Morgunblaðið - 10.12.1955, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.12.1955, Blaðsíða 2
18 MORGL /V tt LAÐIB Laugardagur 10. des. 1955 Krlsfmann Guðmundsson: BÓKMENNTIR Ljóðinseli. — Eftir Magtiús Jónsson frá Skógi. Útgáfa höfunáar. BÓK þessi er út komin fyrir riokkru síðan, en vinir höfundar- ins ’nafa 'mælst til að um hana væri nú ritað, í tilefní af því, að höfundurinn varð fimmtugur i eumar. Og bókin er vel þess verð, að hennar sé gehð. Að vísu ÍJytur hún engin meistaraverk, cn allmörg snoturlega gerð kvæði og vísur. — „Vor þjóð, vor þjóð“ tfcr t. d. haganlega orkt kvæði; ..Einskis metið“ er góð hugvekja <0g „Konu hefi ég mér festa“ er Ig'ið hugmynd færð i skemmti- >egan búnir.g: ..Gengur síðan gestur reistur tguðs að háum veldisstól. Ikagði þaðan Ijóma mikinn 3 ts frá skærri himin-ól. Æðstur drottinn einkarstórum ougum iítur komumann, . ’endur upp af stóli dýrum <og stillilega aðspyr hann“. „Sál þín“ er eitt bezta kvæðið % kverinu, vel geii;, engu ofaukið, og dálitil skáldleg tilþrif, sem «nnars er fremur lítið af. Snot- «rt er: „Seint fyrnist færu ást“, og fleira má telja laglegt. En það, nem lesandanum verður minnis- ístæðast eru nokkrar ferskeytlur, f d. þessar: „Hver sem öðrum eykur böl, öðrum pretti sýnir, elur sína eigin kvöl, eigin gæfu týnir. Þegar sviður sorgarund og sýnist fátt til varnar, sefa bezt og létta lund ljúfu minningarnar1. Stunetir skins og skýja. Eftir Gunnar S. Hafdal. Prentsimðjan I.eiftur. EÆKUR sem þessar eru algegn f yrirbæri á íslandi — og skemmti )egt tákn sérstæðrar. menningar. >3ótt þær auðgi ekki allar til •nuna bókmermtir okkar, eru f>aer öruggur vottur þess, að við ferum í bezta skilningi bók- fi enntaþjóð, að skáldskapur er Kmninn okkur í blóð og merg. Bændur, sjómenn, verkamenn, — þeir eigi aðeins lesa og skilja -okáidskap, heidur yrkja þeir Ifijáifir og semja við störf sín — *og margii' hverjir býsna vel. — Hyar í lieiminum myndi slíkt igeta átt sér stað, annars staðar <en hér? Norðlenzkur bóndi sem orkt l> ;fur í önnum annarra starfa aila æfi sína, kemur hér fram á fýónarsviðið með afraksturinn, fitóra kvæðabók. Og þótt hann <geti ekki talist neitt stórskáld, Jþarf hann ekki að biðja afsök- vmar § kverinu, því margt er vel ígert og einkum hressilegt í því. ÍWorgunsól og dögun mæta les- endanum á fyrstu blaðsíðunni, tiví bóndinn er árrisull: ..Og hljómar vorsins gígju evo yndisljúfir líða uœ loftið mettað ilmi og bjart af skini dags. Á sólarstund í blómskrauti sumargrænna hlíða cr sælt að heyra ómskærar raddir morgundags". Rímleikni höf. er mikil, en Ii.ain er meira en hagyrðingur, howim hefur einnig verið úthlut- að talsverðu af miði Suttungs. Um það ber kvæðið „Dögun“ Ijósan voft: ,f ijósaskiftum Ijóð á tungu fæðist. K.jómi af degi skín við austur- brún. Morgunljósið líka óðum glæðist. I oftið skreytir fögur bjarmarún. |>Sjá, birtan vex, og blíða Drottins augað 1> elðir geisla yfir höt og jörð. Við komu dags er allt í Ijósi laugað. Lífið syngur Guði þakkargjorð. Ef inni ert þú i ömurleikans skugga og angurvær í sorgarhúmi býrð, grát þinn sefa og glóey lát þig hugga, gakk út í Ijómann fagra og morgundýrð“. Sæmilegt kvæði er: ,Bændur“, en „Þorrastillur" er betra, vel kveðið og hressandi. Svo er um mörg önnur: „Vorþankar“, „KristóieT Eggertsson*, „Jón St, Melsted“ og fleiri, — vel gerð, viðkunnanleg, án stórra titþrifa og stórra galla. Störf og viðfangsefm bóndans birtast í hendingunum, og bóndi sá er heilbrigður og hress. Kaprí norðursins. Eftir Fouche. Útgáfa höfundarms. FOUGHE er berlegá dulnefni og ekki gott að vita hver unrir því leynist, en hann er skemmtilega pennafær. Hann kemur víða við og segir vel frá, hvort sem hann fjallar um lundaveiði eða enska ofdrykkjumenn. Það er naumast hægt að kalla hann skáld, en þó eru kaflar í bókinni svo góðir, að víst hefur ýmislegt lakara en þeir verið kallað skáldskapur. — „Hetjan í bjarginu" er þannig, einföld og hófsöm frásögn, en hádramatísk í einfaldleik sínum, og verður lesandanum minnis- stæð. Hið • sama er að segja um „Sjóslys", sem er enn betur gert, bezti þáttúr bókarinnar, þar sem engu orði- er ofaukið og ekkert vansagt. En sumir kaflarnir eiga lítið erindi á prent, svo sem „Kaprí norðursins", „Herbúðir“, „Ævintýramerinskan“ o. fl. — Þá eru nokkrar góðar fráságníi4, án skáldlegra tilþrifa, t. d. „Lundaveiði", '„Misheppnuð veiði för“, ,,Bjargsig“ og annað því líkt. Höf. hefur ágæta rabbgáfu, er trúlega myndi geta gert hann að prýðis-blaðamánni. Og einstaka sinnum hefst hann upp til góðr- ar skáldlegrar frásagnar, svo sem fyrr er um getið. Um dægur löng. Eftir Éinar Beinteinsson. FJÖGUR systkini úr Svínadaln- um hafa gefið út ljóðabækur eft- ir sig, og er Einar Beinteinsson eitt þeirra. í formála kversins er þess, getið, að hann hafi ung- ur misst heilsuna og eru það hörð örlög. En bölvabætur hafa hon- um sýnilega verið gefnar, hann teiknar allvel og þetta litla ljóða- kver ber þess merki að skáld- gyðjan hefur litið í náð til hans. „Ólafs drápa Ketilssonar“ heitir fyrsta kvæðið og hefst svo: „Heill sért þú, sem í hárri elli hvarfa lætur að unnu starfi hugarsjón, þó að hnígi dagur. Hvað skaí nýta, ef þitt er lítið? Hylli ég þig með hætti snjöllum, hollt er að minnast fyrri kynna. Kögursveinn á þekkjum Braga býður flokk, ef villtu hlýða". Laglega farið af stað, og öll er drápan hin haglegasta. Einar á orðgnótt og bragkyngi og kann að beita hvorutveggja. — í af- mæliskvæði um Jón Narfason áttræðan, lýsir hann fyrst ýms- um búsífjum hörðum er dundu á Jóni um æfi hans, en segir síðan: „Samt er hann beinn, með hnykla í hörðum brúnum, hvatlegá rennir augum furðu snörum. Svipurinn hreinn, en merktur reynslurúnum, rómurinn snjall og karlmennska í svörum. Glerlinsur í mafmsaiigiim • i Verður hœgt að ráða hót a sjóndcpru ? FYRIR rúmum þrem árum gerði brezki skurðlæknirinn Harold Ridley, mjög djarfa skurð Ennþá er táp í taugum vinnu- lúnum. Tvíllaust og öruggt sigurbros á vörum“. En sturidum bregst nú boga- listin, til dæmis í kvæðinu „Aldarháttur", sem er áróðurs- kvæði gegn íhaldi og her-í-landi! Hér eru tvö „vers‘ er sýna artina: „Háðungarstía vor höfuðborg er. Hispursmeé vígist og útlendur ver. Skálkamir ný finna skjól hánda sér, skammapör drvgjast um land hér. Skynsemin hulsuð í skotunum hýr, skaðvirkir uslamenn hfa sem dýr. Þótt geymist í ruslinu gimstéinn- ' inn skír, glpppótt er drusian, sem út snýr“. Já svona fer pegar saklausir sveitapiJtar hlusta á vonda menn að sunnan, og er því bezt að fara myndin synir þverskurð af varlega í það. í „Brúnarljóðum“ er Einar aftur kominn á öruggan grund- völl: „Oft var dulur dalakarlinn drjúgur, þegar komst í raun. Fóstraður upp við örðugleika, óvanur að heima laun. Hertur í vosi og vetiarferðum, vandist Jítt að blása i kaun“. Þarna eru nokkur vel snotur kvæði, ónnur en þau, sem þegar hafa verið nefnd, svo sem: „Sól- bráð“, „Vorkoma“, „Undráland- ið“, „Vetramótt" o. fl. — Kverið er hið viðkunnanlegasta; andinn ekki stór, en leikni tuisverð og vinnulirögð oft með ágætum. auga, sem er fullkomiega heU- brigt, neðri rayndin sýnir þver- skarð af auga, sem gleriinsa hcfir verið sett ». aðgerð á auga eins af sjúklingum sínum. Hafði sjúklingurinn vagl á auga, en Ridley setti plast- linsu ínn í augað. Var svo að sjá sem mikill sigur hefði verið unn- inn á sviði augnlækninga, og tak- ast mætti með þessari aðferð að ráða bót á sjóndepru. En Ridley uppgötvaði brátt mikinn galla á þessari lækningu. Plastlinsan tolldi ekki á sínurn stað, en rann aftur í mitt augað. ★ ★ ★ Þýzkur sérfræðingur í augn- Jækningum, prófessor Eugen Srhreck, vonast nú ti! þess, að lionum hafi tekizt að sjá við þess- um galla á aðgerð Ridleys. Greip hann til þess ráðs aðsetja linsuna fyrir framan lithimnuna, þó að hann bryti þannig iögmál nátt- úrunnar — þar að auki er sú linsa sem hann notar úr gleri, Linsan er 5 mm i þvermál, á hénni eru ofurlitlir „hakar“, og er hún 11 Vz—13 '4 mm á léngd eftir stærð augans. Þar sem linsan er sett fyrir framan Lithimnuna er mun minni hætta á þvi, að hún ýtist aftur. Dr. Schreck gerði sínar fyrstu aðgerðir af þessu tagi fyrir tveim árum, og hefir hann ekki enn orðið þess var, að linsurnar færð- ust nokkuð úr lagi. Verðlaun fyrir dýr- mætan sharfgrip sendir nú á aukafélagsbækur sínar á þessu ári. Frásagnir eftir Árna Óla, Islenzkar dulsagnir 2. bindi, eftir Óscar Clausen og Undraheim dýranna, eftir Maurice Burton. Áður eru komnar út á þessu ári, fjórar aukafélagsbækur hjá útgáfunni, Saga íslendinga 8. bindi, fyrri hluti, eftir Jónas VESTUR-ÍSLENZKA blaðið LÖg Jónsson. Tryggvi Gunnarsson, 1. berg segir frá því að íslenzk | bindt, eftir dr. Þörkel Jóhannes- kona, dr. Carol J. Féldsteð, hafi hlotið mikla viðurkenningu í Bandaríkjunum fyrir skartgripa- teikningar. Samtök skartgripasala efndu til sýningar á skartgripum úr gulli og gimsteinum pg hlaut Carol verðlaunaskjöld fýrir arm- band og brjöstnál, «r gullsrhiður gerði úr demöntum og platínu samkvæmt teikningum hennar. Þessir skrautmunir eru virtir á 20 þús. dollara. Dómarar á skart- gripasýningunni voru kvik- myndaleikkonan Irene Dunne, Pierre Matisse, sonur hins heims- fræga málara og Raymon4 Loewy, kurinur bandariskur fag- urfræðingur. SÍÐUSTIJ BÆKUR MEIVINIIMGAR- SJÓOS Á ÞESSU ÁRI KOMIMAR Bókaúigáfan í ár orðin 72 bœkur BÓKAÚTGÁFA Menningar- um mjög hugstætt og lætur hon- sjóðs og Þjóðvinafélagsins um vel að skrifa um það. Hafa márkaðinn síðustu fyrri bækur hans um líkt efni son, Heimsbókmenntasaga, fyrra bindi, eftir ; Kristmann Guð- mundsson og Bókband og smíð- ar, eftir Guðmund Frímann. Aukafélagsbækur aru þessar bækur nefndar vegna þess, að félagsmenn útgáfunnar njóta sér- stakra vildarkjara um kaup á þeim, og nemur afslátturinn um 25%: Félagsbækumar, sem eru 5, fá félagsmenn hins vegar gegn föstu árgjaldi, og eru þær allar komnar út. Félagsgjaldið þetta ár er kr. 60.00. Frásagnir, eftir Áma Óla rit- stjóra, eru eins og nafnið bendir til, frásagnir af mönnum og merkum atburðum úr lífi og sögu þjóðarinnar. Efnið er höfundin- ' ! i ... i’®./-,.'- -i " STKi M _ Jt—•Hr Hér getur að líta inn í hina nýju Kjötbúð Sláturfélags Suðurlands að Bræðraborgarstíg 43, Kjötbúðin var opnnð fyrir nokkrum dögum orðið sérstaklega vinsælar og víðlesnar. í þessari nýju bók sinni, Frásögnum, dregur hann upp margar skýrar og athyglis- verðar myndir úr sögu lands og lýðs á liðnum öldum. íslenzkar dulsagnir, eftir Ósc- ar Clausen rithöfund, komu út á s.l. ári. Nú er komið út 2. bindí af þessu safni, og eru þar skráð- ar margar merkilegar sagnir af dulrænni reynslu íslenzkra manna og kvenna. Höfundurinn er kunnur fræðaþulur og hefur samið margar bækur um dulræn efni og þjóðleg fræði. íslenzkar dulsagnir hafa að geyma mikínn fróðleik fyrir alla þá, er dulræn- um fræðum unna. Undraheimur dýranna, er rit- uð af frægum brezkum náttúru- fræðingi, Maurice Burton, en þýðinguna önnuðust þeir dr, Ðroddi Jóhannesson og Guð- mundur Þorláksson magister. —- Bók þessi er frábærlega skemmti lega skrifuð, og segir frá ýms- um furðulegum fyrirbærum i dýraríkinu og náttúrunni. Jafn- framt því að vera vísindarit, er bókin heillandi lestrarefni, þvl að frásagnir höfundarins af dýr- um, fuglum, fiskum og jurtum, eru svo lifandi og efnisríkar, a3 maður les bókina eins og spenn- andi skáldsögu. Eins og fyrr segir, eru allar félagsbækur Bókaútgáfu Þjóð- vinafélagsins og Menningarsjóðs komnar út. Geta því félagsmenm í Reykjavík vitjað þeirra til af- greiðslunnar nú þegar, og félags- menn úti á landi, innan fárra daga til umboðsmanna útgáfunn- ar. Jafnframt er tækifæri fyrir félagsmenn að tryggja sér auka- félagsbækurnar með hinum góðu kjörum, meðan upplag þeirra endist. •♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦« ♦ ♦ ♦ D ♦ ♦ Dezt að ai glysa í ♦ ♦ ♦ ♦ Morgunblaðinu ♦ ♦ ♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦•

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.