Morgunblaðið - 04.12.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.12.1955, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIB Sunnudagur 4. des. 1955 . i t ANNA KRISTÍN EFTIR LALLI KNUTSEN Framhaldssagan 17 andi á því, kæri vinur? Þegar svo fögur jómfrú, sem mágkona þín er, dvelur hér á heimilinu, þá geturðu sannarlega buizt við að ungu mennirnir flykkist hingað, Systir mín leit reiðilega á hann. ívar sat þögull litla stund, en svo sagði hann skyndilega: — Og þessi nýi hringur binn, hús- freyja. Er það líka gjöf frá hon- j um? Sjálf hafði'ég ekki tekið eftir hringnum fyrr. Hann var skín- andi fallegur, úr þykku gulli, með stórum rúbín. Anna Kristín sat i orðlaus. Enn var það Carstensson, sem kom til hjálpar. — Nú, það | ííðkast mjög víða að væntanleg- , ur biðill revnir að koma sér í mjúkinn hjá fjölskyldu brúður sinnar, sérstaklega systrum henn ar. Má ég sjá hringinn, góða? Já, þetta er falleg gjöf. Pilturinn hlýt ur að vera efnaður. — Já, sagði systir mín, og ég heyrði að rödd hennar var óstyrk. Hann er rík- ur, ágætt mannsefni. — En hún leit snöggt á mig um leið, og ég sá að Cartensson brosti. Hann tók hönd mina: — Þetta er falleg og kvenleg hönd. Ég mundi gefa þér enn glæsilegri gjöf, Anna Kristín, ef ég héldi að það þýddi nokkuð. En ég er hræddur um að jómfrúnni lítist ekkert vel á mig. Eg er gamall, en Randulf ungur. ívar sat og steinþagði. Ég flýtti mér að snúa talinu að kírkjuferð- ínní. — Við verðum að fara að búa okkur, messan fer að byrja. Eigum við ekki að senda eftir þjóninum yðar, herra Carstens- STULKUR ÓSKAST í góðan iðnað í Austurbænum. — Upplvsingar kl. 8—19 e. h. í síma 1820. SETIMINGAVEL, óskast til kaups. — Tilboð sendist afgr. Mbl. fyiír 10 þ.m. meikt: „Setningavél — 754“. Skrifstofustúlka óskast til framtíðarstarfa. Sögin h.f. IOIV AÐARPLASS Gott iðnaðarpláss til leigu í Hveragerði. — Uppl. í síma 50, Hveragerði. Vandað skatthol helzt úr mahogni með skúffum að neðanverðu og skrif- plötu, óskast. — Tilboð sendist afgr. Mbl. merkt: „Skatthol — 762“. Húsasmíðar Getum tekið að okkur mótauppslátt og allskonar inn- réttingar strax, í uppmælingu eða tímavinnu. — Upp- lýsingar í síma 7834, Kjólaefni fallegt úrval Verzlunin PANDÓRA Kirkjuhvoli son? Hann gæti borið kyndlana. Það var gjört og þegar við gengum til kirkjunnar á túninu, fylgdum við Ebbe fast á hæla þjónsins, sem bar logandi blys sitt í hvorri hendi. — Lítið á hann sagði Carstensson allt í einu. Það var mikil hríð, en þó sá ég mann- inn greinilega. Snörp vindhviða hafði nær feykt mér um koll cn Ebbe lagði handlegginn um mitt- ið á mér og varði mig þannig falli. — Þarna sjáið þér, jómfrú Orning. Þér þurfið styrka hönd til að halda yður uppréttri. — Ég heyrði varla hvað hann sagði. Ég kannaðist eitthvað við þennan baksvip, þessar hreyfingar. — Ég veit ekki — sagði ég annars hug- ar. Við vorum öll komin inn í for- kirkjuna. Þar var ískalt. E'obe Carstensson endurtók: — Lítið þér á þjóninn minn. Rekur yður ekki minni til hver hann er? Nú sá andlit mannsins. Það var brúnt, fallegt andlit með svart, hrokkið yfirskegg. Hann horfði á mig í daufu skini kyndlanna, — Lárus — hvíslaði ég æst. — Guð sé oss næstur, hvernig vogarðu þér að koma hingað? — Hann er í þjónustu minni, sagði Ebbe, hann vildi heilsa upp á föður sinn. -— Ég varð að vinna mér inn peninga til að geta hjálpað pabba, sagði Lárus gremjulega. Hann var gerður að leiguliða eftir að ég hvarf. Ég stundi upp: — í guðsbæn- um sýndu þig ekki á Mæri. Sesselja hefir augu alls staðar. — fvar Mogensson fréttir það áreið- anlega ekki, minnsta kosti ekki frá Sesselju, svaraði Lárus. — Ekki fer ég að segja honum það, sagði ég þurrlega, en nú þegar ég þekki ívar tel ég hann of góð- an til að hann sé hafður að háði og spotti af öllum héraðsbúum, Hafðu mín ráð og láttu lítið á þér bera. Þó að þú treystir Sesselju, þá geri ég það ekki. — Hann kink aði kolli og gekk upp kirkjugólf- ið og settist í einn af hinum út- skornu kirkjustólum Mærisfólks- ins. Hinum megin í kirkjunni sá ég andlit Jörgens Randulfs. Það var fölt og kvíðafullt. Augu hans störðu óaflátanlega á Önnu Kristínu. Hún varð þess vör og varð óróleg, sneri sér að mér og spurði hvíslandi: — Hvern varstu að tala við svona lengi frammi? — Þjón Ebbe Carstensson, gaml- an vin okkar beggja, Lárus. — Hún greip andann á lofti. Augna- ráð hennar varð fjarrænt og hún virtist gleyma Randulf í bili. Hún hugsaði til liðinna stunda. En Lárus elskaði hún ekki lengur, það var ég viss um. 12. kafli. Svo komu jólin og nýjárið. Það var mikið dansað og mikið drukk ið. Á öllum nágrannabæjunum voru jólagestir og ég sá konur, sem mér þótti ennþá fegurri en Anna Kristín, en í augum Rand- ulfs var engin önnur kona til. Hann var alltaf við hlið hennar í hverri veizlu, dansaði við hana á hverri nóttu. Allir veittu þessu eftirtekt og hvískruðu um það. fvar drakk og spilaði. Það undarlega skeði að mér fór í rauninni að líka vel við fvar. Hann var ruddalegur, það var satt, en þess á milli var hann vingjarnlegur og svo hjálparvana að maður hlaut að kenna í brjósti um hann. Draumur hans var að veita Önnu Kristínu allt, sem hún girntist og fá þakklæti hennar í staðinn. Hann vildi gjarnan sýnast kænn í peningasökum, en hann var svo barnalega ærlegur, að það var enginn vandi að snuða Aukin þægindi Aukin híbýlaprýði Kelvinator kæliskápur er öllum húsmæðr- um kærkomin þægindaauki. Áðúr en þér ákveðið að kaupa yður kæliskáp þá skuluð þér athuga vandlega alla skápa sem eru á boðstólum. t^4»- jv Kæliskápar ¥ Nú er tækifærið! * Síðasta sending fyrir jól ★ Verð kr. 7.290.00 Endirinn verður ávallt sá að þér komið til okkar. Því hyggin húsmóðir óskar sér einskis fremur en KELVINATOK KÆLISKÁP. Kaupið yður Kelvinator áður en jólaannirnar komast í algleyming. HEKLA Austurstræti 14 — Sími 1687 Aukin þægindi — Aukin híbýlaprýði Þýzka þvottavelin er með tímastilli. ★ Verð með 2000 watta elementi kr. 3.085.00. ★ Verð án elementa kr. 2,650.00 Kærkomnasta heimilisaðstoð húsmóðurinnar. I HEKLA Austurstræti 14 — Sími 1687 I Aukin þægindi — Aukin híbýlaprýði 9 * titeraic ” hrærivélin Kenwood hrærivélinni fylgir: þeytari, hrærari, hnoðari, hakkavél, grænmetis- og komkvörn, plastyfirbreiðsla. Ennþá sama verðið kr. 2.600,00 H E KLA Austurstræti 14 — Sími 1687

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.