Morgunblaðið - 03.01.1956, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 03.01.1956, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 3. janúar 1956 MORGVNBLAÐIÐ 9 Látum ekki eingöngu skapsmunina stjórna því að við berjumst, heldur kenni skyn- semin okkur einnig að vinna saman SENN er enn eitt árið liðið í ald- anna skaut. Við íslendingar kveðjum það með þakklæti. Flest hefur gengið þjóð okkar í haginn þess sem við litlu eða engu ráð- um um sjálfir, annað en Norður- landssíldin og sumarveðráttan á Suð-vesturlandi. Urðu menn þar fyrir óþægindum og tjóni. Bót er Þó, að ríkið hefir hlaupið undír bagga með mörgum og með því dregið úr sárasta sviðanum. Er það mikið gleðiefni, að menn þurfi ekki lengur að þola sult né seyru, hörmungar né horfelli vegna íslenzks misæris. En mjög áríðandi er, að ekki sé misnotuð aðstoð ríkisins og aldrei umfram brýnar þarfir, svo sá sálarháski hendi okkur ekki, að íslenzk sjálfsbjargarviðleitni og íslenzk- ur metnaður gangi kaupum og sölum fyrir almannafé. ★ EN þótt forsjónin hafi verið ís- lendingum gjafmild og góð á þessu ári og flest hafi gengið að óskum, hefir okkur þó illa farnast enda höfum við verið grimmir eigin böðlar. í útvarspræðu þeirri, sem ég flutti um síðustu áramót leyfði ég mér að leiða athygli þjóðar- innar að því, að framleiðsla til lands og sjávar væri rekin með stórvægilegum halla, sem almenn ingur yrði að endurgreiða beint Og óbeint. Minnti ég þjóðina á, að hún býr nú við betri kjör en flest ar eða allar aðrar þjóðir og mælt- ist til að menn felldu nú niður frekari kröfur á hendur þeim at- vinnurekstri, sem ekki væri leng- ur auðið að starfrækja án ríkis- styrks. Ég sagði þjóðinni í fullri hreinskilni, að ef haldið væri áfram að íþyngja atvinnurekstr- inum, væru menn vitandi vits að fella verðgildi krónuxmar. Fór ég um það m.a. þessum '"•ðum: ★ V, „Ég er ekki einn af minni spá- mönnunum af því, að ég er eng- inn spámaður. En þó spái ég nú — ég segi það fyrir — að ef menn halda uppteknum hætti og krefj- ast æ því meir af framleiðslunni, sem ver vegnar, þá er jafnvíst, að þjóðin kallar skjótlega yfir sig nýtt gengisfall, eins og vist er, að steinninn, sem sleppt er úr hend- inni, fellur til jarðar en flýgur ekki í loft upp. Menn vita þetta, en hafa þá vitneskju að engu. í þéssu kapphlaupi virðist eng- inn vilja nota traust manna til að koma viti fyrir þá, heldur þyk- ist sá mestur, sem geystast fer. — Enginn viil vera annars eftirbát- ur og enginn læzt skilja, að enda þótt ein stétt geti hagnazt á kostn að annara, hagnazt þó enginn þeg ar allir eru komnir á leiðarenda. þegár allir hafa fengið fram- gengt kröfum sínum, fá allir fleiri krónur, sem að sama skapi verða smærri. Fram hjá þessari staðreynd xeynd getur enginn hlaupið frem ur en menn hlaupa af sér skugga sinn. Þetta kapphlaup er því hreint feigðarflan að óbreyttum hag f r amleiðsl u nnar“. ★ Ég fór um þetta ýmsum fleiri orðum, sem hér skulu ekki rakin, en kjarni míns máls var sá, að ég bað menn að slá skjaldborg um Strónuna en varast að stofna til mýs kapphlaups milli kaupgjalds •og afurðaverðs, sem öllum ætti að •vera orðið ljóst að er sama og verðfelling peninganna. Því miður voru þessar viðvar- anir mínar að vettugi virtar. Eft- ir langvarandi og þjóðhættuleg verkföll, tókst að knýja fram kaupgjaldshækkanir, sem voru í öndverðu um 13^1%. í kjölfar sigldi hekkað þjónustugjald á Það er skyida hvers einstaklings í hverri deilu að hugsa mólin bæði író sjonarmiði sjÉlfs sín og þjóðnrheiIdorinnQr Áramótaræða Ólafs Thors forsætisráðherra Ólafur Thors forsætisráðherra. öllum sviðum, og er erfitt að meta hvort það hefir ekki víða verið umfram nauðsyn. Loks hækkaði svo verðlag landbúnaðarafurða í samræmi við giidandi lagafyrir- mæli.*Af þessu leiðir að sjálf- sögðu hækkun á vísitölunni og nú er svo komið, að atvinnurekendur verða að greiða um 20% hærra kaup en í fyrra, og er þó enn í vændum ný vísitöluhækkun. — Bíða menn nú úrslita um það með hverjum hætti ríkisvaldið ætlar að taka aftur af þegnunum það fé, sem með þarf tii að hindra stöðvun framieiðslunnar. Mtmu þá flestir launamenn skila leif- unum af ímynduðum hagnaði kauphækkananna. Er þá hring- rásinni að því leyti lokið: Hækk- að kaupgjald, hækkað þjónustu- gjald, hækkað afurðaverð, ný kaupgjaldshækkun, hækkaðar á- lögur á almenning svoríkið megni að hindra stöðvun framleiðslunn- ar, sem allir beint eða óbeint lifa á. Þetta er viðburðarásin. MENN halda ef til vill, að allt sé þetta meiniaust þótt það sé ef til vill gagnslaust. En því fer fiarri. Hér hefir skeð fleira en það, að hvei stéitin éti að mestu frá hinni ávöxt kauphækk- Iananna, en hið opmbera það sem afgangs er. Þessi hrmgrás nefir í leiðinni bitið stórt skarð í verð- litlu krónuna okkar. Þeirri stað- reynd er tilgangslaust að reyna að levna. Hún sést á stórfeldri hækk un fjárlaga ríkis og bæjar- og sveitafélaga og hún talar daglega skýru máli við buddu húsmóður- innar og raunar allra þjóðféiags- þegnanna, sem nú orðið vita ósköp vel að þótt krónurnar, sem handleiknar eru, séu að vísu fleiri en áður, þá eru þær líka minni en þær voru. Hér hefur verið ívamið mikið óréttlæti gegn mönnum, og ekki sízt þeim, sem með elju og spar- semi höfðu önglað saman ein- hverju til ellinnar. Slíkt órétt- læti er hróplegt. En miklu þjóð- hættulegra er þó hitt, að þessi gálausa meðferð krónunnar rýrir að sjálfsögðu trúna á gildi henn- ar og því að sama skapi söfnun sparifjár í landinu. En fáum þjóðum er aukning sparifjár jafn áríðandi sem íslendingum jafn mikill sem skortur er hér á reiðu fé miðað við hin óteljandi verk- efni sem framundan bíða Stöðv- ist sparifjáraukningin verður ekki auðið að viðhalda fram- leiðslutækjunum hvað þá að auka þau. í kjölfarið siglir atvinnu- leysið. Þá skilja menn kannske hvað það þýðir að leggja þyngri klyfjar á framleiðsluna en hún fær undir risið. En það er sorg- lega seint, og getur reynzt of seint. Út í þá sáima fer ég ekki í kvöld. ★ ★ Enn væri hægt að setja krón- una í sinn fvrri sess. Þau úrræði þýðir ekki að nefna við íslend- inga. Þau virðast kalla á fórnir, þótt revndin yrði sennilega önn- ur ef hóflega og skynsamlega er að farið. En í fjármáiaþroska og fjármálamenningu stöndum við nágrannaþjóðum okkar mikið að baki. Liggja til þess gild rök. Við höfum lengst af búið við ör- birgð og armæðu í landi okkar. í skjótri svipan birti í lofti. Hag- ur almennings batnaði mikið og margir komust til bjargálna. Fn vart höfðu þessi ánaegjulegu um- skipti orðið á högum þjóðarinnar fyrr en yfir reið hið mikia pen- ingaflóð ófriðaráranna. Þá misstu flestir fótanna. Kunna nú of fáir með fé að fara. Af því súpum við seyðið. En vonandi læra menn af þessari síðustu og verstu revnslu. Ég staðhæfi og vænti að nú verði mér trúað að allar eru þess- ar aðfarir okkur til tjóns og ávirð ingar. Við höfum ieikið okkur að eldinum og brennt okkur. Sárs- aukinn er þó þolandi ef okkur skilst að þessi víti eru til varn- aðar og verði því ekki endur- tekin. ENN eitt langar mig að minnast á af því sem miður er í fari okkar íslendinga. í skiptum okk- ar við erlendar þjóðir ber stund- um á því, að íslendingar telja sig svo litla að allt sé auðið að láta eftir þeim, en um leið er steigur- lætið svo mikið, að við þykjumst allt vita og viljum einir öllu ráða, eila helzt segja slitið tengslum við frændur og vini. En sé ætlast til að við gerum eitthvað fyrir aðra annað en þá að gefa ríflega fjárfúlgu eftir okkar efnahag, kemur annað hljóð í strokkinn. Þannig láta eftirlætisbörnin þangað til þau hafa menntast í lífsins skóla. Sú fræðsla er stund- um dýrkeypt og Sársaukafull. Þetta og margt svipað ber okk- ur, sem forystu hefur verið falin, að segja þjóðinni. Ella bregðumst við skyldunni af andvaraleysi eða ímvnduðum ótta við það aimenn- ingsálit, sem við höfum látið undir höfuð ieggjast að móta. Hér skal staðar numið um vand lætingarnar. Mörgum háttvirtum hlustendum mun þykja nóg kom- ið. En auk þess liggur mér margt fleira á hjarta, sem mig langar að víkja að, þótt engu verði gerð sæmileg skil og raunar tímans vegna aðeins á fátt eitt drepið. ur jafnvel eitt eínasta víxlspor tortímt allri heimsmenningunni og raunar líka mannkyninu sjálfu. Og það er líka gott að vera afkomandi tápmikiila og vitibor- inna forfeðra, sem hertir í ald anna örlagaleik, hafa skilað okk- ur líkamlegri hreysti og andiegu atgerfi, sem með -auknu þjóð- frelsi og þeim batnándi efnahag, sem í kjölfarið sigldi, hefur megn að að gera kraftaverk, sem er- lendir undrast yfir og dá, svo að við krílin á hjara veraldar vekj- um í vaxandi mæli eftirtekt og aðdáun umheimsins. A hátíðisdögum þjóðarinnai hættir mér til að minna á þessí kraftaverk. Mér finnst menn hafi til þess sama rétt og að syngjp „Heims um ból“ á jólunum, „Nii árið er liðið“ á gamlársdag oj' þjóðsönginn 17. júní. Á slíkum hátíðisdögum geta menn orðiö barnalegir. Þá langar að tínn fram og horfa á afrek síðustu ára- tuga eins og krakkarnir ieika sér að gullunum sínum. Nýju, stóru og fallegu skipin og allar flugvél- arnár, hin geysimikla iðnvæðing. ræktun landsins og hýsing i byggð og borg, stórvirkjanir, allt? herjar rafvæðing, vegir, brýr, símar, hafnir og vitar. Er þá enn ógetið lista og vísinda, og skóla og tryggingalöggjafar, sem mörg- um þykir mest til koma, aul margs annars. Allt eru þetta gullin okkar djásn, sem síðustu kynslóðir hafa prýtt fald móður sinnai: með. AVETTVANGI stjórnmálanna er nú við margvíslegan vanda að etja. Ég tel, að þjóðin geti sjálfri sér um kennt. Ég játa, að sú þjóð, sem forsjónin hefir leikið við eins og okkur síðustu áratugina, verðskuldar ekl^ert nema ævarandi skömm og fyrir- litningu. kasti hún gæfu sinni á glæ. En ég trúi því aldrei, að svo verði um okkur íslendinga fyrr en ég horfist í augv við það. ★ Vr Stundum held ég, að við fs- lendingar séum allra þ.jóða ham- ingjusamastir. Það er ósköp gott að vera smáþjóð, sem rná mis- stíga sig án þoss að skaða nokk- urn nema sjálían sig. Spor stór- veldanna t- . örlagarík. Þxr get- Og svo er þjóðin sjálf, þráti fyrir alla gallana mikil merkis- þjóð. Annars hefðum við ekki af- rekað því, sem raun ber vitni. Og annars hefðum við nú ekki meira að bíta og brenna en flestir aðrn Og annars ættum við ekki unga menn, sem eru að verða jafn- okar veraldarinnar mestu snill- inga í örðugustu heilans íþrótt* mörg heimsfræg skáld og einn a>‘ 5 eða sennilega þó heldur annav af tveim mestu orgelsnillingum veraldarinnar, auk furðu margra listamanna á mörgum sviðum. — Slík þjóð, sem auk þess má mikl- ast af dugmestu, harðfengustu og fengsælustu fiskimönnum verald- arinnar og ótal dugnaðarforkum og jarðvöðlum á öllum sviðum, — slík þjóð verðskuldar heitið, sem erlendur menntamaður, sem heimsótt hafði 30 þjóðlönd, gaf henni í sumar: „Dásamlegasta smáríki heimsins“. Og íslenzku þjóðina taldi hann „bezt upp- lýstu þjóð heimsins". Vissi hann þó ekki hversu margir íslenzkiv menn í öllum stéttum eru vegna kjarks síns, þrautseigju og þol- gæðis, fórnfýsi, fámælgi, festu og skaphafnar allrar í röðum þess sanna andlega aðals, sem er dýr- mætasta eign sérhverrar þjóðav Það er dauður maður, sem ekki kenn. t -éttláts þjóðarmetnaðar um leið og hjartað fyllist auð mýkt ð egjanlegu þakklæti tii forsjónai nnar fyrir gæðin og gjafmildina. Og hver er sá að hann gleðjist ekki yfir því að mega kallast kvistur af þessuru meið? Ég trúi þvi þar til annað reyn ist, að slík þjóð leysi vanda sinn sjálf, iika sjálfskaparvítin, sem þó jafnan eru verst. Og vandinn, sera nú er framundan beygir okk ur ekki. Hann leysist eins og allur annar vandi. Helzt sem fyrst, þvi það er okkur. öllum fyrir beztu. Svo lítum við fram á veginn og tökum undir með Hannesí Haf- stein; Frxmh. á blk 10

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.