Morgunblaðið - 31.12.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 31.12.1955, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIB Laugardagur 31. des. 1955 ] ■B ANNA KRISTÍN EFTIR LALU KNUTSEN FramHaldssagan 38 íram, svo ég sagði: — Eí þér líkar ekki nærvera mín hér á Mæri, þá skal ég flytja að Eiði. En á meðan ég dvelst hér mun ég með öllum ráðum reyna að koma í veg fyrir heimskupör þín. Nokkru eftir nýjár skeði at- burður, sem gjörbreytti lífi mínu um stundarsakir. Það var komið kveld og farið að rökkva. fvar hafði farið til Gynters, þó harð- sótt væri vegna snjóa og óveðurs. Þar ætlaði hann að dveljast um nóttina. Systir mín lá uppi og Sesselja var hjá henni. Ég gat, aldrei þessu vant, unnað mér hvíldar og næð- is., Ég og magister Hieronymus sátum alein í stóru setustofunni. Hann las upphátt fyrir mig, en ég eaumaði letilega. Úr eldhúsinu heyrðust glað- værar raddir og hlátrar, en ofan af lofti bárust höggin úr vef- stólnum. í marga daga samfleytt hafði staðið stormur af hafi og honum fylgdi mikil snjókoma. Við urð- um að láta loga ljós allan dag- inn og ég var einmit.t að hugsa um að það þyrfti að spara ljós- metið, eins og mögulegt væri, þegar ég heyrði umgang við úti- dyrnar. Svo heyrðist hestur hneggja. Ég spratt á fætur. — Hvað er þetta? Magisterinn leit upp. Svo lagði hann bókina frá sér og gekk út að glugganum, Það eru líklega að koma gestirf veðrinu því arna, sagði hann. Nú heyrðist hurð skellt. Síðan háværar raddir og, að því er virtist, uppnám í eldhúsinu Áð- ur en ég komst fram að dyrun- um voru þær opnaðar upp á gátt og Pétur ráðsmaður kallaði. — Lárus er kominn með mann, sem hann fann úti í snjónum. Ég hljóp út og magisterinn á eftir mér. Lárus var að leggja byrði sína frá sér á eldhúsgólfið og sagði: — Hann er víst alveg að dauða kominn, jómfrú. Hann var móður og kófsveittur. — Berðu hann inn. Er þetta hermaður, Lárus? — Nei, mér sýnist af klæðum hans að dæma, að þetta sé aðalsmaður. Þó eru föt hans auðsjáanlega gömul og slitin. Þér ættuð að láta búa strax um hann. — Katrín, hitaðu öl og setiið þið svo hitaflösku í rúmið mitt, það er bezt að flytja hann þang- að. • Ég sendi Rannveigu eftir brennivínsdropa handa honum á meðan við Pétur drógum af honum stígvélin og buxurnar. Meðan við vorum að því fékk þessi ókunni gestur svo mikla rænu að hann blóðroðnaði og reyndi að draga sængina yfir sig, en ég sagði hryssingslega: — Hag ið þér yður ekki eins og kjáni. Ég hefi séð sjúkling fyrri. Hann ætiaði víst að svara mér ein- hverju en máttur hans var þrot- inn og mér sýndist ætla að líða yfir hann. — Flýttu þér, Pétur, hrópaði ég, og í sameiningu gátum við komið víninu ofan í hann. Hann rankaði við sér, hóstaði og stundi, en við flýttum okkur að breiða vel ofan á hann og gefa honum síðan heitt öl að drekka. Þegar ég braut saman fötin hans, sá ég að skyrtan var úr fínu, hvítu líni, en gömul og bætt. Jakkinn hafði einu sinni verið úr dýru flaueli, en bar þess nú lítil merki. Sama var að segja um buxurnar. Há stígvélin voru úr vönduðu leðri. — Sér er nú hver fyrirhyggj- an! tautaði ég, að fara í ferðalag um hávetur svona klæddur. Ann- að hvort er þetta fáráðlingur, eða þá að sá sem hefir sent hann, hefir ekki ætlazt til að hann kæmi lifandi til byggða. Gesturinn opnaði nú augun. Hann hafði sýnilega hresstst við vínið. — Með leyfi að spyrja, hvar er ég? spurði hann lágt. — Þér eruð hjá Mogensen höfuðs- manni á Mæri, sagði ég þurrlega. Og það var sannarlega á seinustu stundu að einn af þjónunum fann yður. — Þér eruð þá hin fagra frú Mogensson? — Nei, ég er systir hennar og hefi aldrei þótt fögur. — Ó, þér eruð þá jómfrú Orning. Ég er með bréf til yðar — og líka til höfuðsmannsins. Ef þér vilduð nú vera svo góð að færa mér hnakktöskuna mína. Ráðsmaðurinn læddist út og kom skömmu síðar með slitna brúna hnakktösku. Fyrst reyndi ókunni maðurinn að opna hana, en gat það ekki, svo ég kom hon- um til hjálpar. Síðan tók ég upp úr henni nokkur bréf með vax- innsigli. Ég þekkti strax innsigl- ið. Bréfin voru frá Ebbe. Eitt til mín og annað til ívars. Ég tók þau til mín og setti hin aftur í töskuna. Þetta var þá sendimaður frá Ebbe. Ég var alveg undrandi. — Mér er kalt, sagði hann. Ég rétti honum staupið, en hann missti taks á því og ég greip það. — Ég er hræddur um að ég verði lélegur prestur, sagði hann og andvarpaði. — Prestur? sagði ég steini lostin. Hann kinkaði kolii. — Þetta kom yður á óvart, sagðí hann þungbúinn. Og ég hefði heldur ekki trúað því fyrir nokkr um árum síðan að svona færi. En sumir standa á því fastara en fótunum að sá, sem ekkert vill læra, geti að minnsta kosti orðið prestur. Ég hefi oft hagað mér heimskulega. Það er satt, og þetta er hegningin: Að verða prestur yzt úti á hjara veraldar, það er að segja norður í Þrándar- nesi. En ég þarf ekki að kvarta. Þegar ég vaknaði og sá yðar fríða andlit beint uppi yfir mér, þá hélt ég að ég væri dauður og hefði í ógáti verið sendur til himna. Þetta brevttist nú reynd- ar þegar þér gáfuð mér brenni- vínið. Það hitaði og brenndi mig svo innan að mér flaug í huga að ég væri nú kannske, þrátt fyrir allt. lentur í vonda staðnum. Ég var svo hissa að ég kom ekki upp nokkru orði. Mér hafði aldrei dottiðí hug að prestlærður maður gæti talað svo gálauslega um líf og dauða, himinn og hel- víti. Þeear hann sá hvernig mér varð við fór hann að skellihlæja. — Lesið þér nú bréfið, jómfrú Orning. Ebbe segir yður sjálfsagt sitt af hverju. Hann lánaði mér tvö hundruð dali til ferðarinnar. Góða nótt, jómfrú. Ef yður er sama þá ætla ég að fara að sofa. Segið mér, hvað varð annars um galdranornina, sem var mér sam ferða í gær? Ég horfði skilnings- sljó á hann. — Hún ætlaði líka Lárus tók nú manninn aftur í fang sér og gekk af stað til dyra, En áður en hann komst út úr eldhúsinu kiknaði hann í hnjá- liðunum og mundi hafa hnigið niður ef ráðsmaðurinn hefði ekki gripið hann. Síðan tók Pétur manninn af honum og bar hann upp stigann. — Farðu úr bleytunni, Lárus, ságði ég í flýti. Inni hjá höfuðs- nianninum eru nóg föt, sem þú getur farið í. Bíddu svo eftir mér inni í stofu. Ég þarf að fá nánari fréttir af þessu. Síðan hljóp ég á eftir ráðsmanninum. Á undan honum gekk stúlka og bar ljós. Hún hét Rannveig og var krypl- ingur. Þegar við komum upp byrjuðum við strax að afklæða manninn. Þetta var ungur mað- ur og mjög laglegur. Hann hafði misst af sér bæði hárkolluna og hattinn, en hárið sem var eld- rautt, lá í þykkum lokkum fram á lágt og breitt ennað. Hendur hans voru hvítar og fagurskapað- ar. Skyndilega opnaði hann augun og leit á okkur. Augun voru dökk b á og spyrjandi. — Þér eru kom- ii n í húsaskjól, sagði ég. Nú hlýn a.' yður fljótlega. — Þvílíkur kuldi, muldraði hann. Mér finnst ég vera næstum helfrosinn. líötturinn og músin 3. Þegar hann kom heim, spurði músin hann: „Hvað var nú þetta barn látið heita?“ „Hálfbúin," svaraðí kötturinn. „Hálfbúinn“, át músin eftir honum. „Það er spaugilegt nafn, — og aídrei hefi ég heyrt það fyrr. Ég þori að veðja, að það stendur ekki í almanakinu.“ Það leið nú ekki á löngu, að enn kæmi vatn í munninn á kettinum. „Allt er, þegar þrennt er,“ sagði hann við mús- ina. „Enn er ég boðinn í dag í skírnarveizlu. Krakkinn var alsvartur með hvítar lappir, en annars er ekkert hvítt hár á hans búk. Slíkt gerist ekki oftar en í mesta lagi annað hvert ár. Ég vænti að þú hafir ekkert á móti því, að ég fari?“ „Ó-nei,“ svaraði músin. „En mér dettur svo margt í hug, þegar ég hugsa um þessi skrítnu nöfn: Skáninaf og Hálf- búin.“ „Já, það er ekkert undarlegt, þó að þú verðir sérvitur. Sj álfstæðisfélag Kópavogs sendir meðlimum sínum og öðrum stuðningsmönnum Sjálfstæðisflokksins beztu nýársóskir. með þökk fyrir ötult starf á liðna árinu. Stjórn Sjálfstæðisfélags Kópavogs. Ungiinga vantar til að bera blaðið til kaupenda víðsvegar um bæinn GLEÐILEGT NÝÁR! Nanst GLEÐILEGT NÝTT ÁR Þökkum viðskiptin á liðna árinu. Húsgagnavinnustofan, Einholti 2 TILKYNNING Hér með tilkynnist heiðruðum viðskinta- vinum vorum, að frá og með 31. desember n. k. hættir Hlutafélagið ,.Shell“ á íslandi að annast sölu og dreifingu á olíum og benzíni til notenda. Frá og með 1. janúar 1936 tekur Olíufélagið Skeljungur h. f. við allri starf- semi félagsins varðandi sölu og dreifingu á olíuvörum til viðskiptamanna. Um leið og félagið þakkar viðskipti þau, er það hefur notið á undanförnum árum, væntir það, að hið nýja félag megi verða aðnjótandi sömu vinsælda. Virðingarfyllst, Hlutafélagið „She!!“ á íslandi. Samkvæmt ofanritnðu telcur OhWelagið Skeliun?nr h. f. frá ncr rneð \ ianúar n. k. VÍð ahri pnljj rlroifinrfn ó ^línrn 0" hnnyjni, er Hhltafúlacrið . SVioH,c ó fclMnrii Viofnr haft á hendi írndanfarin 9Ó ór "Pólnnið Viofnr ið umhnð hór p Ip-nrli t?fTr‘ÍT> 'l'ho plim T'TMnnmr T 4-U T 0rr tv-„„ hnfa o nrtrl«r ronrlrí Trn-vn IV o r* -f p foloTT Vofur T? n rr ’ mim 1 ryrcn'* n n!nrvrn,1ii Ó oð Trið- qVi nb f)TTrvvjivv> fiív»nm í’n n T.UU envvi tt"1 nn A r\<-<• r>-ÍH ínif nn1 TTÍ^ny.lrnwv-.ívirfor 11 Wi 1 or> rj nllf í nl o e1’ ^ rrv f*rSí i 'C'f’On SÖmu vin^ælda Og Hlntpfélacrið ..Shell“ á ís- landi hefur notið á undanförnum árum. Virðingarfvllst, Olíufélagið Skeljungur h. f.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.