Morgunblaðið - 03.01.1956, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 3. jarvúar 1956
MORGUNBLAÐIÐ
7
áramótodvarpið sem forseti íslands flutfti ú nýórsdag
Góðir íslendingar!
SAMKVÆMT góðri venju, jafn
gamalli lýðveldinu, ávarpa ég
yður héðan frá Bessasíöðum nú
á nýársdag. Nýtt ár er gengið
í garð, og við hjónin flytjum yður
öllum, þjóðinni í heild innilegar
nýárskveðjur og blessunaróskir.
Þessum tímamótum fylgja góðir
ásetningar um að ganga á Guðs
vegum og bæn um hans hand-
leiðslu.
Jafnframt þökkum við hjart-
aniega gamla árið, sem nú er lið-
ið í skaut aldanna, og kemur
aðeins til baka í endurminning-
unni, og sprettu þeirra frækorna,
sem tengja íramtíð við fortíð.
Fortíðin fylgir okkur, og i því
eru fólgnir einhverjir mestu
fjársjóðir íslenzku þjóðarinnar,
að hún hefir varðveitt sögu sína
Og endurminningar frá upphafi
vega, ýmist til fagnaðar og
hvatningar fyrir komandi kyn-
slóðir eða viðvörunar. Sagan og
reynslan er góður skóli fyrir þjóð
og þegn.
Eitt af því, sem við þökkum,'
eru viðtökur og leiðsaga á ferðum
okkar um landið. Það var hugsun
mín að Ijúka á þessum fjórum
árum yfirreið um öll lögsagnar-
umdæmi, og er það í sjálfu sér
engin ofætlun, eins og samgöng-
um er nú háttað. Það sem áður
var vikuferð er nú dagleið á þjóð
vegum eða stundarflug í lofti.
En bæði varð fyrsta sumarið
ódrjúgt og eins hefur tíðarfar-
ið í sumar sem leið hindrað, að
svo gæti orðið. Og er ekki fleira
þar um að tala En þó einhverj-
um hafi þótt fuilmikið um mín I
ferðalög, þá vil ég nota þetta
íækifæri til að hvetja alla, og
ekki sízt hina ungu kynslóð, sem
vex nú upp í bæjum og borgum, *
til að ferðast sem mest um sitt
eigið land, sjá fegurð þess og
tign, kynnast fólki í mörgum
byggðarlögum, þjóðmenningu og
framtaki á öllum sviðum. Mér
segir svo hugur um, að slík iand-'
könnun og viðkynning, sé ein af
þeim stoðum, sern vort unga lýð-
veldi þarf helst, sér til styrktar
og þroska.
íslandslýsing og landafræði er
góð, en hún verður fyrst ljóslif-
andi á ferðalögum. Landið er.
ekki tóm jarðfræði, heldur ör-1
nefni og minningar og fólkið, sem '
býr þar, grónar grundir, fjöll og
fossar og allir regnbogans litir.
Og í landi hinna miklu fólks-
flutninga eiga allir skyldmenni
og kunningja í sveitum og bæj-
um á víxl. Heimsókn á æsku-
stöðvar er sálubót, og yngra
fólkið, sem lítið hefir af öðru að
segja en kaupstaðnum, þar sem
það er fætt og fóstrað, á einnig
æskustöðvar og bólstaði forfeðra
sinna um land allt. íslendingar
eru allra þjóða ættfróðastir, en
áhuginn á þeim fræðum kemur
hjá flestum fyrst þegar aldurinn
færist yfir. Ég vildi ráðleggja
ykkur, sem yngri eruð, að kaupa
íslandskort, og marka á það
hringa, þar sem foreidrar ykkar
hafa búið, afar og ömmur, lang-
afar og langömmur. Sumir fá um
leið áhuga fyrir að rekja lengra
fram. Það er gaman að sjá,
hvernig íslandskortið lítur út!
Það eins og færist meira líf yfir
landið, og það verður skyldara
okkur persónulega. Við fáum
meiri áhuga á því að vita hvar
frændur okkar séu niður komnir,
og leiðbeining um það, hvert
sumarferðunum skuli stefnt, Sá
verður aldrei rótlaus sem rekur
ætt sína á kýnnisför úr einu
héraði í annað. Og allt sem teng-
ir okkur ættjarðarböndum við
land og samlanda er þjóðerninu,
þjóðfélaginu og hinu unga lýð-
veldi til styrktar.
★
Lýðveldið á sér langa sögu. Það
hefir ekki sprottið eins og Aþena,
albrynjuð úr höfði Seifs. Ef ekki
væri íslenzkt þjóðerni með sín-
um sérkennum, máli og sögu, þá
væri heldur ekkert íslenzkt ríki.
Þjóðernið er fjöreggiö sem hver
Forseti íslamls herra Ásgeir Ásgeirsson
kynslóð fram af annarri þarf að
eignast og varðveita. Það hefir
sjaldan hátt um sig, og þekkist
ekki af skrumi né stígvélabrokki.
Þeir sem siíku beita og kenna
sig við þjóðerni eru venjulega
yfirgangsseggir og ofbeldisþjóðir,
sem unna engum öðrum sjálf-
stæðs þjóðernis og réttar Það
verður jafnan stuU í þeirra
þúsundáraríki. En smáþjóðir, sem
engan ágang sýna, og unna ö.ðr-
um sannmælis verða oft langlíf-
ar í landinu. Sézt það m. a. á
Norðurlandaþjóðum, sem sumar
eru einhver elstu ríki álfunnar.
En saga þeirra á hinum síðari
tímum, er um margt til fyrir-
myndar.
Vér íslendingar erurn sjáifir
ein þessara þjóða að stofni til,
erfðavenjum og hugsunarhætti.
Vér höfum endus'heimt sjálfstæði
vort fyrir langa baráttu, án
vopnaburðar og blóðsútheilinga
með vorum sögulega og náttúr-
lega rétti. Megum vér gjarnan
minnast vorrar gömlu sambands-
þjóðar fyrir það með virðingu
og vinsemd, Qg sérstaklega get-
um vér minnst hinna síðari kon-
unga vorra með þakklæti. Ríkis-
stjórn hvers þeirra um sig táknar
stóra áfanga í sjálfstæðismálinu.
Ég veit, að Friðrik Danakonungur
og drottning hans munu glöggt
finna vorn góða hug, þegar þau
heimsækja ísland i vor, enda er
sú heimsókn merkur atburður
mikillar sögu og íil fyrirmyndar
öðrum um samskipti þjóða á
þessári brösóttu öld.
Þjóð sem hefir sótt sín mál
með sögulegum rökum og sigrað
fyrir mátt þjóðernis og mann-
dóms forustumanna sinna, má
sizt afrækja fjöregg sitt, hina
þjóðlegu menningu. Það verða
ungir og gamlir að skilja. Og sem
betur íer sjást þess ýms merki
í íslenzkum fræðum, listum og
bókmenntum að íslenzk þjóð-
menning er ekki á fallanda fæti.
Það var vel til fallið að Þjóð-
minjasafnið nýja skyldi reist í
tileíni af lýðveldisstofnuninni.
Það var þökk til fortíðarinnar og
áminnir.g til vor sjálfra. En á
ferðranna frægð einni saman, lif-
ir engin þjóð til lengdar. Til þess
þarf þjóðararfurinn að verða
lifandi afl í oss sjálfum og börn-
um vorum. Og hann má ekki
standa í stað, heldur verður hann
að bera ávöxt og gefa arð á líð-
andi stund í lífi þjóðarirmar.
Hvöt er bezt í ljóði, og kvæðin
mega ekki falla í gleymsku, og
ný verða að bætast við. Hinar
fornu sögur eru mikið keyptar,
og heimilin og hinir mörgu skól-
ar verða að sjá til þess, að hin
upprennandi æska fari okki á
mis við Egil og Gretti, Gunnar
Qg Njál, Bergþóru og Ásdísi á
Bjargi. Nýleg söguefni eru næg
ef ekki brestur sagnamenn. í
hinu mikla bókaflóði þykist ég
sjá þess rikan vott, bæði í kveð-
skap og sagnaskáldskap, að mikil
gróska er í þjóðlífinu. Þar eru
innanum listaverk sem lifa, þó
margt fa’íli til botns. Og þess ber
að minnast með þjóðarþökk, að
á hinu Itðna ári hlaut íslending-
ur hinn hæsta heiður, sem rit-
höfundur getur hlotið, Nobels-
verðlaunin. Má öllum þjóðum
skiljast, bæði af rökstuðningi
Akademíunnar sænsku og hátíð-
arræðu skáldsins, að hér er ekki
að ræða um stakan drang í miðju
Atlantshafi, heldur einn hæsta
tindinn á miklu eylandi, þar
sem fámenn og fátæk þjóð, hefur
um aldir lagt stund á bókvísi. í
sagnfræði höfum vér og eignast
ágæt rit; og er fátt nauðsynlegra
en að fylkingar aldanna blasi við
nútíð og framtíð. Af eigin reynslu
og fordæmi þeirra, sem á undan
eru gengnir, lærist stjórnvísin
bezt. Þessum arfi þurfum vér að
lofta, og mætti saga landsins, bók
menntir og islenzkt mál, sem
geymir mannvit og hugsun í
kristalskál, gjaman vera for-
spjállsvísindi allrar sérfræði í
hærri skólum. En lifandi þarf
það nám að vera, og enginn
þulufróðleikur, hvar sem það er
stundað.
Þekking á landi og þjóð, sögu
Og bókmenning er e>n styrkasta
stoð stjórnarfarsins, og þá ekki
sízt hjá þjóð, sem halda vill uppi
lýðræði og lýðveldi í framhaldi
langrar, samfeldrar sögu. En það
skipulag er fámennri þjóð, með
vorri rótgrónu menningu, bæði
eðlilegt og sjálfsagt. Lögrétta,
Lögberg og Alþingi eru gömul
orð og gild. Þeirra helgi hefir
aldrei liðið úr minni þjóðarinn-
ar. Og þó hinn almenni atkvæðis-
réttur sé nýr, þá voru goðarnir
um margt háðir sínum þingmönn-
um og höfðu ríkar skyldur við
þá. Með endurreisn Alþingis kom
endurreisn sjálfstraustsins. Eng-
um öðrum trúum vér til að stýra
vorum eigin máium en oss sjálf-
um, og fullt jafnrétti áskiljum
vér oss í öllu samstarfi við aðrar
þjóðir. Þjóðin er fámenn, en lýð-
veldið stendur á breiðum grunni.
Hinum eínstaka þegn er falíð úr-
slitavald í málefnum þjóðarinn-
ar. í þessu öllu er fólgið mikið
sjálfstraust, í góðri roerkingu, og
traust á samþegnunum. Og vér
shulum ekki láta það sér til
skammar verða! Slíkt skipulag,
sem bvggist á trausti á mann-
eðlinu, eða að minnsta kosti
trausti á þroska og menningu
vorrar eigin þjóðar, ætti nokk-
uð að milda innanlandsátökin. En
eftir sambandsslitin höfum vér
við oss eina að berjast. Og vísast
eru þó hin stóru orð, sem stund-
um eru notuð, ekki eins sterk
og ókunnugum kann að virðast.
Þau hafa öfugt eðli við ísjakann,
því mestur hlutinn stendur upp
úr, en rista grunnt. Lýðræði
byggíst að vísu á góðri forustu,
eins og allt stjórnarfar, forustu
margra manna, sem hæfir séu til
að taka við hver af öðrum, en
það byggist ekki síður á dóm-
greind og íhugun hins almenna
kjósenda. Við hann á að tala eins
og hygginn mann með fullri
kurteisi. Að öðrum kosti er lýð-
ræðið í hættu. Áróðurstæknin
víða um heim á síðari tímum er
ekki til fyrirmyndar, en þar er
fámennri þjóð, sem á mikla sögu
að baki, minni hætta búin en
j mörgum öðrum.
★
Vér höfum mikið hlutverk, ís-
lendingar sem nú lifum, og á-
byrgð: að grundvalia nýtt ríki
! og gefa því festu. Því fylgja ýms
ný vandasöm viðfangsefni, ekki
sízt í utanrikismálum og fjár-
málum ríkis og atvinnuvega. Vér
skulum vona að vel rætist úr
hverjum vanda. Öldurnar rísa
| oft býsna hátt og sýnast geig-
j vænlegar, þegar horft er framan
lí þær, en ládauðar þegar litið
I er aftur um stafn. Það er oft
hávaðasamt á hinum haslaða
velli stjórnmálabaráttunnar, og
þó æyrrlátara utan marka, með-
al almennings. En aðferð vor er
þessi: frjálsar umræður og ó-
skoraður tillöguréttur í þeirri
þó kyrrlátara utan marka, með-
þvi móti, þegar til lengdar læt-
ur, og nægilegt fylgi við þau.
Það er eina aðferðin til að kom-
ast hjá því, að láta aflið ráða úr-
slitum og stjórna vitinu. Þetta
hefir gefizt vel. Og ekki skulum
vér í hita baráttunnar gleyma
öllu því, sem áunnizt hefir frá
þvi að Alþingi var endurreist
fyrir rúmum hundrað árum.
Samanburður á upphafi og endi
þeirrar aldar, ber lýðræðinu gott
vitni. Það væri mikil .skamm-
sýni að meta allt það lítils, sem
áunnizt hefir um lífskjör og
stjórnarhættj. Vér erum á réttn,
leið, þó brautin sé ekki þráð-
bein, og jafnan þurfi að ryðja
hana fram í tímann,
Á
Ég hefi lagt höfuðáherzlu h
nauðsyn þjóðlegrar menningar.
bæði fyrir göfugt þjóðlíf og gottí
stjórnarfar. Það er að vísu sjálf-
sagt að fylgjast með tímanunu
og nauðsynlegt að skilja rétti-
lega rás viðburðanna með öðrum»
þjóðum. En í tímans straumi er
vort litla þjóðfélag sjálfstæði
hringiða. Á manngildinu byggj-
um vér allar framtíðarvonir og
því, hvernig það birtist í bók-
menntum, listum, landsstjórn og
atvinnulífi á hverjum tíma. Þeir
hafa sumir orðið skammlífari,
sem bvggðu alJt sitt traust á
vopnum. Um manngildið stönd-
um vér ekki ver að vígi en aðr-
ar þjóðir og metum Snorra
Sturluson, Hallgrím Pétursson,
Jón Sigurðsson og marga fleirl
til jafns við beztu menn heims-
ins. í sambandi við fornbók-
menntir íslendinga, segir Thom-
as Carlyle í bók sinni um „Hetj-
urnar“: „Mikils hefði heimuriim
misst, ef íslandi hefði ekki skot-
Ið upp úr sænum.“ Vér óskum
þess og biðjum, að ísland geti
sér þann orðstír, að hið endur-
reista lýðveldi hnígi aldrei aftur
í sæ.
Að svo mæltu óska ég öll-
um árs og friðar, og bið Guð a5
blessa þjóð vora og fósturjörð.
ASsnar skrifar:
lím afmælðsdðgskrá lítvarpsins
KÍKISÚTVARPIÐ
25 ÁRA
TVENNT var það, sem einkum
setti svip sinn á dagskrá útvarps-
ins í vikunni fyrir jól. Minningar
og hugleiðingar í tilefni af .tutt-
ugu og fimm ára starfsemi út-
varpsins íslenzka og lestur úr
bókum, þýddum og frumsömd-
um, er komu á jólamarkaðinn
í ár. —
Ríkisútvarpið er sú stofnun á
landi hér, er stendur í hvað nán-
ustu sambandi við gjörvalla
þjóðina, — landsmenn alla, hvar
sem þeir dveljast, innan lands
eða jafnvel erlendis, til sjávar
eða sveita, í híbýlum sínum eða
í bifreiðum á heiðum uppi eða
flugvélum í háloftunum. Þessara
nánu tengsla útvarpsins við alian
almenning hefur það notið í rík-
um mæli sér til aukins þroska og
æ víðtækara starfsviðs og starfs-
möguleika. En það hefur jafn-
framt goldið þessara nánu
tengsla og hins almenna áhuga
á starfi þess, að því leyti að fáar
opinberar stofnanir eða engar éru
eins undir smásjá almennings um
alla starfrækslu, sem útvarpið.
Hefur það því öðrum stofnun-
um fremur orðið fyrir margs
konar gagnrýni, stundum með
fullum rétti, en oftar þó af mik-
illi ósanngirni og skilningsleysi
á hinu margþætta og vandamikla
staríi, er þar fer fram daglega.
Útvarpið hefur frá öndverðu
átt við- marga örðugleika að etja,
— á frumbýlisárunum við mik-
inn fjárskort og gjörsamlega
óviðunandi húsakost, er hvort-
tveggja háði mjög starfsemi
þess og viðgangi, en auk
þess hefur því reynzt erfitt að
fá gott og fjölbreytt efni til flutn-
ings. Á sumum þessara örðug-
leika hefur nú verið sigrazt. —
Fjárhagur útvarpsins mun nú
standa traustum fótum og húsa-
kostur þess hefur stóraukizt frá
því, sem áður var, þó að nú sé
svo komið að hann sé hvergi
nærri fullnægjandi og brýn nauð
syn sé á því að útvarpið eignist
sitt eigið hús, er geti orðið til
frambúðar og búið sé öllum
beztu tækjum til starfrækslunn-
ar, sem fáanleg eru. —■ En ekki
hefur útvarpinu ennþá tekizt að
ley-sa þrautina um vandað og
fjölbreytt dagskrárefni og liggja
að því ýmsar ástæður. Það gefur
auga leið að með jafn fámennri
þjóð og íslendingar eru, er ekki
um mikið mannval að ræða er
sótt verði til vandað og veiga-
mikið útvarpsefni eins og méðal
stórþjóðanna. — Listamenn okk-
ar og skáld, sem nokkuð kveður
að, er aðeins fámennur hópur,
sem ekki er alltaf tiltækur, og
verður útvarpið því oft að láta
sér nægja það næstbezta, eða
jafnvel eitthvað þaðan af verra.
eins og allir útvarpshlustendur
kannast við. — En meinið liggur
ekki aðeins í fólksfæðinni. —
Það liggur miklu dýpra, — sem
sé í skilningsleysi og vanmati
forráðamanna útvarpsins á þeirri
vinnu, sem liggur á bak við gott
útvarpserindi, snjalla skáldsögu
eða leikrit eða fagurt Ijóð. — Af
þessu vanmati útvarpsins á starfi
þeirra manna, sem það þarf á a5
halda til flutnings á góðu dag-
skrárefni, stafa þau hörmulegu
mistök, að útvarpið greiðir svo
naumlega fyrir flutt efni,
— að minnsta kosti hið talaða
orð, að margir meðal okkar
beztu rithöfunda og skálda, telja
það tæplega ómaksins vert a5
vinna fyrrr þessa stofnun. Hlýtur
þessi sparnaðarstefna útvarpsins
að há stórkostlega starfsemi þess
og draga geysilega úr þeim
menningaráhrifum, sem það ann-
ars gæti haft og því er ætlað a<5
hafa. —
í hátíðadagskrá útvarpsins í
tilefni afmælisins kenndi margra
grasa. Hugnæmar ræður voru
fluttar, íslenzk tónlist leikin,
gengið með hlustendum um. sal-
arkynni útvarpsins, og kynntar
fyrir þeim hinar mörgu starfs-
deildir stofnunarinnar. Auk þess
voru . fluttar „útvarpsraddir í
aldarfjórðung". þar sem heyra
mátti tala þá miklu mælskumenn
Guðmund Friðjónsson og Árna
Pálsson, prófessor, sem báðir eru
látnir fyrir nokkrum árum, og
Jónas frá Hriflu. — Var allt
þetta gott og blessað, en einna
hugnæmust þótti mér ræða Helga
Hjörvars, fyrsta formanns út-
varpsráðs, einkumhin vinsamlegu
orð hans í garð fyrrverandi út-
varpsstjóra. Var auðheyrt a5
Framh. á bis. 12