Morgunblaðið - 04.03.1956, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.03.1956, Blaðsíða 6
M ORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 4. marz 1956 Ásgrímur Jónsson listmálari áttrœður Bjamveig Bjamadóttir: AFMÆLISKVEÐJA OG SPJALL .... OG ALLRA síðustu órin hefur þú valið þér að viðfangs- efni náttúruhamfarir landsins, — ' efdgos og jökuihlaup?" „Já — Ein af eldgosmyndum rhínum á sýningunni í Listasafn- inu var flutt þangað blaut. Nátt- úruhamfarirnar hafa ætíð verið mér áleitið viðfangsefni, — en hugmyndimar hafa a$allega geymzt í skissubókum, þar til síðustu árin, að ég hef unnið úr þeim heima í vinnustofu minni. Lýsingar af eldgosum og jökul- hlaupum, er ég las ungur í Eld- ritunum, höfðu mikil og djúp áhrif á mig. Hugsaði ég margt um þessar ógnir, þegar ég var suður í Róm árið 1907, og gerði þar nokkrar skissur. Árið 1918 var ég áhorfandi að Kötlugosinu. Var ég þá staddur hér í Reykja- vík, og virti það fyrir mér á nótt- unni. Hín ægifagra og æðis- gengna Ijósadýrð og litaflaumur hafði djúp áhrif á mig, og ekki síð ur sú frétt sem barst hingað, að menn og skepnur hefðu háð harða baráttu upp á líf og dauða við ógnþrungin náttúruöfl. Einn af mönnum þessum var sonur Odds Brynjólfssonar, bónda á Þvkkvabæjarklaustri í Álftaveri. Kynntist ég Oddi á Eyrarbakka, en þangað kom hann á vorin og vann þar ýmis störf. Meðal annars að blása úr eggjum fyrir Nílsen kaupmann á Bakkanum, en hnrm var mikill eggjasafnarL — Þeir ferðafélagar voru á heimleið af afrétti með fé og hesta, er Kötlugosið brauzt út, og staddir á Mýrdalssandi. Hófst nú æðisgenginn flótti upp á líf og dauða hjó mönnum og skepn- um undan ofsa jökulhlaupsins. Eftir miklar þrekraunir komust þeir allir heilir á húfi upp á hæð nokkra, og létu þar fyrirberast, unz hlaupið rénaði. Þessi atburð- ur snart mig djúpt. í huganum var ég þátttakandí í þessum mikla hildarleik, og festi ég þá nokkrar hugmyndir á pappír. — Eina eldgosmynd seldi ég þó á þeim árum, — eða 1917 Hún var keypt handa Stephani G. Step- hanssyni skáldL er hann var hér á ferð. Kom harrn heim til mín og valdi eldgosmyndina úr mörg- um myndum. En þegar Einar Benediktsson skáld sá þessa mynd, var hann lítt hrifinn af slíkri landlýsingu. Varð honum að orði við mig: „Blessaður, — þetta er ekki góð landkynning“. En Stephan G. fór með myndina til Ameríku, og þar mun hún vera enn“. i ,,En nú eru nær 40 ár síðan þú sást og heyrðir talað um þessar miklu hamfarir. Hvað veldur, að þær sækja svo mjög á hug þinn bú, er þú stendur á þessum tíma- mótum ævi þinnar?“ „Ég veit ekki, hvað veldur því, að „land elds og ísa“ hefur svo að segja hertekið hug minn allan nú í seinni tíð, þegar af mér hef- ur bráð í veikindum mínum. — Mér fannst ég eiga einhverju ólokið, — einhverju frá æskuár- unum. Og loks fann ég, hvað það var. — Fegurðina, máttinn og tignina í ógnþrungnum náttúru- hamförum lands míns varð ég að festa á léreft áður yfir lyki. í sál listamannsins eru eilíf umbrot, — eilíft eldgos til hinztu stundar. Ég hef haft mikið yndi af að mála náttúruna í sínum fegursta Og viðkvæmasta skrúða, — í logni og sólskinsdýrð. En þessar síð- ustu myndir mínar eru mér kær- astar. I þær hef ég lagt alla mína orku og sál, þegar ég hef haft Stundarfró frá þrálátum veikind- um. Ef til vill verða þessar mynd ir hinzta kveðja mín til þessa blessaða lands — maður veit aldrei-----Haust á Þingvöllum í allri sinni litadýrð hefur líka verið mér ákaflega kært viðfangs efni síðustu árin. Litskartið fagra, sem náttúran íklæðist, um það bil, Ásgrimur Jónsson. in, orkar mjög á mig. Dag einn, seint á hausti stóð ég þar í miðju litskrúði laufs og lyngs með lér- eft mitt og liti. Er ég kom þang- að að þrem dögum liðnum, var laufið horfið og lyngið fölnað. Tré og runnar voru klædd svarbrún um lit vetrarins. Náttúran öll virt ist í eins konar dauðadái. Níst- ings næðingur hafði leikið um Þingvöll eina nótt. Meira þurfti ekki með — haustið var búið að kveðja og veturinn kominn. Ég flýtti mér heim. Má vera að ýmsum finnist þess ar nýjustu eldgosamyndír mínar óaðgengilegar og jafnvel lítt skiljanlégar. En tímarnir breyt- ast og mennirnir með. Ég man að á árunum kringum 1930 voru ýmsar af myndum mínum, er ég þá málaði, umdeildar. Þóttu þær full litsterkar. Nú þykja ýmsum þær með betri myndunum. — Myndir sjást ekki alltaf í réttu Ijósi við fyrstu sýn. Málverk eiga að vera „problem", sagði merkur Englendingur. Margt er rétt í þessum ummælum. Og að lokum vil ég biðja þig fyrir kæra kveðju til frænku okkar, Sigríðar í Brattholti. Hún kvað hafa átt stórafmæli nýlega. Ég hef alla tíð verið henni af hjarta þakklátur fyrir að bjarga Gullfossi úr höndum „kapital- istanna". Það var auðséð á henn- ar snöggu viðbrögðum, að hún hefur ríka tilfinningu fyrir náttú-iúe-'urð. Hafi hún þjóðar- þökk fyrir“. Einar Ól. Sveinsson: Á ÁTTRÆÐISAFMÆLI ÁSGRÍMS JÓNSSONAR ÞEGAR listamaður er áttræður, getur borið við, að einn leikmað- ur svo sem vakni upp við þá til- finningu, hve rnikið hann á lista- manninum að þakka. Leikmað- urinn hefur tekið móti gjöfum hans sem sjálfsögðum hlut, stund- um fagnaðar og hrifningar, sýn- um listamannsins og draumum, og þetta hefur allt orðið eign hans, án þess hann hugsaði svo mikið út í það. Prófessor Ásgrímur Jónsson er áttræður í dag og elzti málari landsíns. Á undan honum fara í hinni nýju málara- og högg- myndalist Þórarinn B. Þorláks- son og Einar Jónsson, annar níu árum eldri, hinn tveimur, en á eftir honum koma einn af öðrum merkilegra listamanna. Þeím sem ekki eru fæddir langt hand- an við aldamótin, hefur list Ás- gríms fylgt allt frá barnæsku þeirra. Hún hefur opinberað þeim gleði hans yfir íslenzkri náttúru, og hefur hún verið aðal- yrkisefnið í listaskáldskap sín- um. Hann hefur í senn verið gæddur einkar traustum persónu- einkennum og þó margbreyti- legur og þróazt stöðugt. Veit ég ekki, hvað mest hrífur: mjúkir töfrar vantslitamyndanna eða gleði og litauðgi myndanna frá miðbiki ævinnar, eða leiftrandi litaglóð síðari áranna. Eins og flestir íslenzkir listamenn og skáld síðustu aldar hefur Ás- grímur við og við farið á vit þjóðsagnanna. Þeir, sem eru á mínum aldri, muna eftir mynd- um hans í lestrarbókunum, en það er gaman til þess að vita, að á síðari árum hefur hann lagt mikla stund á myndir úr þjóð- sögum, mest teikningar, en líka málverk (eins og hin dulúðuga mynd Hlini kóngsson). Það er einkennileg tilfinning að lifa að íslenzk menning kastar ellibelgnum. Að sjá allt i kring- um sig gróandi þjóðlíf, af þessu líka kappi. Að sjá nýja list verða til á landi hér. Afrek eins og þau, sem Ásgrímur hefur unnið, efla þrótt, gleði, bjartsýni. Og að sjá, hvílíkan innblástur hann hefur fengið frá íslenzkum öræf- um og íslenzkum þjóðsögum, vekur vissu um, að íslenzku þjóð- erni eru ekki allar dísir dauðar. Jón Engilberts: ÁSGRÍMUR ÁTTRÆÐUR ÞEGAR ég var lítill drengur í Reykjavík, 10—12 ára gam- all, voru páskarnir mesta hátið ársins fyrir mig, því að þá var von á hinum árlegu sýningum Ásgríms í Gúttó-salnum, uppi. Af nafni Ásgríms stafaði þá svo mikill ljómi í mínum aug- um, að ég veit ekki, hvort slík æfintýri gerast meðal ungra drengja nú, enda hafði ég þá aldrei kynnst neinni myndlist — nema mínu eigin óburðuga pári; öldin var þá önnur en nú, sem betur fer. ________________, __ r___þróttur olíumyndanna, hófsemi . , sem sumardýrðin er að og vandlæti og dul í litum hinna kveðja og taka hinztu andvörp-' elztu mynda, karlmannleg lífs- Árin liðu og ég vogaði aldrei að drepa á dyr þessa töframanns, sem gat málað eins og sá sem valdið hafði. Ég var hræddur við að kynnast þvílíkum málara, sem sló mér ofbirtu í augu, og sem málaði af þvílíkum hita og ástríðuþunga, að lengra fannst mér þá ekki verða komizt.. Myndir hans voru sem hvíta- gull — geislabreiður út yfir allt — hlaðnar töfrum og táknum — þrungnar magni og mætti, er heltök hjarta og hug. — Hugur hans hóf sig hátt yfir fjallið, sem hlaðið var fönn og ís, — slík voru áhrif Ásgríms á mig á þess- um árum og hafa alltaf verið æ siðan. Ég var orðinn fulltíða maður, er ég kynntist þessum meistara og hafði dvalizt langdvölum er- lendis við listnám, er fundum okkar bar saman. Það voru nýjir páskar í mínu lífi, þótt með nokkuð öðrum hætti væri en áð- ur — það var mikil stund. Síðan hef ég notið mikillar og óverð- skuldaðrar vináttu snillingsins, sem nú í dag stendur á merki- legum tímamótum ævi sinnar. Ásgrímur hefur ekki málað einungis til að skemmta sér og öðrum af tómum hégómaskap — fagurgala í eyru og smjaður hef- ^ ur hann fyrirlitið öðrum fremur I — list hans hefur verið heilög ; köllun — stór lofsöngur til lands og þjóðar — knýjandi ákall til listagyðjunnar — alheimsvitund- arinnar — um meira ljós, meiri yl og styrk, og örlögin hafa verið honum hliðholl og bænheyrt hann. Ásgrímur hefur oft háð harða og langa glímu við náttúrutröll íslands, við hið dutlungafulla veðurfar lands okkar. Og aldrei hefur hann látið bugast. Hann hefur leitað fyrirmynda (mótiva) í náttúrunni fótgangandi tímum saman, fyrirmynda, sem heillað höfðu hug hans — þá var hann sem bergnuminn og gekk að starfinu með þvílíkum ákafa og öryggi, sem dáleiddur væri. Það hefur verið mikil ham- ingja að þekkja slíkann mann. Standa við Heklurætur og mála fjallið ásamt honum, þeisa tveir saman um Suðurlandsundirlend- ið í fínum Steindórsbíl og taka þátt í hans óþrjótandi frásagnar- gleði, hlusta á frásagnir hans af Keltum, álfum, tröllum, mein- vættum og söguna af honum Gissuri í Botnum. Við drukkum maltöl og gas- vatn og sáum rauðhærða búðar- stúlku við Tryggvaskála, og aldrei hef ég verið eins ölvaður á ævinni og þá, — Slík æfintýri verða ekki endursögð með orð- um. Sá sem nýtur lífsspeki hans og leiðbeininga, kemur alltaf nýr og betri maður af fundum hans, hvort sem þeir hafa verið á sjúkrahúsi eða í heimahúsum. Hann gefur manni nýja trú á manngildið og listina — og sjaldn ast hefur verið vanþörf á því. Hann bókstaflega töfrar mann með óbilandi vilja sínum og lífs- trú; listin hefur verið honum heilagt mál, en engin féþúfa. — Hún hefur verið runnin af rótum hinna háleitustu hvata, sem með einstökum útvöldum búa. Hgnn hefur styrkt unga lista- menn með ráðum og dáð, og eytt miklu fé í kaup á verkum þeirra, þegar öll sund voru lokuð. Og aldrei hefur hann skorizt úr leik, er knýja skyldi á til styrktar listum í landinu, og er það meira en sagt verður um marga aðra. Hann byrjaði að mála um aldamótin hjá volaðri þjóð hvað myndlist snerti. — Hvílíkur kjarkur — og hvílík gæfa fyrir ísland að eignast svo heilsteypt- an persónuleika. Ég held, að í dag geri menn sér ekki fyllilega ljóst, hve hamingjudísirnar voru íslandi hliðhollar, er þær gáfu okkur Ásgrím. Eða hvar stæði islenzk myndrlist nú ef okkar fyrsti málari hefði verið glans- myndadúllari eða pöróttur „skileris“-framleiðandi? Hann er stórhuginn og prinsinn i hinu mikla æfintýri íslands á fyrra helmingi aldarinnar. — Það er enginn kotungskarl eða niður- lútur sérvitringur, þar sem Ás- grímur fer. Hann hefur aldrei þurft að spila fífl til að vekja athygli á list sinni. Hann ber höf- uð hátt og það geislar af allri persónunni; hann er laus við allt „smáhedsvanvid“ eða undurför- ulshátt. Töfrahringur hans er magnaður, hann er hættulegur smákörlum, því að þeir sogazt niður í djúpið og hverfa. — Ás- grimur er svo stór í íslenzkri myndlist, að fram hjá honum komumst við ekki í dag. Hugs- um okkur hvað lífið hér væri fá- skrúðugt fyrir unga málara, sem búa í bröggum við bágborin kjör, ef þeir þekktu ekki nafn Ás- gríms og ævistarf, sem hlýtur að lyfta undir eigin vonir og drauma. Nú er Ásgrímur áttræður í dag. Allt hans líf hefur verið langur og erfiður vinnudagu1 án hvildar. Það hefur verið harð.u’- og strangur skóli fyrir nokkuð einmana mann — því að öllu skyldi fórnað á altari listarinnar. i Ákafi hans og gleði við starfið og sjónminni hans á fyrirmynd- ina hefur verið svo örugt, að stundum finnst mér að hann gæti málað blindandi. Myndir hans eru ekki útspeku- lerað dúll, eða fagurfræðilegar vangaveltur — né list á filtskóm. — Ég minnist þess að fyrir nokkr um. árum sló Ásgrímur kreftum hnefa sér í Jajartastað og sagði: „Jón minn! Menn eiga líka að skynja hlutina hérna. Já, hjarta þitt, Ásgrímur er stórt;- það hefur gefið þjóð þinni stórar, dýrmætar, helgar gjafir. Þakklæti mitt til þín verður ekki goldið með því að setja hér svart á hvítt. — Það gleymist fljótt, en ævistarf þitt mun lifa. Þótt myndlistin lognist út af aft- ur meðal þjóðar okkar — eins og allt er nú í pottinn búið, þá er það ekki þín sök. Þú hefur vísað okkur á Kunda- linieldinn. Þökk sé þér! Til hamingju með daginn, Ás- grímur! Magnús Jónsson: i LANDNÁMSMAÐUR í ÍSLENZKRI MÁLARALIST FÁAR stundir hef ég lifað yndis- legri en þær, sem ég varði á sýn- ingum Ásgríms málara, um 1910. Þar var ég daglegur gestur, og varla gestur þó. Ég átti þar heima að kalla má, þann tíma, sem þær stóðu. Hvar sem ég nú á siðari tímum hitti einhverja af þessum gömlu myndum, sem mest eru vatnslitamyndir, er eins ég mæti í gömlum, góðum vini. Ekkert, sem ég hef síðan séð af málara- | list, hefur komizt jafn nærri hjarta mínu. I Það áfrek, sem Ásgrímur vann. j með þessum myndum, er miklu meira en svo, aS í fljótu bragði sé metið, því að hann gat á engu byggt nema sínu eigin skygni og hæfni að lýsa því, sem hann sá. Ásgrímur Jónsson er landnáms maður í íslenzkri málaralist. — Enginn íslendingur getur nokkru sinni tekið af honum þann heið- urssess. Magnús Sch. Thorsteinsson: HUGSAÐ TIL ÁSGRÍMS Á ÁTTRÆÐISAFMÆLI Ásgríms Jónssonar mun mikill fjöldi manna hugsa til hans með þakk- læti. Þessi óvenjulega hógværi og afkastamikli listamaður hefur flutt tign og fegurð ættjarðar- innar inn á fjölmörg heimili. Er ég einn af mörgum, sem stend í mikilli þakkarskuld við Ásgrím, þar sem ég, um langt árabil, hef verið svo lánsamur að hafa haft daglega fyrir augum og notið feg urðar nokkurra málverka hans. Árna ég honum állra heilla og bið þess að honum endist um mörg ár líf og heilsa til þess enn að auðga þjóð vora með sínum frábæru listaverkum. Níels Dungal: HANN OPNAÐI AUGU OKKAR ÞÓTT Ásgrímur Jónsson haíi lengi verið í miklum met-um meðal þjóðarinnar, sem einn af hennar mestu listamönnum, Þá held ég að mikið vanti á að al- menningur geri sér ljóst hve merkilegt starf hann hefur rmn- ið. Hann hefur nefnilega ekki aðeins málað fallegar myndir, einkum fallegar landslagsmynd- ir. Hann hefur með landslags- myndum sínum opnað augu manna fyrir því hve fallegt ís- land er. Landið var fagurt og frítt og hefur lengi verið það. En það er fyrst þegar listamaðurinn kemur fram og sýnir okkur það með litum sínum, að við skynj- um fegurð þess ? nýju ljósi, nýrri birtu, svo að okkur finnst það ávallt fegurra síðan. Frá því að þetta land byggðist hafðí enginn ms.ður getað sýnt öðrum hve dá- samlega fallegt ísland er, Ás- grímur er fyrsti listamaðurinn, sem með meistaralegri meðferð lita hefur opnað augu annarra fyrir fegurð landsins. Hann hef- ur gert landið fegurra í augum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.