Morgunblaðið - 14.12.1955, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 14.12.1955, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 14. des. 1955 MORGUNBLAÐIÐ 9 ÍL „SJO \R I ÞJOI^USTU FRIÐARIMS46 bók Tryggve Lie komin út hér ■-.$) ÓKIN, sem Trygve Lie ritaði eftir að hann lét af störfum | sem aðalritari Sameinuðu þjóð- anna, og út kom síðastl. haust, er nú komin út í íslenzkri þýð- ingu „Sjö ár í þjónustu friðar- Þverskurður af sorpeyðingarstöðinni, eins og hún er fyrirhuguð. Tölurnar merkja: 1) Móttökugryfja, 2) færiband, 3) færiband með segli, 4) tæki til að vökva sorpið, 5) sívalningur, 6) færiband, •)) hristisía. — Orðið: Kompost merkir efni það, sem úr sorpinu vinnst og orðið Affald þýðir úr- gangur. — Sjá nánar greinina. Sorpeyðingarstöðin á að vera komin upp í lok nœsta árs Framleiðir etni, sem hefur mikið áburðargildi FYRIR fáum dögiun var þess getið í blaðinu, að eitt af fyrirtækjum bæjarins, Gasstöðin, sem á sínum tíma var eitt bið mesta framfaraspor, yrði nú lögð niður, vegna þess að hennar er ekki lengur þörf. En nú, nokkrum dögum seinna, gefst tækifæri til að kynna fyrir bæjarbúum nýtt fvrirtæki Reykjavíkurbæjar, sem verið er að stofnsetja. Það er sorpeyðingarstöðin. Borgarstjóri er nú að ganga frá samningum við vélsmiðjuna Héðinn um smíði nauðsynlegra tækja. Smíði þeirra verður Væntanlega lokið á hausti komanda og er fyrirhugað að Stöðin taki til starfa í Iok næsta árs. Þannig er þróunin, þegar um er að ræða borg í v^xti, sem er stjórnað af framfarahug. Hið gamla fellur burt, fyrir rás atburðanna, en nýtt kemur í staðinn. Mbl. hefir átt tal við dr. med. Jón Sigurðsson borgarlæknir, sem haft hefir með höndum und- írbúning að stofnun Sorpeyðing- arstöðvarinnar og er það, sem hér verður rakið, samkvæmt upp lýsingum hans. SORPHAUGARNIR Um nokkurt árabil hefir sorp- inu, eins og kunnugt er verið ekið vestur á Eiðisgranda. Þar eru sorphaugarnir eða öskuhaug- arnir , sem svo eru nefndir. Sú ráðstöfun að aka sorpi á þennan stað hefir bjargað verðmætu landi undan ágangi sjávar og er það að vísu góðra gjalda vert. En mikill og margvíslegur óþrifnað- ur er að haugunum. Oft kviknar í þeim og þegar blæs af norðan leggur reyk og óþef frá haugun- um til nálægra íbúðarhverfa. Þar hafa rottur líka átt sér ákjósan- legar klakstöðvar, þótt nú sé bú- íð að eyða þeim að mestu. Það er þess vegna nauðsyn að leita annarra ráða um með- ferð sorps og hefir þess vegna verið ákveðið að reisa stöð til meðferðar á sorpi. Þar er sorp- inu breytt í hagnýtt efni eftir að Iosaðir hafa verið úr því, að mestu á sjálfvirkan hátt, þeir hlutir úr málmi, gleri og öðrum efnum, sem ekki geta samlagast því efni, sem vinnst úr sorpinu. HVERNIG STOÐIN VINNUR Stöðin verður byggð eftir gerð þeirri, sem kennd er við dönsku vélsmiðjuna DANO. Þaðan verða fengnar teikningar og þeir véla- hlutar, sem ekki er unnt að smíða hér. í höfuðdráttum verður með- ferð sorpsins þannig: Sorpbílnum er ekið inn í mót- tökuskýli en þar er steypt af bíln- um í trektmyndaðan móttakara. Taka þá við færibönd, sem flytja sorpið hægt inn í tvo stóra sívalninga. Við færiböndin er uhnt að taka pappír og flöskur úr sorpinu. Pappírinn sogast burt við loftsúg, sem dregur hann til sín, en flöskur verður maður að tína úr, sem staðsettur er við færi- bandið. Sívalningarnir tveir, sem við sorpinu taka, eru holir að innan og eru 21,4 m á lengd en 3,5 metra í þvermál. Taka þeir báðir um 50 smál. af sorpi. Sívalningarnir snúast í sifellu. Inn í þá er dælt lofti og nokkru af vatni, til að halda sorpinu hæfilega röku. Blandast sorpið þá mjög vel saman. Við blönd- unina og gerjunina breytist sorp- ið smám saman í kornót.t, dálítið rakt, gljúpt, svo að segja lyktar- laust efni, sem er svipað mold. Lífrænum og óiífrænum efnum er þar svo vel blandað saman að rottur geta á engan hátt étið það og sækja ekki í það. Við gerjun. ina hitnar mikið í sorpinu og Myndin hér að ofan er frá sorpeyðingarstöð í Edinborg í Skot- landi, sem er lík þeirri, sem hér verður reist. Dr. Jón Sigurðsson. getur hitinn komizt upp i 60—70 gráður. Þannig veltist sorpið í sívaln- ingunum i 4—5 daga. Unnt er að stytta þann tíma og auka afköst stöðvarinnar en til þess þarf efn- ið að liggja í nokkra daga úti, eftir að það kemur úr sívalning- unum, áður en gerjuninni er lok- ið og sorpið getur talizt fullunnið. ÚRGANGUR | Við enda sivalninganna eru seglar, sem draga út úr efninu málmhluti alla. Gler hefir þá malast niður eða slípast svo, að af því eru allir kantar. Efnið fer nú úr sívalningnum og yfir á færiband og þaðan yfir í hristisíu, sem heldur eftir hlut- um, sem eru stærri en 25 mm í þvermál og sem fjarlægja þarf úr efni því, sem myndaðist úr sorpinu. Úrgangur þessi verður, á sama hátt og annar úrgangur, sem ekki er unnt að mala eða brenna, settur í haug og byrgður með hinu moldarblauta efni, sem sorpið breytist í. EFNI MED MIKLU ÁBFRÐARGILDI | Sorpið héðan úr bænum er tal- ið mjög vel til þess fallið að vinna úr því hagnýtt efni, vegna þess hve lítið er í því af ösku en mikið af lífrænum úrgangsefn- ; um, matarleyfum og þ.u.l. j Efnið, sem stöðin vinnur úr sorpinu, er talið mjög gott til ræktunar, sem gróðurmold eða áburður. Áburðargildi þess er meira en venjulegs hrossastaðs og er talið að það verði mjög eftirsótt til garð- ræktar og lóðaræktar, en sú hefir reynslan orðið annars staðar. Mun efnið verða selt frá stöðinni til slíkra nota. Gert er ráð fyrir að selja megi málmefni og pappírsúrganga úr sorpinu. Það er talið að nú sé 18 bús. smál. af sorpi ekið árlega á haug- ana. Talið cr uð sorpið rýrni um þriðjung við meðferðina í stöð- ■ inni og mundu þá fást um 12 þús. Trygve Lie. ins“. Blaðinu hefur borizt bókin sem er hið veglegasta rit, mynd- skreytt. Þessi bók Trygve Lie er nú komin út í fjölmörgum löndum og hefur hlotið góðar viðtökur og dóma. Höfundur skrifar sjálfur for- mála að bókinni, þar sem hann m. a. kemst svo að orði, að þessi. bók sé hvorki „endanleg saga i bandalags Sameinuðu þjóðanna j fyrstu sjö árin, né eins konar j kennslubók, en engu að síður geri ég mér vonir um að þeir, sem einkum leggja stund á heims stjórnarmálin sem fræðigrein verði nokkru fróðari að lestri hennar loknum. Hún er fyrst og fremst samin fyrir alþýðu manna í öllum löndum — og fyrir þann heim, sem við lifum í.“ í bókinni segir Lie frá ýms- um örlagarikustu atburðunum að stríðslokum. Þessi mál komu nær öll njeira og minna til kasta S.Þ. smálestir af moldarefni úr 18 þús. smál. sorps. REKSTUR STÖÐVARINNAR Talið er að kosta muni um 4—5 millj. króna að koma stöðinni upp en henni er ætlaður staður í Ár- túnshöfða. Ekki þarf nema 3 menn til daglegra starfa í stöðinni en sala á moldarefninu ætti að miklu leyti að geta borið uppi reksturs- kostnað hennar. Þess skal getið að sorphaugarnir kosta bæjarfé- lagið talsvert á ári hverju, vegna vinnu við móttöku sorpsins, slökkvunar elds o. fl. og nemur sá kostnaður um 200 þús. kr. ár- lega. TIL EFLINGAR RÆKTIIN í BÆNÚM Þannig er þá í stuttu máli fyr- irhugað að hafa meðferð sorps- ins og er hér um mikla framför að ræða. Úr sorpinu, sem hingað til hefir verið talið Iítils nýtt, verður nú unnt að vinna efni, sem ætla má að geti orðið lyfti stöng fyrir alla ræktun í bæn- um. Á það jafnt við, hvort það yrði notað til að þekja mel- kolia, sem nóg er af. og sá í þá eða til að fylla með ófrjóar lóðir og leggja þannig grund- völl að nýjum og vel ræktuð- um görðum. Loks er svo hér um áburð til almennra nota að ræða í garða og á tún. Þannig getur þá sorpið, sem nú er einungis talið til óþrifn- af.ar og óhoilustu, breytt um mynd og orðið til að hjálpa við að prýða þaslnn og gera um- hverfi hans grænna og gróður- sælla, en það er nú. og fékk Lie því sem aðalritari njög staðgóða þekkingu á mál- unum, gangi þeirra, og persónu- .eg kynni af leiðandi mönnum i heimsmálunum, gegnum þessi itórmál þjóðanna. „Sjö ár i þágu friðarins“ er úmlega 300 blaðsíðna bók gefin it af bókaforlaginu Hrímfelli. joftur Guðmundsson íslenzkaði )g káputeikningú gerði Matth. \stþórsson. /cglsof samsætl til 'ielSurs Gísla Sveínssyni jirjrt.oxj-.jj-—«N laugardag vai haldið afmælishóf í Tjarnarkaffi tilefni af 75 ára afmæli Gísla 3veinssonar fyrrum sendiherra. \ annað hundrað manns sóttu hófið. Jón Kjartansson alþm setti samkvæmið og stjórnaði þvi. Hann flutti og kveðju til heiðurs- gestsins frá Bjarna Benediktssyni dómsmálaráðherra, sem ekki gat nætt sakir lasleika. Minni heiðursgestsins, Gísla Sveinssonar, flutti Gustav Sveins- son hrl. og minni frú Guðrúnar Einarsdóttur flutti séra Jón Þor- varðsson. Aðrir ræðumenn voru: Sigurð- ur Arngrímsson skáld, sem flutti kvæði, herra biskupinn Ásmund ur Guðmundsson, sem þakkaði G. Sv. hið mikla starf hans fyrir kirkjuna. Enn töluðu Magnús Jónsson trésmíðameistari (flutti kvaíði), Jón Pálmason alþm., Jón Pálsson umsjónarmaður (kvæði) og Gunnar Thoroddsen borgar stjóri. Loks talaði heiðursgesturinn, Gísli Sveinsson, þakkaði þann sóma sem þeim hjónum væri sýndur og minntist að lokum fóstur j arðarinnar. Mikið var sungið yfir borðum og stjórnaði Páll ísólfsson söngn um. Hóf þetta fór hið bezta fram og sátu menn fram á nótt í góðum fagnaði. Hlauf frábærar vlð- lökur í Firðinum HAFNARFIRÐI. — Fvrir nokkru hélt hinn ungi og efnilegi píanó leikari, Ásgeir Beinteinsson, hljómleika hér í Bæjarbíói við mikla hrifningu áheyrenda. Varð hann að leika aukalög og var hvað eftir annað kallaður fram, og barst honum fjöldi blóma. Það var Tónlistarfélag Hafnar fjarðar, sem stóð að hljómleik unum, og voru þeir fyrir styrkt arfélaga. — Ásgeir lék verk eftir Bach-Busoni, Beethoven, Debus- sy og Chopin. Að hljómleikunum loknum, ávarpaði séra Garðar Þorsteins- son prófastur listamanninn, þakk aði fyrir hljómleikana og óskaði honum velfarnaðar í framtíðinni: Tóku áheyrendur undir orð pró- fastsins og hylltu hinn unga pía- nóleikara með ferföldu húrra ■ hrópi. Ásgeir stundaði fvrst nám t nokkur ár hjá Ingibjörgu Bene- diktsdóttur píanóleikara, Vestur- braut 6 hér í Hafnarfirði. Hún hefur sem kunnugt er kennt píanóleik um áraraðir og er frá- bær kennari. Þá stundaði Ásgeir nám í tónlistarskólanum í Reykja vík undir handleiðslu Árna Krist jánssonar, en var síðan eitt ár við nám í Þýzkalandi og 3 ár i Italíu. Auk þessa hefur Ásge lokið prófi frá Menntaskólanui á Akureyri. e Voru þetta fyrstu tónleikfev hans hér, en áður hafði hann haldið tónleika í Reykjavík »ic mjög góðar undirtektir. — G. E, )

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.