Morgunblaðið - 13.12.1955, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 13.12.1955, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 13. des. 1955 MORGVNBLAÐIÐ 9 Frú Borghildur BJörnsson f DAG á frú Borghildur Björns- son, ekkja Ólafs Björnssonar stofnanda og fyrsta ritstjóra Morgunblaðsins, sjötugsafmæli. Þessi glæsilega kona er ein af börnum hinna merku hjóna, Ást- hildar og Péturs J. Thorsteinson útgerðarmanns og kaupmanns á Bíldudal. Frú Borghildur er þannig alin upp á einu myndarlegasta heim- ili landsins. Svipur þess mótaðist í senn af þjóðlegri ræktarsemi og stórhug viðsýnna brautryðjenda. Frú Borghildur giftist Ólafi Björnssyni, Jónssonar, ritstjóra ísafoldar og ráðherra, árið 1909. Hafði Ólafur þá á hendi stjórn ísafoldarprentsmiðju, hins gamla fyrirtækis föður síns og var jafn- framt ritstjóri blaðsins ísafoldar. Stóð heimili þeirra í húsakynnum ísafoldarprentsmiðju í Austur- stræti 8, þar sem nú eru ritstjórn- arskrifstofur Morgunblaðsins. Var það á sínum tíma eitt vin- sælasta heimili bæjarins. Hús- bændurnir voru bæði hið glæsi- legasta fólk í sjón og raun, gest- risin og alúðleg. En samlíf þeirra hjóna var sorglega stutt. Ólafur Björnsson lézt 10. júní árið 1919. Var þá mikill harmur kveðinn að fjöl- skyldu hans og fjölmennum hópi vina og venzlamanna. Þau hjón áttu f jögur börn, tvær dætur, Elísabetu og Katrínu og tvo syni, Pétur hagfræðing, nú- verandi forstjóra ísafoldarprent- smiðju og Björn fiðluleikara. Frú . Borghildur Björnsson mætti erfiðleikunum af kjarki og dugnaði. Hún ól börn sín upp til þroska og manndóms. Eru þau öll prj'ðilega myndarlegt og vel gefið fólk, eins og kyn þeirra stendur tiL Heimili hennar að Fjólugötu 7, þar sem hun hefur búið síðan 1920, ber svip rausnar og siðfágunar. Þessi merka kona pýtur vinsældar og virðingar allra, sem henni kynnast. Yfir framkomu hennar hvilir ævin- lega blær látlausrar fyrir- mennsku. Frú Borghildur ber aldur sinn vel, og fylgist af áhuga með því sem gerist, eins og þegar hún stjórnaði hinu vinsæla ritstjóra- heimili í Austurstræti. Morgun- blaðið flytur henni, heimili henn ar og ástvinum hugheilar árnað- aróskir á sjötugsafmælinu, um leið og það þakkar henni liðna tíð. S. Bj. STEF úftlutar til 246 íslenikra réllhafa EINS og venja er úthiutar STEF á mannréttindadeginum höfunda- launum til íslenzkra rétthafa. Út- hlutunarvinnu er nú lokið, og er úthlutað eftir dagskrá Ríkisút- varpsins 1953 af tekjum ársins 1954. Alls 246 íslenzk tónskáld, söng- textahöfundur og erfingjar peirra fá í þetta skipti jólaglaðingu frá STEFi, sumir allt að 10 þúsund krónum hver. Upphæði er tvö- földuð vegna nýrra samninga við Ríkisútvarpið um upptökurétt- indi íslenzkra tónskálda. — Frá Alþingi Frh. af bls. 1 millj. kr. útgjaldaaukningu, án þess að koma með nokkurn nýjan tekjustofn, svo að skv. þeirra til- lögum myndi gjaldahlið fjárlag- anna hækka um 130 millj. kr. Taldi Eysteinn tillögur komm- únistanna furðu ábyrgðar- lausar. Þeir hefðu hleypt verð- bólguöldunni af stað með ábyrgðarlausu verkfalli og nú skytu þeir sér algerlega undan að taka afleiðingunum af því, sem koma fram í stórauknum kostnaði nkisins á öllum sviðum. — Morðri 30 ára Fi-aml) af t>la. « ur bóka hjá Norðra, er koma mun út á næstu árum, þar af mörg stórverk, er taka mun tvö til þrjú ár eða lengur að fullmóta tii útgáfu. Aðallega eru það bæk- ur þjóðiegs efnis, flestar unnar úr máttarviðum íslenzks þjóð- lífs. Eins og getið hefur verið um hér að framan, var Bókaútgáfan Norðri stofnuð á Akureyri 1925 og rekin sem einkafyrirtæki í 17 ár eða til ársins 1912. Þá var Norðri gerður að hlutafélagi, en árið 1947 keypti Samband ís. lenzkra samvinnufélaga útgáfuna og hefur rekið hana siöan. Framsögumennirnir — frá vinstri: Jóhann Hafstein, Einar Ingimundarson, Jónas Rafnar, Magnús Jónsson og Sigurður Bjarnason. FraiP:tíðannö«iileikamir ern miklir ef ^ i þjóðin aðeins kann að hagnýta |)á Úr rsðum yngri þingmanna Siálfslæðis- flokksins á Heimdallarfundinum é sunnud. ASUNNUDAGINN var haldinn umræðufundur í Heimdalli. félagi ungra Sjálfstæðismanna. Fundur þessi var nokkuð sérstæður. | Fimm af yngri þingmönnum Sjálfstæðisflokksins komu þar fram og fluttu framsöguræður um efnið: Þurfa íslendingar að kvíða framtíðinni? Þingmennirnir, sem töluðu voru Jóhann Hafstein, Einar Ingi- \ mundarson, Jónas Rafnar, Magnús Jónsson og Sigurður Bjarna- son. Fluttu þeir fróólegar ræður um ýmis svið efnahagsmála þjóð- arinnar. Voru ræðumenn allir sammála um það, að framtíðar- möguleikar hinnar íslenzku þjóðar væru miklir, en allt væri komið undir því að þjóðin kynni að færa sér þessa möguleika í nyt og bæri gæfu til að sameinast um framfaramálin. Á eftir voru frjáisar umræður og tóku margir til máls. Hér verður nú sagt nokkuð frá umræðunum HVER ER SINNAR GÆFU SMIHUR Fyrstur talaði Jóhann Hafstein og ræddi almennt um i'ramtíðar- horfur íslendinga. Hann komst að þeirri niðurstöðu, að íslending ar þyrftu ekki að kvíða framtíð sinni. Þó með þeim fyrirvara að hver er sinnar gæfu smiður. Augljóst er að íslendingar hafa aldrei haft eins mikla möguleika. Spurningin er aðeins hvort við kunnum að hagnýta þá mögu- leika. Siðan vék Jóhann að erfiðleik- um framleiðslunnar. Þeir væru í því fólgnir, að henni væri ekki tryggður öruggur starfsgrundvöll ur. Menn krefðust of stórra hluta af þjóðararðinum, svo að hann nægði ekki til að verða við öllum þeim kröfum. Þess vegna væri nauðsynlegt að stokka spilin og j gefa upp á nýtt, þannig að arð- | skiptingin yrði í réttu hlutfalli við hinn raunverJlega þjóðararð. STÓRFELLD FRAMTÍÐARÁÆTLUN Næstur talaði Einar Ingimund- arson. Hann vék máli sínu að þeim stórfelldu framtíðaráætiun- um, sem nú er verið að fram- i kvæma á grundvejli stjórnarsátt- j málans miili Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Taldi hann að þessi sáttmáli hefði ver- ! ið mótaður af stórhug, víðsýni og ! bjartsýni. Og framkvæmd hans er eitt af því, sem heitir þjóðinni bjartri framtíð. FURÐULEG ERAMKOMA STJ ÓRN ARFLOKK S í þessu sambandi vék Einar nokkuð að hinni furðulegu fram- komu Framsóknarflokksins í stj órnarsamvinnunni. „Það er ekkert við því að segja, þó stjórnarandstaðan haldi uppi andróðri gegn ríkisstjórninni. Hitt er sjaldgæfara, ef ekki eins- dæmi, að stjórnarflokkur taki j þátt í þeim áróðri stjórnarandstöð unnar“, sagði Einar. „Að visu hagar Framsóknar- flokkurinn þessu á sérstæðan hátt, þ. e. a. s. þannig, að hann segir að allt, sem vel hefur farið sé honum að þakka, en hins veg- ar að allt sem miður fer hjá stjórninni, sé Sjálfstæðisflokkn- um að kenna. Þannig ræðst t. d. Framsókn á Sjálfstæðisflokkinn fyrir innflutning bifreiða. Þessi innflutningur hefur gefið ríkis sýslufélagi. Þeim framk\:æmdum er enn haldið örugglega áfram. Hér þarf margt að starfa, því að bæta verður fyrir athafnaleysi margra alda og með framkvæmd- um nútímans er verið að byggja fyrir framtíðina. sjóði stórfeildar tekjur. Síðan þegar hagur ríkissjóðs hefur batn að með bílainnflutningnum, þá kemur Framsókn og segir að hinn góði hagur ríkissjóðs sé Eysteini Jónssyni að þakka. Einar Ingimundarson sagði að lokum, að eina lausnin sem stjórnarandstöðuflokkarnir sæju á efnahagsvandamálun- um væri að keyra allt í fjötra. Það er ykkar, ungir Sjálfstæð- ismenn að hindra þær fyrir- ætlanir. Mörg ykkar eiga enn eftir að stofna sín eigin heim- ili eða skapa sér atvinnumögu- leika. Eí bölsýnismennirnir fengju að ráða, yrði aðstaða ykkar til þess erfiðari. FRAMFARIR í MENNINGAR- OG HEILBRIGÐISMÁLUM Jónas Rafnar ræddi um þær miklu fram’farir, sem nú standa yfir í menningar- og heilbrigðis- málum íslendinga. Á síðustu 10 árum hafa t. d. verið byggðir barnaskólar fyrir 50 millj. kr. og sýnt er að á næstu árum verð- ur einnig varið tugmilljónum króna til áframhaldandi skóla- bvgginga. Þannig er þetta á öllum sviðum fræðslumálanna, að stórfelldar framfarir standa nú yfir. Vék Jónas sérstaklega að hinum auknu möguleikum til sérnáms. Árið 1940 flutti Háskólinn í hina glæsilegu byggingu sína. Þá heyrðust raddir, sem sögðu að hún væri alltof stór. En eftir 10 ár fór að koma 1 ljós, að húsið %rar mikils til of lítið. Sannleikurinn er sá, að hið gamla máltæki að bókvitið verði ekki látið í askana, gildi ekki lengur. Þjóðfélagið krefst meiri sérmenntunar. Fóik fer til sérmenntaðra lækna með mein sín og menn kref jast þess að við stjórnvölinn standi sigl- ingafróðir menn. Enn er stöð- ugt unniö að bættri aðstöðu í þessum málum og benti Jónas á að nú er t. d. að helj- ast smíði íullkomins kennara- skóla. Verkefnin eru óþrjót- andi. Sama er að segja um heiihrigð- ismálin. Árii' '860 var gert ráð fyrir 7 læknu:-. á öliu la'r’ . u og um aldamótir, voru sáraí á sjúkra hús hér. Nú skipta læknarnir hundrúðum og sjúkrahús eða sjúkraskýli eru næstum í hverju HVAÐ RÆÐUR URSLITUM UM LÍFSKJÖRIN Þá talaði Magnús Jonsson og kvaðst hann vilja í upphafí ræðu sinnar svara spurningunni beint, hvort íslendingar þyrftu að kvíða framtíðinni. Áður en þeirri spurningu verður svarað, verðum við að gera okkur grein fyrir, hvað úrslitunum ræður um lífs- kjör þjóðarinnar og hvort sé hægt að bæta þau. Þá sjáum við að framleiðslan hefur stöðugt vaxið og það þráti fyrir alvarleg áföll svo sem síld arbrest og útflutningurinn í ái verður talsvert hærri en hann hefur áður verið hæstur í okkar sögu. Þá er spurningin hvaða mögu leikar eru á að selja framleiðslu vörur okkar. Nú er þessu svo háttað, að eftirspurn er mikil eft ir framleiðsluvörum okkar. Þá er næst, hvaða tæki við höfum til að starfa með í fram leiðslunni. Nú er verið að kaupa til landsins eða láta smíða 30—40 nýja fiskibáta. MÖGULEIKARNIR ÓÞRJÓTANDI Og hvaða möguleikar eru til að auka framleiðslu okkar svo að við getum bætt lífskjörin. Mögu leikarnir virðast vera margir bæði til aukningar framleiðslu- greina og til að taka upp nýjar atvinnugreinar. Benti ræðumað ur m.a. á byggingu sementsverk spiiðju og möguleika á nýtingu jarðefna. Land okkar veitir þannig marga ijpöguleika og þess vegna er bjarf framundan. Hitt er þó annað mál, hvort þjóðin kann fót um sínum forráð. Það er mesta vandamálið, sem við eigum við að stríða. Magnús benti á það, að vegna hinnar þjóðhættulegu verðbólgu sem verkföllin s.L vetur hlevptu af stað væri nú svo komið, að sú staðreynd blasti við, að ekki væri hægt að ná saman endunum við af- greiðsiu fjárlaga, nema gripiö ið yrði til sérstakra ráðstafana til að auka tekjur ríkissjóðs. Þessi staðreynd sýnir, að óliyggiiega var að farið, þegar verkfallinu var skellt á. í stað þess að hægt hefur verið að undaníörnu að lækka skatt ana, verður nú að hækka þá i i'yrsta skipti í mörg ár. Fyrsta og þýðingarmesta verkel’ni æskunnar, sagðl ijlagnús, ef hún ætlar að hag- nýta sér hina mörgu mögu leika er aö stöðva verðbólgu- ölduna. SPÁKAUPMENNSKAN HÆTTULEGUST Það er hins vegar spákaup mennskan, sem er hættnleg ugst framtíð þjóðarinnar, sagði Framh. á bls. 12 S

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.