Morgunblaðið - 21.12.1955, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.12.1955, Blaðsíða 8
24 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 21. des. 1955 Glæsileg bók og virbuleg BÓKFELLSÚTGÁFAN hefur nú gefið út síðara bindið af Mlnn- tegnm Thors Jensens og er þá fullgerð ein hin sérstæðasta af íslendingasögum. í>ann fimmta júní, — Þjóð- hétiðardag Dana, — árið 1878 kom danskur unglingur, nýlega fermdur, til Borðeyrar og skyldi vinna þar að verzlun næstu fimm árin. — ísland var þá fá- tækt að þessa heims gæðum, af- koma flestra heldur slæm og lít- ið um framkvæmdir, því fé Bkorti til alls og þjóðin merg- sogin af óviturlegri stjórn Dana. Allmiklu öðruvisi var þá um að litast en nú, hvað mannvirki snerti, en fegurð og tign lands- lagsins hin sama, og ungi mað- Urinn erlendi nam skjótt töfra þess: „Þegar vorverzluninni í „Júnó“ var lokið og við fluttir í land, hafði ég minna fyrir etafni. Þá kom það fyrir að óyndi greip mig. Til þess að eyða því hafði ég ætíð hið eina og sama ráð, ef veður var ekki því verra. Eg reikaði upp í háisinn fyrir ofan Borðeyrartangann, hlustaði þar á lsekjarniðinn og fuglakvak- ið og oaut útsýnisins. Komst ég þá í svo innilegt gamband við hina stórbrotnu náttúru landsins, að þetta varð mér góð hugsvöl- un“. Pilturinn hafði opin augua og skilningur hans var skarpur, hann gerði sér fljótlega grein fyrir sérkennum lands og þjóð- ar. íslendingasögur las hann og hið frjóa hugmyndaflug hans tengdi saman fortíð og samtíð, er hann kynntist fólkinu og hin- um stórbrotnu höfðingjum héraðsias Og þegar fyrsta haust- ið dreymdi hann um að eignast ■tóra fjárhópa eins og aðrir þar I sóknum. Framkvæmdaþráin var að vakna í huga piltsins. Hann reyndist liðtækur í bezta lagi. En fyrir starf sitt við verzl- unina fékk hann ekki önnur laun fyrstu árin en fæði, húsnæði og nauðsynlegasta fatnað. Vildi hann að vonum afla sér skot- silfurs og tók að læia bókband f frístundum sínum. Auk þess seldi hánn bækur og tókst á þennan hátt að ná sér í nokkrar aukatekjur. Sýndi hann þá þegar dugnað og hugkvæmni umfram flesta á sínu reki. Þegar fimm ára námstíma hans við verzlunina á Borðeyri var lokið, var hann ráðinn þar sem starfsmaður með 350 krónur í kaup fyrsta árið, en síðan skyldi það hækkað um 50 kr. á ári. — Skrapp hann þá til Ðanmerkur að hitta skyldmenni sín og varð samferða allmörgum vesturför- um til Skotlands. Blöskraði hon- um að sjá þetta myndarlega fólk vera að yfirgefa land sitt, og mun þá hafa vaknað sú löngun í hug- skoti hans að láta eitthvað það að sér kveða á íslandi sem yrði hinni fátæku þjóð til hagræðis. Hann var þegar orðinn tengdur henni hinum traustustu böndum, því hann var heitbundinn ungri íslenzkri stúlku, er æ síðan reynd ist honum hinn öruggasti föru- nautur. Þessi danski piltur var Thor Jensen. Hann kom hingað snaúð- ur að veraldarauð, en ríkur að lífsþrótd og farsælum gáfum, og gerðist íslendingur, betri íslend- ingur en almemt gerist, og einn af heilladrýgstu framkvæmda- mönnum þessa lands á sinni tíð. Saga hans er snar þáttur í starfs- sögu þjóðarinnar á mestu upp- gángstímum hennar, mikilfengleg saga og lærdómsrík. Hún er sögð af sjálfum honum, en skrásett af kunnasta blaðamanni landsins, Valtý StefánssynL Þótt grein þessi birtist í Morgunblaðinu get ég ekki orða bundizt um það frábæra ritstarf, sem Valtýr Stefánsson hefur leyst af hendi með gerð bókar þessar- ar — Hann er áður kunnur fyrir blaðaviðtöl sín, er gerðust ekkí betri í blöðum Norðurlanda. Að minnsta kosti veit ég engan er jafnaðist á við hahn í þeirri Kristmann Guðmundsson skrifar um Minningar Thors Jensens Thor Jensen íþrótt,' nema Danann Christian Houmark. — Valtýr Stefánsson hefur fundið frásögn Thor Jen- sen það form er hæfir henni svo vel, að á betra virðist ekki kos- ið. Allt er látlaust og hófsamt, en atburðarásin hröð og skipu- leg, mikill fróðleikur um sam- tímamenn og landshætti hvar- vetna ofinn haglega inn í ævi- söguna og samræmdur henni. Lesandinn veajður þcss hvergi var, að þetta er erfitt efni, þótt ævintýralegt sé og stórfenglegt. Tekizt hefur að gera bókina spennandi eins og skáldsögu, en jafnframt glæsilegt verk og virðu legt, sem maður les sér til gagns og ánægju og er hreykinn af að eiga. — Það vill alloft verða að síðari hluti minningabóka gerist kyrrstæður og stirðgengur, en hér er stýrt framhjá þeim skerj- um; í verkinu öllu er stígandi, sem í góðu skáldverki, frá byrjun til loka. Að vísu er söguhetjan óvenjulegur maður, sem ekki gerir líf sitt að neinni lognmollu, þótt aldur færist yfir hann. Þeg- ar hann er orðinn sextugur og hefur lokið gífurlegu ævistarfi við verzlun og útgerð, hefst hann handa um búskap; — ef til vill var það gamall draumur frá árunum á Borðeyri? Og það er svo sem ekkert þurrabúðarhokur, sem gamli maðurinn setur á stofn, ónei, mesta myndar- og stórbú, sem sézt hafði á íslandi, — djörf skáldsýn gerð að glæst- um veruleika! — Thor Jensen var aldrei smátækur, hann var stórmenni í anda og starfi, og það er gott til þess að vita, að minningu hans hafa verið gerð slík skil sem raun ber vitni í þessari ágætu bók. Kristmann Guðmundsson. „Fornir skuggar" — fréðleg bók Bókmennfakynnini á verkum Laxness á Ákureyri ve! séf! Aheyrendur fengu géða heildarmynd af sfíSbrigðum höfundar Akureyri, 16. desember. BÓKMENNTAKYNNING á verkum Halldórs Kiljans Laxness fór fram í Samkomuhúsi Akureyrar siðastliðinn sunnudag, að tilhlutan fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna á Akureyri. Var sam- koman vel sótt. SNJALLT ERINDI UM SKÁLDIÐ Rósberg G. Snædal, rithöf- undur, setti kynningarsamkom- una með ávarpi og kynnti síðan einstök atriði hennar, jafnóðum. 1 — Fyrst flutti Gísli Jónsson,1 menntaskólakennarL langt og snjallt erindi um Nóbelsverð- launaskáldið með ívitnunum í verk þess. LESTÐ ÚR VERKUM LAXNESS Frú Sigríður Jakobsdóttir las upp kafla úr Sjálfstæðu fólki, Guðmundur Gunnarsson kafla úr Fegurð himinsins, Kristján frá Djúpalæk las úr kvæ&akveri Laxness og Jónas Jónasson las smásögu eftir Laxness. SYND TVO ATRIÐI ÚR ÍSLANDSKLUKKUNNI Þá voru sýnd tvö leikatriði úr íslandsklukkunni og stjórnaði Jón Norðfjörð þeim. Fór hann sjálíur með hlutverk Jóns Hreggviðssonar en auk hans léku frú Sigurjóna Jakobsdóttir, Bjarni Finnbogason og Jón Ingi- marsson. GÓÍ) KYNNING Þá söng Jóhann Konráðsson þrjú lög við texta eftir Kiljan, með undirleik Áskels Jónssonar.1 Flutningi kynnenda var vel tekið; og munu áheyrendur hafa fengið; góða heildarhugmynd af hinum fjölbreyttu stílbrigðum hiifund- arins. — H. Vald. ,;FORNIR SKUGGAR". f Útgefandi: Sigurður Arnalds. Reykjavík 1955. NÝLEGA er komin hér á mark- aðinn næsta athyglisverð bók, er nefnist „Fornir skuggar". Er það vissulega réttnefni því að í bók- inni segir frá ýmsum átakanleg- um og vofeiflegum atburðum, er gerzt hafa á landi hér á ýmsum tímum og geymzt hafa í gömlum annálumeða i þingbókum réttvís- innar. En jafnframt gefur bókin nokkra hugmynd um aldarfar hér á þeim tímum, sem hún fjall- ar um. í bókinni eru níu frá- sagnarþættir, allir hinir fróðleg- ustu og skemmtilegir aflestrar. — í fyrsta þættinum segir frá hin- um brjálæðiskenndu galdamálum í Skutulsfirði við ísafjarðardjúp, er séra Jón Magnússon þumall á Eyri var upphafmaður að. Eru það ein hin mögnuðustu galdra- mál er sögur fara af hér á landi. í öðrum þætti segir frá afbrota- málum Gríms Ólafssonar • og hyskis hans, er áttu sér stað hér í Reykjavík á öndverðri öldinni sem leið, og settu bæinn, sem þá hafði tæplega 370 íbúa, á annan endann. Þá er frásögn um beina- fundinn við Blönduós 1802 og hina óhugnanlegu atburði, er rifj uðust upp í sambandi við hann og talið var að Þorvaldur Jóns- son, — Beina-Þorvaldur svonefnd ur — hefði mjög verið riðinn við, en Þorvaldur þessi og Grímur amtmaður Jónsson á Möðruvöll- , um voru bræðrasynir. Þá er sagt frá hinni alræmdu aðför Ara sýslumanns Magnússonar i Ögri og manna hans að spænskum og frönskum skipbrotsmönnum er leitað höfðu hælis í Æðey. En að- j förinni lauk svo að gengið var af öllum skipbrotsmönnum dauðum. Er þetta eitt af ógeðslegustu ill- ræðisverkum, sem unnin hafa verið hér á landi. — Þá eru rakin hin kunnu Sjöundármál, þar sem hin unga og friða kona Steinunn Sveinsdóttir á Sjöundá var aðal- persónan, en við hana var kennd hin svokallaða Steinku-dys, er lengi var sjáanleg austan við Skólavörðuna gömlu hér í Reykjavík. — í sjötta þætti segir frá þeim Reynistaðabræðrum, sem úti urðu á Kili 1780. Þótti fullvist að lík þeirra hefðu verið rænd allmiklum fjármunum, er þeir höfðu haft meðferðis. Varð út af þvi málastapp mikið og lágu ýmsir menn undir grun um ó- dæðisverkið. — í sjöunda þætti er greint frá hinu svonefnda KrL«:tmannsmáli, er reis út af því, að gullsmiður einn í Reykjavík, Kristmann Jónsson, fannst ör- endur nokkru fyrir ofan Kolvið- arhól og sáust miklir áverkar á líkinu. Gerðist atburður þessi sumarið 1881 og komu þar margir við sögu. Segir í þættinum frá málsatvikum eftir því, sem efni standa til og rannsókn málsins, sem í niörgu var mjög ófullkom- — „Blóðskömm og bannfæring" heitir næsti þáttur. Segir þar frá feðgininum á Hvassafelli í Eyja- firði, Bjarna Ólasyni og Randíði dóttur hans, er Ólafur Rögnvalds son, Hólabiskup, sakaði um blóð- skömm og mikil og langvinn mála ferli risu út af. Gerðist þetta árið 1480. Sýnir frásögn þessi glögg- lega hina skefjalausu fjárplófs- starfsemi kaþólsku kirkjunnar, er hikaði ekki við að ofsækja alsaklausa menn til þess eins að svæla undir sig eignir þeirra. — Síðasti þáttur bókarinnar nefnist „Einkennilegur örlagadómur". — Segir þar frá viðureign Hannesar Hafsteins, þá sýslumanns í fsa- fjarðarsýslu, við brezka togar- ann „Royalist", á Dýrafirði í októ bermánuði 1899. Drukknuðu þá þrír af mönnum sýslumanns, en sjálfur var han i ett k< minn. Ömurleg lífskj ísler.zku þjóð- arinnar, fyrr á tímum, erlend kúgun og rang&núið réttarfar, i þjó ipörgum manbinum þung ,og átakí. ieg i lög. i>ví hefur mörg harm:;. gan „erzt á landi hér á liðnum öldum. Margir hafa til þess orðið að færa þær sögur í letur, en það misjafnlega tekist eins og gengur, enda er það vanda verk meira en margur hyggur. — „Fornir skuggar" hefur flesta kosti góðrar frásagnar. Hvarvetna er sótt í traustar heimildir, frá- sögnin er skýr og skipleg, málið fágað og þó kjarngott svo að til fyrirmyndar er og stíllinn ris- mikill. Eru allir þættirnir prýði- lega ritaðir og sumir þeirra snilld arvel, svo sem Makt myrkranna, Hermdarverk á Vestfjörðum og Feðginin á Hvassafelli. Ekki er þess þó getið hver eða hverjir þættina hafa samið. Verður það að teljast óþarfleg hógværð og jafnframt galli, því að hér er ó- venjulega vel á penna haldið. íslendingar hafa löngum haft yndi af sögum og sögnum og hvers konar þjóðlegum fróðleik. Þykir mér því líklegt að „Fornir skuggar" verði mörgum mann- inum kærkomið lestrarefni. Bókin er um 12 arkir í miðl- ungsbroti og vönduð að frágangi. Sigurður Grímsson. rií frá Atviimudeild Háskólans Á VEGUM Atvinnudeildar Há- skólans eru komin út tvö fræði- rit landbúnaðardeildarinnar. Annað ritanna fjallar um skýrsl ur tilraunastöðvanna 1953—1954, eftir Árna Jónsson á Akureyri, sem tekið hefur skýrslur þessar saman fyrir tilraunaráð jarð- ræktar. í þessu riti eru aðalkaflarnir: Skýrsla tilraunastöðvarinnar á Akureyri, þá frá tilraunastöðinni á Reykhólum, á Sámsstöðum og Skriðuklaustri. — Hverjum þess- ara aðalkafla er skipt í allmarga liði, þar sem gerð er grein fyrir veðurfa V, tilraunastarfsemínni, tilraunum með túnrækt, áburðar- tilraunum dreifðum tilraunum, tilraunum með grasfræblöndur og grastegundir og stofntilraun- um með kornrækt og garðyrkju- tilraunum. Skýrsla þessi er prentuð i Prentverki Odds Björnssonar á Akureyri. Hitt ritið fjallar um tilraunir með síldarmjölsgjöf handa beit- arám um meðgöngutímann, á ár- unum 1950—54 og hefur Grímur Jónsson tekið saman. Eftir að Grímur hefur gert grein fyrir tilraununum, sem gerðar voru, dregur hann saman niðurstöður tilraunanna og kemst þá meðal annars svo að orði: Á jörð, sem hefur svipuð beit- arskilyrði og eru í Míðtúni, þ. e. fjörubeit og fremur góða land- beit, mun ekki hagkvæmt að gefa ánni meira en 50—70 g af síld- armjöli að meðaltali á dag, nema búast megi við, að meiri hluti ánna verði tvílembdur. Niður- stöðurnar benda þó til, að hag- kvæmt geti verið að gefa hverri á allt að 100 g af síldarmjöli á dag, þegar beit notast það vel, að ekki þarf að gefa meira hey en nemur 25—30% af fóðurþörf ánna fram til marzloka. Eftir það virðist einnig hagkvæmt að gefa ánni allt að 100 g af sildar- mjöli á dag, þegar heygjöfin (taða) er minni en 50—60% af fóðurþörfinni. Á jörð, sem hefur ágæt beitar- skilyrðL eins og eru á Klifshaga, er varla hagkvæmt að gefa ánni meira en 50 g af síldarmjöli á dag, ef heygjöfin nemur meira en 30% af íóðurgjöíinni til marz loka. Eftir þann tíma virðist þó ráðlegt að gefa ánum jafnvel allt að 100 g á dag, ef minna en hálf gjöf er gefin af töðu, og búast má við, að meiri hluti ánna verði tvílembdur. Hins vegar ér hæp- ið, að síldarmjölsgjöf tim fraris 50 g á dag handa á, hvenær seu) er að vetrinum, svari kostnaði, ef búast má við, að flestar ærriar verði einlembdar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.