Morgunblaðið - 21.12.1955, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.12.1955, Blaðsíða 2
18 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 21. des. 1955 ÁrháU skáidff Héraðsfundurpresta Góð Sesbók í lesndafrœÖi w ð S m-i'si tzsze jl-íARGAR góðar bækur koma að koma út, segir frá svo mörguir ÁRBÓK SKÁLDA. «-----------*----------- í Gð^!Í?5Í út bessa dagana, er.da segja og fjarskyldum þjóðum Þesi ARBOK SKALDA. Sögur ungra höfunda. Riístjóri Kristján Karlsson. „SMÁSAGNAGERÐ íslendinga befur náð þvílíkri fullkomnun, að hún er tvímælalaust tindurinn í «agnaskáldskap okkar, síðan Sornsögumar voru færðar í let- ur“. Ofangreind orð hefur mátt lesa í bókaauglýsingu í dagblöðum l'ieykjavíkur síðustu vikurnar. — iÞetta eru stór orð rétt eftir að íslenzkar skáldsögur hafa verið verðlaunaðar gulli Nóbels. Og nú liggur á borði mínu safn af smásögum ungra íslenzkra höf- unda, þeirra, er kvatt hafa sér hljóðs síðustu áratugina. Flestar eru sögurnar skrifaðar eftir heimsstyriöldina síðari. ísland hefur verið opnara erlendum á- h ifum þennan síðasta áratug en nokkru sinni fyrr, og smásagna- safnið ber þess merki. Þar gætir mjög áhrifa utan að, bæði úr austri og vestri. Hemingway, Kafka, Dostojevsky og Damon jRunyon, þessi nöfn og fleiri koma manni í hug við lestur þessarar -snyrtilegu bókar og ánægjulegu afiestrar. Sögurnar hefur Krist- ;ián Karlsson valið og skrifað for- m.ála og kemst áð mínum dómi vel frá hvoru tveggja, en satt að aegja er ég ekki nógu kunnugur skrifum sumra hinna ungu höf- imda, til þess að mikið mark sé að mínum dómi um úrvalið. Mat mitt á sögunum verður einnig að teljast næsta huglægt. Sextán eru sögurnar. Að fella dóm um þær allar í stuttri blaða- (grein væri líkt og að skrifa heims bókmenntasögu upp á nokkuð hundruð síður. Vera má, að það -sé sveitamaðurinn í mér, sem veldur því, að ég fann mestan ilm af sögu Indriða G. Þorsteinsson- ar og Jóns Dan, og þó meiri af sögu Indriða. Það er einhver ekta >; nileiki í báðum þessum sögum, eitthvað sem vermir. Glettilega eóð er saga Jóns Óskars, _Ég, barnið, hundurinn. Saga Ástu fíigurðardóttur hreif mig, þegar hún birtist í fyrsta skipti, og ég varð ekki fyrir vonbrigðum við annan lestur he.inar. Saga Thors V'ihjálmssonar er skrifuð af kunnáttu og tilfinningu. Þegar rr.aður hefur lokið lestri hennar, finnur maður, að það þarf að lesa hana aftur, og þá er hún betri. Tvífari Dostojevskys læðist að baki manni, undir lestri sögu Geirs Kristjánssonar, og Damon Runyon stendur bráðlifandi fyrir fcaman maan að loknum lestri sögu Gísla Ástþórssonar. Mér fcnnst hún vera um stíl og efnis- n eðferð of stæld til að eiga heima f þessari bók, en gaman er að Kögunni samt. Hún er eina sól- fikinssagan í bókinni. Annars er þar slegið mest á svörtu nóturn- ar, og þá einkum af Jóhannesi Helga, þar er engin ljósglæta og vélamaðurinn heitir Líkafrón. Þó eru góð tilþrif í þeirri sögu. Jökli í&kobssyni hefur farið fram, síð- an hann skrifaði skáldsögu sína. <!>lafur Jónsson er „enn ungur, mjög ungur“, svo að tilfærð séu v.íðustu orð smásögu hans, sem er snotur, en ekki frumleg. Hér hafa nokkrar sögur verið nefndar, aðrar ekki gleymdar, en ætlun mín með þessum greinar- ntúf var ekki að skrifa ritdóm, heldur láta í ljós ánægju yfir jbví, að fá þessa bók upp í hend- urnar. Þeim mörgu, sem hafa yndi af nútímabókmenntum og vildu svo fegins gjarna kýnnast ungu skáldunum, en hafa lítinn ffma til slíkra hluta, hlýtur svona bók að vera mjög kærkomin. — Hótt þessi bók hrifi mig ekki eins rr.ikið og árbókin í fyrra, virðist rr.ér augljóst, að það er bók, sem er bæði útgefanda og ungu kyn- ri'óðinni til sóma. Saíán á svóna bók er r.okkur p ófsteinr. á það, hvorhökkar. út- básúnáða bókaþjóð lætur sér á fiama standa um sína ungu rit- höfunda eður'.eigi, Sigurður Þúrarinsson, Agúst í Ási Ný skáldsaga eftir Hugrúnu. Útg.: ísafoldarprentsmiðja. ; NÚ ER bókaflóðið byrjað. Góðar ( og lélegar bækur eru auglýstar.' af miklum móði- ög þær lélegu eru stundum auglýstar hvað mest sem úrvalsbækur. Mér ligg- ur við að segja, að það sé góðs viti, þegar bók er lítið aug- lýst. Það gefur von um, að hún þurfi þess ekki rneð. Ein af þeim bókum, sem svo er ástatt um, ér skáldsagan Ágúst í Ási. Hún verðskuldar eftirtekt og viðurkenningu. Ég er ekki einn af þeim. sem telja sig geta dregjð línu hvað sé list og hvað ekki, en ég hefi vanið mig á að reyna að gagnrýna með sann-: gimi, hver sem i hlut á. Það er | furðulegt, hvað fólk virðist liggja flatt fyrir lélegu bókmenntunum. en sneiða hjá hinum, sem eitt- hvert gildi hafa. Mér virðist það bera vott um vanþroska og ó- sjálfstæði að- hlaupa eftir þvi, sem haldið er að sé tízka. Er ekki heilbrigðara að lesa rit og bækur eftir þá höfunda, sem vilja halda manni upp úr duftinu, heldur en þár sem óbeint draga niður í svaðið? Eg vildi með línum þessum láta i ljós. álit mitt á þessari nýju bók, sem er hin tíunda í röðinni frá penna skáldkonunn- j ar. Unglingabækur hennar eru með því bezta af slíkum bók- um, sem komið hafa út eftir ís-! lenzka höfunda og sum ljóðin1 hennar nálgast listaverk, þótt ýmislegt lélegra fylgi þar með eins og géngur. Ég álít, að Ágúst, í Ási sé ágætt skáldverk, ög þar j að auki spennandi ástarsaga. —J Uppistaðan er trúin, vonin og kærleikurinn. Málið er létt og lipurt, frásögnin lifandi og efnið skemmtilegt. Hugrúnu hefir tek- izt vel upp þarnaj og vona ég, að hún láti hér ekki staðar num- ið. Ég óska fyrir mitt leyti eftir sem flestum bókum frá henni í bókasafnið mitt. Það er einhver heiðríkja yfir öllu, sem hún skrifar. Hún stælir engan en fer sínar eigin leiðir, hvað sem hver segir. Sá, sem kaupir Ágúst í Ási trl jólagjafa, gefur góða gjöf. S. Á. BEZT AÐ AUGLfSA I MORG UNBLAÐINU 4 HÉRAÐSFUNDUR Borgarfjarð- arprófastsdæmis var haldinn á Akranesi, á heimili sóknarprests, sunnudaginn 6. nóv, Allir prestar og margir . safnaðarfulltrúar í prófastsdæminu sátu fundinn. Prófasturinn, séra Sigurjón Guð- •jónsson í Saurbæ, flutti ýtarlegt yfirlit yfir hið kirkjulega starf. í. prófastsdæminu á liðnu ári og drap á eitt og annað,- sem fram- undan væri til úrlausnar í mál- efnum kirkjunnar. Messur voru mun fleiri í prófastsdæminu, en árin á undan, og tala altarisgesta hærri. Prófasturinn minntist Bergþórs Jónssönar bónda í Fljótstungu, en hann drukknaði áaiamt tengda- syni sinum s.l. sumar, sem kunn- ugt er. Bergþór var lengi sóknar- nefndarformaður í Gilsbakka- sókn og mikill áhugamaður um málefni kirkj unnar. í sambandi við fundinn var messa ílutt í Akraneskirkju. Predikaði séra Einar Guðnason í Reykholti, eri sóknarpresturinn, séra Jón M. Guðjónsson, þjónaði fyrir altari. Altarisganga fór fram í lok guðsþjónustunnar. — Á fundinum voru flutt fjögur er- indi. Dr. med. Árni Ámason, hér- aðslæknir, flutti erindi um bræðralagshugsjón kristindóms- ins. Skýrði hann stefnu og starf Rotaryhreýfingarinnar, en sú al- heimshreyfing lýtur siðgæðis- kröfum kristninnar, sem kunnugt er. Séra Guðmundur Sveinsson á ■ Hvanneyri, flutti erindi um Jó- hannes skirara og séra Jón M. Guðjónsson um verndun merki- legra staða í landinu, sem ekki mega falla í gleymsku. Loks flutti prófastur erindi um sálmakveð- skap og íslenzkar sálmabækur frá elztu tíð til dagsins í dag Sungið var á milli erinda. Bjarni Bjarna- son, organisti, í Skáney lék á hljóðfæri. — Prófastur ga.t um hin margháttuðu störf Jóhanns B. Guðnasonar safnaðarfuUtrúa á Akranesi, fyrir kirkjuna fyrr og síðar. Jóhann hefir átt sæti í hér- aðsfundum í áratugí, en hefír nú orðið að draga sig í hlé sökum heilsubrests. Formaður sóknar- nefndar á Akranesi hefir hann verið um langt skeið, og er enn. Störf hans hefir einkennt lifandi áhugi og fúsleiki til að ljá kirkj- unni pg málefnum hennar lið sitt. Fundurinn vottaði Jóhanni þakk- læti sitt. — Fundinum barst kveðja frá biskupi landsins. — Héraðsfundurinn gerði eftirfar- ándi ályktanir: 1. „Héraðsfundur Borgarfjarð arprófastsdæmis, haldinrrá Akra- nesi 6. nóv. 1955, beinir þeirri áskorun til hins háa Alþingis, að það hækki á næstu fjárlögum framlag til kirkjubyggingarsjóðs um 500 þús. kr. á ári“. 2. „Heraðsfundur skorar á AI- þingi að samþykkja framkomið frumvarp um stofnun kirkju- þings. Lítur fundurinn svo á, að það hafi býðingarmikið verk að vinna til eflingar kirkju þjóðar- innar og kristnihaldi“. 3. „Héraðsfundur telur að æskilegt sé og aðkallandi, að merkir sögulegir staðir í landinu verði vel og varanlega merktir, svo að ekki týnist komandi kyn- slóðum. — Lítur fundurinn, svo á, að staðir, þar sem kirkjur hafa staðíð í aldaraðir, en eru ekki lenguv á þeim stað, megi ekki út- mázt, heldur undantekningar- laust auðkennast til leiðbeining- ar. Fundurinn telur, að mái þetta þoli ekki bið og treystir á skiln- ing fólks og framkvæmd í þéssum efnum“. 4. „Héraðsfundur beinir þeirri áskorun til hins háa Alþingis, að það veiti á næstu fjárlögum eitt hundrað þúsund króna sfyrk til byggingar Hallgrímskirkju í Saurbæ, svo að unf verði að ljúka smíði hennar á næsta árí, eins og ráð hafði verið fyrir gert". ARGAR góðar bækur koma i?l út þessa dagana, er.da segja blöðin daglega frá nokkrum þeirra og þykir sumum blaðales- endum nóg um svo einhæft efni. En þetta er orðin tizka, að láta flestar bækur koma út rétt fyrir jólin ár hver.t og þýðir ekki um að fást. Jafn sjálfsagt er að geta góðva bóka að nokkru. Hér vil ég geta bókar einnar, sem ég tel að korr.i skólum að góðu gagni, einkum við landa- fræðikennsluna. Það er ferðabók- in Umhverfis jörðína, eftir Vig- fús Guðmundsson, gestgjafa. — Þetta eru, sem kunnugt er, ferða- þættir ffá ölfum álfum heims, því að höf. mun vera með víð- förlustu rnönnum á landi hér. — Hann er líka einn þeirra fáu, Sem' vill láta aðra njóta ferða- lágsins með sér, með því að segja ferðasöguna — og vel sé honum fyrir það. Á þann hátt, getum við hinir, sem heima sitjum, notið þess að litast um í öðrum lond- um, áhamt höf., þótt við höfum aldrei átt kost á að líta þá fjar- lægu staði, sem hér er sagt frá — og munum aldrei eiga, margir hverjir. Við verðum að láta okk- ur nægja að segja með Jónasi: i,Eg er kominn upp á það, allra þakka verðast" o. s. frv. j Góðár ferðasögur eru bezta hjálp í þessu efni. Bók Vigfúsar tel ég hiklaust í þeim flokki. — Hann segir vel frá og hefur glöggt auga fyrir því, sem hann sér og heyrir. AHvíða fléttar hann þætti úr sögunni saman við frásögnina, t.d. þegar hann er í Róm, Neapóli, Versölum, Pretoríu og víðar. — Flestir þættirnir eru skrifaðir á j ferðalögunum, margir sem sendi- bréf heim til kunningjanna. Það gerir þá lífrænni og sannari, en segja má ef til vill, að bókin sé , ekki eins heilsteypt vegna þess. I Mér þykir hún skemmtilegri þess vegna. — Sumir þættirnir eru hinar beztu heimildir um fjar- lægar þjóðir og lönd, og flytja geysimikinn fróðleik. Nefni ég þar t.d. þættina um Ástralíu, Nýja-Sjáland, Kaliforníu, Mor- mónaríkið Utah, Suðurhafseyjar og Hawaii. Engin bók, sem nú er að koma út, segir frá svo mörgum og fjarskyldum þjóðum. Þesa vegna leyfi ég mér að benda námsmönnum og kennurum á hana sér til gagns og gleði. — Allir þeir, sem annafs hafa gam- an af ferðasögum munu að sjálf- sögðu lesa þessa bók.— Ekki má gleyma því, að Vigfús segir frá íslendingum, víðs vegar um heim, í þessari bók sinni, mönnum, serri sumir hverjir voru týndir ætt- jörð sinni. Eru skemmtilegar frá- sagnir hans um þá og trúað gætl ég að ýmsir hér heima, væru hon um þakklátir fyrir fréttirnar. Ég er það a.m.k., því að tveir þeirra, sem hann hittir á fjarlægustu stöðum, eru náfrændur mínir. — Margar skemmtilegar frásagnir eru í bókinni um íslendinga j Vesturheimi. Þá er og vert að benda ungu fólki á, að þessi bók er hinn bezti skóli fyrir þá, sem ætla sér að ferðast út um heim. Síðasti kaflj bókarinnar er beinlínis skrifaður í því skyni. — Ferðalög eru góð- ur skóli — en þar gilda vissar reglur, alveg eins og í skóla, sem menn verða að kunna og breyta eftir, ef vel á að fara. — Ánægju- legt þykir mér það hjá höfundi, að hvar sem hann fer, verður honum hugsað til lands síns, og hvað því mætti að gagni koma aí því marga og nýja, sem hann sér og heyrir. Þar lifií enn andi ung- mennafélaganna, sem við vorum báðir snortnir af á yngri árum okkar og fylgir okkur æ síðan. — En er það ekki ennþá kostur á hverjum góðum þegn, að hyggja að velferð lands síns og þjcðar? Við kennarar höfum oft talað um að skortur væri á hentugum lesbókum til stuðnings vifS kennslu ýmissa fræðigreina. Ég sé ekki betur en þessi bók — sem og aðrar góðar ferðasögur — getl verið hin bezta hjálp í þessu efni, Unglingum þeim, sem útþráin kallar, mun bókin verða hollur skemmtilestur. — Myndir í bók- inni eru allmargar og sumar ágætar. Eru þær hin mesta bók- arprýði. — Þökk sé höfundi fyrir bókina. íngimar Jóhannesson. Gamlar myndir og skýrSngar við þar BÓKAÚTGÁFAN Norðri hefur gefið út skemmtilega bók, sem heitir Gamlar myndir, safn gam- alla íslenzkra ljósmynda af stöð- um, mannvirkjum og atburðum. Ég ætl'a ekki að skrifa ritdóm um þessa bók, enda er hún ekki rit, heidur myndasafn. Auk þess standa þau ortS á einum stað í bók inni, sem af má skilja, að ég hafi Verið mjög r ráðum um útgáfu hennar, og væri þá skrýtið að (skrifa ritdóm iirn bók, sem mað- ur stæðí sjálfur að. Ég á þó ekki annan. þátt í bókinni en að leyfa, að í henni væru btrtar myndir eftir Ijósmyndaplötum þeim gömlum. sem Þjóðminjasafnið á. . Um fyrirkomulag eða texta hef ! ég engu ráðið, en satt að segja eru skýringartextarnir í stytzta lagi, þó að það sé raunar vorlcunn armál. Myndirnar sjálfar eru jafngóðar fyrir því, enda er sann- ast sagna, að í þessari bók eru margar stórmerkilegar myndir og bókin óvenjtrlega á'nægjuleg að blaða í. Annað eins safn forlíðar- mynda > hefur eícki sézt hér. Ég vík aftur að skýringunum. Hér á safninu eru þessar gömlu ljósmyndaplötur- án nokkurra verulegra skýringa, standa á skrá undtr einu stuttu nafni, annað ekki. Útgáfan hefur litlu getað bætt við til skýringar mvndunum, enda tvímælalaust mjög tafsamt að jWta uppi þá menn, sem skýrt gætu sitthvað á hverri einstakrí mýnd. Við höfum reynslu af bví á Þjóðminjasafninu, hve erfitf ér að fínna fólk, sem þekkt gefur nafnlausar mannamyndir, sem okkur berast stundum í söfnum, En nú þegar þessi þók er komh» út, er hins vegar fengið ágætt tækifæri til að afla fullkominna skýringa við fjölmargt á myncl- unum. Sennilegt er, að bókiri komi fyrir augu það margra manna, að skýring gæti fengizt á öllu, sem máli skiptir, ef þessir menn legðu fram það sem hver og einn getur skýrt. Það væri þakkarvert, ef menii- vildu skrifa upp 'ýmislegt, sém þeir þekkja á þessum myndum, en telja líklegt, að óþekkjanlegt sé flestum nútímamönnum. Þetta á bæði við persónur og mann- virki, sem sjást á myndunum. Slíkar skýringar mætti senda Þjóðminjasafninu, og gætu þær fylgt þessum menningarsögu- myndum til komaridi tíma. Lik- legt er einnig, að Bókaútgáfais Norðri mundi vilja láta mikiis- verðar nýjar skýringar með myndum þessum koma fyrir al- menningssjónir á einhvern hátt síðar. Ég vona, að einhverjir glöggir eldri menn skemmti sér við það um jólin að ráða þessar merki- legu myndir og auki þannig enn á sögulegt gildi þeirra. Kristján Eldjárn. 1 lL M J—Tl 1 3 4i> 1 fi?I U< JON 8JAR ______J i tn*ngj*tofa^ NASON mSm iækjargoto 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.