Morgunblaðið - 31.12.1955, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 31.12.1955, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagui 31. des. 1955 r w Attræður 7. jan: Sr. Sigurbjörn Á. Gíslason Iðnframleiðshan "55 Hluti úr jyrein Páls S. Pálssonar FYRSTA sirm, er ég sá Sigur- björn var 29. júní 1896. Var ég þá að basla við að ná inntöku í Latínuskólann. Sýndi ég manni þessum latneska stílinn, er ég hafði lokið við þá um morgun- inn. Sá ég, að honum leizt ekki á blikuna. En samt fór svo, að ég komst inn í skólann, og varð því svo frægur að vera skólabróð ir Sigurbjörns einn vetur. Var ég við skólauppsögn 1897, og horfði með aðdáun á hina nýju stúdenta. Sé ég þetta fyrir mér og gleymi því ekki, er þeir gengu fram í þessari röð: Jón Þorláks- son, Sigurjón Jónsson, Sigurbjörn Ástvaldur Gíslason, Árni Páls- son og ég á eftir þeim 16 í viðbót. Þarna horfði ég með aðdáun á afburða námsmenn. Þannig leysti Sigurbjörn öll próf af hendi með mestu ágætum. Allir kannast við síra Sigur- björn. En einu hljóta menn um leið að hafa veitt athygli. Hvað er það? Siguibjörn hefir sýnt það og sannað, að hann hefir verið hæfur til margvíslegra starfa. Stærðfrííðin hefir trúlega fylgt honum, svo að áreiðanlegt er, að hann hefði getað orðið verkfræðingur, og svo vel hafa tölumar raðast niður í heila hans, að hann hefði getað orðið banka- stjórí, og óhælt hefði „verið að fela honum forustu á sviði fjár- málanna. Það er ljóst af ævisögu hans, að hér hefir verið á ferð dugmikill athafnamaður og ósér- hlí/inn vinnuví singur. En það vita þeir, sem þekkja hann, að þó að hann hefði beitt kröftum sínum að umsvifamiklu veraldarstarfi, 5g farist það vel, þá hefði þó slíst aldrei til fulls svarað hans ir nstu þrá. Ávallt hefir hann veiið reiðubúinn að starfa að hinu marga nauðsyn- lega, en aldre gleymt því, að aðalatriðið var, að hann af alhug opnaði sál sírr. fyrir hinu eina nauðsynlega. Þess vegna h ;fir hann, frá því að námsferli lauk og fram að átt- ræðisafmæli, /erið sístarfandi innan íslenzki. kirkjunnar, og hefir um lan gan aldur verið þjóðkunnur þjónn kristinnar trú- ar, og víða erlendis er starf hans í miklum metu n haft. Vorið 1900 luku 5 guðfræði- prófi, og eru 2 þeirra enn á lífi, síra Sigurbjörn og síra Fr. Frið- riksson. Að loknu prófi hélt Sig- urbjörn til námsdvalar í Dan- mörku, Noregi og Svíþjóð. — Kynntist hamt þar blómlegu trúar- og safnaðarlífi, og var bað hin heitasta þra hans að fá tæki- færi til þess ac vekja menn hér heima til star 'andi trúar. Hélt hann, er hann var kominn hing- að heim, margar samkomur, og flutti mönnum boðskap trúarinn- ar með eldlegum áhuga. Skiftust menn í flokka, með og móti, en slíkt sýnir, að íiér var um líf, en ekki kyrstöðu að ræða. Oftsinnis fór hann til annara landa og komst í kynni við marga merka raenn, og bar með sér áhrifin hingað heim. Ferðað- ist hann oft ura Norðurlönd, fór til Kanada, var í Berlín, Buda- Pest, og á ýmsum öðrum stöðum, þar sem rætt var um mál kristin- dóms, talað um menningar- og uppeldismál, u:n starf til hjálpar börnum og unglingum, bindindis- starf og margvísleg líknarstörf. Um áratugi hefir sira Sigur- björn ferðazt hér um landið og í óþreytandi kiistilegri starfsemi flutt fagnaðarerindið í kirkjum, samkomuhúsum og á heimilum margra manna. Hve margir eru prestarnir, sem hann hefir heimsótt? Hve mörg eru bréfin frá hendi hans og hve margar bækurnar, sem hann hef- ir útvegað? Um mörg ár hefir hann starfað að útbreiðslu erlendra bóka, sem hafa yerið mörgum prestum og safnaðafólki til ómetanlegrar hjálpar. En því skal þá heldur ekki gleymt, að hann hefir sjálfur ritað margar bækur, skrifað fjöldamargar greinar í blöð og tímarit. — Ritstjóri „Bjarma“ var hann um langt skeið, og hvort sem menn voru honum sammála eða ekki. hlutu menn að játa, að rituðu máli hans fylgdi hinn hressandi, vekjandi blær. Það má .með sanni segja, að sira Sigurbjörn hefir aldrei hræðst baráttuna. Honum hefir látið það vel að vera bardagamaður, og aldrei hef ir hann farið í felur með trú sína og sannfæringu. Vopnunum hefir hann beitt til sóknar og varnar. Það var mönnum ljóst á umræðufundum, að hér var glað- vakandi maður, sem talaði af því að hann trúði. Mörg eru verkefnin, sem síra Sigurbirni hafa verið falin. Kennari var hann um margra ára skeið við Vélstjóraskóla íslands. Auk þess hefir hann haft kennslu á höndum í Kvennaskólanum og i Verzlunarskólanum. Sæti hefir hann átt í Barnaverndarráði, verið féhirðir Líknarsjóðs ís- lands, formaður „Samverjans“, í Framkvæmdanefnd Stórstúku íslands, í sunnudagaskólanefnd Þjóðkirkjunnar, í stjórn kristni- boðsfélaga, og í rúm 30 ár hefir hann verið formaður í stjórn Sjómannastofunnar í Reykjavík. Ég er í mikilli þakkarskuld við hann, er ég minnist þess starfs, er hann um fjöldamörg ár vann í þarfir Dómkirkjusafnaðarins. Var hann formaður sóknarnefnd- ar og sýndi það í verki, að hann í öllu vildi heill safnaðarins. Störfin eru margþætt og iðju- laus getur síra Sigurbjörn ekki verið. Honum er það áhugamál, að trúin sé starfandi. Það starf hans hafa margir séð. Ef þú leitar að minnismerkinu um síra Sigurbjörn, þá skalt þú heimsækja Elli- og hjúkrunar- heimilið „Grund“. Þar getur þú séð starfandi prest sem aldrei liggur á liði sínu, en ætíð er brennandi í áhuganum. Á þeim stað geymist fögur saga um hið fórnfúsa starf brautryðjandans. *Það var heilladagur síra Sigur- björns, er hann 27. júní 1902 kvæntist hinni ágætu konu sinni, frú Guðrúnu Lárusdóttur. Þá sannaðist það í ríkum mæli, að góð kona er gjöf frá Drotni. Þar var í kærleika vakað yfir heim- ili, yfir börnunum og aftur börn- um þeirra. Sár harmur var að síra Sigur- bimi kveðinn, er kona hans og tvær dætur voru með skyndileg- um dauða burtu kallaðar. — Hvernig snerist síra Sigurbjörn við þessari þungu raun? Þá sást trúin, sem stenzt prófið. Sást þá sem oftar, að þeir, sem vona á Drottin, fá nýjan kraft. í árbyrjun 1876 fæddist síra Sigurbjörn. Var hann nýársgjöf foreldrum sínum. En hann hefir á liðnum árum verið gjöf íslenzku kirkjulífi til eflingar. Á áttræðisafmæli hans skal þakkað fyrir þessa gjöf með því að biðja honum þeirrar blessun- ar, að á honum megi rætast orð heilagrar ritningar: „Um kvöld- tíma mun vera bjart“. Heill sé síra Sigurbirni, bömum hans og ástvinum öllum. Guðspjallið, sem tilheyrir ný- ársdegi, afmæli síra Sigurbjörns, er styzta guðspjall ársins, en mjög efnisríkt, því að það bendir oss á nafnið, sem er hverju nafni æðra. Það nafn skal vera letrað yfir dyrum hins nýja árs og fram- tíð allri. Ég veit, að vinur minn og starfsbróðir hefir á liðnum árum glaðst í birtunni, sem Ijómar frá hinu heilaga nafni Drottins. Þvi skal afmælisósk minni vera lýst með þessum orðum: Það heilagt nafn á hverri tíð oss hvöt er blíð að heyja gott í heimi stríð. Bj. J. Sesselja í Skógum uai iðnuðinn 1955 KEXFRAMLEIÐSLA ] 3 verksmiðjur framleiddu 836 tonn af kexi. SÆLGÆTIS FR AMLEIÐ SL A 5 verksmiðjur framleiddu 198 tonn af suðu- og átsúkkulaði. 5 verksmiðjur framleiddu 80 tonn af karamellum. j 5 verksmiðjur framleiddu 78 tonn af brjóstsykri. 7 verksmiðjur framleiddu 96 tonn af konfekti. 4 verksmiðjur framleiddu 18 tonn af lakkrísvörum og öðru sælgæti. 2 verksmiðjur framleiddu 12 tonn af iðnaðarsúkkulaði. KAFFIBRENNSLA OG KAFFIBÆTISFRAM- LEIBSLA 3 verksmiðjur brenndu og möl- uðu 673 tonn af kaffi og 2 verk- í smiðjur framleiddu 178 tonn af kaffibæti. SMJORLIKIS- FRAMLEIÐSLA 7 verksm. framleiddu tonn af smjörlíki. 2107 GOSDRYKKJA- FRAMLEIÐSLA 2 verksm. framleiddu 1.445.000 lítra af gosdrykkjum. 1 versm. framl. 14.624 lítra af saft og ávaxtasafa. 1 verksm. framl. 853 stk. af karlmannanáttfötum. 5 verksm. framl. 126648 pör aí alls konar skóm. 1 verksm. framleiddi 10600 pö-r af inniskóm. KEMfSKUR IÐNAÐUR Áburðarverksmiðjan framl. 18.500 tonn af áburði. 4 verksm. framl. 320 tonn af þvottadufti. 4 verksm. framl. 294 tonn af blautsápu. 1 verksm. framleiddi 16 tonn af trélími. 2 verksm. framl. 5 tonn aí kertum. 1 verksm. framleiddi 3,7 tonn af bóni. 4 verksm. framl. 64,5 tonn af handsápu, stangasápu og fleirl sáputegundum. i 2 verksm. framleiddu 1370 L af málningu og lökkum. BYGGINGARVÖRU- FRAMLEIÐSLA Steypustöðin framleiddi 55 þús. m2 af steinsteypu. 1 verksm. framl. 100250 vikur- holsteina og 27.920 m2 af vikur- plötum til einangrunar. 2 verksm. framl. 700 tonn af gosull. 1 verksm. framl. 15000 m2 af steinullarplötum. átlræð VORIÐ 1875 reistu nýgift hjón bú á Seljalandi í Gufudalssveit, og á gamlárskvöldið næsta fædd- ist þeim fyrsta barnið. Það var stúlka og var skírð Sesselja. Faðir hennar, Helgi Björns- son, frá Berufirði í Reykhólasveit, var hinn mesti dugnaðarmaður og ósérhlífinn. Hann hafði ratað í þá ógæfu að kala á fæti þegar hann var um tvítugt. Var seint og um síðir tekið framan af fæt- inum, en sárið greri aldrei. Þetta lét hann þó ekki á sig fá, en vann eins og víkingur og komst vel af. Átti hann allgott bú þegar harð- indin miklu dundu yfir 1880—82. Þá drap vorhret fyrir honum all- ar ærnar nema þrjár, og tvó hesta. Hann hafði keypt hlut í Seljalandi, en varð nú að selja til þess að geta keypt nýan bústofn. Bjó hann síðan að Ba:mi og Hof- stöðum í sömu sveit. Það mun hafa verið vegna þrenginga, að Sesselja varð að fara að heiman undir eins og hún gat unnið fyrir sér. Réðist hún þá í vist og var annarra hjú fram til sextugs. Þá var faðir hennar látinn fyrir löngu, en móðir í hárri elIL Var Sesselju nú sagt, að hún yrði að taka móður sína að sér, og það var ekki hægt nema hún yrði sjálfs sín. Og þá tók Sesselja það fyrir að fara að búa. Fékk hún fyrst inni í húsmennsku í Skógum í Þorska- firði. Svp keypti hún hálfa jörð- ina og síðan alla jörðina og hef- ur nú búið þar um 20 ára skeið, og allt af ein síns liðs síðan móðir hennar dó. Nú hefur hún þó selt jörðina afkomendum Jochums í Skógum, en hefur þar lífstíðar ábúð. Og hún er alls ekki á því að hætta við búskapinn, þótt aldurinn sé orðinn þetta hár. Hún hefir bæði kíndur og hesta og heyar fyrir því sjálf og hirðir það á vetrum En vegna þess að hún er alein á bænum, hefir hún undanfarna vetur feng- ið hús fyrir fénað sinn á öðrum bæ eftir hátíðar og verið þar sjálf, þar til fer að vora. En þá flyzt hún aftur heim að Skógum. Þess eru víst ekki mörg dæmi, að sextug kona fari að búa ein síns liðs og hafi stundáð búskap í 20 ár með slíkri atorku og Framh. á bls 1(' JEFJARIÐNADUR 1 verksm. íramleiddi 65.000 metra af vinnuvetlingaefni. 1' verksm. framleiddi 25.000 metra af fóðurefni í fatnað. 1 verksm. framleiddi 7.000 m. af húsgagnafóðri. 1 verksm. framleiddi 13.000 m. af ýmsum baðmullardúkum. 2 verksm. framleiddu 99.000 m. af ullardúkum. 2 verksm. framleiddu 57 tonn af bandi og garni. 2 verksm. framleiddu 38 tonn af lopa. 2 verksm. framleiddu, 5500 teppi. 1 verksm. framl. 10460 m2 af gólfdreglum og vann úr 25 tonn- um af óþveginni ull. 1 verksm. framl. 6000 m af gangadreglum. 1 verksm. framleiddi 700 kg. af laskaefni í vinnuvetlinga. Hampiðjan framleiddi ca 260 tonn af vörpugami og öðru garni. 1 ullarverksm. framleiddu úr ca 30 tonnum af ull. 1 verksm. framleiddi 1100 næl- on þorskanet, 700 hrognkelsanet og hnýtti snurpinætur og reknet úr 10,5 tonnum af gami. 1 verksm. framleiddi 5835 lóð- arbelgi. FATNAÐARIÐNAÐUR OG SKÓFRAMLEIÐ SLA 2 verksm. framleiddu 30.182 stk. af manchetskyrtum. 4 verksm. framl. 36.127 stk. af kuldaúlpum. 6 verksm. framl. 164.753 stk. af allskonar vinnu-, skjól og sportfatnaði. 6 verksm. framl. 20.837 sett aí karlmannafötum. 5 verksm. framl. 4.537 stk. af karlmannaírökkum. 6 verksm. framl. 10.748 stk. af kvenkápum og frökkum. 1 verksm. framleiddi 162.996 stk. af baðmullarnærfötum. 3 verksm. framleiddu 4.370 stk. af karlmannabuxum. 2 verksm. framl. 470 stk. dragtir. 2 verksm. framleiddu 44.050 stk. af alls konar prjónafatnaði. 2 verksm. framleiddu 22.552 stk. af olíufatnaði og sjóklæðum. 4 verksm. framl. 14.751 dús. af vinnuvettlingum. 2 verksm. framleiddu 83.522 pör af sokkum. 1 verksm. framl. 4060 stk. og sett af undirfðtum kvenna. SKINNA- OG LEDURIÐNAÐUR Skinnaverksmiðjan Iðunn sút- aði 176,000 ferfet af leðri og loðsk. 13.000 stk. og 7.000 kg. af sólaleðri. PAPPA- OG UMBÚÐA- FRAMLEIÐSLA Kassagerðin framleiddi 2.7 millj. bylgjupappakassa, til út~ flutnings 60 þús. trékassa og 9* milj. kartonlöskjur um allskon- ar iðnaðarvörur til útflutnings og sölu á innlendum markaði. Pappaverksm. framleiddi 100 tonn af pappa. Stálumbúðir h.f. framleiddu m. a. stáltunnur og minni oliu- geyma, sem voru 2.8 millj. 1. að rúmmáli, um 1000 vaska og skál- ar úr ryðfríu stáli, á þriðja þús, „flourecent“ lampa og 6.000 ma hitaflöt af miðstöðvarofnum. Dósaverksmiðjan framleiddi 1.874.000 dósir úr 170 tonnum al blikki. Rafmagnsmótoraverksmiðj a SÍS framleiddi um 400 mótora frá V\ hestafli til 25 hestafla að stærð. Járnsteypan framleiddi úr 350 tonnum af járni og 35 tonnum af kopar varahluti í vélar, hluti til nýsmíði fyrir smiðjurnar, hluti til rafveitna o. fl. Ofnasmiðjan framleiddi m. a. 14.100 m2 af miðstöðvarofnum, 1500 venjulega vaska og vaska- borð úr ryðfríu stáli, 150 stærrf borð, skápa og rennur fyrir búð- ir og sjúkrahús, úr sama efni, 15 uppþvottavélar, 50 suðupotta, og 1000 þvegla. Amboðagerðin Iðja hefur fram leitt um 10.000 hrífur og hrífu- hausa og um 1000 orf úr aluminí- um. Stálsmiðjan lauk við smíði björgunar- og varðskips Norð- urlands, sem er rúml. 200 smál. að stærð. Stendur skipið að vísu enn uppi, vegna vöntunar á vél- um erlendis frá. Eins og að und- anförnu hefur Stálsmiðjan einn- ig framkvæmt margar meirihátt- ar viðgerðir á togurum og ann- ast „klössun“ á þeim. Hafin hef- ur verið undirbúningur að smiðl 60—70 lesta báta úr stáli og verð- ur bygging þeirra hafin á næsta ári. Framleiddir voru 111 mið- stöðvarkatlar og olíugeymar fyr- ir íbúðarhús og verksmiðjur ca. 350 tonn að rúmtaki. Framh. á bls. 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.