Morgunblaðið - 21.12.1955, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.12.1955, Blaðsíða 4
20 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 21. des. 1955 jiristján Kjartansson — minning SIÁNUDAGINN þann 21. nóv- címber s.l. lézt á Landsspítalaiiym í Reykjavík, Kristján Kjartans- fionð fyrr kaupmaður í Rey’kja- vík og útgerðarmaður á Siglu- firði, eftir stutta legu. I Kristján var fæddur 15. okt. 1899, í Fremri-Hnífsdal og voru foreldrar hans Kristjana Þorvarð ardóttir, frá Bakka í Hnífsdal og Kjartan Bjarni Guðmundsson, tireppstjóri í Hnífsdal. Kristján ólst upp í Fremri-Hnífsdal hjá foreldrum sínum, ásamt systur sinni Sigríði, sem giftist Kristjáni skólastjóra Jónssyni í HnífsdaL og íóstursystur sinni Pálínu Jónsdótt ur, önnur systir Kristjáns Elísa- bet, dó ung að aldri. Foreldrar Kristjáns létu sér umhugað um menntun barna sinna og að loknu námi í barna- skóla, stundaði hann nám við hénaðsskólann að Núpi í Dýra- firðí, nokkru síðar innritaðist hann í Verzlunarskóla íslands og lauk þar námi með ágætis eink-j unn. Þegar Kristján kom heim úr verzlunarskólanum, fékk hann nóg að starfa, því þá hafði faðir hans ásamt Jóni Hálfdánarsyni í Hnífsdal, stofnað verzlun ásamt útgerð og fiskverkun og vann Kristján við verzlun þeirra um nokkur ár, af miklum dugnaði. Kristján fiuttist nú til Siglu- fjarðar, sem á þeim árum var mikill athafnabær og réðist til alþekkts athafnamanns þar, Sör- ens Goos og vann hjá honum ali lengi. Þá stofr^iði hann og rak um skeið verzlun í Reykjavík. Kringum 1930 flyzt Kristján svo aítur til Siglufjarðar og á því ári giftist hann eftirlifandi konu siijni Ólínu Kristjánsdóttur ætt- aðri frá Breiðafirði. Kristján rak og útgerð og síldarsöitun á Sigiu, firði um langt árabil, en á sama tíma og hjónin voru að koma upp níu barna hóp, stundaði konan veitingastarfsemí með frábænum dugnaði. Á Siglufirði vann Kristján meg in lífsstarf sitt og lætur að líkum, að oft hafi þurft að láta hendur standa fram úr ermum við að sinna hinu stóra heimili og starf- seminni út á við, mun honum þá hafa komið vel, að eiga jafn sam- hentan lífsförunaut og hann átti. Þau hjón áttu miklu barnaláni að fagna, hinn stóri, rnannvæn- legi níu barna hópur, ásamt heim- ilisfarsæld, varð því þeirra mesta gæfa í lifinu. Fyrir rúmum tug ára, roun Kristján hafa orðið fyrir alvar- legum heilsuhnekki, en náði þó aftur sæmilegri heilsu um skeið, og þó mun hann loks hafa treyst sér lengur tíl að stunda áfram sömu störf og flyzt því til Kefla- víkur fyrir rúmu ári og tekur að sér verkstjóm á Keflavíkurfíug- vellL Hann fékkst einnig við málaflutningsstörf og einnig eft- ir að hann settist að í Keflavík. í ágústmánuði s.l. tekur sig upp hinn gamli sjúkdómur Kristjáns og lagðist hann inn á Landsspítalann um miðjan októ- ber. Banamein hans var hjarta- bilun. Hann var jarðsunginn frá Fossvogskirkju hinn 28. nóv. þ.á. af séra Óskari Þorlákssyni. Kristján var af góðu bergi brot inn, með langafa Kristjáns —- Kristjáni Árnasyni frá Snæfjöll- um, flyzt ný ætt ínn í héraðið, en það er ætt Jóns lögsagnara Ein- arssonar í Æðey, sem löngum var kenndur við Rekstaði á Barða- strönd og þaðan mun þeim frasnd um hafa verið komin lögvísi og málfylgja, en í móðurætt var Kristján kominn af Vatnsfirðinga og Arnardalsætt. Hann var ágæt- um námsgáfum gæddur og mörg- um góðum hæfileikum, sem komu í ljós við ýmis tækifæri í lífi hans þannig átti hann megin þáttinn x því, á fyrstu starfsárum sínum í 'Hnífsdal, að afla ungmennafélagi gínu félagsheimilis, það þótti vel vio unandi á þeim tímum og full- jiægði starfsemi félagsins, að þeirri öflun kom aðeins aðstoð félaganna, en enginn styrkur hvorki frá ríki né sveitarfélagi í nokkurri mynd, eða uppörfun annars staðar frá, nema síður væri. Kristján var ástríkur og um- hyggjusamur heimilisfaðir og er að ástvinum hans sár harmur kveðinn, við hið sviplega fráfall hans. Það skeður enginn héraðs- brestur þótt sögu einnar manns- ævi Ijúki, sögu sem: „er ekki rituð á blað, en rist inn í fáéin hjörtu“, hjörtu ástvina og aðstandenda, frænda og vina. En við hið skyndi lega andlát Kristjáns, hefur þeirri sögu lokið, sem hugur man og hjöriun geyma, þeirra, sem hann þekktu og honum unnu. Eigin- konan, sem nú hefur misst það, er lífið gaf henni bezt og dýrmætast og bömin, sem sjá á bak ástrík- um föður, í hjörtum þeirra hafa | sögulokin valdið dýpri trega og | sárari söknuði en tárum taki. | En minningarnar eru heilög eign, sem dauðinn megnar ekki að ræna. Hún, sem nú hefur mest misst, getur minnst hins góða eiginmanns og allra samveru- stunda þenrra, þar sem sameigin- lega var hryggst á harmastund- um og glaðst á gleðistundum og bornar saman byrðar lífsins. — Hann var ávallt hinn ástríki, skilningsríki og hjálpríki vinur, sem við hlið hennar stóð í blíðu og sti'íðu. Þessar minningar mýkja svið- ann og verka sem græðandi lyf- steinn á hina djúpu og nístandi und, sem hjarta hennar ber eftir sigð dauðans og þessar minning- ar þakkar hún góðum guði. Afl dauðans er sterkt, en þótt líkaminn hverfi í skaut móður jarðar, þótt tunga hljóðni, hönd stirðni og augu bresti af hans völdum, þá er þó eitt afl til, sem hann getur ekki unnið, né lífi svift og það er ástin, „anda, sem unnast fær aldregi eilífð aðskilið" og þótt ást og tryggðabönd virð- ist nú höggvin í sundur, þá er ekki svo í raun og veru. Þráðurinn, sem liggur frá hjarta til hjarta slitnar ekki, held ur varir í örmum góðs guðs og styrkist aftur við endurfundi þeirra, handan grafar og dauða, endurfundina á landi lifenda, þar sejn dauðinn er ekki framar til og ástvinir sameinast, til þess að verða ekki framar aðskildir. Þetta sé okkur huggun, er við með söknuði í hjarta kveðjum Kristján. Slíkur sé okkar harma- léttir. Drottinn blessi þig og varð veiti þig, kæri frændi — guði séu þakkir, sem gefur oss sigurinr. að lokum. B. J. Félagslundur í Reyðarfirði. Fjögur félagsheimiíi vígb sl. ár 27 í byggiogii víðsvegor mn lnndið. SÍÐASTLIÐNU ári voru fullgerð og vígð fjögur félagsheimili, í fjórum sýslum landsins, — Barðastrandarsýslu, Eyjafjarð- arsýslu, Múlasýslu og Rangárvallasýslu. Eru það Fagrihvammur i Örlygshöfn í Rangasandshreppi, sem Mbl. hefur áður skýrt frá, Skjólgarður í Mývatnssveit, Félagslundur í Reyðarfirði og Njáls- búð í V-Landeyjum. Allt eru þetta hin veglegustu hús og vel til þeirra vandað. — Hafa þau risið upp á vegum verka-, ung- menna-, kven- og hreppsfélaga. Jóiabók NJÁLSBÚÐ í V-LANDEYJUM Fyrsta félagsheimilið, sem vígt var á árinu var Njálsbúð í V-Landeyjum. Fór vígsla þess fram fyrstu daga janúar s.l. Er það um 1000 rúmmetrar að stærð. Að byggingu þess standa þrír að- ilai', Ungmennafélagið Njáll, Kvennfélag V-Landeyja og hreppsfélagið. Meginhúsið, sem er samkomu- salur og leiksvið, er 16x7 m og rúmar um 200 manns í sæti. Hús- ið er byggt í tveim álmum. — í annarri er eldhús og bókasafn og bakdyraútgangi, en hin álman er anddyri og forstofa, fataherbergi og snyrtiherbergi ásamt baði. — Bygging hússins hófst sumarið 1954. SKJÓLBREKKA í MÝVATNSSVEIT Bygging hússins hófst árið 1952, en 1947 höfðu Mývetningar sótt um leyfi til þess að byggja sameiginlega félagsheimili og skóla. Féllu þeir þó frá þeirri hugmynd og ákváð.u að reisa að- eins félagsheimili. Ungmennafé- lagið Mývetningur, stóð straum af byggingarkostnaði að % á móti hreppnum, en aðrir einstaklingar og félagssamtök unnu dyggilega að byggíngunni. Húsið er 2400 rúmm. að stærð og rúmar um 500 manns. Aðalsalur hússins er stór og rúm- góður. Rúmar hann um 500 manns. Fyrir öðrum enda er rúm- gott leiksvið, en undir því eru búningsherbergi, böð og fleira. Fyrir hinum enda salarins er kaffistofa og eldhús í líkri hæð og leiksviðið. Kaffistofuna má skilja frá aðalsalnum með vængjahurð. Þar uppi yfir, er rúmgóð íbúð húsvarðar, en í Byggingin er um 2100 rúmm. í húsinu er samkomusalur, og veitingasalur. Rúmar aðalsal- urinn um 175 manns í sæti. Má gera einn sal úr báðum sölunuru og í’úma þeir þá um 300 manns. Undir leiksviði eru búningsherb. og snyrtiherbergi. í útbyggingu i vestur er eldhús og búr. í kjall* ara undir eldhúsinu er miðstöðv- arklefi og geymsluherbergi. — í austurbyggingu er mjög rúmgóð forstofa, snyrtiherbergi, fata- geymsla og miðasöluklefi. Uppi á lofti er rúm fyrir bókageymslu, sýningarklefi og lesstofa, er nota má til fundarhalda. BYGGT í ÞREM ÁFÖNGUM Bygging hússins hófst 20. sepfc. 1952. Það haust var lokið grunn- byggingu og kjallara undir eld- ■' l&w:: ■■ ■ ■ vV:&*■-;■ Skjólbrekka í Mývatnssveit. kjallara er fataherbergi og geymslur. Vígsla Skjólgarðs fór fram 9. júlí s.I. .sumar. FÉLAGSLUNDUR í REYDARFIRBI var vígður um mitt s.l sumar. Þessir aðilar standa að byggingu fólagsheimilisins: Ungmennafé- lagið Valur, Kvenfélag Reyðar- fjarðar, Verkamannafélag Reyð- arfjarðar og Reyðarfjarðarhrepp- ur. barnanna BEZT AÐ AVGLÝSA t MORGVNBLAÐVW húsi og leiksviði. Aftur var tekið til við bygginguna 20. maí 1953 og lauk um haustið. Var bygg- ingin þá öll komin undir þak. I júní 1954 hófst byggingin í þriðja sinn og stóð óslitið þar til húsið var fuilgert. 27 FÉLAGSIIEIMILI f SMÍÐUM 27 félagsheimili eru nú í bygg- ingu víðs vegar um landið og á 6 þeirra hefur verið byrjað á þessu ári. Nokkur eru að verða fullbyggð, svo sem í Landssveit, á Hellu og í Kirkjubólshreppi í Strandasýslu. Þá hefur einnig verið veitt leyfi fyrir 9 félags- heimilum til viðbótar og mun bygging þeirra hefjast á næsta vori. Einar Ásmundssnn hrl. Alls konar lög-fræðistörf. Fasteignasala. Hafnarstræti 5. — Sími 5407. Njálsbúð í V-Landeyjum Sigurður Rt-ynir Prtursson Hæstaréttarlögmaður. Agnar Gúntufsson og Gísli G. ísleUsson Héraðsdóraslögmenn Málflutni ngsstofa, Fasteignu- og verðbréfasala. Anaturstr. 14, Rvík. Sími 82478.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.