Morgunblaðið - 10.12.1955, Blaðsíða 7
Laugardagur 10. des. 1955
MOK.GL N BLAÐIÐ
23
* BÓKMEIMNTIR *
Bókarfregn — Æviár
hann ýtariega grein fyri'r lífs-
skoðun sinni. Um hana skal hér
ekkí ra >tt. Lífsskoðanir manna
Eiríkur V. Albertsson:
ÆFIÁR.
ísafoldarprentsmiðja h.f.
Reykjavík 1954.
UNGUR guðfræðistúdent átti tal
við einn af kennurum sínum og
í ldk þess samtals sagði kennar-
inn: „Það gleður mig áð þér eruð
efni í mikinn guðfræðing." Allir
sem einhvern tíma á stúdentsár-
um sínum hafa leitað á fund
kennara sinna, til þess að
grennslast eftir áliti þeirra á
námshæfi og námsafrekum
þeirra, geta skilið það, hversu
gleðilegt og örfandi það muni
vera að fá slíka umsögn, og því
gleðilegra sem kennarinn er
meira metinn, og að þessu sinni
var kennarinn próf. Haraldur
Nielsson. Stúdentinum hefur ver-
ið létt i skapi, er hann hélt heim
af fundi þeirra, og hann hefur
verið einráðinn í því, að stunda
nám sitt sem allra bezt. En hann
lét ekki þar við sitja, heldur
strengdi hann þess heit, að verða
fyrstur til að verja doktorsrit í
guðfræði innan Háskóla íslands.
Ég býst við að margir telji það
nokkuð léttúðugt að festa slíkt
heit þegar á námsárunum, en
eigi verður því neitað, að það
ber vott um mikinn stórhug hjá
þeim sem heitið festir. En hvað
sem því líður þá varðar þó hitt
mestu máli við allar heitstreng-
ingar, hvort þær verða efndar
eða ekki.
Stúdentinn lauk embættisprófi
og við tóku annrík ár, við prests-
þjónustu, bústjórn, skólastjórn og
ýmis störf önnur, en heitstreng-
inguna hafði hann sífellt í huga
og svo fór að lokum, að hann
efndi hana og varð fyrstur allra
manna til .að verja ritgerð um
guðfræðilegt efni við doktorspróf
innan guðfræðideildar Háskól-
ans, og enn í dag er hann sá
eini, sem því hefur afrekað.
Þessi stúdent var dr. theol.
séra Eiríkur V. Albertsson fv.
sóknarprestur í Hestsþingum í
Borgarfirði. Hann hefur nú ritað
æviminningar sínar, sem út eru
komnar á forlag ísafoldarprent-
smiðju h.f. með nafninu Æfiár.
Efni bókarinnar ska) eigí rakið
hér. Hún hefur að geyma sögu
sveitadrengs, sem vex upp í
skauti góðra og merkra foreldra,
er gæddur ríkri menntaþrá og
brýzt áfram allt’tU háskólaprófs
án. þess að njóta nokkurs fjár-
styrks annarra manna með þeim
dugnaði, .að hann skuldar eng-
um manni neitt, er hann gengur
frá prófborðinu, verður síðan
velmetinn prestur og umsvifa-
mikill búmaður, sem bætir nið- 1
uxnítt prestssetur sitt stórum að
húsakosti og jarðrækt, hefur um |
þriggja ára skeið á hendi skóla-
stjórn, jafnframt prestsskapnum,1
og tekur með ýmsum hætti þátt
í héraðs- og sveitarmáíum, en
eykur þó jafnframt öllum þess- |
um störfum sífeítt við þekkingu
sína með lestri úrvalsrita og ut-
anförum. Hann eignast ágæta
konu og efnileg börn svo að segja
má, að Hf hans hafi verið sam-
felid sigurför fram að vissu
marki. En þegar þangað kom
verða mikil umskipti. Hann
missir heilsuna og þar með er
honum svipt frá ölium þessum
störfum. En jafnvel eftir að hann
hafði misst heilsuna auðnast
honum að verða upphafsmaður
að einu hinu merkasta nýmæli
síðari ára í þjóðlifi voro. Hann
hreyfir fyrstur manna hugmynd-
inni um vinnuhæli fyrir berkla-
sjúklinga. Upp af þeirri tillögu
er hin glæsilega stofnun, Reykja-
lundur, vaxin.
Þessi minningabók dr. Eiríks
er ágætlega skrifuð, á þrótt-
miklu og hreinu máli. Þar er
víða vel að orði komizt og marg-
ar snjallar athugasemdir er þar
að finna. Víða eru og skáldleg
tilþrif. Eg nefni aðeins eitt dæmi
þess, hina frábærlega snjöllu og
skáldlegu lýsingu hans á þvi,
hvaða áhríf niðurinn í Hvammsá
hafði á hann í æsku. Sá kafli
mætti gjarnan vera tekinn í ís-
lenzkar lestrarbækur. í þremur
síðustu köflunum í bókinni gerir
eru hin mestu einkamál þeirra.
Ég vúl aðeins benda lesendum á
kaflann, sem hann nefnir Must-
eri vísindanna. Hann sýnir með
hversu mikilli alúð og hversu
víðtækum lestri hann hefur
kynnt sér viðhorf vísinda nú-
tímans til lifsgátunnar miklu og
hversu víða hann hefur farið um
ríki andans til þess að leggja
undirstöðurnar að Mfsskoðun
sinni
Ólafui Lárusson.
Listamannaþættir
-nýbókeftir
Ingólf ííristjáns-
son
ÚT er komin ný bók eftir Ingólf
Kristjánsson blaðamann, sem
nefnist Listamannaþættir. Er hér
um að ræða stutta þætti af 30
íslenzkum Ustamör.num. Myndir
fylgja hverium þætíi, sem gerðar
eru af Halldóri Péturssyni. Bók-
in er 191 bls.
I forspjalli segir Ingólfur m. a.:
„Eins og aMir sjá, vantar hér
marga kunna listamenn, bæði rit-
höfunda, skáld, myndlistarnvenn,
leikara pg tónlistarmenn, enda
hefði engin leið vertð að koma
öllum ísleníkum listamönnum að
í einni bók með því formi, sem
hér er viðhaft. Um vahð í þessa
þætti má að sjáíísögðu deila, það
Framh. á bls. 30
Konungsskuggsjá
BÓKAFORLAGIÐ h. f. Leiftur
hefur nýlega sent frá sér, í ágætri
og aðgengilegri útgáfu hið forn-
fræga norska ritverk Konungs
skuggsjá og er þetta fyrsta út-
gáfa hennar sem prentuö er hér
, á landi. Magnús Már Lárusson
hefur búið bókina til prentunar
og fært hana til nútíma stafsetn-
lingar, eins og sjálfsagt var að
■ gera við útgáfu handa okkur al-
þýðumönnum. Konungsskuggsjá
I er talin vera rituð um miðja
113. öld og hið norræna mál sem
hún er rituð á er svo Ijóst og
i líkt þeirri íslerizku sem við töl-
um nú að hver sæmilega greind-
ur unglingur ætti að geta Jesið
hana sér til gagns og skemmt-
unar. Hún er fyx-st og fremst
fræðirit, haldið í viðtalsförmi, er
það fróðleiksfús sonur sem spyr,
en vitur og veraldarvanur faðir
sem svarar, samkvæmt þekkingu
þeirrar tíðar sem bókin var rituð
á. Öll er bókin fróðleg og víða
mjög skemmtileg og má vissu-
lega margt af henm læra enn
í dag.
Þeir voru ekki að trana nafni
sínu fram gömlu rithöfundarnir
á hinni fyrstu ritöld með norræn-
um þjóð'um og ekki er nú vitað
hver sé höfundur Konungsskugg-
sjár. En sterkastar likur hafa
verið leiddar til þess að höfund-
urinn hafi verið Einar smjör-
bakur, er varð erkibiskup í
Niðarósi 1255 til æfiloka 1263.
Hann var sonur Gunnars grjón-
baks, lögmanns Þrænda, en um
hann segir í Hákonar sögu Hákon
arsonar að hanu hafi áf öllum
verið talinn vitastur maður í
Noregi.
Konungsskuggsjá greinir fyrst
frá íþróttum kaupmanna og
siðum „og þar næst um kónglega
siðu og annarra stórhöfðingja og
þeirra manna, er þeim fylgja og
þjóna. Og eigi lét ég óspurt með
öllu um lærða menn (presta)
íþróttir og þeiira siðu. En þó
lauk ég mjnni spurningu með því
að ræða um íþróttir bænda og
fjölmennis þess, er land byggir
og þeirra siðu og athæfi“. Þannig
segir höfundur frá efni bókar-
innar, í formála. En.bókin endar
á frásögninni um konunginn og
hirðsiðina, en kaflarnir um prest-
ana og alþýðuna hafa ekki verið
skráðir, höfundurinn fallið frá
áður. Draga fróðir menn þá
ályktun af því að Einar smjör-
bakur hafi samið hana á sínum
allra síðustu æviárum.
En hver sem höfundurinn nú
kann að vera er auðséð að þar
hefur vitur og fróður og rnennt-
aður maður haídið á penna.
Auðfundið er víða að þarna segir
maður frá mörgum atriðum sem
hann hefur sjáifur séð og reynt,
en frá mörgu hafa aðrir víð-
förlir menn sagt honum. Það
sem sagt er þarna um Grænland,
ísland og írland er undur
skemmtilegur lestur. Hinar
miklu furður sem þar er sagt
frá trúðu menn þá, þó nú sé
það talið til hjátrúar og hindur-
vitna. Víða eru mikil skáldleg
tilþrif t. d. í frásögninni um
vinda og veðurfar og málið ein-
falt og fagurt. Sem dæmi um
feve málið á þessari norsku bófc
er auðskilið okkur í dag, er eft-
irfarandi helgisaga frá írlandi,
sem hljóðar þannig:
„Þar var og enn í því landi
heilagur maður einn, sá er
Kevínus hét, í bæ þeim, er
Glumelaga heitir. Og' þar var
hann í þann tima sem einsétu-
maður væri, og gerðist þessi at-
burður i hans tíma, er nú vilj-
um vér frá segja. Það gerðist
svo til, að hann 'nafði einn ungart
mann hjá sér, frænda sinn þann,
sem þjónaði honum, og unni
hann þeim sveini mikið. Svéinn
sá tók að sýkjast fynr honum,
og varð sótt hans svo þung og
mikil, að hann varð banvænn.
Það var í þann tíma um vorið
í marciománuði, er sóttir manns
verða sem hættastar. En gjörðist
svo til, að sveinn beiddist af
Kevino frænda sínum, að hann
skyldí gefa honuin epli og sagði,
að sótt hans mundi þá verða
léttari, ef hann fengi það, er hann
beiddist. En til þess var þá ekki
líkt í þann tíma, að þá mundi
epli fá, því að þá hið fyrsta tök
brum að þrútna um vorið á öll-
um aldinviði til laufs. En fyih*
því að hinn helgi Kevínus harm-
aði sjúkieik frænda síns mjög,
og það annað að hann mátti það
eigi fá honum, er hann beiddist,
þá féll hann til bænar og bað
þess Guð, að hann sendi honum
nokkura þá iiluti, er frændi hans
Framh. á bls. 30
Jólabækur
Æskun
Bjarnarkló
kostar 32 kr.
Fimm nýjar ungiingabækur
Hörður á Grund
kostar 35 kr.
Bjaltan hringir
kostar 26 kr.
Todda í tveim löndum
kostar 28 kr.
Glatt er í Glaðheimum
kostar 35 kr.
Bækur Æskunnar mæla með sér sjálfar. Gefið unglingunum góðar bækur.
Góð bók er bezta jólagjöfn. Gefið þeim bækur Æskunnar.
Fást hjá öllum bólcsölum
Aðalútsala BÓKABÚÐ ÆSKUNNAR Kirkjutorgí
3se
30íi
6«
81 í
ðV£