Morgunblaðið - 03.01.1956, Page 5
Þriðjudagur 3. janúar 1956
MORGVNBLAÐIÐ
fe
r
Afclfundur GIímuféL Armann
714 MANNS æfðu iþróttir hjá
félaginu á síðastliðnu starfsári.
Aðalfundur Glímufélagsins Ár-
manns var haldinn 30. nóv. s. 1.
í veitingahúsinu Nausti.
í upphafi fundarins minntist
formaður tveggja félaga, sem lát-
ust á árinu, þeirra Sigurjóns
Péturssonar, forstjóra, Álafossi,
og Guðmundar Þorbjarnarsonar,
múrarameistara, er báðir voru
landskunnir íþróttamenn,
Stjórnin gaf ítarlega skýrslu
um hið umfangsmikla og fjöl-
breytta starf síðastliðins árs, en
þá æfðu á vegum félagsins 714
manns, í 10 íþróttagreinum:
Fimleikum, glímu, frjálsum
íþróttum, handknattleik, körfu-
knattleik, sundi, skíðaíþróttinni,
bneíaleikum, róðri, pjóðdönsum
og vikivökum. Ármenningar tóku
Jþátt í flestum þeim íþróttamót-
um, sem fóru fram í Reykjavík
i þeim íþróttagreinum, er þeir
leggja stund á. Hér verður getið
nokkurra árangra í hinum ýmsu
greinum:
ÝMSAR GREINAR
Ármenningar fengu 8 Reykja-
vikurmeistaraíog 1 íslandsmeist-
Sra. Á drengja- og unglinga-
Sneistaramótinu hlutu þeir 7 ís-
landsmeistara. Tveir Ármenning-
ar fóru utan í keppnisferðir. þeir
Þórir Þorsteinsson og Hallgrímur
Jónsson og stóðu þeir sig með
prýði. Ármenningar settu 3 fs-
landsmet í frjáisum íþróttum,
Mnnu fjórar greinar í landskeppn
inni við Hollendinga og Hall-
grímur Jónsson vann forsetabik-
arinn, 17. júní 's. 1. Fimm Ár-
menningar hlutu heiðursskjöld
£rá Svíum vegna frammistöðu í
Norrænu unglingakeppninni 1954.
Þeir voru: Þórir Þorsteinsson,
Hilmar Þorbjörnsson, Eiður
Gunnarsson, Þorvaldur Búason
Og Aöalsteinn Krisíinsson. Hilm-
ar Þorbjörnsson náði í þessari
keppni bezta árangri allra
drengja á Norðurlöndum í 100 m
íhlaupi.
Ármenningar urðu bæði
Beykjavíkur- og íslandsmeistar-
ar í II. fl. kvenna í handknatt-
leik.
Ármenningar áttu Reykjavík-
armeistara í 1. og 2. þyngdar-
flokki í glímu. Þeir sýndu oftlega
glímu á skemmtunum og fyrir
arlenda ferðamenn.
Stoínuð var á árinu körfuknatt
leiksdeild og æfðu piltar 1 2. og
S. fl.
Ármenningar urðu bæði
Beykj avíkur- og íslandsmeistar-
ar í sundknattleik. Þeir áttu ís-
landsmeistara í 100 m. skriðsundi
og 100 m. flugsundi, settu þeir 1
íslandsmet á árinu.
: Ármenningar áttu Reykjavík-
Mrmeistara í svigi kvenna og sig-
Mrvegarinn í svigi kvenna á
Stefánsmótinu.
Úrvalsfiokkur kvenna úr Ár-
tnanni sótti Alþjóðafimleikamót
i Rotterdam í júlí s. 1. sumar og
Sýndi flokkurinn ennfremur í 3
borgum í Svíþjóð í sömu ferð.
Fékk flokkurinn alls staðar hina
lofsamlegustu dóma og í Rotter-
dag var hann talinn með beztu
flokkunum, sem sóttu það mót.
Alls voru fimleikar æfðir í 7 fl.
Flokkar félagsins höfðu sýning-
ar í Reykjavíkur, Vestmanna-
eyjum og víðar við mikla hrifn-
ingu, enda landskunnir.
Starfsemi róðrardeildar félags-
ins var með miklum ágætum allt
sum irið, tók hún þátt í öllum
mótum, sem fram fóru á sumr-
inu. Urðu Ármenningar bæði
Reykjavíkur- og íslandsmeist-
arar og sigruðu glæsilega í
septembermótinu. Þeir unnu á
starfsárinu þrjá bikara til fullr-
ar eignar.
ERLENDAR HEIMSÓKNIR
í félagi við Í.B.R., Í.R og K.R.
tók Ármann á móti fimleikaflokk
um karla og kvenna frá Oslo
Turnforening í tilefni af 100 ára
afmæli þeirra, Ennfremur tók
félagið á móti fimleikaflokkum
frá Maryland háskólanum ásamt
fyrrgreindum aðiljum og að síð-
ustu tóku Ármenningar, ásamt
Ægir-ingum, á móti þrem afburða
sundmönnum Svía, er tóku þátt í
sundmóti félaganna. í júní-mán-
uði s. 1. hófust byggingafram-
kvæmdir við íþróttasvæði félags-
ins við Sigtún. Hafin er bygging
búningsherbergja og fyrsta hluta
félagsheimilis. Hafa framkvæmd-
ir gengið vel og er nú að byrja
að rætast framtíðardraumur
félagsins með að eignast eigi
heimili fyrir starfsemi sína.
í stjóm félagsins voru kosnir:
Jens Guðbjömsson, form., Sig-
urður G. Norðdahl. varaform.,
Haukur Bjarnason, ritari, Ásgeir
Guðmundsson, bréfritari, Þorkell
Magnússon, gjaldkeri, Þórunn
Erlendsdóttir, féhirðir og Vigfús
Guðbrandsson, áhaldavörður. .—
Varastjórn skipa: Jónina Tryggva
dóttir, Gísli Guðmundsson og
Hannes Hall. — Endurskoðend-
ur: Stefán G. Björnsson og Guð-
mundur Sigurjónsson.
117 sjíikliiigar
f lottir lof tleiðis
SJÚKRAFLUGIÐ hér innanlands
hefir á undanförnum árum auk-
izt jafnt og þétt. Er nú svo komið
að í flestum sveitum lanasins
hefur fólkið mikinn hug á því,
að gera lendingarvöll fyrir sjúkra
flugvélina til þess að lenda á
í neyðartilfellum.
Björn Pálsson flugmaður hef-
ur verið helzti sjúkraflugs-flug-
maðurinn. Hefur hann víða íarið
til þess að sækja sjúka og slas-
aða og sýnt einstakan dugnað og
þrautseigju.
í gærkvöldi skýrði Björn Mbl.
frá því, að hann hefði flogið á
s.l. ári 50.000 km í 117 fhigíerð-
um með sjúkt fólk. Yfirleitt er
um að ræða, að sjúklingarnir eru
sóttir og fluttir hingað til Reykja
víkur og lagðir hér í sjúkráhús.
Síðustu daga fyrra árs og til 1.
janúar, fór Björn Pálsson í sex
ferðir út á land, til að sækja
þangað sjúkt fólk, sem hér ligg-
ur nú á sjúkrahúsi.
Borgararéffindi
kvenna
TILLÖGUR að alþjóðasamþykkt
um borgararéttindi kvenna er gift
ast útlendingum hafa verið rædd
ar á allsherjarþingi Sameinuðu
þjóðanna, sem staðið hefir yfir í
New York.
Samkvæmt tillögunum eiga
konur að geta valið hvort þær
vilja halda sínum borgararéttind-
um, eða hvort þær kjósa að ger-
ast borgarar í landi eiginmanns
síns.
A BEZT AÐ AVGLÝSA Jm
V I MORGVNBLAÐINV T
HÚSNÆÐI TIL LEICU
Höfum til leigu tvær hæðir í nýju steinhúsi, um 440
ferm. Hvor hæð er einn salur, en gott að skifta eftir
þörfum fyrir hvaða starfsemi sem er, t. d. skrifstofur,
teiknistofur eða iðnað. Sérstök olíukynding er fyrir hvora
hæð, einnig tvö W. C. og tvær handlaugar. Báðar hæðir
eru bjartar og sólríkar. Uppl. í síma 8-24-17.
Tökum myndir
í heimahúsum
Ljósmyndastof a
Lvg. 30.
Sími 7706
HERBERGI
Ungur maður óskar eftir
herbergi sem fyrst. Tilboð-
um sé skilað fyrir laugar-
dag, merkt: ,,Reglusemi —
982“. —
BíKstjóri
Abyggilegur og reglusamur
maður, sem hefur bílpróf
getur fengið atvinnu við út-
kevrsiu nú þegar. Upplýsing
ar í síma 6590.
STIJLECA
óskast
Tvennt í heimili. Vinnutimi
eftir samkomulagi. — Sími
2907. —
STIJLKA
Góð stúlka óskast til að sjá
tim heimili, þar sem konan
vinnur úti hálfan daginn.
Uppl. á Miklubraut 90, —
sími 6568.
2 Peisar
sem nýir, tíl sölu. Upplýsing
ar í síma 4810, í dag kl. 1—
6 e. h.
Stofa til fieigu
með húsgögnum, 1. hæð. —
Tirboð sendist afgr. Mbl.,
merkt: „Hitaveita — 977“.
Glæsileg íbiíðarhæð
165 ferm., 3 samliggjandi stofur, 2 góð svefnber-
bergi, eldhús, bað og hali, með sér inngangi í Hlíð-
arhverfi, til sölu. Bilskúr fylgir.
Gæti orðið laus fljótlega.
Útborgun um kr. 300.000.00.
Nýja fasteignasalan
Bankastræti 7, símí 1518 og kl. 7,30—8,30 e. h. 81546.
Stórt iðnaðar- og innflutningsfyrirtæki vill ráða til sm
skrífstofustúlku
nú þegar. — Tilboð með upplýsingum um menntun og
fyrri atvinnu, sendist afgr. Mbl. fyrir miðvikadagskvöld
n. k., merkt: „Skrifstofustúlka“.
Nr 1/1956
AtiGLÝSKMG |
frá Innflutnmgsskrifstofunní
Samkvæmt heimild í 22. gr. reglugerðar frá 28. des.
,
1953 um skipan innflutnings- og gjaldeyrismála, fjár-
festingarmála o. fl. hefur verið ákveðið að úthluta skuli
nýjum skömmtunarseðlum, er gildi frá 1. janúar til og með
31. marz 1956. Nefnist hann „FYRSTI SKÖMIVITUNAR-
SEÐILL 1956“, prentaður á hvítan pappír með brúnum
og grænum lit. Gildir hann samkvæmt því, sem hér segir:
REITIRNIR: Smjörlíki 1—5 (báðir meðtaldir) gildi fyr-
ir 500 grömmum af smjörlíki, hver reitur.
REITIRNIR: SMJÖR gildi hver fyrir sig fyrir 250
grömmum af smjöri (einnig bögglasmjöri).
Verð á bögglasmjöri er greitt niður jafnt og mjólkur-
og rjómabússmjör, eins og verið hefur.
„FYRSTI SKÖMMTUNARSEÐILL 1956“ afhendist
aðeins gegn því, að úthlutunarstjóra sé samtimis skilað I
stofni af „FJÓRÐI SKÖMMTUNARSEÐILL 1955“ með |
árituðu nafni og heimilisfangi, svo og fæðingardegi og í
ári, eins og form hans segir til um.
Fólki skal bent á, að nauðsynlegt er að sk ifa á stofn j
þessa.nýja skömmtunarseðils hver dvalarstaðurinn er 1. j;
januar 1956, sé hann þá annar en lögheimilið.
Reykjavík, 31. desember 1955
INNFLUTNINGSSKRIFSTOFAN
ÓDÝRAR i KÁPl m
Sefijtim i dag og næsfti daga
fjölbreytt urval af
erlendum kápii im
á sériega hagstæðu verÖt
FELDU R H. E.
Laugavegi 116, III hæð