Morgunblaðið - 18.02.1956, Page 10

Morgunblaðið - 18.02.1956, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 18. febrúar 1956 A Ifedley Quality Product ‘-'O Þvcer hreinna Já! TIDE hið nýja undra þvottaefni, þvæj- hreinna en nokkurt hinna! Hreinna en nokkur sápa eða þvottaefni! Sjáið hve auðveldlega og fljátt TIDE eyðir öllurn óhreindinum. Þér munuð brátt sannfærast um að TIDE gerir hvítan þvott hví|.ari og skýrir litina betur önnur þvottaefni. Ekkert nudd er þér notið TIDE og TIÍ>E er drjúgt. Notið alltaf TIDE, það þvær hreinna en nokkurt hinna. ö 09 °q“ \<* 0o°' Oo f >°o7 en nokkurt L%° o°° “ / hinna ! > 0» LÉTTID ÞVuTTADAGINN MEÐ ÞVÍ AÐ NOTA TIDE! Unglinga vantar til að bera blaðið til kaupenda f Seltjarnarnes (vestri híuti) Kringlumýri Sogamýri JEúiStœblaíið Háskólasafnið fær fullkomið safn rifia nm kjarnorkuvísindi HÁSKÓLA ÍSLANDS mun innan skamms berast mikið safn af tæknilegum skýrslum og bókum um rannsóknir á sviði kjamorkuvísinda, og er það kjarnorkunefnd Bandaríkjanna, sem sendir háskólanum þetta safn að gjöf. Sendiráð Bandaríkjanna hér sendi utamíkisráðuneytinu ís- lenzka í dag tilkynningu þess efnis, að kjamorkunefndin banda- ríska hefði nýlega samþykkt þetta. KEMUR í APRÍL N.K. Þar eð bækur þær, skýrslur og ritgerðir, sem eru í þessu safni, vega meir en heilt tonn, verður að senda það hingað til lands með skipi. Ekki er enn vitað með vissu hvenær safnið kemur til íslands, en líklegast mun það verða snemma í aprílmánuði n.k. ÁÆTLUN EISENHOWERS Söfn svipuð þessu hafa þegar verið send til Noregs og Svíþjóð- ar og margra annarra landa víðs- vegar um heim. Kjarnorkunefnd Bandaríkjanna hefur veitt öllum þeim löndum, sem hafa óskað þess og nefndin telur hafa að- stöðu til þess að færa sér í nyt fróðleik þann, sem slík söfn hafa að geyma, tækifæri til þess að eignast þau. Þetta er einn þátturinn i áætl- un Eisenhowers forseta um að veita öðrum þjóðum tækifæri til þess að notfæra sér niðurstöður rannsókna, sem farið hafa fram í Bandaríkjunum á sviði kjarn- orkuvísinda. Sýning sú um hag- nýtingu kjarnorkunna í þjónustu mannkynsins, sem hér hefur stað ið yfir að undanförnu og Upplýs- ingaþjónusta Bandaríkjanna ásamt Rannsóknaráði ríkisins hafa séð um, er annar þáttur í þessu starfi. Nú þegar hafa um 13.000 manns séð þessa sýningu, en henni mun ljúka í kvöld og verður bráðlega send héðan til Bergen. ÞRJÁR DEILDIR Tæknibókasafni því, sem nú er von á hingað til lands, má skipta í þrjá hluta, eins og hér segir; í fyrsta lagi eru í safninu meir en 6.500 einstakar tæknilegar skýrslur og ritgerðir, en af þeim eru 1.625 eintök í fullri og venju- legri stærð, en 4.900 þeirra á míkrófilmuspjöldum. í öðru lagi eru í safni þessu 28 bindi bóka úr flokki rita um rann sóknir á sviði kjarnorkuvísinda, sem kjarnorkunefnd Bandaríkj- anna hefur gefið út undanfarin ár; 9 bindi, er geyma ágrip af hér um bil 50,000 skýrslum og ritgerðum um svipað efni, sem birzt hafa í vísindaritum og öðr- um útgáfum bæði í Bandaríkj- unum og öðrum löndum, svo og ýmis önnur rit, þar á meðal allar misserisskýrslur kjarnorkunefnd ar Bandarikjanna, mikið rit um grundvallarkenninguna um starf semi kjarnorkuofna, heimildar- rit um kjarnorkuvísindi og loks rit, er nefnist Orka framtíðarinn- ai’. í þriðja lagi eru í safninu 45.000 spjöld, þar sem skráðar eru allar skýrslur og heimildarit bandarísku kjarnorkunefndar- innar, sem ekki teljast leyndar- mál og gefin stutt lýsing á hverri fyrir sig. VERÐUR ENDURNÝJAÐ Safn það, sem hingað kemur, er það sama og nú þegar hefur verið komið fyrir í 42 bókasöfn- um víðs vegar um Bandaríkin, og mun bætt við það öðru hverju, eftir því sem nýtt efni berst að. Kjarnorkunefnd Bandaríkjanna hefur farið þess á leit við ríkis- stjórnir þeirra landa, sem slík tæknibókasöfn hafa fengið, að þau láti nefndinni í té sams konar efni og upplýsingar, sem vísinda- menn þeirra kunna að hafa sam- ið. íslenzka ríkisstjórnin beiddist þess nýlega, að þetta safn yrði látið okkur í té, eftir að Háskóli íslands og Rannsóknaráð ríkisins höfðu látið í ljós ósk um að hafa aðgang að þeim tæknilegu upp- lýsingum, sem það hefur að geyma. VEL ÚTBÚINN Báturinn er búinn öllum ný- tízku tækjum, svo sem dýptar- mæli með actik—úífærslu og ljósavél, tveim vökvaknúðum spilum frá vélsmiðju Sigurðar Sveinbjörnssonar. Ganghraði bátsins er röskar 10 mílur á klukkustund. SVFÍ eipisf bús | í ReyfcJaWk EFTIRFARANDI tillaga féll nið- ur, er skýrt var frá aðalfundi Slysavarnadeildarinnar Ingólfs: Framhaldsaðalfundur slysa- varnadeildarinnar Ingólfs í Rvík, haldinn sunnudaginn 29. jar.úar 1956, beinir þeim tilmælum til 8. landsþings Slysavarnafélags ís- lands, að það hlutist til um að stjóm Slysavarnafélagsins athugi möguleika á því að ávaxta sjóði þess í húseign í Reykjavík, þar sem Slysavarnafélagið gæti m. a. haft starfsemi sína. í þessu sambandi vill fundur- inn benda á það, að verðgildi krónunnar fer rýrnandi árlega. BÚINN AÐ FARA 3 RÓÐRA Skipstjóri á Sigurði Péturssyni er Gunnlaugur Egilsson. Er önn- um áhöfn skipsins 7 menn, allir úr Strandasýslu. Er báturinn þeg ar búinn að fara þrjá róðra og hefur aflað 33 lestir. Reyndist bát urinn ágætlega í þessum fyrstu róðrum. — Regína. Loftleiðir flytja skrifstofur sínar í nýtt húsnæði Áfgreiðslan verður áfram í Lækjargofunni FYRIR nokkrum dögum fluttu Loftleiðir skrifstofur sínar í nýtt húsnæði í húsi því, er Sölufélagið er nú að reisa við Reykja- nesbraut 6. Stendur hús þetta rétt sunnan við gatnamót gamla Laufásvegs og Reykjanesbrautar. — Eru húsakynni þessi rúmgóð og hin vistlegustu. AFGREIDSLAN VERÐUR ÁFRAM í LÆKJARGÖTU Afgreiðsla Loftleiða verður áfram í húsi því er Nýja Bíó er í, Lækjargötu 2. Sú breyting verður þó á, að hún hefur verið flutt úr afgreiðslusal þeim, sem Iðnaðarbankinn hafði einnig bækistöð í, í húsnæði það sem á sínum tíma var kennt við Bíóbúð, en þar hefir á undanfömum ár- um verið skrifstofa Loftleiða. í afgreiðslusal þessum munu verða veittar allar upplýsingar um ferðir félagsins og farmiðar seld- ir, svo sem fyrr hefur verið. FERÐUM FJÖLGAÐ Loftleiðir halda nú uppi sex ferðum hingað og héðan í hverri viku. í aprílbyrjun er gert ráð fyrir að fjölga ferðunum upp í 8 og eftir miðjan maí er búizt við að flugvélarnar verði 12 sinnum í viku hér á leið vestur um haf, eða austur yfir Atlantshafið. Hálka á Hval- fjarðarvegmum AKRANESI, 16. febrúar. — Ég frétti það hjá einum bílstjór- anum, sem ekur Akranes—Rvík, að Hvalfjarðarvegurinn hefði víða verið viðsjáll í gær vegna hálku, Sá bílstjórinn merki þess, að á nokkrum stöðum héfðu bíl- ar farlð út af veginum. — Tveir bílar, sem fóru héðan, komust t. d. ekki lengra en að Staupa- steini vegna hálku. —O Loftieiðir hjéSa Svíum iil fslands- ferðar FYRIR nokkru ákváðu Loftleiðir að bjóða 12 afgreiðslumönnum í sænskum ferðaskrifstofum til ís- landsferðar í febrúarmánuði. Var þetta bæði gert til þess að kvnna þeim ísland og þá þjónustu, er félagið veitir á flugleiðum sín- um. — Fyrsti hópurinn, fjórir af- greiðslumenn, tveir frá Gauta- borg, einn frá Falun og einn frá Stokkhólmi, komu til Reykjavík- ur í vikunni sem leið og fóru héð- an á laugardag. Hér í Reykjavík var skoðað það, sem markverð- ast þótti og setið kvöldverðarboð ferðaskrifstofunnar Orlof. — Far ið var austur yfir fjall 1 boði Ferðaskrifstofu ríkisins og ís- lenzk kvikmynd skoðuð eftir að aftur var komið til bæjarins. Voru hinir sænsku gestir ánægðir mjög yfir viðtökunum, er þeir héldu heim. Næsti hópur Svía er væntan- legur hingað á miðvikudaginn kemur, 15. þ. m., og verður hann hér í nokkra daga. Síðasti hópúr- inn, sem kemur að þessu sinni í boði Loftleiða er væntanlegur 25. þ. m. frá Kaupmannahöfn, en í honum eru starfsmenn ferða- skrifstofa í Helsingjaborg óg Málmey. Landssmiðjan afhendir vandaðan 40 lesta bát Verlur gerður ú! frá Sandgerði í vefur GJÖGRI, Strandasýslu, 7. febr. HINN 7. þ. mán. afhenti Landssmiðjan í Reykjavík 40 lesta fiskibát, er hún hefur látið smiða. Eigandi er Sigurður Ket- ilsson á Djúpavík. Báturinn hefur hlotið nafnið Sigurður Péturs- son RE 331, og verður hann gerður út frá Sandgerði í vetur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.