Morgunblaðið - 29.11.1955, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.11.1955, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 29. nóv. 1955 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigtu. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjóm, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Askriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlanda. í lausasölu 1 króna eintakið. Þeir, sem öllu lofu — og hinir, sem segjo þjóðinni sntt um getu hennur Hugvekja um væntanlegan innflutning nytjagróöurs PAÐ er oft ákaflega auðvelt að gefa stór loforð, sérstaklega ef þeir, sem þau gefa þurfa ekki að bera ábyrgð á framkvæmd þeirra og efndum. En þeir, sem ábyrgð- ina bera hljóta hins vegar að miða fyrirheit sín við það, sem er mögulegt og framkvæmanlegt. Hinir sósíalísku flokkar hér á landi hafa um alllangt skeið ver- ið utan rikisstjórnar. Þess vegna hafa þeir talið sig ábyrgðarlausa og „stikkfría". Þeir miða tillögur sínar aldrei við fjárhagslegt bol- magn bjóðarinnar. Þvert á móti telja þeir það ávallt skyldu sina að bera fram stöðug yfirboð, sem enga stoð eiga í ratmveruleikan- um. Þegar ríkisstjómin gerir t. d. áætlanir um að byggja raf- orkuver af ákveðinni stærð fyrir ákveðið fjármagn þá hundskamm ar stjórnarandstaðaai hana og ber fram tillögur um miklu stærri raforkuver, sem kosta helmingi meira fé. Þegar rikisstjórnin útvegar 40 millj. kr. á einu ári til íbúðalána telja hinir sósíalísku flokkar það aðeins bera vott sérstökum „niðingshætti“ og þykjast vilja leggja fram allt það fé á einu ári, sem það fólk vantar, sem raðizt hefur í byggingar. Hver trúir þeim? En hver trúir og treystir þess- um flokkum? Hafa ekki fáryrði þeirra og loforðasúpa þveröfug áhrif? Það er mjög líklegt. ís- lendingar hafa undanfarin ár staðið mitt í mikilli uppbygg- ingu. Þeir hefðu að sjálfsögðu helzt kosið að geta gert allt í einu. En fátæk þjóð, sem fyrir örskömmum tíma hefur komizt til nokkurra bjargálna úr alda- gamalli fátækt og allsleysi á slíks engan kost. Hún verður að sníða sér stakk eftir vexti, miða framkvæmdir sínar við fjárhags- lega getu sína. Ef hún ekki gerir það reisir hún sér hurðarás um öxl. Af því getur síðan leitt að framkvæmdir hennar tefjist, gangi hægar en ef hún hefði haft hóf á í aðgerðum sínum. Sannasti f ram f aramaður inn Af þessu er auðsætt, að sá er sannastur framfaramaður, sem ekki hikar við að draga línuna milli þess mögulega, sem þjóðin hefur efni á og hins, sem hún getur ekki ráðizt í, nema að tefla efnahagsöryggi sínu í hættu. Það leiðir af eðli málsins, að kommúnistar hafa sagt þessari skoðun stríð á hendur. Fyrir þeim vakir alls ekki að uppbygg- ing þjóðfélagsins haldi áfram með sem mestum hraða. Þeir óttast þvert á móti ekkert meira en að stöðug þróun og framför eigi sér þar stað. Öll barátta þeirra miðar að því að sanna, að framfarir séu óhugsandi á grund vejli séreignarskipulagsins. Þess yegna leggja þeir allt kapp á að þjóðin kollsigli sig. AHir hugsandi menn verða þess vegna að gjalda hinn mesta varhug við fláttskap kommúnista í þessum efnum. Þegar þeir flytja tillögur sín- ar, sem þeir segja að miði að umbótum þá er tilgangur þeirra yfirleitt að tefja um- bæturnar, hindra heilbrigða þróun og framfarir, sem byggð ar séu á traustum og varan- legum grundvelli. Skemmdarverkamenn Meðal flestra menningarþjóða hefur fyrir löngu skapazt al- mennur skilningur á þessari af- stöðu kommúnista til uppbygg- ingar þjóðfélaganna. Á þá er yfirleitt litið, sem þjóðhættulega skemmdarverkamenn. Hér á íslandi hafa framfarir og umbætur verið hraðari en í flestum öðrum löndum. íslenzka þjóðin hefur þrátt fyrir smæð sína lyft Grettistökum á undra skömmum tíma. Reynslan sann- ar að hún getur haldið uppbygg- ingarstarfinu hiklaust áfram, ef hún kann fótum sínum forráð. En hún verður að gæta þess, að láta ekki skemmdarverkamönn- unum takast að villa sér sýn. Takmark þeirra er það eitt, að grafa undan efnahagsgrundvell- inum og skapa þar með kyrr- stöðu. Sjálfstæðisflokkurinn hikar ekki við að segja þjóðinni sann- leikann um framkvæmdamögu- leika hennar á hverjum tíma. Hann vill byggja framfarirnar á hinum raunhæfa grundvelli efnahagslegs sjálfstæðis. Hann hefur sýnt það með stjórn sinni á höfuðborg landsins, að hvergi er uppbyggingarstarfið unnið af meiri fyrirhyggju og víðsýni en þar se:n hann ræður einn. Almenningur í Reykjavík hefur á þessu glöggan skilning. Þess vegna hefur hann ekki viljað fá glundroðaflokkunum völdin heldur kosið áfram hreina meirihlutastjórn Sjálf- stæðismanna. Bezta tryggingin fyrir því, að hið íslenzka þjóðfélag haldi áfram að byggjast upp og skapa fólkinu bætta aðstöðu í lífsbaráttunni er því áreið- anlega sú, að Sjálfstæðisflokk urinn fái hreinan meirihluta á Alþingi. Brefar á Kýpur ILLT er til þess að vita, hvermg nú er komið á eynni Kýpur í botni Miðjarðarhafsins. Þar rekst á vilji tveggja hinna brezku landstjórnarmanna og almenn- ings á eyjunni, sem er af grískum uppruna og krefst þess að fá að sameinast heimalandinu, Grikk- landi. Hatursbálið hefur hitnað og þjóðernisólgan sýður. Þetta hefur svo leitt til vopnaðra á- rekstra og sprengjukasts. Ein helztu rök Breta fyrir fram komu þeirra er að það sé nauð- synlegt fyrir varnarkerfið, að hafa herbækistöðvar á Kýpur — Það má vel vera að það sé rétt, en er það ekki undarleg skamm- sýni og skilningsleysi nú á 20. öld, að ætla sér að beita vinveitt land hinni verstu stjórnmálakúg- un. Hvar halda hinir brezku for- ustumenn að þetta endi? Hvert eru þeir að stefna? Hákoa Bjarnasoii, skógræktarst jóri ríkisins, flutti fróðlegt erindi iim fjöijíim nyt jajnrta hérlendis á fundi Skógræktarfélagsins AFTJNDI Skógræktarfélags íslands, sem haldinn var í Tjarnar- kaffi í gærkvöldi, var mikið nytjamál á dagskrá. — Hákon Bjarnason, skógræktarstjóri, flutti þar erindi um nauðsyn þess að flytja inn nytjagróður. Var erindi hans mjög fróðlegt, og sýndi hann skuggamyndir máli sínu til skýringar. Fundurinn var vel sóttur, og hafði stjórn Búnaðarfélags íslands sérstaklega verið boðið að sitja þennan fund. Valtýr Stefánsson, formaður Skógræktarfélagsins setti fund- inn og gerði nokkra grein fyrir tilgangi hans. Kvað hann Hákon Bjarnason hafa undanfarnar vik- ur rannsakað flórur þeirra landa, sem hafa upp á svipuð góðrar- skilyrði að bjóða og ísland, og þá möguleika, sem á þvi væru að flytja þaðan plöntur hingað til lands. Væri hér mikið verk- efni fyrir höndum, sem mundi taka aldir að leysa — að bæta gróðurfar landsins með hag- kvæmu tegundavali. RAKTI Hákon Bjarnason síðan ýmsa þá möguleika, sem kostur er á í sambandi við innflutning ýmissa gróðurtegunda til lands- ins, gerði í stuttu máli grein fyrir þeim lögmálum, sem flutningur gróðurtegunda landa á milli lýt- ur og gerði samanburð á veður- fari íslands og þeirra landa og héraða, sem heppilegt mundi að sækja fræ til. Innflutningi plantna hefur ver- ið þannig háttað — að trjáfræj- um undanskildum — að þær hala komið frá suðlægari stöðum, sem hafa lengra og hlýrra vaxtar- skeið en hér, enda hafa stundum hlotizt óhöpp af því að sækja fræ til allt of suðlægra staða. HIN almenna regla, sem gildir um flutning plantna á milli staða, er á þá leið, að flutningur frá vestri til austurs eða öfugt eru fremur vandalitlir, en hins veg- ar mikil vandkvæði á flutningum frá suðri til norðurs eða öfugt. Samt sem áður er margs að gæta við plöntuflutning, og verð- ur veðurfar staðanna fyrst og fremst að vera sem allra líkast — og þó einkum um vaxtartíma plantnanna. Þá verður að gera greinarmun á strandaloftslagi og I yjelvab&ndi óbri^ar: Lagkökuhnupl. HVERS konar hnupl og stuldir fara stöðugt í vöxt hér í Reykjavík, svo að til vandræða horfir. Sé nokkur hlutur skilinn eftir á glámbekk stundarkorn, er ólíklegt, að eigandinn hafi nokk- uð meira af honum að segja. Eld- húsglugginn í kjallaraíbúðinni á að vera nokkurn veginn vís stað- ur, jafnvel þó að glugginn sé op- inn. En það fór illa fyrir ungri stúlku, sem taldi eldhúsgluggann sinn öruggan geymslustað. Hún hafði bakað lagköku í til- efni af því, að vinkona hennar ætlaði að koma i heimsókn. Setti hún kökuna á dýrindisfati út í gluggann til að láta hana kólna. Þær stöllur settust síðan niður til að hvíla lúin bein og hlusta ofurlitla stund á útvarpið. En þeg ar húsmóðirin ætlaði að bera kræsingarnar á borð fyrir gest- inn, var fatið með öllu horfið. Varð hún að láta sér nægja að bjóða gestinum molasopa. Að kökunni var reyndar ekki svo mikið tjón, enda vonar hús- móðirin, að hnuplaranum hafi bragðazt kakan vel og orðið gott af henni. Hins vegar var henni mikil eftirsjá að lagkökufatinu, sem kostað hafði talsverðan skild ing, og vill hún því gjarna fá það aftur. Hafi kökuþjófurinn ekki áttað sig á heimilisfanginu í flýt- inum — vonandi hefir honum ekki verið rótt innanbrjósts. með- an hann framdi verknaðinn — má þeta þess, að þetta var í Efsta sundi 93 hjá Kristínu Bjarna- dóttun Vonandi vill þjófurinn bæta fyrir afbrot sitt og skila fatinu aftur hið bráðasta. Kjörbúð. ORÐHÁKUR" vill koma hug- leiðingum sínum um orðið ,,kjörbúð“ á framfæri: „Mér féll allur ketill í eld, þeg- ar ég heyrði val dómnefndar á orði yfir þær búðir, sem nefndar hafa verið sjálfsafgreiðsluverzl- anir. Sannleikurinn er sá, að um mörg heppileg orð mun ekki hafa verið að velja og fjölda manns mun hafa hafa dottið þetta orð í hug — m. a. undirrituðum. — Það hvarflaði hins vegar ekki að mér að senda það til dómnefndar, þar sem mér þótti ekki felast i orðinu sú merking, sem minnir á hlutverk þessara verzlana. Orð- ið kjörbúð segir aðeins, að kaup- andinn velji sér einhverja þá hluti, sem eru á boðstólum í verzluninni. En það gerir hver viðskiptavinur sem kemur inn í verzlun og hyggur á viðskipti, og hraðsala. ■*/|ÉR þótti orðið hraðsala mun iTi betra, þar sem það er rétt- nefni — þessi nýja aðferð hraðar öllum viðskiptum, enda felst það í því heiti, sem Svíar hafa valið þessum verzlunum — Snabbköp. Heldur er það ósennilegt, að orðið kjörbúð festist í málinu. Mörg þau orð, sem dómnefndir hafa valið, hafa ekki verið svo þjál i munni, að almenningur hafi tekið þau upp, og má nefna sem dæmi — ef ég man rétt — hegri fyrir kolakrana, stöðull fyrir biðstöð. Menn fara sínu fram í þessum efnum í trássi við úrskurð dómnefndanna, enda sakar það ekki þó fleiri en eitt orð séu höfð yfir sömu hluti og hugtök.“ 9 MerkW, UœSlr meginlandsloftslagi, hitinn verð- ur að vera svipaður á báðum stöðunum og lengd vaxtartímans sem jöfnust. Hins vegar virðist vetrarhitinn skipta tiltölulega litlu máli. Sýndi skógræktarstjóri því næst nokkur línurit af meðalhita mánaðanna á ýmsum stöðum hér á landi og bar þau saman við hitann á öðrum stöðum á norð- urhveli jarðar. Ræddi hann jafn- framt gróðurfar þessara landa og tegundafjölda einstakra ætta og ættkvísla. ★ FLYTJA MÁ LANGTUM FLEIRI PLÖNTUR Á MILLI Mátti af þessu ráða, að marg- ir staðir á norðurhveli jarðar hafa líkt veðurfar og hér gerist, enda hefði þegar fengizt ágæt reynsla af innflutningi trjáa og einstöku plantna frá ýmsum stöð- um í Alaska og Norður-Noregi. Má af því ráða að flytja má langtum fleiri plöntur á milli þessara staða. M E Ð A L þeirra plantna, sem Skógræktin hefur gróðursett hér á landi í tilraunaskyni er lúpínu- tegund frá Alaska, sem nú hefur verið gerð girðing um á Þver- áreyrum neðan við Múlakot. — Breiðist hún nú mjög ört út af sjálfsdáðum og virðist munu leggja undir sig allt landssvæðið innan girðingarinnar. Lúpínan er mjög eftirsóknarverð fyrir okk- ur, eins og belgjurtir yfirleitt, þar sem þær afla köfnunarefnis úr loftinu og binda það í jarð- veginum. Alaskamelurinn, sem gerðar hafa verið tilraunir með hér á landi hefur einn kost fram yfir þann íslenzka — hann er ekki eins háður aðfoki af sandi og mold. Vöxtur þessara fyrrnefndu tveggja plantna í íslenzku um- hverfi gerir ljóst að gróðurinn kann ekki síður við sig hér en í heimkynnum sínum við botn Collegefjarðar í Alaska — skammt fyrir norðan 61 breidd- arstig. ★ FLÓRUR ANNARRA LANDA Á SVIPUÐU BREIDDAR STIGI Hefur Skógræktin nú orðið sér úti um flórur frá Alaska, Aljútaeyjum, Kamtsjatkaskaga og Múrmanskhéraði í Rússlandi í því skyni að rannsaka ýtarlega, hvaða tegundir gróðurs vaxa á þeim slóðum heims, sem hafa svipað veðurfar og hér. Enn vant- ar upplýsingar frá Labrador- ströndinni, en Skógræktin hefur lengi stuðzt við lýsingar á gróðri Norður-Noregs. ★ BETUR Á VEGI STÖDD EN ÍSLAND Öll eru þessi lönd betur á vegi stödd en ísland með sínar 432 innlendu plöntur. En það sannast hvað bezt á Aljútaeyjum með sínar 476 innlendu tegundir, að eylönd eru ávallt gróðurfá- tæk. Kamtsjatkaskaginn hefur 782 tegundir, Alaska 1300, og Norður-Noregur á að gizká 700 til 800 tegundir, sem lifa við svipuð kjör og hér. Séu bornar saman einstakar ættir og ættkvíslir plantna á ýmsum stöðum verðum við margs vísari, ★ SVEIFGRASAÆTTIN Af sveifgrasaættinni eigum við sjö tegundir, en samt sem áður eru sveifgrösin ein mestu nytjagrös okkar. Um norðurhluta Skandinavíu og á Kólaskaga eru 15 tegundir, á Aljútaeyjum 14, í Alaska 29 og Kamtsjatka milli 20—30. Að vísu eru ekki allar sveifgrasategundirnar eftirsókn- arverðar en þó eru a. m. k. tvær, sem líklegar eru til að verða til mikils gagns hér —. Poa eyer- damii, sem er mjög stórvaxin og Framh. á bla. 9

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.