Morgunblaðið - 24.12.1955, Qupperneq 4
20
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 24. des. 1953 ]
SEXTÁN ÁRA VAR HANN EKKI LIÐTÆK-
UR I SKÓLAKÓRINN, EN ÞRÍTUGUR
HLAUT HANN BOÐ FRÁ TVEIM ÓPERUM.
í BRODDI FTLKINGAR
| — Þú hefur samt átt aftur-
ÞAÐ var í þá gömlu og góðu
daga, þegar Vestui’ og Aust-
urbæingar „bárust á banasppjót-
um“ og KH laðaði unga Vestur-
bæinga eins og flugvélamar
draga að sér hugi litlu strákanna
í dag. Oft sló í bardaga milli
fstráka ur Vestur- og Austurbæn-
um, og var jafnan barizt í návígi.
Slíkar herferðír voru sjaldan
skipulagðar fyrirframT en þegar
í bardaga sló, áttu piltarnir jafn-
an foringja í sínum hóppi, sem
•óöu öskrandi i broddi fylkingar
fram á orustuvöllinn. Litlu strák-
arnir, sem fylgdust af miklum
áhuga með slíkum átökum, skjálf
andi af hræðslu, tignuðu þessa
herskáu foringja og sögðu með
mikilli aðdáun hver við annan:
„Svakalega er hann kaldur“.
JEINN ÚR HÓPNUM
Nú eru þessir „köldu karlar“
orðnir „hraustir menn“ — og
láta ekki eins mikið til sín heyra
og í gamla daga — nema að
þeir séu staddir á Íþróttavellín-
um og KR eigi í vök að verjast.
Einn af þessum gömlu köpp-
um hefur þó haldið raddböndun-
um í þjálíun — og það svo, að
láti hann til sín heyra, er sagt,
að áheyrendur klappi svo mikið,
að þá svíði í lófana. Þetta er
enginn annar en einn ágætasti
listamaður okkar, Guðmundur
Jónsson óperusöngvari.
FÆDDUR
I SKUGGAHVERFINU
Fyrir nokkru hitti fréttamaður
blaðsins Guðmund að máli, og
var hann hressilegur og reifur
að vanda, þrátt fyrír það, að hann
var þá nýkominn úr erfiðu ferða-
lagi og átti í miklum jólaönnum.
Við sátum yfir kaffibolla og
röbbuðum um daginn og veginn.
Hann hafði frá mörgu skemmti-
legu að segja, því að bæði er
hann víðförull — og hefur kynnzt
sínu af hverju.
En ætlunin var eiginlega að
fá viðtal bæði við manninn og
listamanninn Guðmund Jónsson,
Við því svaraði Guðmundur,
að bezt væri að maðurinn hefði
orð fyrir báðum, því að svo
slæmt orð fáeri af söngvurum, að
vart væri hægt að búast víð
neinu skynsamlegu úr þeirri átt.
— Þú ert Reykvíkingur — er
ekki svo — Guðmundur?
— Jú, Reykvíkingur er ég í
húð og hár, segir hann. Ég
er fæddur í Skuggahverfinu, en
fluttist í Vesturbæinn strax og
ég vitkaðist og hef búið þar
lengst af síðan. Sem stendur á
ég þó heima í Austurbænum —
en það stendur allt til bóta.
ÆTLAÐI AÐ VERDA
VERZL UNARMAÐ UR
— Og þú ert sjálfsagt alinn upp
við sverðaglamur og fótbolta-
spörk, eins og aðrir Vesturbæ-
ingar?
— Já, það má kannske segja
þ j.ð, en annars var ég alltaf stillt-
Ux’ fram úr hófi — skammarlega
.stilltur. Ég er nefnilega KR-ing-
u; — segir Guðmundur og kímir.
— Þú hefur sjálfsagt átt mörg
og stór áhugamál, eins og aliir
st rákar, — en hver voru fram-
tíðaráform þín í þá daga?
— Ég hafði ekki míklar
áhyggjur af framtíðinni. Ég var
KR-ingur, það var mér nóg —
og ég ætlaði að verða það áfram.
Á fermingaraldri varð ég sendill |
í verzluninni Verðandí, og upp i
jfrá því held ég að hugurinn hafi'
hneigzt til verzlunarstarfa. Svo!
ir.ikið er víst, að í Verzlunar-
ákólanum lenti ég á endanum.
AjFBROT í FYKRA LÍFI
— jþú átt sennilega margar
kvæmt til Bandaríkjanna -
ef ég man rétt — þá varst þú
með Karlakóri Reykjavíkur i
Bandaríkj aförinni?
— Já, það er rétt. Þegar heim
kom gifti ég mig — og hafði auk
þess ýmsum hnöppum að hneppa,
svo að ég fór ekki aftur vestur
fyiT en eftir eitt ár.
! Þessi mynd er tekin fyrir skömmu af þeim hjónum, Guðmunði
Jónssyni og Þóru Haraldsdóttur ásamt börnum þeirra — Þorvarði
Jóni og Ástríði, sem virðist þegar vera komin í jólaskap.
(Ljósm. Mbl. Ól, K, M.)
Ijúfar minningar frá þeim árum?
— Já, ekki get ég neitað þvi.
Eitt það skemmtilegasta, sem ég
minnist þaðan er það, þegar ég
ætlaði að ganga í karlakór skól-
ans, en var rekinn frá, þar eð
i ég þótti ekkí hæfur.
— Þig hefur sennilega ekki
I órað fyrir því þá, að þú ættir
! eftir að ganga sönglistinni á
j hönd?
-— Nei, það er vist satt.
Mér og öðrum er þetta alveg
óskiljanlegt. Stundum er ég að
láta mér rietta í hug, að ég hafi
brotið eitthvað hræðilegt af
mér í fyrra lífi — og sé að bæta
fyrir það nú, Að öðrum kosti
hefði ég áreiðanlega ekki verið
dæmdur í þetta.
OG HANN BYRJAÐI
AÐ SYNGJA
—En hvað var það þá eigin-
Iega ,sem olli því, að þú hófst
söngnám?
— Eintóm mistök — og ekkert
annað. Það var skömmu eftir að
ég útskrifaðist úr Verzlunarskól-
anum, að ég fór með vini mínum
og fyrrverandi skólabróður, Eyj-
ólfi Jónssyni, til Péturs Á. Jóns-
sonar óperusöngvara. Okkur
langaði báða til þess að læra að
syngja — en eiginlega fórum við
samt af hálfgerðu fikti. Þc
höfðum við hug á að koma hvor-
um öðrum á framfæri, til þess
að eitthvað gæti orðið úr þessu,
ef hæfileikar væru fyrir hendi.
Eyjóifur hætti samt eftir skamma
stund, en ég þraukaði áfram og
var tvo vetur hjá Pétri. Líkaði
mér mjög vel við hann, því að
hann var prýðis kennari — og á
ég honum ekkert nema gott eitt
upp að unna,
H\J " R TTL
35A?RJ FBÍKJ ANNA
— Áhuginn á söngnum hefur
þá aukizt mikið eftir árin hjá
Pétri?
— Já, ég var orðinn staðráðinn
í því að halda náminu áfram, og
fór ég til Bandaríkjanna árið
1943 til frekara náms. í Los
Angeles settLst ég að og hóf nám
hjá rússneskum 3Öngkennara,
Samoiloff að nafni.
— Hvernig kunnurðu við þig
í Bandaríkjunum — og hvemig
var kennarinn?
— Það var gott að búa í Banda-
ríkjunum og sömuleiðis var
kennarinn ágætur. Hann hafði
líka verið góður söngvari áður
og fyrr, en einn galla hafði karl-
inn þó haft. Hann var nefnilega
svo fjári kvensamur. Það var
einmitt kvensemin, sem bundið
hafði enda á söngferil hans, því
að frúin var svo afbrýðisöm, að
hún hafði krafizt þes3, að hann
hætti að syngja — og „vesinast“
út um hvippinn og hvappinn.
Varð hann því að setjast í helgan
stein og taka upp kennslu.
HEYRDI SJÁLFAN SIG
— OG VILDI FARA HEIM
— Þú hefur sjálfsagt haldið
söngskemmtanir þar úti?
—• Nei, það gerði ég reyndar
ekki. En þar söng ég í fyrsta
skipti inn á hljómplötur. Þegar
ég heyrði svo í sjáltum mér varð
ég bæði svekktur og hissa í senn
yiir því — hvernig í ósköpun-
um á því stæði, að ég var kom-
inn alla leið vestur á Kyrrahafs-
strönd — með slíkum árangri.
Ég óskaði mér heim hið skjótasta,
og svo fór raunar, að ég héljt
heimleiðis eftir eins árs dvöl þar
vestra.
96 ÞÚS ÁHEYRENDUR
OG —
— Ég vildi ekki hætta námi
úr því að svo langt var komið.
Við hjónin héldum vestur árið ’45
og ætlaði ég að fara aftur til
Samoíloffs. Þegar út kom var
hann ný-látinn, og hafði dóttir
hans tekið við skólanum. Allt fór
samt í hund og kött hjá henni,
og ekki get ég annað sagt, en
lítið hafi orðið úr námi þann
vetui’inn. Haustið 1946 hélt ég
svo til móts við Karlakórinn —
og sÖng með honum í förinni.
— Það hefur verið erfitt ferða-
lag, því að þið munuð hafa farið
mjög víða.
— Ferðalagið var erfitt —
enda héldura við 56 söngskemmt-
anir á 63 dögum. Það kom samt
ekki svo mjög illa niður á mér,
þar eð Stefán íslandi var þá að-
aleinsöngvari kórsins. Ég minnist
þess, að við strákarnir töldum
saman áheyrendafjöldann í allri
ferðinni. Hann var hvorki meira
né minna en 96.500, og það er
alls ekki svo lítið.
— SAKLAUST SFRELL
— Það er líklega margs að
minnast úr svo langri dvöl er-
lendis?
— Já, auðvitað. En eins og ég
sagði þér áðan — þá hef ég alltaf
verið skammarlega stilltur,
og aldrei verið neinn æv-
intýraprins. — Á hinn bóginn
held ég að ekkert af því sé frá-
sagnarhæft —• enda ekki nema
saklaust sprell.
—• Hélztu áfram námi eftir að
þú komst að vestan?
— Ég var tvö ár við óperudeild
Konunglega Tónlistarháskólans í
Stokkhólmi, en síðan hætti ég
öilu slíku.
BOÐH9 Al) SYNGJA
VIÐ TVÖ ÓPERUHÚS
— Utanfarir þínar eru víst
ekki allar taldar með þessu. Þú
söngst eitt sinn fyrir páfann —
og ef ég man rétt, söngst þú
líka í Kaupmannahöfn fyrir
skemmstu.
- Ég var í Miðjarðarhafsför
Karlakórsim — það er rétt.
Hvað viðvíkur Kaupmannahöfn
Myndin er tckin á jólunum 1945 á heimili þeirrá Guðmundar og
Þóru í Los Angeles. Höfðu þau boð fyrir íslendinga, sem staddir
voru þar í borg — og eru þeir taldir frá vinstri: Gunnar Rúnar
og frú, Halldór Þorsteinsson og Sverri Runólfsson. Lengst til
hægri eru Guðmundur og fni. Myndina tók Ijósmyndari Mbl.,
Ólafnr K. Magnússon, ea hann var þá við nám í Hollywood.
— þá buðu danskir blaðamenra
mér árið 1953 að syngja á al-
þjóða tónlistarhátíð, sem haldint
var í Tivoli í Kaupmannahöfru
— Hvernig voru viðtökuraar
í Danmörku?
— Ég verð að segja, að ég varð
einstaklega feginn því hve Danir
voru meinlausir við mig, en þeir
eru almennt taldir mjög „kri-
tiskir".
—• Var þér ekki boðið að syngja
við Konunglegu óperuna í Höfn?
— Jú, mér var boðið að syngja
þar — og einnig barst mér boð
frá óperunni í Helsingfors. En
það er samt einhvern veginn
þannig, að ég kann alltaf bezt
við mig heima — og vil hvergí
annars staðar vera.
VILL STARFA HEIMA
— Það er líka annað, sem
ef til vill hefur skipt mestu máli
í þessu sambandi. Hér er svo
margt ógert í tónlistarmálunum
— og mig langar til þess að
leggja þar hönd á plóginn eftir
því sem hæfni og kraftar leyfa.
—• Hvað er það, sem helzt
vakir fyrir þér í þessum efn-
um?
— Það er að kynna öllum
Guðmundur í hlutverki Tonio í
óperunni „I Pagliacci".
landsbúum og gefa þeim kost á
að njóta þess, sem við erum
færir um að gera í þessum efn-
um. Samgöngur eru orðnar það
góðar, að fólkið úti á landsbyggð-
inn á heimtingu á, að tónlistar-
lífið sé nú ekki lengur aðeins
bundið við Reykjavík. Þjóðleik-
húsið hefur að undanförnu farið
með nokkur leikrita sinna út á
land — og gefið með því gott
fordæmi. Ríkisútvarpið hóf fyrir
skemmstu tilraunir með tónlist-
arstarfsemi með svipuðu sniði.
Sb'ka viðleitni ber að virða, og er
hún vissulega spor í rétta átt.
Engum vafa er lengur bundið, að
áhugi landsmanna er fyrir hendi.
Þess hef ég margsinnis orðið var
— og gæti nefnt mörg dæmi.
FLUTTU PÍANÓ
UM 30 KM. VEG
— Þegar við vorum fyrir
skemmstu á óperuferðinni um
Norðurland, vorum við beðnir að
koma fram í nýju félagsheimili
að Skjólbrekku í Mývatnssveit.
Komumst við að því í tíma, að
engin leiktjöld voru til í sam-
komuhúsinu — og sömuleiðis var
þar ekkert píanó. Afboð var þess
vegna sent í skyndi. En Norð-
lendingar þessir voru alls ekki á
því að sleppa okkur við svo búið.
Þeir skruppu út á Húsavík,
keyptu efnivið í leiktjöld — og
eftir nokkra daga voru þau kom-
in upp. Píanóið urðu þeir að
flytja 30 km. vegarlengd. Þegar