Morgunblaðið - 10.12.1955, Síða 8
24
MORGVNBLAtílB
Laugardagur 10. des. 1955
^-J^uenbjóétn — ^JJeimiiié
Reykvíska stúlkan vill heldur einn
vandaðan kjól en marga lélega
Þær eru yfirleilt mun befur klæddar en
almenningur erlendis
ISLENZKAR stúlkur eru yfirleitt mun betur og smekklegar
klæddar heldur en almenningur, sem maður mætir á götum
New York-borgar, sagði frú Guðrún Stefánsdóttir, sem nýlega er
komin heim frá Bandarikjunum. En þangað fór hún í verzlunar-
erindum fyrir hina nýju verzlun sína, sem hún opnaði hinn 3.
þessa mánaðar á Skúlagötu og Rauðarárstígshominu, undir nafninu
Guðrún. — Kvennasíðan heimsótti hana og spjallaði vítt og breitt
um tízkuna eins og hún er vestan hafs í dag og hvað íslenzkum
konum líkaði og félli bezt.
LJÓSU UTIItNIR
— Þeir tízkulitir, sem mest eru
áberandi í dag eru ljósir pastel-
litir, grænblátt, ljós brúnt
(beige) og hvítt fyrir utan svarta
litinn, sem er sígildur. — Þessir
litir koma fram í vortízkunni,
sem er farið að bera á í New
York, — fyrir þá sem flýja kuld-
ann og fara til Flórída. — En
vitanlega eru einnig fleiri litir
í tízku, og ég hef veitt því at-
hygli að það er eiginlega ekki
nema einn litur, sem alveg virð-
ist vera heillum horfinn hjá kon-
um og það er skærgrænt, sagði
frú Guðrún.
— Hvaða litum kjósa nú ís-
lenzkar konur helzt að klæðast?
— Mér virðist að þær vilji
yfirieitt helzt ganga í frekar
skærum litum og eru allsendis
óragar við að stinga í stúf við
umhverfið. Þeim finnst líklega
að þessir skæru litir hressi upp
é skammdegið hjá okkur. Ungu
Btúlkumar virðast mér helzt
Vilja þennan blágræna lit og
Ijósbrúnt, eða sem daglega er
nefnt beige, og þær eru einnig
hrifnar Eif svörtu. — Eldri konur
velja sér mest megnis grátt og
Bvart
„LtJ»RA“-PILS
— Hverju líkist New York-
tízkan í dag?
— Segja má að hún líkist einna I
mest hljóðfærinu trompet og eru
„lúðra“-pils eða trompet-pils.
mikið í tízku, en þau eru eins
og þetta hljóðfæri i lögun, þröng
að ofan og um mjaðmirnar en
með geysi vídd fyrir neðan hné
eða um það bil. — Þá er langa
mittislínan með engu belti eða
þá síðu, ef það er, og fyrirferðar-
miklu um mjaðmirnar, áberandi
í dag.
— Síddin?
— Hún virðist mér vera ákaf-
lega hæfileg, eða svona um miðj-
an kálfa. En svo sjást vitanlega
konur sem ganga í kjólum sem
svo að segja skrölta um hnén,
— en mér finnst það óklæðilegt.
— Hvernig eru tízkuefnin?
— Samkvæmiskjólaefnið, sem
mest er áberandi, er nýtt efni,
er nefnist „Nylon-trico“. Það er
áþekkt efninu sem er í nylon-
blússunum, sem fengizt hafa
hér undanfarin ár, nema það er
ekki gagnsætt og miklu mýkra
viðkomu. Þá eru ýmiss konar
brokaðe-efni, blúnduefni, sem
verið hafa lengi í tízku, og silki-
flauel. — Efni í dagkjólum er
yfirleitt einhvers konar reyon,
mjúkt ullarefni, einlit og rifs.
Sumarkjólamir verða allir úr
annaðhvort strigaefnum eða
bómull, rósóttu, einlit eða köfl-
ótt. — Segja má að everglaze
sjáist varla á markaðinum.
ÍSLENZKIR
PRJÓNAKJÖLAR?
— Eru nokkrar hömlur á inn-
flutningi kvenkjóla?
— Ekki virðist það vera, nema
einungis á kjólum sem eru úr
jersey efnum og prjónaðir, en
slíkir kjólar eru vitanlega hent-
ugir fyrir okkar loftslag og þess
vegna sætir furðu að innflutn-
ingur á þeim skuli bannaður.
En ég hef talað við mann hér
sem rekur prjónastofu og falazt
eftir því við hann að hann prjón-
aði fyrir mig kjóla, ef ég léti
hann fá fyrirmyndir. Væri að
sjálfsögðu mjög æskilegt að geta
haft á markaðinum íslenzka
prjónakjóla.
SMEKKUR REYKVÍSKRA
KVENNA GÓÐUR
— Hvernig virðist yður smekk-
ur reykvískra kvenna í dag?
— Mér virðist hann vera góð-
ur. Reykvískar konur eru óragar
að klæðast tízkunni þegar hún
er ný. Þær kunna vel að meta
góð föt, þær vilja heldur fá einn
góðan og vandaðan kjól, sem er
Formkökurnar má ekki
vanta á jólaborðið
AL L A R húsmæður vilja hafa sem fjölbreyttast kaffiborð á
jólunum. Nú þegar hefur Kvennasíðan birt uppskriftir að
smákökunum og sælgætinu og hér fara á eftir nokkrar uppskriftir
að formkökum.
Frú Guðrún Stefánsdóttir
dýr, heldur en að fá sér marga,
ómerkilega ódýra kjóla.
En ég hef orðið vör við það
meðal þeirra, að það er eins og
þær séu of ragar við að máta
föt sem þær ætla e.t.v. að kaupa.
— Fötin eru orðin dýr og það
nær ekki nokkurri átt að kona,
sem ætlar að fá sér kjól, vilji
heldur, hver nú sem ástæðan er,
fara heim með kjólinn e. t. v.
ómátaðan og eiga þá e. t. v. á
hættu að hann passi ekki, held-
ur en að máta hann í verzlun-
inni. — Og þó einhver kona máti,
við skulum segja 5—6 kjóla í
einni verzlun, þá getur hún vel
verið þekkt fyrir að fara út án
þess að kaupa einn einasta, án
þess að fyrirverða sig fyrir það.
Þetta þekkist ekki t- d. í New
York. Þar eru viðskiptavinirnir
ekki ragir við að láta afgreiðslu-
stúlkumar stjana við sig, en þar
eru líka stúlkur, sem gera ekkert
annað en að sýna viðskiptavin-
unum kjóla, þ. e. a. s. þær máta
þá fyrir viðskiptavinina.
NÝ SENDING FYRIR JÓL
— Ég hef hugsað mér að fara
vestur nú alveg á næstunni, sagði
frú Guðrún að lokum. — Mér
finnst nauðsynlegt að velja kjól-
ana fyrir verzlun mína sjálf, sem
ég gerði nú áður en ég opnaði.
Ég keypti einnig stærri númer
heldur en verið hafa á boðstólum
hér undanfarið, ég hef bæði
kjóla með hálfum númerum, sem
ætlaðir eru sem frúarkjólar, éins
og hiná kjólana fyrir ungu,
grönnu stúlkumar. En ég tók
ekki með í reikninginn hve
mikill skortur hefur verið á
þessum stærri númerum og sé
að mig kemur til með að vanta
þá. Hef ég því ákveðið að halda
aftur til New York og kaupa
meira af þeim.
— A. Bj.
BANDARISK ENGLAKAKA
7 eggjahvítur
1 tesk. hjartasalt
150 gr. sykur
90 gr. hveiti
vanillusykur
Hvíturnar eru þeyttar mjög vel
og síðan er hjartasaltinu, sykr-
inum og hveitinu ásamt vanill-
unni blandað saman við. Þetta
er hrært vel og síðan látið í vel
smurt hringform við 175 gráðu
hita í 50—60 mín. Þegar hún er
bökuð er forminu snúið við, en
kakan ekki tekin úr þvi fyrr en
hún er orðin köld. — Gott er að
hafa með þessari köku annað
hvort vanillu-ís eða ávexti og
þeyttan rjóma.
DÖÐLU- OG HNETUKAKA
360 gr. hveiti
180 gr. smjörl.
180 gr. sykur
2 tesk. kanel
200 gr. hakkaðar döðlur
100 gr. hakkaðar hnetur
3 dl. eplamauk
1 tesk. natron
Vz —1 dl. rjómi eða mjólk
1 egg
Skraut á kökuna:
1 matsk. hakkaðar döðlur
1 matsk. hakkaðar hnetur
1 matsk. sykur
1 tésk. kanill.
Hveitið og sykurinn, kanillinn
og natrónið er blandað vel sam-
an og smjörl. mulið út í, döðl-
urhar og rúsínurnar látnar út í.
Deigið er hrært saman með epla-
maukinu, egginu og mjólkinni.
Það er síðan látið í aflangt form,
vel smurt, og skrautinu dreift
yfir kökuna. Hún er bökuð við
jafnan hita (um 200 stig) í um
það bil 45 mínútur.
KAFFIKAKA MEÐ DÖDLUM
240 gr. hveiti
2V2 tesk. lyftiduft
2 tesk. kardemommur
2 tesk. kanill
100 gr. smjörl.
60 gr. sykur
150 gr. hakkaðar döðlur
1 þeytt egg
Vz dl. sterkt kaffi
1 dl. rjómi
Smjörl. er mulið út í hveitið
ásamt lyftíduftinu, kryddað og
látið saman við og hrærðu egg-
inu hrært saman við, síðan kaff-
inu og rjómanum. Deiginu er
hellt í vel smurt form og bakast
við 200 gráðu hita í um það bil
45 mínútur. — Ef vill má þekja
kökuna með kaffiglerungi þegar
hún er bokuð.
Avaxtakaka
240 gr. hveiti
lVz sléttf tesk. lyftiduft
150 gr. smjörl.
70 gr. sykur
120 gr. þurrkaðir ávextir
rifinn börkur af einni
sítrónu
2 egg
dál. mjólk eða rjómi '
Smjörlíkið er mulið saman við
hveitið, lyftiduftið og sítrónu-
börkinn, þá er hökkuðum ávöxt-
unum blandað saman við (þeir
eiga að hafa legið í bleyti dál.
tíma) ásamt egginu og mjólkirmi
(eða rjómanum). Deigið er hrært
vel og síðan látið í vel smurt
form.
Jólaborðið
Verzlonin lætur
Hér fer á eftir lýsing á einkar
skemmtilegri skreytingu á jóla-
borðið og hún er það sem meira
er um vert, ákaflega einföld og
hægur vandi að búa hana til. —
Reynið að fá mosa og fyllið frek-
ar grunna en víða skál með hon-
um og látið grenigreinar ofan á.
Fjórum löngum og mjóum er
stungið ofan í mosann, bezt er að
hafa glerkúlu með götum á til'
þess að stinga þeim í. Nokkrir
grenikönglar á víð og dreif ofanj
á greninu og „gorkúlurnar eru
smákökur, sém komið er fyrir á
prjóni, annað hvort tannstöngli
eða koktelpinna. — í þeirra stað
lítið yfir sér en þar leynist margur góður kjóllinn, ’ má alveg eins láta konfektmola. I
CADBÖRn
COCOA
7. Ibt. koinið aftur.
Ennfremur fyrirliggjand*
I íá, Vz og 1 lbs. dósum.
H. Benediktsson & Co. h.f.
Hafnarhvoll. Sími 1228.
Þetta er mynd af fallegum kjól ^
fyrir litiu heimasætuna. Hann ér
einmitt ætlaður til þess að íara
í á jólatrésskemmtun eða skóla !
skemmtunina. — Efnið er létt ’
organdy, kraginn er úr hvítu j
pikkí og bryddaðúr örmjórri j
blúndu eins og ermarnar. 1
8IEIHPÖN
thClofunarhringir
14 karata og 18 karata.