Morgunblaðið - 17.12.1955, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.12.1955, Blaðsíða 2
MORGLnBLAtílB Laugardagur 17. des. 1955 Haeða borgarsfjéra Frh. af bls. 1 mikið og merkilegt starf, fái við- urkenningu, 10 þús. kr. RTARFSE.MI ÍIJ.IHEIWILISIXS Fjórði og fimmti liður er við- víkjándi Elliheimilinu Grund. í rnörg ár hefur það haft 8 þús. kr. »rekstursstyrk í fjárhagsáætlun. Er nú lagt til, að styrkurinn verði hækkaður í 50 þús. Þá hefur stofnunín einnig sótt um bygg- ingarstyrk að upphæð 500 þús. kr. Það er vegna þriðju viðbygg- ingar Elliheimilisins. í greinar- jgirð frá forstjóranum segir m.a.: F.yggingarkostnaður síðustu 10 ór», þ, e. við starfsmannahús, > ottahús og 3 viðbyggingar, hef- ur orðið 6 milljónir, en til áhalda- kaupa hafa á sama tíma farið I -1 milljón. Stofnkostnaður er Jjví 7 ¥> millj. kr. Af þessari upp- hæð hefur bæjarsjóður Reykja- víkur lagt tií sem óafturkræft framlag, 2V2 millj. Á þessu 10 ára t-mabili hefur vistarplássum fjölg að úr 174 i 350. Þar segir enn- fremtir, að enn vanti tilfinnan- íega áhöíd og geymsluhús til ,;to-fnunarinr.ar, fólkslyftu og margvísleg áhöld og húsgögn vegna fjölgunar vistmanna. Bæ.jarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins viðurkenna það mikla, — ég vil segja ómetanlega gagn, óíin þessi stoímin vinnur bæjar- féfaglnu og henni er á marga íund stjórnað af mikilli prýði. Geggjum við til, að veittar verði 200 þús. kr., sem fyrri greiðsla. Kvenfélag Hvítabandsins hefur ;;ótt um lán til að koma upp Ijósa- stofu og liggur fyrir umsögn foorgarlæknis um það mál. Hann gerir grein fyrir, hvað gert hefur verið á undanförnum árum í foessum málum, Ljósastofur eru 1 skólum og í hinni nýju heilsu- v'Tndarstöð. Gert er ráð fyrir, að Kvenfélag Hvítabandsins, sem hefur haídið uppi slíkri starfsemi til mikils gagns á undanförnum árum, fái hluta af húsi Sumar- gjafaf við Fjalihaga, sem ætlað er að hefja byggingu á sem fyrst. Bygging þessa dagheimilis er ekki hafin, fjárfestingarleyfi ekki fengið að því er ég bezt veit. Við teijum sjálfsagt að líta á umsókn- ina með velvilja, en ekki tíma- foært að taka upp fjárveitingu nú. Mub málið koma til bæjarráðs og bæjarsfjornar síðar á árinu, ef möguíeifcar að öðru leyti verða ó framkvæmdum. Af öðrum breytingartillögum frá bæjarfulltrúum Sjálfstæðis- flokksins vil ég geta tillögu um að Slysavarnafélagi íslands verði veittar 10 þús. kr. vegna öryggis- útbúnaðar við höfnina. SrNHLAUGAR OG SUNDHOfofo Þá eru breytingartiilögur varð- andi rekstrarhalla Sundlauga og Sundhallar og gjaldskrá þessara rúofnana. Sparnaðarnefnd teíur, nð hinn síaukni kostnaður við sundlaug og sundhöll réttlæti nokkra hækkun á aðgangseyri, en hann hefur verið óbreyttur í 4 ár. Á þessurh tíma hafa orðið miklar kauphækkanrr, sérstaklega á þessu ári vegna ákvarðana um álag fyrir vaktavinnu. Það er lagt til, að gjaldskrá Sundlaugar Og Sundhallar hækki eins og greinir í þes;Um tiliögum. Þó að JÍ>ær verði samþykktar, fer því fjarri, að þessi aðgangseyrir hafi hækkað nokkuð til jafns við ann- oð verðlag í landinu frá sti-íðs- fo.sTjun. Þessar breytingar á gjald skránum þýða það, að reksturs- halfi Sundhaliarinnar gæti lækk- að úr 1 millj. niður í 850 þús., og , ‘iidfauga úr 370 þús. í 260 þús. f- IXFÓNÍUin, JÓ.MS VEITIN Þá flytjum við 6 bæjarfulltrú- ar úr fjórum flokkum, tillögu um að sfyrkur fií Sinfóníuh!jómsveif arinnar verði hækkaður úr 200 J>ús. í 400 þús. Flutningsmenn vilja leggja sitt lið til þess, að hún starfi áfram, ÞEIR GETA EKKI KOMIÐ FBAM FYRIR MEIRI HfoUTA BÆJARBÚA! Hér liggja fýrir margar tillög- ur frá minnihluta flokkunum, sem segjast nú raunar vera full- trúar meiri hluta bæjarbúa! Hér er um ákaflega mikinn misskilning að ræða, að þessir sex- cða sjömenningar hafi um- boð frá meiri hluta bæjarbúa til að stjórna saman málefnum Reykjavfkurbæjar. í fyrsta lagi höfðu þessir frambjóðendur fjög- urra ílokka enga samstöðu í síð- ustu ' bæjarstjórnarkosningum, ekki sameigiillega stefnuskrá, engan samning um sarostjórn bæjarins, :— þvert á móti ætluðu þeir að reita hárið og rífa augun hver úr öðrum. Ég fletti hér í gömlum blöðum, frá bæjarstjórn- arkosningunum og les þar hinar fagurlegu lýsingar þeirra hvers á öðrum. Málgagn Þórðar Björns- sonar, Tíminn, gefur Þjóðvamar- mönnum svólátandi vitnisburð: „Þeir eru aðeins pólitísk himpi- gimpi, frækingar, flautaþyriar og skjáhrafnar“. Málgágn sósialista sagði að „alveg sérstaklega hefur hið illa fengna þingmannalið Framsóknar -alltaf unnið gegn hagsmunamálum Rvíkur“. — Al- þýðublaðið ságði, að kommúnist- ar væru gjörsamlega einangraðir og ósamstarfshæfur flokkus, sem ekki kæmi til greina að vinna með. Og Frjáls þjóð lýsir Alþýðu- flokknum svo: „Nú hefur Alþýðu flokkurinn kastað grímunni og í Ijós kemur hin gamla ófrýnilega ásýnd flokksins, mörkuð djúpum rúnum pólitískrar græðgi. Hvern fýsir að ganga undir það merki“. • Undir þessum merkjum gengu þessir fiokkar fjórir til kosninga. Það er algerlega snúið við staðreyndum þegar sagt er, að þeir kjósendur, sem kusu hvern þessara flokka hafi með atkvæði sínn óskað eftir, að þeir tækju stjórn mál efna bæjarins sameiginlega í sínar hendur. Þessi fuilyrðing hefði vcrið nær sanni, ef þeir hefðu verið allir á einum lLsta, og lýst yfir, að þeir ætluðu að starfa saman. Það gerðu þeir ekki, enda er vitað, að hefðu þeir verið allir á einum lista, hefði sá listí fengið miklu færri atkvæði en þeir hlutu aiiir til samans: Margir Fram- sóknarkjésendur hefðti neitað að kjósa slíkan bræðing undir forustu kommúnista. Sama er að segja um ýmsa kjósendur Aiþýðuflokksins. Og ég býst við, að einhverjir kjósendur kommúnista hefðu líka hikað við að kjósa lista með jafn sauðsvörtu afturhaldi á og Framsókn er að þeirra dómi. Er ekki vafi á, að með sani- eiginlegum iista hefðu þessir flokkar ekki nærri náð heltn- ingi kjósenda. RAUÐI KABARETTINN En fleira kemur til, sem sýnir hve fráleitt er, að þessir fulltrú- ar hafi umboð meiri hlutans. — Aðalfulltrúi Alþýðuflokksins er ekki aðili að þessu samstarfi, en ætla verður, að hann eigi eitt- hvað af því íyígi, sem leiiti á A- listanum siðast. Við það bætist, að hinum fullfrúanum hefur ver- ið vikið úr flokknum og því tæp- lega hægt að segja, að hiánn tali í umboði' Alþýðuflokksms. En 8 bæjarfulltrúar minni hluta flokk anna og einn varafulltrúi hafa skníáð upp á sameiginlegaf breytingartillögur og í þakkar- skyni fengið birta mynd af sér i Þjóðviljanum í dag. Hér ertt þati öll sjö á einni síðu, eins og skemmtikraftar á kabarettsýn- íngu. Og nú hafa þau öll sjö úr rauða kabarettinum upptroðið á þessum fundi. HVAR VILJA ÞEIR ,„SPARA?“ En við skulum einnig Éfta á aðra mynd, myndina af tillögum þeirra. Þeir vilja „sparnað" á öll- um sviðum. En hver er sá sparn- aður? Við skulum taka nokkur dæmi. Ein tillagan er um að laun í skrifstofu bæjarverkfræðings lækki úr 1 millj. 600 þús. kr. í 1 millj. og 300 þús. kr. Við ætlum að spara 360 þús„ segja þeir. — Hvað táknar þetta? Á að lækka laun bæjarverkfræðings eða anrx- arra, sem með honum starfa? — Ekki segjast þeir vilja það. Þessi tillaga þýðír fækkun starfs- marma, að ségja upp 4-—5 verk- í'ræðingum. Á skrifstofu húsameistara skai lækka iaun um 75 þús. Hvað þýðir það? Ekki lækka launin. Það á víst að fækka þessum starfsmönnum, en fækkun þýðir að drsga úr eða seinka verklegum undirbún- ingi. Minni mannafii verður til að undirhúa vatns- og hol- ræsagerð, nýjar byggingar, í- búðarhús og skóla. Þessar tillögur þeirra eru náttúrlega ekki hugsaðar, held ur gripið til þeirra af handa- hófi. En ef á að taka þær al- varlega, þá verða þær til að seinka margs konar verkleg- um framkvæmdum hjá bæn- ttm. IIRINGANÚNINGIR OG FÁLM Innheimtukostnaður á að iækka, um leið og andstæðing- arnir heimta, að betúr Verðt geng- ið eftir innheimtu útsvara. Það sér hver maður, hvers konar hringavitleysa þefta er. Þórður Björnsson komst svo að orði, að það yrði að ganga betur eftir inn- heimtu úfisíandandi skulda, einkum útsvara, en um leið legg- ur hann til, að fækka innheirrrtu- mönnum hjá bænum. Það er sam- ræmi í þessum hlutum! Þá leggja þeír til að fella niður kostnað við úthlutun skömmtun- arseðla. Hvað þýðir það? — Skammtað er smjör og smjörlíki og stundum mjólk, samkv. ákvörð un ríkisstjórnarinnar, Skömmtun arseðlar myndu þá ekki komast til fólksíris. En stjórnarvöld landsins skipa bæjar- og sveita- félögum að annast þessa dreif- ingu. Þannig eru hinar svoköll- uðu sparnaðartillögur þeírra, all ar á þá lund, að ekki verður ann- að séð eft þeim sé fleygt fram gersamlega óhugsað, án þess að gera sér grein fyrir afleiðingun- um, af samþykkt þeirra, en gott er að geta gumað af sþarnaðar- vilja sínum. AF HVERJU STAFAR HÆKKUN ÚTGJALDANNA? Þegar ég heyri hin sterkö orð sumra bæjarfulltrúanna um grí- urlega, óhæfílega hækkun á út- 1 gjöldum bæjarins og frtsvarsupp- hæðinni, þá blöskrar mér, hversu óvandaðir þeir eru i meðferð talná. Hver þeirra eftir annan hefur sagt: Kaup verkamanna hefnr að- eins hækkað nm 11% og það notar Sjálfstæðisflokkurinn sem átyllu til að hækka út- svörin um 40%. Athngum þetta nánar. , Kaupgreiðslur bæjarlns hækka nú frá gildandl fjár- hagsáætlun af mörgum ástæð- um. í fyrsta lagi er grunn-1 kaupshækkun hjá verkamönn- ’ um, iðnaðarmönnum ög föst- um starfsmönnum bæjarins. í öðru lagi er afnám visitölu- skerðingar. Eins og kunnugt er fengu ýmsir starfsmenn ekki greidda fulla verðlags- uppbót, hcldur skerta, þannig að þótt vísitalan væri 159 stig, fengu sumir greitt samkvæmt vísitöh* 154 og sumir samkv. vísitölu 123. í þriðja lagi hef- ur bæjarstjórn samþykkt upp- bætur til ýmissa starfsmapna, og er þá fyrst og fremst að telja uppbót á vaktavinnu fyr- ir lögreglumenn, brunaverði og ýmsa fleiri. I fjórða lagi hækka launagreiðslar vegna hækkunar vísitölu. Vísitalan, sem fjárhagsáætlun- með var 159, en nú er reiknað in í desember í fyrra reiknaði RAFSKINNA 20 ÁRA Aldrei meira skoðuð en ná‘ RAFSKINNA hefur fyrir löngu^ sannað það, að hún geturl orðið hversu gömul sem vera skal og þó ávallt ung og ný. Þessa' dagana er hún upp á sitt bezta j og flétfir blöðtím sinum í því umhverfi, er nafn hennar að nokkru bendir til. Að þcssu sinni stendúr húrt fyrir hellisdyrum j miklum og ævintýralegum, og er ' umhverfið allt vetrarlegt, en þój jóiaiegt, þvi að tröllin, sem þarna búa eru að sjóða jólahangikjötið | sitt, Þau eru kát og hlakka til' jólanna eins og aðrir, enda hafa þau að éinkunnarorðum: „Góða veizlu gera skal". Þegár Gúnnar Backmann kom fram með Rafskinrm fyrir 20 ár- am, litu nventi á þetta sem stund- argamán eða éins konar leikfang, sem skemmta mæíti með um ein jól eða sv'o. En reyndin varð Önnur. Hugkvsemm höfundar hefur ekki brugðizt og kaupsýslu menn sáu brátt að það borgaði sig að vera með á blöðum Raf- skmnu. Á fiessum 20 árum hefur reynslan skarið úr — Rafskinna er ágætt auglýsingatæki, þegar hugkvæmni og teiknikunnátta haldast í. hendur. Margar af hinum eldri mynd- um Rafskinnu eru þegar orðnar kiassiskar, bæði myndir og text- ar, Og mörg iðnaðar- og verzlun- arfyrirtæki halda upp á þessar myndir, noía þær til auglýsinga í dagblöðum, bíóum o. s. frv. Eða láta þær hanga uppi á vegg hjá sér, því þær minna á þátt eða þætti í þróun fyrirtækisins og gleðja augað. Að þessu sinhi hefur Eggert Guðmundsson Jistmálari teiknað 8kfeytingu i Rafskinnugluggann. Tryggvi Magnússon gert tröllin, Jón Kristinsson teiknað mynd- irnar og Egill Baehmann séð um Ijósaútbúnað ög uppsetningu. JólabiaS Veiði- mannsins komið út JÓLABLAD Veiðimannsins er komið út. Margt góðra greina og smáfróðleikur fyrir veiðimenn er í hlaðínu. Veiðiskýrslur frá síð- a3tliðnu sumri ó. fl. o. fl, Þórarinn Sveinsson læknir á þama skemmtiíega grein um Laxá í Þingeyjaraýslu. Sagt er frá fyrsta þingi ÍCF (Nýstofnað al- þjóða-kastsamband). — Þá er skemmtíleg þýðing á hinni frægu ensku vísu eða sélmi, „Bæn veiði- mannsins“, eftir H. Á — Margt stórlaxa er nefnt í ritinu og myndir af þeiffl o. 3. frv. Ágætíega prentuð forsíðumynd í litum prýðir blaðið og Ijósmynd ir og teikningar ertr góðar. Þess er getið í Veiðimanninum að SVFR hafi nú gefið út 6 tegundir af jólakortum handa fé- Iflgsmönnum og öðrum veiði- mönnura, til að senda kunningj- utn sínum á jóiunum. Undir eind mynd ..,. ...... Fwðabók Eggerts ©g BJama, og Landnáma. með 176. Þessi hækkun vísitöl- unnar kostar milljönir fyrir bæj- arsjóð. 1 fimmta lagl hækkar or- lofsfé samkv. samningi frá í vor. í sjötta lagi var samið um at- vinnuleysistryggingar, sem kosta 6 milljónir fyrir bæjarsjóð á næsta ári. Þessir 6 iiðir snerta launa- greiðsJur. Auk þess kemur vísi- töluhækkun fram á mörgu fleiru. T.d. hækkun vistgjaída á spítöl- Um, elJiheimili, Juekkun á greiðsl Um fyrir ýmsa þjónustu, hækkun framlaga til almannatrygginga, sjúkrasamlags. Bærinn stækkar jafnt og þétt og margs konar aukin starfsemi er óhjákvæmileg. 'Á’ "A' Framhald ræðu borgarstjóra nmn birtaet í blaðinu síðar. Þincj! fresfað í dag SÍÐASTI fundur Alþingis fyrir jól verður í dag kl. 1,30. Vænt- anlega vérður þar samþykkt til- lagan um þingfrestun. Þá mun forsætisráðherra lýsá yfir frest- un og kveðjast þingmenn og fara hver heim til síns heima. í gær lauk fundum Neðri deild- ar. Forseti hennar, Sigurður Bjarnason, óskaði þmgmönnum gleðilegra jóla og fararheilla og þess að allir þingmenn deildar- ipnar mættu heilir hittast 5. jan., þegar þing kemur aftur saman, Einar Olgeirsson þakkaði árnað- aróskir forseta fyrir hönd þing- maniia og flutti honum sömu óskir. Fundur Efri deildar stóð enn i nótt, þegar blaðið fór i pressuna, Hafði deildin þá lokið að af- greiða launalög, en eftir var að a£ greiða Iögin um bráðabirgðafjár- greiðslur. Helga Hóhonardóttír skáldsaga eftir nýjan höfund NORÐRI hefur sent á markaðinn skáldsögu eftir nýjan skáldsagna höfund, Guðrúnu A. Jónsdóttur. Er hún húsfreyja í Borgarfirði og borgfirzk að ætt. Seg.ir með sögunni að Guðrún hafi ekki lært til skáldsagnagerðar, eni henni sé sú list í bláð borin acS kunna að segja svo vel sögu, a<S hver og einn hljóti að hlusta og lesa sér til ánægju. Þessi skáldsaga hinnar borg- firzku húsmóður er ástarsaga. —, Það er saga stúlku í íslenzkri sveit. • | Kerlasníkir iil Akureyrar AKUREYRI, 16. des. — Hér á Akureyri mun verða mikið um> dýrðir, fyrir börnin í bænum, á sunnudaginn kemur. Þá er jóla- sveinninn Kertasníkir væntan- legur með flugvél frá Reykjavík og kemur jólasveinninn hingaíf sem gestur Flugfélags íslands. Frá flugvellinum mun Kerta- sníkir aka í skrautsleða inn i bæinn allt að Ráðhústorgi, en þar verður kveikt á jólatrénu frá vinbæ Akureyrar Randers í Danmörku. Kertasníkir mun skemmta börnunum með söng og gamanyrðum, en í för með hon- um verður Bragi Hlíðberg harmonikkusnillingur. — Eitt- hvað mun Kertasníkir) hafa 3 pokahorninu handa börnunura. Flugfélag íslands mun efna til skyndihappdrættis, sem dregid verður í áður en Kertasníkir kveður og ekur til sjúkrahússins, þar sem hann ætlar að heilsa serrj snöggvast upp á sjúklingana. □- -□ YFRLÝSIG ! f BLÖÐUM og tímaritum hafa að undanförnu bírzt tækifæris- vísur undir minu nafni, án þess að ég hafi verið um það spurður, eða þess getið, að um hnupl væri að ræða. Skýringar með vísunum hafa ýmist verið mjög villandi eða alrangar. Verð ég því hér eftir að banna algjörlega sfika útgáfustarfsemi. Húsavík, 17. 11. 1955. EGILL JÓNASSON. □- -a j éSEST-:-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.