Morgunblaðið - 04.03.1956, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.03.1956, Blaðsíða 16
Veðurúflit í dag: | N- og NA-gola. Víða léttskýjað. Reykjavíkurbréf er á bl*. 9. Stærsta framíör í fiskveilium aÖ letjgja aSSasa fisk i kassa Skýrl irá athyglisverðri tilraun, sem gerð var hér á landi IATHYGLISVERÐU ERINDI, sem Bergsteinn Bergsteinsson fiskimatsstjóri, flutti í útvarpið í gær, skýrði hann frá mjög athyglisverðri tilraun, sem hann lét gera í samráði við Rann- sóknarstofu fiskiðnaðarins á geymslu fisks í veiðiskipunum. FISKKASSAR FRÁ £>ÝZKALANDI Hann sagðist hafa fengið frá Þýzkalandi nokkra fiskkassa úr aluminium. Var þeim þannig hagað að vatn gat runnið út um hornin, en slík festing á þeim, að hægt var að stafla mörgum köss- um hverjum ofan á annan og myndaði þá sá sem ofan á var tagður lok á kassann sem undir var. TILRAUN GERÐ HÉR Á LANDI Síðan var gerð tilraun á einum Bæjartogaranna, að leggja hluta aflans í slíka kassa, en annan hluta í venjulega fiskstíu. Þegar í land kom að lokinni veiðiför reyndist mikill munur á gæðum fisksins eftir því hvort hann hafði verið í kössunum eða í fisk- £tíu. MIKILL MUNUR Á GÆÐUM kassanum væri engin hætta á að fiskurinn kreistist vegna þung- ans. Gallinn væri aðeins #sá, að hugsanlegt væri að kassarnir væru of dýrir. Hann skýrði frá því, að i Noregi væri atlur fiskur ísað- ur í kassa um borð í skipun- um, og í Danmörku er nú ver- ið að íhuga, hvort ekki þurfi að setja löggjöf, sem lögbýð- ur notkun fiskkssa. Farlð á bíl mifll Seyðisfjarðar og Loðmundarfjarðsr SEYÐISFIRÐI. & marz — í gær fór Þorbjörn Arstoddíœon réðan I á snjóbíl sínum að tilhlutan Kaupfélags Austfárðsnga, til Loð- mundarijarðar, œa Stafdal og Hraundal, en ajanars urn regin- fjöll. Ferðin gekk aS ölfu slysa- laust. þrátt fyrir ókunnugleika og misjafna færð sums staðar. Þetta er í fyrsta skipti sem slík ferð er farin á íandi, héðan til Loðmundarfjarðar eg alófær öll- um ven^ulegum btltmi að sumar- lagi. —B. Uflánaaukning Landsbankans varð 204 millj. kr. sl. ár Verður horftð að vísifölubundnum útlánum Dregið verður í Huppdrætti heimilonnu n morgnn Kassafiskurinn var algerlega ferskur, stífur og ósprunginn, ekki óáþekkur nýlegum línufiski. En stíufiskurinn reynist óhæfur til frystingar, ekki nógu ferskur og illa útlítandi. Kassafiskurinn varð ekki fyrir neinu hnjaski við uppskipun, en stíufiskurinn skemmdist nokkuð í þeim með- förum, auk þess, sem hann hafði oaarizt og skemmzt í stíunni. STÆRSTA FRAMFÖR Bergsteinn taldi eftir þessa at- hugun, að notkun slíkra fiskkassa { lestum væri einhver stærsta framförin í meðferð fisksins, sem hægt væri að hugsa sér. í UTLÁNAAUKNING sparisjóðsdeildar Landsbankans var 204 millj. kr. á árinu 1955. Á sama tíma var aukning sparisjóðsinnlaga aðeins .36 millj. kr. Frá þessu skýrði Vilhjálmur Þór bankastjóri á fundi bankanefndar Landsbankans í fyrradag. Gaf hann þar ýtarlega skýrslu um útlánaaukninguna. Fyrst sagði hann að lán veitt 5) Lán gegn 67% veði í sjávarafurðum .......... 49,5 6) Lán gegn 45% veði í sjávarafurðum ........... 8,0 7) Útgerðarlán út á ó- veiddan fisk ............ 5,0 að beinni tilhlutan ríkisstjórnar- innar hefðu aukizt samtals um 139,5 millj. kr. Skiptist þessi upp- hæð þannig niður: i millj. kr. ] 1) Lán til raforkusjóðs .... 16,2 I 2) Keypt A-bréf veðdeildar 11,8 Óhjákvæmileg umframlán til 3) Fóðurbætislán .......... 8,2 sjávarútvegsins nema samtals 4) Lán gegn veði í land- búnaðarafurðum....... 40,8 Hússneskir skábniílinyer teíla við beztu skákmenn landsins Taimanov o» Ilivitsky koma ÞAÐ ER nú ákveðið, að rússneskt-íslenzkt skákmót fari fram hér í Reykjavík í þessum mánuði. Eru væntanlegir til landsins innan skamms tveir kunnir rússneskir skákmenn, stórmeistarinn Taimanov og alþjóðlegi skákmeistarinn Ilivitsky. Auk þeirra munu 8—10 færustu skákmenn landsins, með Friðrik Ólafsson i broddi fylkingar, taka þátt í þessu móti, sem haldið verður á vegum Taflfélags Reykjavíkur. MIKIL TIÐINDI Koma rússnesku skáksnilling- anna eru mikil tíðindi. Aldrei fyrr hefur skákáhuginn meðal al-1 mennings verið neitt skipað þvi,1 sem nú er. Ósvikin skákalda geng ur nú yfir landið, og allir, sem mannganginn kunna, eyða meira Og minna frístundum sínum við að tefla, — og á vinnustöðum er: nú víða efnt til skákkeppni meðal starfsfólksins. Er þessi mikli skákáhugi sannarlega hið mesta gleðiefni. FÆRIR SKAKMENN Rússneski stórmeistarinn Tai- manov þekkja menn nokkuð síð- an hann tók þátt í Hastings-mót- inu, en þar tapaði hann fyrir Frið •'iki. Geta má þess, að nú sem riendur, er hann einn þriggja cússneskra stórmeistara, sem berj ast um Rússlandsmeisiaratitilinn, en hinir eru þeir Averback og Spasky. Þetta er Rússlandsmeist- arakeppni 1956 og er Taimanov talinn þeirra líklegastur til að sigra, en hann mun vera með 2Yz vinning af 3 mögulegum, en hinir eru lægri í þessari úrslita- keppni. Korsnoí, sem var efstur í Hastings ásamt Friðriki Ólafs- syni, komst ekki í úrslit á þessu móti. — Illvitsky er alþjóðlegur meistari, og í Rússlandsmeistara mótinu 1955, var hann í 3.—6. sæti ásamt Botvinnink, Spasky og Petrosjan, svo að af því má marka, að Illvitsky er mjög mik- ill skákmaður. 11. MARZ Rússnesku skákmennirnir koma hingað autsan fré Leningrad 11. marz. Ekki er ákveðið hvenær mótið hefst, en sem fyrr segir, tefla þar 8—10 beztu skákmenn landsins 14,7 millj. kr. Skiptist aukningin þannig niður, að 7 millj. kr. er að mestu vegna þess að óseld innflutningsréttindi hafa hlaðizt upp, en aukning togarafélaga nemur 7,7 millj. kr. Lánaaukning út á opinber lána- loforð í sambandi við fram- kvæmdir á ýmsum svíðum, eink- um byggingu fiskibáta og endur- bætur á nýbyggingu vinnslu- stöðva nemur 9,4 millj. kr. Skuldaaukning olíufélaga, sem stafar af auknum birgðum, sem taldar eru nauðsynlegar til ör- yggis sjávarútvegsins nemur 16,8 millj. kr. Aukning á lánum til bæjar- og sveitarfélaga nemur 12.6 millj. kr. Eftir er þá 11 millj. kr., sem er önnur útlánaaukning. Bankastjórinn sagði, að mjög væri aðkallandi að gera ráðstaf- anir til að reyna að auka veru- lega sparnað þjóðarinnar og trú hennar á gildí þess að eiga fé á sparisjóði. Til þess sagði hann, að gætu verið fleiri en ein leið. Fram- kvæmdastjóm Landsbankans væri þeirrar skoðunar, að vísi- tölutryggð innlán og vísitöUi- bundin útlán mundu verka mjög til þess að auka sparifjársöfnun- ína og jafnframt draga nokkuð úr eftirspurn eftir lánsfé. Benzín og hrennsluolía I DAG hækkar gasolía og benzín, olían um 8 aura lítrinn og benz- ínið um 10 aura. Hækkun þessi byggist á farmgjaldshækkun. — Brennsluoliulítrinn kostar með nýja verðinu 87 aura. En við heimakstur brennsluolíu er heim ilt að reikna 1.05 aura á hvern lítra. | um tíu glæsilega vinninga Á M O R G U N verður dregið í hinn glæsilega happdrætti Varðarfélagsins, Happdrætti heimilanna, og era því siðustQ forvöð að kaupa sér miða í dag. I • Dregið verður um 10 glæsilega vinninga að verðmætð | kr. 200.000.00. • Það er mjög ánægjuiegt hversn fljótt og vel þetta mynd« arlega happdrætti hefur gengið, nú er aðeins ettir síðasta átakið í dag að tryggja Varðarfélaginu 100% árangur ail happdrættinu og sjálfum sér glæsilegan vinningsniöguleika, 0 Ætla má að Reykvíkingar keppist um að kaupa síðustu miðana. 0 Hringið í skrifstofuna og biðjifl um miða. — Sími 7100 og 82524. 0 Hver skyidi að Ieikslokum verða eigandi hinna glæsi-« legu vinniuga? Eldur í farþegaflugvél á Keflavíkurfíusrrelli O KEFLA VÍ KURFLUG VELLI, 3.<f marz. — Stórri Constellasion- flugvél frá bandaríska flugfélag- inu TWA, hlekktist á í gær og er hún nú til viðgerðar hér á flug vellinum, en flestir farþeganna bíða eftir annarri flugvél. Flug- vélin var lögð af stad héðan frá flugvellinum með fjölda farþega innan borðs, en eftir um það bil klukkustundarflug ákvað flug- stjórinn að snúa við, þar sem olíuleki hafði gert vart við sig í einum hreyflanna. Hér á flug- vellinum var allt til reiðu, sjúkra lið og slökkvilið til taks, þar sem flugvélin skyldi lenda. Um leið og hún snerti flugvöllinn, mun olía hafa skvetts yfir hinn bilaða hreyfil, sem varð alelda um leið. Mjög fullkomið slökkvi- kerfi er innbyggt í hverjum hreyfli og er því stjórnað úr stjórnklefa vélarinnar, og tókst nærri því samstundis að kæfa eldinn og kom ekki til kasta slökkvilíðs vaíiarins við að ráða niðurlögum hans. Nokkrir farþeganna komust i með flugvél frá Pan-American, en flestir biða eftir annarri flug- vél, og í góða veðrinu i gær, fór hópurinn til Reykjavíkur og skoðaði bæinn, en síðan var ekið upp í Skíðaskála, þar sem fólkið drakk síðdegiskaffi'. —B. VARÐARFÉLAGAR Á MORGUN verður dregið í Happdrætti heimilanna. — Vinsamlegast gerið skil á heimsendum happdrættis- miðum í dag. — Skrifstofa Varðar er opin til kl. 9 S kvöld. 6off veður við Djúp ÞÚFUM. 2. marz: — í gær gekk til norðanáttar, með nokkrií frosti, og dálítilli snjókomu, en lítið varð úr, aðeins gerði grátt í rót um mestan hluta Djúpsins. í morgun var komið gott veður, frostlítiö. Jörð má heita algerlega snjólaus ! byggð og gott veður flesta daga, vegir orðnir ágætir. — P. P.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.