Morgunblaðið - 04.03.1956, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.03.1956, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐI9 Sunsutíagur 4. marz 1956 SYSTURNAR ÞR7AR EFTIR IRA LEVIN - Annar hlufi: ELLEN fi. J Framhaidssagan 35 „Nei, hann hefur eKki nefnt neina frænku sína við mig einu orði“. ) „Það er undarlegt. Eg skrifaði honum þó og sagðist ætla að koma hérna við og heilsa upp á hann. Ég er nefnilega á leið til Cþicago og ég valdi einmitt þessa leið til þess að geta hitt hann. Hann hlýtur að hafa gleymt því, að —“ | „Hvenær skrifuðuð þér hon- j um?“ __ I Ellen hikaði: „í tyradag. Á laugardaginn“. j „Þá veit ég hvernig i öllu ligg- ur“. — Og aftur brá fyrir sama brosinu á andliti konunnar. •— „Gordon fer alltaf að heiman snemma á morgnana og póstur- inn kemur ekki fyrr en klukkan tíu. Bréfið yðar liggur því sjálf- sagt inni á herberginu hans núna“. j „Já, það er mjög sennilegt“. I „Hann er nú ekki heima sem stendur —“ „Má ég ekki koma snöggvast inn?“, flýtti Ellen sér að segja. „Ég fór upp í skakkan sporvagn á stöðinni og varð þess vegna að ganga heila þingmannaleið, áður en ég komst hingað“. Frú Arquette vék úr dyragætt- inni. — „Alveg sjálfsagt. Komið þér bara hérna inn Xyrir“. „Kærar þakkir". — Ellen steig yíir þröskuldinn og gekk inn í forstofuna, þar sem loftið var þurgt og innibyrgt og niðamyrk- ur, jafnskjótt og útidyrunum var lokað. | Til hægri handar lá stig upp á ' loftið, en til vinstri voru bog- myndaðar dyr inn í setustofu, sem bar hinn kuldalega svip, er þau herbergi fljótt fá, sem sjald- an eru notuð. „Frú Arquette", heyrðist rödd kalla einhvers staðar inni í hús- inu. „Nú er ég að koma“, svaraði hún, en snéri sér svo að Ellen: — „Er yður nokkuð á móti skapi að koma inn í eldhúsið?“ spurði hún. „Nei, hreint ekki“. — Aftur skein í hinar smáu, mjallhvítu tennur frú Arquettes og svo fylgdist Ellen með hinni hávöxnu konu inn eftir ganginum og furð- aði sig á því, að þessi vingjarn- lega manneskja skyldi hafa verið svo önug áður, er þær töluðust j við í símann. Eldhúsið var með sama, must- arðsgula litnum og allt húsið utanvert. Á miðju gólfi stóð hvítt flíslagt borð og um alla plötu þess lágu litlir trékubbar á dreif. Rosk inn, sköllóttur maður sat við borðsendann og hellti seinasta j dropanum úr sódavatnsflöskunni í rósótta krús, sem einu sinni hafði verið utan um ost. „Þetta er nágranni minn, hr. Fishback“, sagði frú Arquette. — „Við erum að keppa í öfuglestri". „Fimm cent fyrir hvert orð“, bætti gamli maðurinn við og lyfti gleraugunum upp, til þess að virða Ellen fyrir sér. „Gant“, sagði Ellen. „Ungfrú Gant, frænka Gord- ons“. „Góðan daginn“, sagði hr. Fish- back. — „Gordon er röskur pilt- ur“. Hann lét gleraugun síga níð- ur á þeirra stað aftur og augun virtust verða óeðlilega stór, bak við þau. „Nú er komið að yður“, sagði hann við frú Arquette. Hún settist við borðið, and- spænis hr. Fishback. „Gerið svo vel að fá.yður sætí“ sagði hún við Ellen Qg benti á einn auða stólinn. — „Má annars ekki bjóða yður eitt glas af engi- feröli?" „Nei, þökk fyrir“, svaraði Ell- en og fékk sér sæti. Svo smeygði hún sér úr frakkanum og lét hann hanga aftur af stólbakinu. Hr. Fishback sat þegjandi, en frú Arquette starði á hina tíu trékubba, sem lágu þannig, að bókstafirnir snéru upp, innan í hring af kubbum, sem snéru stöfunum niður. „Hvaðan komið þér?“, spurði hún, upp úr eins manns hljóði, án þess að líta upp. „Californíu". „Ég vissi ekki að skyldfólk Gordons væri þar vestur frá“. „Nei, ég var bara í heimsókn þar. Ég er sjálf úr austurríkjun- um“, flýtti Ellen sér að bæta við. „Jæja,“ frú Arquette leit á hr. Fishback. — „Haldið áfram. Ég gefst upp. Það er ekki hægt að gera neitt með þessum stöfum þarna.“ „Er þá komið að mér?“ spurði hann. Hún kinkaði kolli, þegj- andi. Hr. Fishback hrifsaði bros- andi stafina, sem upp snéru: ,,Yð- ur sást yfir það. Yður sást yfir það“, hlakkaði í honum. — „K- U-M-B-L" kumbl. Þar sem fólk er grafið." Hann lagði stafina sam an og bætti orðinu víð hin orðín á listanum fyrir framan sig. „Þetta er ekki réttlátt“, mót- mælti frú Arquette. — „Þér gát- uð hugsað um þetta allan tím- arm. sem ég var frammi í forstof- unni,“ „Víst er það réttlátt", fullyrti hr. Fishback. Hann snéri tveim kubbum við og kom þeim fyrir innan í hringnum. „Jæja, sama er mér“, sagði frú Arquette ólundarlega og hallaði sér aftur á bak í stólnum, „Hvernig líður Gordon annars, sem stendur?“ spurði Ellen eftir nokkra þögn. „O, ágætlega", sagði frú Arqu- ette. —• „Hann hefur víst meira en nóga til að hugsa um, drengur- inn, — bæði háskólann og dag- skrána.“ „Dagskrána?" „Þér ætlið þó ekki að telja mér trú um það, að þér vitið ekki að um dagskrána hans Gordons?“ „Nei, ég hefi ekkert heyrt frá honum í háa herrans tíð.“ „Hugsið yður bara, hann er búinn að annast þetta í næstum þrjá mánuði. Hann spilar grammófónplötur og talar.“ Frú Arquette reisti sig virðulega í sætinu. — „Þættinum hans er útvarpað öll kvöld, nema á sunnu dögum, frá kl. 8 til 10.“ x„Það var gaman að heyra“, hrópaði Ellen og gerði sér upp brennandi áhuga. „Hugsið yður bara, hann er j beinlínis orðinn frægur maður", hélt frú Arauette áfram frásögn , sinni og velti einum trékubbn- i um við, svo að bókstafurinn snéri upp, þegar hr. Fishback gaf henni merki með því að kinka til henn- ar kolli. — „Það var viðtal við hann í dagblaðinu fyrir nokkrum sunnudögum. Það kom hingað einn blaðamaður eingöngu til þess að tala við hann. Og það eru stúlkur sem hann þekkir ekki nokkurn skapaðan hlut, að hringja til hans á öllum tímum sólarhringsins. Stúdínur frá Stoddard. Þær fá að vita síma- Kvenlélog Hóteigssóknnr heldur árshátíð sína , Silfurtunglinu þriðjudaginn 6. marz klukkan 8,30 síðdegis. SKFMMTIATRIÐI: Ávarp. — Kórsöngur. — Ræða. — Einsöngur. Gamanþáttur. — Kaffidrykkja. Hljómsveit José M. Riba leikur. Félagskonur, fjölmennið og takið með ykkur gesti, dömur og herra. Skemmtinefndin. 35/- ALEC COPPEL ÞAfl SKEÐIUM HÚTT Hlý Regnbogabák! „Þetta er cin af þeim bók- um, sem hljóta að verða metsölubækur", segir er- lendur ritdómari. „Hún er öðrum bókum líklegri til að lyfta af mönnum fargi hins daglega Iífs“. Sagan hefur verið kvik- mynduð og verður mynd in sýnd bráðlega í Bæj- arbíé i Hafnarfirði. — Lesið söguna áður en myndin kemur. Aukin þasgindi - Aukin híbýlaprýði ffamiwd hrærivél ------- Nenni fylgir ---- Þeytari, hrærari og hnoðari. Hakkavéi. græn- metis- og kornkvörn og plastyfirbreiðsla. ——y'— KENWOOD hrærivélin er ódýr miða'ð við afköst og gæði. Verð með öllum hjálpartækjum kr. 2.795,00 -HEKLA- Austurstræti 14 — Sími 1687 Kenwood-hrærivélin hefur náð mestum vin- sældum hér á landi og er óskadraumur allra húsmæðra. Gefið konunni TIL SÖLU Stór yfirbyggður sendiferðabíll í góðu lagi. — Stöðvar- pláss fylgir. — Uppl. í síma 7282 HRINGUNUM FRÁ L/ (J HAFNARSTRAi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.