sigurjons Jóns- sonar er mikil og sérstæð og það er ómaksins vert að kynnast henni. Sagan af Helgu Bárðar- dóttur er spennandi og skemmti- leg aflestrar, þrátt fyrir marga galla. Þriðja Árna-bókin eftir Ármann Kr. Einarsson UT ER KOMIN þriðja bókin í flokknum um Árna í Hraunkoti eftir Ármann Kr. Einarsson. Eru þetta unglingabækur, sem fjalla um framtakssaman dreng, sem lendir í ýmsum ævintýrum. Höfundurinn hefur nýlega samið við Gyldendals-bókaútgáfuna 1 Noregi um útkomu bókaflokksins í Noregi. Kemur f>’rsta bókin þar út í vetur. í hittiðfyrra kom fyrsta bókin um Árna í Hrauntúni. Nefndist hún Falinn fjársjóður. Sagði þar frá slæmum félagsskap, sem Árni lenti í, í Reykjavík og var hann sendur í sveit. Kynnist hann þá góðu fólki í Hrauntúni og verður til þess að finna heitt vatn í jörðu sem gerbreytir fjárhagsafkomu þess. TÝNDA FLUGVÉLIN Önnur bókin kom út í fyrra og nefndist hún „Týnda flugvélín". í henni var sagt frá því, þegar Árni fann ýmis konar mikilvæg skjöl í enskri hernaðarflugvél, sem hafði farizt á jökli. Kom hann þeím til rétíra aðila. Hafa báðar þessar bækur orðið met- sölubækur. S¥FR Aðalfundur S.V.F.R. verður haldinn mánudaginn 28. nóv. n. k. I Breiðfirðingabúð (niðri), kl. 20,00. DAGSKRA: Venjuleg aðalfundarstörf Lagabreytingar Onnur mál STJORNIN Málverkasýning Guðmundar frá Miðdal er nú búin að vera opin eínn dag í vinnustofu hans. Skólavörffustig 43. Geysiaðsókn hefur veriff allan tímann er sýningin hefur veriff opin, en einna mest i gær. Frá upphafi hafa selzt 22 málverk og ein höggmynd. Meffal þeirra málverka er selzt hafa eru Hrafnaþing, olíumálverk er Menntamálaráð keypti og málverk frá Austur-Grænlandi, er ameriskt safn, Demart Museum Oradell N. Y. keypti. Myndin hér aff ofan er af einu af högglistaverkum Guffmundar er á sýning- unnit eru, og heitir Hinn eilífi Olympíueldur. * Aðild Islands ú samþykktum FLUGFERDIN TIL ENGLANDS Um þessar roundir kemur þriðja bókin út og nefnist „Flng- ferðin til Englands“. 1 henni er Árna boðið til Englands fyrir það að hann bjargaði skjölunum og að lokum eignast hann sjálfur flug- vél. Ármann Kr. Einarsson er nú einn vinsælasti höfundur ungl- ingabóka hér. Hann hefir í hyggju að gefa enn út fleiri bækur um Árna í Hrauntúni. Bókaútgáfa Odds Björnssonar á Akurevri gef ur bókina út. EUíS' og kunnugt er gerðist ís- iand aðíli að Alþjóðavinnumila- stofnuninni 1945, en stofnun þessi var sett á fót að lokinni fyrri heimsstyrjöldinni. Ein af þeim skyldum, sem að- ildarríkjum stofnunarinnar er á herðar lögð, er sú að leggja íyrir iöggjafarvaldið samþykktir Al- þjóðavinnumálaþingsins með það íyrir augum að þær verði full- giltar af hlutaðeigandi riki ef unnt er. Hingað til hefir AlþjóðSvinnu- málaþingið gert 104 samþykktir eða sáttmála. Fjalla þessar sam- þykktír um atvinnu og atvinnu- leysf, almenn vinnuskilyrði, vinnu barna og unglinga, vinnu kvenna, heilbrigði, öryggi og vel- ferð. verkamanna, félagslegt ör- yggi, sambúð verkamanna og vjnnuveitenda og auk þess eru margar samþykktir um málefni sjomanna sérstaklega. ísland hefir til þessa einungis íullgilt þrjár þessara samþvkkta. Tvær þeirra fjallaum félagafrelsi og rétt stéttarfélaga til þess að gera heildarsamninga, en hin þriðja er um orlof sjómanna. Tii samanbui'ðar má geta þess að Danmörk hefir fullgilt 23 sam- þykktir, Finnland 37, Noregur 41, Svíþjóð 35, Bretland 56, Frakk- íands 73 og Bandarikin 7. Þessi lága tala fullgildinga ís- iands gefur út á við ranga hug- mynd um það, hvar íslendingar standa á sviði félagsmála og verkalýðsmála. Félagsmálaráðherra taldi nauð- synlegt að athugað yrði nákvæm- lega hverjar af samþykktum Al- þjóðavinnumálaþingsins væri hægt að fullgilda hér á landi án iagabreytinga og hvað stæði i vegr fyrir fullgildingu annarra samþykkta svo að ljóst væri hvar ísland stæði í þessu efni. Skipaði toann því í ágústmánuði 1954 nefnd til þess að framkvæma þessa athugun. í nefndinni áttu sæti Jón S. Ólafsson, fulltrúi 1 félagsmálaráðuneytinu. Björg- vin Sigurðsson, framkvæmda- stjóri Vinnuveitendasambands ís- lands og Magnús Ástmarsson, prentari. Nefndin hefir nú lokið þessu starfi og látið ráðunevtinu í té greinargerð um niðurstöður sín- ar. Auk þeirra þriggja samþykkta, sém þegar eru fullgiltar, telur nefnd'in að fullgilda mætti 12 samþykktir, án þess að lagabreyt ingar eða setning nýrra laga kæmi til. Hún gerir þó fyrirvara um þrjár þessara samþykkta. Tuttugu og sjö samþykktir tel- ur nefndin ekki koma til álita að fullgilda, sumar ve^na þess að þær eru fallnar úr gildi eða aðr- ar komnar í þeirra stað, en aðrar vegna þess að þær snerta einung- Ls kjör íbúa ósjálfstæðra landa. Þá eru eftir 62 samþykktir, sem nefndin telur ekki hægt að full- gilda og gerii- hún grein fyrir því hvað standi í vegi fyrir fullgild- ingu þeirra, hverrar fyrir sig. í mörgum tilfellum eru smá- vægileg atriði því til fyrirstöðu að fullgilding sé möguleg, en í öðrum tilfellum skortir hér regl- ur um efni samþykkta, enda þótt kjör manna hér á landi séu eigi lakari, en þær ákveða. í mörgum tilfellum nýtur því íslenzkt verka fólk eigi verri kjara eða aðbún- aðar en samþykktirnar gera ráð fyrir, enda þótt ekki sé hægt að fullgilda þær. Ef frumvarp það til laga um almannatryggingar, sem nú er til uinræðu á Alþingi, nær fram ajð ganga, opnar það leið til fullgildj- ingar á a. m. k. einni mikilvægiji samþykkt, þ. e. Samþykkt 102 urn félagslegt öryggi, sem gerð var Frh. á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.