Morgunblaðið - 10.12.1955, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 10.12.1955, Blaðsíða 9
Laugardagur 10. des. 1955 MORGVNBLAÐIÐ 9 Frá Ursula Bruns kennir Jarp frá Víðidalstungu að stökkva yfir hindranir. — Jarp þykir gaman að stökkva og hann hræðist engar hindranir, segir skáldkonan i skýringu með myndinni. „Smiar myndir" jófsbók sm eiargir mum fapa EIN ER sú bók, sem hvað mesta athyglí mun vekja á bókamark- aðnum fyrir þessi jól. Það er bókin „Gamlar myndir", sem kemur á markaðinn í dag. Það er safn ljósmynda úr söfnum elztu Ijósmyndara á íslandi. „Þetta er minningabók, litil bók í leit að liðnum tíma“, segir í formála Vilhjálms Þ. Gislasonar, sem einnig hefur skrifað myndatextana. ir MARGIR MUNU ÞEKKJA MANNVIRKI „í henni eru sundurlausar myndir, en samt ekki sundur- leitar að sama skapi“, segir og í formálanum. „Þeím er það sam- eiginlegt, að þær eru samtíma vitnisburður um ísl. líf og ís- lenzka hætti í nokkra áratugi fyrir síðustu aidamót og rétt eftir þau“. Víst er að þetta verður bók miðaldra og aldraðs fólks. — Myndir bókarinnar eru teknar í umhverfi, sem slíkt fólk þekk- ir — á bernskudögum margra núlifandi manna. it MÆLIR BEZT MEt) | SÉR SJÁLF „Myndimar eru margvíslegar, : bæði úr bæjum og sveitum. Þær lýsa daglegu lífi og atvinnuhátt- um, skemmtunum og andlegu lifi. kirkju og kristnihaldi og þinghaldi, þær sýna híbýli og búninga, tízku, verklag; hátíðir og mannamót, ferðalög, verzlun- arhætti og veitingahús, heyskap og sjósókn og fiskverkun, bygg- ingar og brúarsmíð, samkvæm islíf, ný og gömul mannvú'ki, marga staði, sem síðan hafa skipi. um svip. Þær sýna gömul andlit, mörkuð af erfiði og áhyggjum daglegs strits og erils, eða glampandi af gleði hátiðarinn ar eða af ánægju þess, sem vef er gert eða fagurt er séð, hvort sem það er fé í rétt eða fiskur á reit, nýr hjólhestur eða nýtt stórhýsi, vakur gæðingur á ferðalagi eða, nýir bátar á sjó“, segir í formála. En mest og bezt mælir bókin með sér sjálf. Islenzku hestarnir eiga hjarta mitt Falleg myndabók írá Þýzkalandi BÓKABÚÐ Braga Brynjólfsson- ar hefur á boðstólum nýja þýzka myndabók, sem er að mörgu leyti sérstæð. Aðalefni bókarinnar eru 73 afburðagóðar myndir af hest- um og mönnum og hestum sam- an. Af þessum 73 myndum, eru milli 30 og 40 af íslenzkum hest- um, og erti þær ýmist teknar hér I é fslandi eða í Þýzkalandi. Höfundur bókarinnar er þýzka \ skáldkonEin, Ursula Bruns, sem skrifað hefur nokkrar mjög vin- sælar unglingabækur, þar sem lýst er heilbrigðu og ævintýra- legu sveitalífi unglinga og sam- vistum þeirra við dýrin, aðallega Siesta. Skáldkonan er sjálf snjall „,hestamaður“, og lýsir hún í bókinni mjög skemmtilega kynn- um sínum af íslenzkum hestum, sem hún hefir fengið sérstaka ást á. Á þessu ári hefur hesturinn okkar verið kynntur mjög ýtar- lega í Þýzkalandi. Þessi fallega bók er einn liðurinn í því kynn- ingarstarfi. Sumar myndir bók- arinnar eru úr kvikmynd, sem þýzka kvikmyndatökufélagið „ARCA-FILM“ lét gera s.l. vor. Er myndin gerð eftir skáldsögu eftir frú Bruns, og koma íslenzk- ir hestar þar mjög við sögu. En frúin sjálf tamdi hestana til myndatökunnar og kenndi leik- urunum meðferð þeirra. Mun þessi kvikmynd vera væntanleg hingað bráðlega og verður sýnd í kvikmyndahúsi háskólans hér. Hefir kvikmynd þessi hlotið mj.ög lofsamlega dóma í þýzkum blöðum og tímaritum, og hefur „leikur“ íslenzku hestanna vakið mikla athygli. Af þessu er ljóst, að frú Bruns sýnir ást sína til íslenzka hestsins og aðdáun á honum myndarlega, bæði í orði og í verki Bókin, sem heitir „Ponies“, er mjög ódýr, eftir þvi, sem slíkar mvndabækur geta verið, kostar aðeins kr. 45.00. Hún mun gleðja islenzka hestamenn og hestavini, Islenzk æska, sem á og erfir þetta dásamlega dýr, sem íslenzki hesturinn er, mun hafa yndi af að fletta blöðum bókannnar. íslenzku hestarnir eiga hjarta mitt, segir hin þýzka skáldkona. Það er okkur, sem kvöddum gæð- ingahópinn á hafnarbakkanum í Reykjavík fyrir nokkrum árum mikið gleðiefni, að nokkrir úr hópnum hafa lent hjá henni. Og þeir hafa reynzt íslandi góð land kvnning, S. Bj. BÍLDUDAL, 8. des.: — Tíð hefur verið sæmileg hér fram til þessa, en í dag er bylur og skafmold og lýtur út fyrir norðaustan garð. Allar skepnur hafa verið teknar í hús fyrir nokkru. Rækjuveiðin hefur gengið nokk uð treglega undanfarið en sjó- veður hefur oft verið sæmilegt. Mun veiðunum samt haldið áfram eitthvað fyrst um sinn. — Friðrik. N óbels verðlaunaútgáf a Heimsljós, Kárasonar ITILEFNI af því að Halldór Kiljan Laxness mun í dag veita viðtöku bókmenntaverð- launum Nobels í Stokkhólmi, sendir Bókaútgáfan Kelgafell frá sér í tveim bindum skáldverkið Heimsljós. Heimsljós er raunverulega önn ur útgáfa af sögu Ólafs Kárason- ar Ljósvíkings, sem kom út á ár- unum 1937—1940. í fyrra bindinu era Kraftbirt- ingartTljómur guðdómsins ( í Jrumútgáfu Ljós heimsins) og saga Olafs .j igs Höll sumarlandsins. f seinna bind inu eru Hús skáldsins og Fegurð himins. Mikill fjöldi bókmenntamanna telja þessar fjórar sögur í hinu mikla ritverki Kiljans um Ólaf Kárason Ljósvíking, bezt skáld- verka Laxness. — Er sannarlega viðeigandi að Helgafell, sem ann- ast útgáfu á verkum Nobels'-‘erð- launaskáldsins, heiðri það með útgáfu Heimsljóss á þessum degi. Hvort bindið er rúmar 300 blað- síður. Fréftir úr Mikia- holhhreppi BORG í Miklaholtshreppi, 30. nóv. — Undanfarið hefur verið einmuna góð veðrátta, marga góð uppbót á hið stutta og rosa- sama sumar. Um síðustu helgi brá til frosta, komst þá frostið upp í 7—9 stig Celsius. Sauðfé er nú sums staðar kom- ið á hús. Háhyrningum hefur skotið hér á land með ströndinni. Hafa þeir allir sennilega orðið fyrir sprengjukasti. Að Stakkhamri, Krossum og Kirkjuhóli hefur þessum háhyrningum skolað á land. Undanfarið hafa bændur hér í héraðinu verið að leggja inn hjá oddvitum lánsbeiðnir vegna ótíð- arinnar s.l. sumar. Hvggst ríkis- stjórnin lána bændum á ó- þurrkasvæðinu 12 millj kr„ sem verja á til fóðurbætiskaupa. Eru þessi lán til 6 ára með 5% vöxt- um. Heldur finnast þetta kaldar kveðjur og lítil hjálp öllum þeim vændræðum, sem bændur á þessu óþurrkasvæði hafa orðið að þola i sumar vegna ótíðarinnar. Þegar aðalbjargræðistími bóndans bregzt algjörlega, og fyrirsjáan- legt er að allir bændur á þessu svæði verða að skerða bú sín all- verulega og framleiðslumöguleik- ar verða því mjög takmarkaðir. Hér um slóðir hefur mjólkur- framleiðslan minnkað það mikið að mjólkurbíllinn fer nú tveim ferðum færra í viku, heldur en verið hefur undanfarið. Hefur kúnum fækkað það mikið Afleið- ingar þessa vonda sumars marka bung snor á bændur þessa lands, framleiðslan minnkar og fram- kvæmdir að sama skapi.. Margir bændur mutv hafa eitt- hvað trev’st á bær tillögur, sem aðalfundur Stéttasamn bænda beindi til ríkisstjórnarinnar vegna hins alvarlega ástands. En fátt eitt höfum við bændur feng- ið að hevra ennþá sem miðar í bá átt. að eitthvað af tillögum st.éttasambandsins néi fram að eanaa. sem cæti orðið váranleg aðstoð við búreksturinn. — Páll. 1. Ijóðabók Hannesar Péturssonar komin út Ungl skáld og efniEegt IGÆR. kom í bókaverzlanir Ijóðabók eftir Hannes Pétursson. — Hannes hefir vakið mesta athygli þeirra ungu skálda, sem kvatt hafa sér hljóðs síðustu árin, og hafa Ijóðavinir því beðið bókar hans með mikilli eftirvæntingu. Hannes Pétursson er korn ungur maður, rúmlega tvitugúr að aldri ,og er þetta fyrsta ljóða bókin, sem hann sendir frá sér. Nefnist hún aðeins Kvæðabók os: eru í henni um 50 ljóð. EFNILEGT SKALD Áður hafa birzt nokkur kvæði eftir Hannes í tímaritum og vöktu þau strax athygli og sjá mátti að þar var óvenju efnilegt skáldefni á ferð. Enn ljósara verður það við lestur bókarinn- ar en bíða verður að gera henni nánari skil þar til síðar. MORG YRKISEFNI „Kvæðabók“ skiptist í þrjá meginkafla. Ber hinn fyrsti heit- HORNAFIRÐI, 8. des.: — Vegir hafa verið vel færir hér hingað til óg snjólétt í austursveitum. Ö11 vatnsföll eru nú komin á hald, og vel fær bifreiðum á ísn- um. Er þess vegna greiðfært um sveitirnar. — Gunnar. 1 Hannes Pétursson ið „Hjá fljótinu." Annar hefir vísuorð eftir Herman Hesse að einkunn og er það raunar ljóða- flokkur með átta Ijóðum. Sá síðasti heitir „Menn sá ek þá“, og eru þar kvæði um marga kunna menn, erlenda og inn- lenda. Þar er fyrsta kvæðið „Veginn Snorri", en auk þess kveður Hannes m. a. um svo sundurleitar persónur, sem Djáknann á Myrká, Rilke, Hall- grim Pétursson, Stefán G. óg Maríu Antoinette, en það kvæði er hið síðasta í bókihni. Eins og sjá má af þeSsú eru yrkisefni Hanneáar hin fjöl- breytilegustu, \’iðhorf hans í kvæðunum erú mörg nýstárleg og frumleg og málfar þeirra vairdað. SKAGFIRÐINGUR AÐ ÆTT Hannes Pétursson er Skagfirð- ingur að ætt, sonur hjónanna Sigriðar og Péturs Hannesson ar sparisjóðsstjóra á Sauðár- króki. Hann tók stúdentapróí frá Menntaskólanum í Revkjavíl 1952, dvaldist eitt ár við háskól ann í Heidelberg og stundar nú íslenzkunám við Háskóla fs- lands. Frá aðaHutidi Þing- eyingaiélagsiiK ÞINGEYINGAFÉLAGIÐ í RviV hélt aðalfund sinn fimmtudaginn 8. des. Hefur félögum nokkuð fjölgað á árinu og eru nú rúfn 200. — Félagið hefur mörg járn í eld- inum og margt hefur verið gert á þessu ári. Gefin var út lýsing Suður-Þingeyjarsýslu eftir Jón Sigurðsson á Yztafelli og unnið hefir verið að því að rifa lýsingu Norður-Þingeyjarsýslu. Mun það vérk langt komið. Þá hefur og verið safnað örnefnum um alla norðursýsluna seinustu tvö sum- urin. í Heiðmörk á félagið sinn skóggræðslureit og hafa þar nú verið gróðursettar rúmlega 17.000 plöntur, auk þess sem unnið hefur verið að því að rækta landið og koma í veg fyrir spjöll af uppblæstri. Þá er og unnið að undirbúningi að örnefnasöfnun í suðursýslunni, ennfremur að þvi að gera kvikmynd er sýni háttu og þjóðlíf í báðum sýslum. Unn- j ið er og að undirbúningi að þvt | að reisa Skúla fógeta minnisvarða j í fæðingarsveit hans, Keldu- hverfi. Þá má og geta þess, að í haust fóru margir félagsmenn til melskurðar hjá Skarðsfelli á Landi, en melkornið á að nota til þess að græða upp Hólssand í norðursýslunni. Þá má og geta ' þeás að komið hefur til orð:v að félagið íaki höndum saman :Við önnur noj'ðlenzk átthagafélög-tíúi að reisa sámeiginlegt féiagsheihf- ili í Reykjavík. '• nyl Framh. á bls. 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.